Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. NOVBMBER 1992. Fréttir DV Sambandshúsið á Kirkjusandi: H ver starfsmaður með 90 fermetra til umráða - innan við 80 starfsmenn 1 tæplega 7 þúsund fermetra skrifstofurými í Sambandshúsinu að Kirkjusandi eru einungis starfandi milli 70 og 80 manns. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins er fermetra- íjöldi aðalbyggingarinnar tæplega 7 þúsund fermetrar. Að meðaltali hef- ur því hver starfsmaður hússins ríf- lega 90 fermetra til að athafna sig á. Það samsvarar því að hver starfs- maður hafi þriggja til fjögurra her- bergja ibúð til umráða á vinnustaö. Samvinnulífeyrissjóðurinn keypti í vikunni hlut Sambandsins í húsinu. Kaupverðið hefur enn ekki verið gef- ið upp en ljóst er þó að það er mun lægra en matsverðið sem hljóðar upp á rúmar 500 milljónir. Fyrir kaupin átti sjóðurinn 150 milijóna króna veðkröfu í eignarhlut Sambandsins. Lífeyrissjóðurinn var með þessu að tryggja hlut sinn og freistar þess nú að koma húsinu í verð. Að sögn starfsmanna hafa margir sýnt hús- inu áhuga, þar á meðal nokkur stór fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. Fram til þessa hafi menn þó hörfað frá enda hafi ríkt mikil óvissa um fram- tíð Sambandsins. Húseignin var að stærstum hluta í eigu Sambandsins og átti þaö þrjár hæðir og tumhýsi í eigninni. Alls vinna nú 15 manns hjá Sambandinu. Fyrir átti lífeyrissjóðurinn þriöju hæöina í húsinu. Um síðustu áramót var hún bókfærð sem 119 miiljóna króna eign. Alis vinna 6 manns hjá sjóðnum en að auki starfa fjórir hjá Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna sem hefur aöstöðu á hæð- inni. Á fjórðu hæðinni hafa íslenskar sjávarafurðir aðsetur. Þar vinna að jafnaði um 46 manns og er hæðin aö mestu nýtt. Á fyrstu hæðinni, sem ásamt annarri og fimmtu hæð er eign Sambandsins, er einungis einn starfsmaður, húsvörðurinn, en hann hefur aðstöðu í skúr sem byggður er út úr aðalbyggingunni. A annarri hæðinni starfa 4 starfsmenn, þar af einn á símaborði og þrír í launabók- haldi. -kaa Innkoman í Sambandshúsið á Kirkjusandi ber með sér að húsinu hefur verið ætlað veglegt hlutverk. Við blasa hins vegar tómir salir og mannfæð. Á fyrstu hæðinni er einungis einn starfsmaður, húsvörður, og hann hefur aðsetur í skúr, áföstum við aðalbygginguna. DV-mynd BG 90 % 60 50 40. 30 20 10 Vikulegur lestur biaðanna samkvæmt könnunum Gallup á árinu* - 12%. D V 78% » tú/ m Mars "92 •Hvarsu mBrgir lesa blóðin einhiem tlma I vikunnl Júní ‘92 Okt. ‘92 Fjölmiðlakannanir Gallups á árinu: DV eykur sinn hlut á fjölmiðlamarkaðinum - lesendahópurinn hefur stækkað um 6 prósentustig á árinu Samkvæmt nýrri fjölmiölakönmm Gallups lesa 78 prósent þjóðarinnar DV einhvem tíma í hverri viku. Mið- að við sambærilega könnun í mars hefur lesendahópurinn stækkað um 6 prósentusfig. I júní síðastliðnum var hlutfallið 77 prósent. Sókn blaðs- ins á íslenskum fiölmiðlamarkaði er því ótvíræð. Ekkert íslenskt dagblað nær tíi jafn stórs hóps lesenda í viku hverri. Könnunin leiðir ennfremur í ijós að vikidegur lestur Morgunblaðsins hefur svo gott sem staðið í stað á undanfómum mánuðum. í október síðastiiönum lásu um 76 prósent þjóðarinnar blaðið, í júní um 75 pró- sent og í mars um 73 prósent. Munur- inn upp á 3 prósentustig er af Gallup taiinn ómarktækur. Lestur á vikublaðinu Pressunni hefur einnig verið kannaöur af Gall- up. í október síðastiiðnum var blaðið lesið af 17 prósentum landsmanna. í júní var hlutfallið 20 prósent og í mars var það 16 prósent. Lesenda- hópur Pressunnar virðist því heldur hafa fariö minnkandi að undanfómu en standa í stað sé htið til ahs ársins. -kaa Afdrif SÍS snerta lítt Sammvinnulífeyrissjóðmn: Sjóðurinn er traustur - segir Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri „Það fer eftir því hveijir kaupa Samskip hvort einhver breyting verður á iðgjaldagreiöslum til sjóðs- ins. Aö öðra leyti er ekki að vænta neinna breytinga á högum sjóðsins. Við þurfum ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni. í samanburði við aðra lifeyrissjóði stendur Samvinnu- lífeyrissjóðiuinn vel. Þetta er traust- ur sjóður og viö leynum engu,“ segir Margeir Daníelsson, framkvæmda- stjóri Samvinnulífeyrissjóðsins. Margeir segir fjármuni sjóðsins að óveraiegu leyti hggja í eignum Sam- bandsins. Að stærstmn hluta hafi sjóöurinn lánað fjármuni sína til rík- issjóðs, einkum tii húsnæðiskerfis- ins, og sjóðfélaga. Eignaleg staöa sé þvi sterk þrátt fyrir þá erfiðleika sem Sambandið hafi lent í. Aht bendir til aö Samvinnuhfeyris- sjóðurinn verði af einhveijum tekj- um í kjölfar sölu Sambandsins á helstu eignum sínum. Líklegt þykir að í framtíðinni muni Samskip og fleiri stór fyrirtæki greiða til annarra lífeyrissjóða eftir að Sambandið hef- ur misst eignartök sín á þessum fyr- irtækjum. Nokkur fækkun hefur orðið á ið- gjaldagreiðendum í sjóðinn á und- anfomum áram, meöai annars vegna kaupa Landsbankans á Sam- vinnubankanum og gjaldþrots Ála- foss. Á sama tíma hafa útgjöld sjóðs- ins aukist vegna lífeyrisskuldbind- inga. Ahs fengu 1325 manns greitt úr sjóðnum um síðustu áramót. Rétt í sjóðnum áttu 24.560 einstaklingar. Á síðasta ári greiddu um 5.708 laun- þegar iðgjöld til Samvinnulífeyris- sjóðsins, eða 297 færri launþegar en á árinu 1990. Samtals námu þessar greiðslur 493 mihjónum sem er 1,1 prósents hækkun mihi ára. Á sama tíma námu lífeyrisgreiðslur sjóðsins 317 mihjónum sem er 17,2% hækkun mihi ára. Hrein eign sjóðsins í árslok var bókfærð á 6.524 milljónir og hækkaði hún um 960 mihjónir mihi ára. Á árinu 1991 hækkaði hlutfall greidds lífeyris af iðgjöldum úr 55,7% í 64,6%. Á árinu 1987 var þetta hlut- fah 37,4%. Unnið er að tryggingafræðilegri úttekt á lífeyrisskuldbindingum sjóðsins og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Samkvæmt úttekt, sem gerð var í fyrra, þyrfti sjóöurinn að ná 4,5% raunávöxtun á eignir sjóðsins til að ná jöfnuði mhh skuld- bindinga og eigna. Miðað viö 2% raunávöxtun hefðu iðgjöld þurft að hækka um 20% eða skerða lífeyris- greiðslur um 32,2%. í fyrra var raun- ávöxtunin 7,7 prósent miðað við byggingarvísitölu og 6,4% miðað við lánskjaravísitölu. -kaa Skipting iðgjalda Samvinnulífeyrissjóðsins 1991 Mikligarður hf. Olíufélagið hf. Samskip hf. K. Á. ísl. skinnaiðn.hf. K. S. K. B. VÍS Jötunn hf. Goði hf. K.H.B. Önnur fyrirtæki 1 Igjjj l~l Q Qj Q lv.-' ■■■ >■) Stað sjóðsins 1991 Fjöldi greiðenda 5.708 Fjöldi sjóðfélaga 24.560 Iðgjaldagreiðslur 491.324 kr. 0% 10% 20% 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.