Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 22
22 IiAUGARDAGUR 14. NÖYEMBER 1992. Sérstæð sakamál Grænklædda konan Paul Waverley var þrettán ára ög hafði mikla ánægju af því að veiða í Bedfordárskuröinum nærri heim- ili hans við Chalkwell Road, í Downham Market í Norfolk á Eng- landi. Það var 12. júní 1985 sem þessi saga gerðist en þá voru enn fjórir dagar í að skurðurinn yrði opnaður almenningi til stanga- veiði. Paul var hins vegar fyrir löngu farinn að láta sig dreyma um Ijúfar stundir við skurðinn og því gekk hann niður að honum þennan dag. Leið hans lá að uppáhalds- veiðistaðnum sem var rétt við flóð- gáttarstífluna við Salters Lode. Þar myndaðist göngubrú yfir skurðinn þegar gáttarstíflurnar voru lokað- ar en ofan af henni mátti sjá vel ofan í vatnið og því til fiska sem voru á sveimi í því. Þetta var tilval- inn staður fyrir ungan og áhuga- saman stangaveiðimann. Og þegar Paul kom á brúna tók hann sér stöðu fram á brúninni. Þama var mikil kyrrð og fátt eitt heyrðist nema fuglasöngurinn, skxjáfið í laufinu þegar vindurinn lék um trén og niðurinn í vatninu þar sem það rann fram um gáttina. Óhappið En skyndilega var kyrrðin rofin af háu skvampi. Paul hafði hætt sér of langt fram á brúnina og þegar hann hafði hallað sér fram einu sinni enn til að gefa betur gaum að dökkum ílöngum skugga í vatn- inu skrikaði honum fótur og hann datt í vatnið. Falhð ofan af stíflunni var um tveir metrar og upp á hana varð ekki komist þvi stífluveggur- inn var lóðréttur. í land var all- nokkur vegalengd, enda skurður- inn skipgengur eins óg stór hluti af Bedfordánni. Paul var ekki góður sundmaður og þegar honum skaut upp eftir fallið átti hann erfitt með að halda sér á floti, enda vatnið kaldara en hann hafði búist við. Hann reyndi allt hvað hann gat til að synda í land en sá að það yrði honum að öllum líkindum irni megn. Skyndi- lega setti því að honum þann ótta að hann væri í þann veginn að drukkna og við það fipaðist honum sundið. Og enn á ný byrjaöi hann að sökkva. Hann svamlaði með fót- unum og reyndi að vinna gegn því. Um leið dró hann djúpt að sér and- ann til að létta sér sundið en þá sogaði hann niður stóran sopa af vatni. Honum svelgdist á og fannst , útlitið afar dökkt. Hjálp á elleftu stundu Nú var Paul kominn á þá skoðun að kæmi honum ekki einhver til hjálpar væru dagar hans taldir. „Hvar er allt þetta fólk sem er allt- af að ganga héma um þegar ég er að veiða?“ hugsaði hann. „Hvemig stendur á því að það er enginn héma sem getur hjálpaö mér?“ En einmitt á því augnabliki þegar Paul hélt að hann væri að sökkva í síðasta sinn heyrði hann allt í einu sagt með konurödd upp á gáttar- stíflunni: „Vertu rólegur, drengur minn. Ég skal hjálpa þér.“ Augnabliki síðar heyrðist skvamp. Ung kona hafði stungið sér til sunds óg með rólegum en ákveðnum sundtökunm nálgaðist hún Paul sem var nú horfinn allur ótti og tókst að halda sér á floti. Svo greip konan í hann og synti með hann aö landi. Þau komu að lágum bakka og brátt vora þau komin á land. Þá var sem allur máttur væri úr Paui og honum fannst vera að líða yfir sig. En konan gat komið honum tíi að kasta upp vatninu sem hann hafði drukkið og eftír það leið honum strax betur. Victor Dunne. Sóttivörðinn „Heldurðu að þú getir komist heim?“ spurði konan nú. „Eða á ég að sækja einhvem til að hjálpa þér?“ Paul kinkaði kolli er hún spurði í síöara skiptið. Þá stóð konan á fætur og gekk í áttina að húsinu þar á bakkanum en í því hafði vörð- urinn, sem leit eftir gáttarstíflunni, aðsetur. Þegar konan gekk frá honum virti Paul hana fyrir sér og tók þá eftir því hve einkennilega hún var klædd. Hún var í grænu pilsi, grænum jakka, ljósgrænxú blússu og dökkgrænum skóm. Hún var snyrtilega til fara en fötin vora greinilega ekki eins og þau sem konur klæddust nú. „Það var eitt- hvað gamaldags viö þau,“ sagði Paul síðar. Vörðurinn, Victor Dunne, var inni við þegar konan kom til hans. Hann varð dálítið undrandi þegar grænklædda konan birtist því hon- um fannst hann kannast við hana þótt hann gæti ekki komið henni fyrir sig. Hún benti í áttina aö skuröinum og sagði: „Það er drengur í vanda þama niður frá. Hann þarfnast hjálpar." Ávettvang Victor lokaði dyranum á eftir sér þegar hann gekk út úr litla stjóm- húsinu en þegar hann leit við aftur var grænklæda konan skyndilega horfin. Hann leit í kringum sig en það var sama hvert hann leit, hvergi var hana að sjá. Hvemig gat hún hafa horfiö á einu augnabliki? Hann velti þessu fyrir sér um stund en mundi svo eftir því að niðri á bakkanum beið drengur eftir að- stoð. Hann flýtti sér til hans. „Hvemig líður þér?“ spurði hann þegar hann kom til Pauls. „Mér líður ágætlega núna,“ svar- aði hann og reis á fætur. Saman gengu þeir svo að stjómhúsinu. Er jnn kom hringdi Victor í sjúkrabíl Paul Waverley og faðir hans, John. og lét flytja Paul á sjúkrahús í ör- yggisskyni ef vera skyldi að hann þarfnaðist aðhlynningar eftir volk- ið, Á meðan þeir biöu eftir sjúkra- bílnum sagði Paul frá því hvemig hann hafði dottið fram af stíflunni. Þá lýsti hann því er konan hafði kallað til hans og komið honum til björgunar. Nú minntist Victor skyndilega atburðar sem gerst hafði mörgum árum áður þegar hann var nýkominn til starfa sem stífluvörður. Kaldur haustdagur Þegar sjúkraliðamir höfðu tekið við Paul settist Victor hugsi. Hann mundi að það hafði verið 12. nóv- ember 1953 sem atburðinn gerðist. Hann hafði verið úti við og skyndi- lega hafði hann heyrt skvamp við stífluna. Hann hijóp að henni og sá þá stúlku í ísköldu vatninu. Hún virtist hafa fallið af stíflunni og í gegnum þunnan ís sem var á ánni. Kona, sem hafði greinilega verið með stúlkunni, stökk nú í ána. Er Dunne sá það hljóp hann að björg- unarhring sem þama var og hon- um kastaði hann svo til konunnar og stúlkunnar. Victor tókst aö ná konunni að landi en þá var stúlkan horfin, lík- lega eftir að hafa fengið kulda- krampa í vatninu. Lík hennar fannst svo daginn eftir. En Victor var ljóst að það var eitthvað undarlegt við konuna. Fyrst hafði hún staðið á stíflunni og horft á stúlkuna svamla í vatn- inu. Hún hafði ekki stokkið í ána stúlkunni til hjálpar fyrr en hún sá Victor. Og þegar hún var komin út í ána var sem hún beitti kröftim- um mest við að halda sjálfri sér á floti en ekki í að reyna að bjarga stúlkunni. Og þegar Victor hafði tekist að koma kommni í land og fékk að heyra frásögn hennar af því hvem- ig óhappið hafði orðið fannst hon- um afar ólíklegt að stúlkan hefði getað fallið í ána af þeim stað sem konan tilgreindi. í raun leit hann svo á aö óhugsandi væri að um slys hefði verið aö ræða. Og það fannst rannsóknarlögreglumönnunum, sem fengu málið til meðferðar, einnig. Mæðgur Konan, sem Victor kastaði björg- unarhringnum til, reyndist vera Sally Gordon og stúlkan, sem drukknaði, ellefu ára dóttir henn- ar, Eileen. Sally Gordon hafði verið í grænu pilsi, grænum jakka, ljósgrænni blússu og dökkgrænum skóm. Þegar Victor haföi nú, þrjátíu og tveimur árum síðar, rifjað upp þennan atburð rétt eftir að hafa komið Paul í hendur sjúkraliða var hann sannfærður um að konan, sem hafði komið til hans þá skömmu áöur til að segja honum frá Paul, hefði verið grænklædda konan sem hann hafði kastað björgunarhringnum til forðum. Það fór kuldahrollur um Victor. Atburðurinn árið 1953 var þess eðhs að rannsóknarlögregla var kvödd til. Þótti strax sem ekki hefði allt verið með felldu um dauða htlu stúlkunnar og renndi rannsókn á högum móðurinnar stoðum undir þann grun að hún hefði hrint dótt- urinni í ána í þeim tilgangi að drekkja henni. Einstæð móðir Sahy Gordon var orðin þijátiu og eins árs þegar hún fór niður að á með Eheen, dóttur sinni. Sahy var lagleg kona en þeir sem til hennar þekktu greindu frá því aö hún hefði verið tekin að óttast um að hún fyndi sér aldrei mannsefni. Ógift móðir þótti ekki eins góður kvenkostur um miðja öldina og nú og síst í smábæ eins og Downham Market. Rannsóknin þótti því benda th þess að Sahy hefði vhjað losna við dóttur sína th að eiga betri möguleika á að eignast mann. Saksóknari, sem fékk niðurstöð- ur rannsóknarinnar í hendur, var sömu skoöunar og rannsóknarlög- reglumennimir, að um morð hefði verið að ræða, og var farið með máhð í samræmi við það. Sahy Gordon kom hins vegar aldrei fyrir rétt. Hún fékk alvarlega lungnabólgu og lést á sjúkrahúsi 29. desember 1953. Victor Dunne hefur ekki verið í þeim hópi sem trúir á afturgöngur en hann er samt staðfastlega þeirr- ar skoðunar að konan sem bjargaði Paul þennan júnídag árið 1985 hafi verið Sahy Gordon. Og Victor er ekki neinum vafa um hvers vegna Sahy hafi snúið aftur að stíflunni. Þar hafi hún tek- ið líf og nú hafi hún vhjað bjarga lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.