Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 52
64
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992.
Tilkyimingar
Hans Petersen styrkir
líknarstarf
Eins og undanfarin ár selja verslanir
'ííans Petersen hf. jólakort sem ætluð eru
til þess að setja ljósmyndir í. Mjög er
vandað til jólakortanna og eru margar
geröir í boði. í ár verða öll jólakortin til
styrktar Giktarfélagi íslands en um síð-
ustu jól fór styrkurinn til Hjartavemdar.
Af hverju seldu jólakorti í verslunum
Hans Petersen um þessi jól renna 5 kr.
til Giktarfélagsins. A myndinni eru Hild-
ur Petersen, framkvæmdastjóri Hans
Petersen hf., og Hjördís Kröyer og Magn-
ús Karl Pétursson frá Hjartavernd er af-
hending styrksins í fyrra fór ffam.
Samtök sykursjúkra
í dag, 14. nóvember, verður opið hús hjá
samtökum sykursjúkra, Hverfisgötu 69,
í tilefni alþjóðasykursýkisdagsins frá kl.
14-17. Samtökin munu selja jólavarning
og bjóða gestum í kaffi. Allir velunnarar
samtakanna eru velkomnir.
Silfurlínan
s. 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir
eldri borgara alla virka daga kl. 16-18.
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist á sunnudag, kl. 14.30, í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Miðasala á árs-
hátíð félagsins milli kl. 13 og 15 sama dag.
Félag eldri borgara
Risið sunnudag. Kl. 13, bridge í litla sal,
kl. 14, bridge í stóra sal. Dansað í Goð-
heimum kl. 20.
„Styrkur“, samtök krabba-
jneinssjúklinga og aðstand-
enda þeirra
Opið hús verður þriðjudaginn 17. nóv-
ember kl. 20.30 í húsi Krabbameinsfélags-
ins íslands, Skógarhlið 8, Reykjavík. Jak-
ob V. Jónasson læknir kynnir slökunar-
aðferðir. Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Fundir
Al-Anon 20 ára
Miðvikudaginn 18. nóvember mun Al-
Anon, samtök aðstandenda alkóhóhsta,
halda „opinn kynningarfund" í tilefni 20
ára afmælis samtakanna. Fundurinn
hefst kl. 20 í Bústaðakirkju og verða kaffi-
veitingar á eftir. Ræðumenn verða: Al-
Anon-félagar, AA-félagi, Alateen-félagi,
bam alkóhólista og sálfræðingur mun
tala. Allir eru velkomnir á þennan opna
kynningarfund. Nánari upplýsingar veit-
ir skrifstofa Al-Anon í s. 19282 þriðjudaga
til fóstudaga kl. 13-16. Dagana 13.-20.
nóv. mun verða starfrækt símavakt frá
kl. 13-18 í tilefni 20 ára afmælis samtak-
anna.
Andlát
Ingveldur Karlsdóttir frá Brautar-
holti, Garði, lést að Garðvangi 11.
nóvember.
Sýiungar
HS-myndir
Sunnudaginn 15. nóvember, kl. 15, opnar
Hrafnkell Sigurðsson sýningu á nýjum
myndum í Sólon íslandus sem er nýr
sýningarsalur í Bankastræti 71. Á sýn-
ingunni eru sérstaklega unnar ljósmynd-
ir sem eru stækkaðar í litljósrita. Á opn-
uninni verður flutt tónlist eftir Steingrím
Eyfjörð Guðmundsson sem er sérstak-
lega samin með þessar myndir í huga.
Sýningin er opin alla daga kl. 9-20 til 15.
desember.
Sýning á listiðnaði
Ragnheiður Thorarensen sýnir listiðnað
frá Georg Jensen Damask að Safamýri
91 laugardag og sunnudag frá kl. 13 og
virka daga fyrir hádegi og frá kl. 17.
Sigrún Olsen sýnir
á „Næstu grösum“
Sigrún Olsen sýnir um þessar mundir
vatnshtamyndir og myndir, unnar með
blandaðri tækni, á veitingastaðnum Á
næstu grösum, Laugavegi 20b. Myndim-
ar kallar Sigrún blóma- og bjartsýnis-
myndir en þær eru allar unnar í Portú-
gal á þessu ári. Sýningin er opin á opnun-
artíma veitingastaðarins alla virka daga
kl. 12-14 og 18-20.
Lausn á svipmyndinni
Winnie Mandela. Hún hét áöur Thembukonungsættinni. Árið 1952
Nomzamo Winnie Madikizela. Fað- stofnaði hann lögfræðistofuna
ir hennar var skólastjóri í liOum Mandela & Tambo ásamt Ohver
þorpsakóla í Mbongweni. Hún gift- Tambo.
ist Nelson Mandela en hann er af
Leikhús
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Sími 11200
Stórasvlðlökl. 20.00.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI ettir
Thorbjörn Egner.
í dag kl. 14.00, uppselt, á morgun kl.
14.00, uppselt, lau. 21/11 kl. 14.00, upp-
selt, sun. 22/11 kl. 14, uppselt, sun. 22/11
kl. 17.00, uppselt, mið. 25/11 kl. 16.00,
örfá sæti laus, sun. 29/11 kl. 14.00, upp-
selt, sun. 29/11 kl. 17.00, uppselt.
HAFIÐ ettir Ólaf Hauk
Simonarson
í kvöld, uppselt, miðvikud. 18/11, upp-
selt, lau. 21/11, uppselt, lau. 28/11, upp-
selt.
KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu
Razumovskaju.
Föstud. 20/11, uppselt, föstud. 27/11, upp-
selt.
UPPREISN
Þrír ballettar með íslenska dans-
flokknum.
Á morgun kl. 20.00, flmmtud. 19. nóv. kl.
20.00, fimmtud. 26/11 kl. 20.00.
Smíðaverkstæðið kl. 20.00.
STRÆTI eftir Jim Cartwright.
í kvöld, uppselt, lau. 21 /11, uppselt, sun.
22/11, uppselt, mlðvikud. 25/11, uppselt,
flmmtud. 26/11, uppselt, lau. 28/11, upp-
selt.
Ath. að sýningin er ekki vlð hæfl barna.
Ekki er unnt aö hleypa gestum i salinn
eftlr að sýning hefst.
Litlasvlðlðkl. 20.30.
RÍTA GENGUR MENNTA-
VEGINN eftir Willy Russel.
í kvöld, uppselt, á morgun, aukasýning,
uppselt, mlðvlkud. 18/11, aukasýnlng,
uppselt, fimmtud. 19/11, uppselt, föstud.
20/11, uppselt, lau. 21/11, uppselt, sun.
22/11, aukasýning, uppselt, mlövikud.
25/11, uppselt, fimmtud. 26/11, uppselt,
lau. 28/11, uppselt.
Ekkl er unnt að hleypa gestum Inn I sal-
inn eftlr aö sýning hefst.
Ath. aðgöngumiöar á allar sýningar
grelöist viku fyrlr sýningu ella seldir
öðrum.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13-18 ogfram
að sýningu sýningardaga.
Mlðapantanir frá kl. 10 vlrka daga I sima
11200.
Grelðslukortaþj. - Græna linan 996160.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Höggmyndasýning á
Kjarvalsstöðum
Höggmyndasýningu Thors Barödal á
Kjarvalsstööum lýkur um helgina. Þetta
eru marmara- og granítverk sem flest eru
unnin í Portúgal á þessu ári. Þetta er 4.
einkasýning listamannsins.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra sviðiðkl. 20.00.
DUNG ANON eftir Björn
Th. Björnsson
Laugard. 21. nóv.
Næstsiðasta sýning.
Föstud. 27. nóv.
Siðasta sýnlng.
HEIMAHJÁ ÖMMUeftirNeil
Simon.
11.sýn. ikvöld.
Fáeinsæti laus.
Fimmtud. 19. nóv.
Föstud. 20.nóv.
Fimmtud. 26. nóv.
Litla sviöiö
Sögur úr sveitinni:
eftir Anton Tsjékov
PLATANOV OG VANJA
FRÆNDI
PLATANOV
ídag kl. 17.00.
Uppselt.
Sunnud. 15. nóv. kl. 17.00.
Fáein sæti laus.
Föstud. 20. nóv. Fáein sætl laus.
Laugard. 21. nóv. kl. 17.00. Uppselt.
Sunnud. 22. nóv. kl. 17.00.
VANJA FRÆNDI
íkvöldkl. 20.00.
Uppselt.
Sunnud. 15. nóv.
Flmmtud. 19. nóv.
Laugard. 21. nóv. Fáein sæti laus.
Sunnud. 22. nóv.
Verð á báðar sýningarnar saman aðeins
kr. 2.400.
KORTAGESTIR, ATH. AÐ PANTA ÞARF
MIÐA Á LITLA SVIÐIÐ.
Ekkl er hægt að hleypa gestum Inn í salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin alla daga frá kl.
14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir í síma 680680 alla virka
daga frákl. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta -
Faxnúmer 680383.
Leikhúslinan, simi 991015.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem
dögum fyrir sýn.
Munið gjafakortin okkar, skemmtileg
gjöf.
Leikfélag Reykjavikur -
Borgarleikhús.
LEIKBRUÐULAND
mm,
AH
HIJEJA!
í Leikbrúðulandi, Fríkirkjuvegi 11.
Sýninginfékk tvenn alþjódleg verdlaun í
sumar.
Sýning sunnud. kl. 3.
Midasala frá kl. 1 sýningardagana.
Sími: 622920.
Hjónaband
Þann 26. september voru gefin saman í
þjónaband í Raufarhafnarkirkju af séra
Jóni Hagbarði Guömundssyni Hildur
Harðardóttir og Ómar Viðarsson.
Brúöarmær var Kolbrún Björg Ómars-
dóttir og brúðarsveinn var Ingi Þór Óm-
arsson. Heimili brúðhjónanna er aö
Tjamarholti 5, Raufarhöfn.
Ljósm. Norðurmynd
eftir Astrid Lindgren
ídagkl. 14.
Örfá sæti laus.
Sunnud. 15. nóv. kl. 14. Uppselt.
Simnud. 15. nóv. kl. 17.30.
Laugard. 21. nóv. kl. 14.
Sunnud. 22. nóv. kl. 14.
Laugard. 28. nóv. kl. 14.
Sunnud. 29. nóv. kl. 14
Síðustu sýnlngar.
Enn er hægt að fá áskriftarkorf.
Verulegur afsláttur á sýningum
leikársins.
Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafn-
arstræti 57, alla virka daga nema
mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga
fram að sýningu. Laugardaga og
sunnudaga
frákl. 13-18.
Símsvari allan sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Símlimiðasölu: (96) 24073.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__iiiii
É£acia> di 2!ammewmo<yK
eftir Gaetano Donizetti
FÁAR SÝNINGAR EFTIR!
Sunnud. 15. nóv. kl. 20.00.
Örfásæti laus.
Föstud. 20. nóv. kl. 20.00.
Sunnud. 22. nóv. kl. 20.00.
Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00
daglega en til kl. 20.00 sýningardaga.
SÍM111475.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
LEIKFÉLAG
MOSFELLSSVEITAR
DSTNANSVEITAR-
KRONIKA HALLDÓRS
LAXNESS.
í HLEGARÐI
íkvöld kl.21.00.
Sunnud. 15. nóv. kl. 21.00.
Siöasta sýning.
Miöapantanir i sima 667788.
Simsvari allan sólarhringinn.
LElkll’STARSKÓLI ÍSLANDS
Nemenda
leikhúsið
LINDARBÆ simi 21971
Lindargötu 9
CLARA S. e. Elfriede
Jelinek.
11. sýn.lkvöldkl. 20.30.
12. sýn. sunnud. 15. nóv. kl. 20.30.
13. nóv. þriðjud. 17. nóv. kl.20.30.
14. sýn. laugard. 21. nóv. kl. 20.30.
Sýnlngum fer fækkandi.
Miðapantanlr i s. 21971.
Tónleikar
Útgáfutónleikar á
Kringlukránni
Hannes Jón gefur nú út aöra sólóplötu
sína. í tilefni af því verða útgáfutónleikar
á Kringlukránni þriðjudaginn 17. nóv-
ember, kl, 21. Nýja platan ber nafnið
Kærleiksblóm og inniheldur 16 titla sem
höfða til allra aldurshópa. Lögin eru flest
eför Hannes Jón og textar m.a. eför Hall-
dór Laxness, Snorra Hjartarson og Hann-
es Bjömsson, fóður Hannesar Jóns. Auk
Hannesar koma fram m.a. Anna Vil-
hjálms, Guðmundur Ingólfsson og Ásgeir
Oskarsson. Kærleiksblóm eru gefin út á
geisladiski og kassettu og fást í hljóm-
plötuverslunum og bensínstöövum víða
um land. Einnig er hægt að panta hjá
útgefanda í síma 91-623724.