Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 2
2 LAUGARÐAGU'R 14. NÓVEMBER 1992. Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um efnahagstillögumar: Æskilegt að ná víðtækri samstöðu - vegna þess hættuástands sem er framundan í efnahagslífmu „Ég ætla engu að svara um það hvort nauðsynlegt er að fá stimpil Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins á þessar tillögur. Staðreyndin er einfaldlega sú að for- ystumenn beggja þessara aöila hafa á undanfómum vikum tekið upp slíkar viðræður. Þeir hafa lýst áhuga sínum á að ná víðtækri samstöðu. Ríkisstjómin hefur fallist á það. Hún viðurkennir að það er þannig hættu- ástand framundan að þaö er æskilegt að ná sem allra víðtækastri samstöðu um það sem þarf að gera. Þetta gildir um aðila vinnumarkaðarins og full- trúa sveitarstjórna. Það er ekkert hægt að segja meira um þetta nú, en þegar til alvörunnar kemur reynir á það hvort sá vilji manna er fyijir hendi í verki,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, þegar hann var spurður að því hvort hann teldi nauðsynlegt að fá stimpil aðila vinnumarkaðarins á þær tillögur sem þeir hafa verið að vinna að. Hann var einnig spurður út í þá útreikninga á tillögunum sem birtir hafa verið og sagðir komnir af fundi miðstjómar Sjálfstæðisflokksins. „Þaö er ótímabært að ræða þessar tillögur, einstök atriði þeirra eða nið- urstööu í heild. Aö því er varðar fréttaflutning af miðstjómarfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem vitnað er í tölur, upplýsti forsætisráðherra á fundi ríkisstjómarinnar í morgun að þær væru ekki frá sér komnar, enda hefði hann engar tölur nefnt á fundinúm, sagði Jon Baldvm. Enginn veit enn hvort aöilar vinnumarkaðarins skiia efnahagstil- lögum í sínu nafni til ríkisstjómar- innar eða hvort þær verða gerðar að tillögum atvinnumálanefndar. Þeir forystumenn verkalýðshreyfingar- innar, sem óánægðir em með tillög- umar, hafna því að stimpill verka- lýðshreyfingarinnar verði settur á þær. Talið er að nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjómina að fá þessa stimpla á tillögurnar. -S.dór í septembervoru fluttar út vör- ur fyrir um 7.600 milljónir króna og inn fyrir tæpar 7.400 milljónir króna fob. Með innflutnings- tölum er að auki taliö verðmæti þriggja skipa, alls tæpar 2.200 miUjónir króna sem komu til landsins í sumar. Innflutnings- verðmætið i september er því alls talið 9.500 milljónir króna og vöruskiptajöfnuöur óhagstæður um tæpar 2.000 milljónir. Fyrstu níu mánuði þessa árs vora fluttar út vörur fyrir 65,7 milljaröa króna en inn fyrir 63 milljarða króna. Vöruskiptajöfn- uöurinn á þessum tíma var þvi hagstæður um 2,8 milljarða króna en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæðurum 2,1 milljarö. á sama gengi. Fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 5% minna ená sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir vora um 80% alls útflutnings ogum 6% minni en á sama tíma í fýrra. Útflutningur á áli var 5% minni og kísiljáms var nánasthinnsamiogífyrra. -Ari F.v. Agúst Kristján Stelnarrsson, Dagmar Reynisdóttir, Steinarr Lár Steinarrsson, íris Anna Steinarrsdóttir og Ólafur Magnús Guðnason. Á litiu myndinni er Ágúst Kristján ásamt dansfélaga sinum, Hildi Jónasdóttur. DV-mynd BG Þrjú systkin gera það gott í dansi flármagna dansnámið með útburði á DV Þau íris Anna, Steinarr Lár og Ágúst Kristján Steinarrsböm gerðu það gott á nýafstöðnu íslandsmóti í dansi. íris Anna og Ólafur Magnús Guðnason urðu íslandsmeistarar í ballrum-dönsum og í 2. sætí í latin- dönsum. Steinarr Lár og Dagmar Reynisdóttir urðu í 1. sætí í latin- grannspori og Ágúst Kristján og Hildur Jónasdóttir urðu í 7. sæti í latin-dönsum, fijálsri aðferð. Það vora því tvö gull og ein silfur- verðlaun sem systkinin komu með heim að mótinu loknu. Til gamans má geta þess aö bræö- urnir Steinarr Lár og Agúst Kristján hafa borið DV út til áskrifenda um nokkurt skeiö og fjármagnað þannig sjálfir dansnám sitt. -JSS Leikfélag Akureyrar: Á fimmta þúsund hafa séð Línu Gyffi Kristjánasao, DV, Akureyri; Sýningargestir á bamaleikritinu um Línu langsokk, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir, eru nú að nálgast fimm þúsund. Sýnt hefur verið fimm sinnum í viku og oftast nær verið húsfyllir. Sýningargestir hafa komiö víðs vegar af landinu, meðal annars úr Hafnarfirði, því að yngstu borgar- amir leggja ýmislegt á sig til að berja ærslabelginn Línu langsokk augum. Leikritíð verður sýnt framundir mánaðamót, en veröur þá að víkja af fjölunum vegna þess að æfingar hefjast þá á sviðinu á jólaleikriti Leikfélags Akureyrar. Efla þarf gæöaeftirlit og sölumál vegna EES: Samningurinn mun ekki færa neitt á sif urf ati - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Samningurinn mun ekki færa okkur neitt á silfurfati. Við munum ekki samstundis koma heim með vasana fleytifulla af peningum. Það mun reyna á útflutningsfyrirtækin sem þurfa að hafa þekkingu á mörk- uðum og miöla upplýsingum til fisk- vinnslunnar. Þaö tekur tíma að vinna nýja markaði og viðskiptasam- bönd vegna nýrra afurða og menn mega því ekki búast við skjótum ár- angri á fyrstu dögunum," sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á ráðstefnu sjávarútvegsráðuneytis- ins og Útflutningsráðs íslands um EES-samninginn og ný tækifæri í útflutningi sjávarafurða í Viðey í gær. Þorsteinn sagði þó mikilvæg- asta atriðið lækkun og afnám inn- flutningstolla á þessum stærsta markaði fyrir íslenskar sjávarafurð- ir. Þorsteinn geröi gæði sjávarafurða aö umtalsefni og sagði aö aflameð- ferð væri yfirleitt til fyrirmyndar en þó ekki alltaf. Mikilvægt væri að bæta úr áður en EES-samningurinn gengi í gildi. Nú væri unnið að mjög umfangsmiklum sldpulagsbreyting- um á allri yfirstjóm og formi opin- bers eftirhts með gæðum íslenskrar sjávarafurðaframleiðslu. Aðgerðim- ar fælu í sér að gæðaeftiriitið yrði flutt í Fiskistofuna og Ríkismati sjáv- arafurða síðan breytt í hlutafélag og muni gegna hlutverki skoðunarstofu þar sem ætlunin er að sjávarútvegs- fyrirtækin verði í viðskiptum við sérhæfð eftirlitsfyrirtæki í einka- eign. Þorsteinn sagði að með samningn- um væri ástæða tii að athuga og end- urskoða sérstaklega hvemig staðið væri að sölumálum á íslenskum sjáv- arafurðum. „Við höfum með samtakamætti á undanfómum áratugum unnið þrek- virki í sölumálum. Nýir tímar kalla á meiri samkeppni og meira frjáls- ræði. Eigi að síður er það svo að sú samkeppni, sem við mætum á nýjum mörkuðum, hlýtur að kalla á enn meira samstarf, kalla á að viö byggj- um upp enn öflugri söluaðila sem geta tekist á við þá sterku risa sem við er að glíma á Evrópumarkaðin- um. Að þessu þarf að hyggja til að hægt sé að gera sér góðar vonir um að nýta þau tækifæri sem viö blasa," sagði Þorsteinn. Þorsteinn minntí á að ríkisstjómin hefði ákveðið að veija 100 miHjónum í markaðsátak fyrir útflutningsfyrir- tækin á markaði Evrópska efnahags- svæðisins. Þorsteinn hvatti sjávarút- vegsfyrirtækin til að nýta sér það fjármagn sem í boði er og líta einnig í eigin barm varðandi ráðstöfun eigin fjármagns til nýsköpunar og þróun- arverkefna. -Ari Félagar i Landssamtökum atvinnulausra vöktu athygli á baráttumálum sín- um í stórmörkuðum og víðar i gær. Landssamtökin skora á (ólk að kaupa innlenda vöru frekar en innflutta og segja hægt að fjölga störfum í iðnaði um 5.800 ef íslensk vara er keypt i staö erlendrar. DV-mynd GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.