Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992.
Ný ævintýri
Warshawskis
Vic Warshawski er kona, lög-
fræöingur, einkaspæjari og sögu-
hetjan í spennusögum banda-
ríska rithöfundarins Söru Par-
etsky. Guardian Angel er sjöunda
bókin í röðinni.
Eins og oft áður er upphaf þessa
nýjasta viðfangsefnis Wars-
hawskis á heimaslóðum. Til ná-
granna hennar í húsinu, þar sem
hún býr í Chicago, kemur mið-
aldra fyllibytta til skemmri dval-
ar. Hann lætur í það skína að
hann viti eitthvað misjafnt um
fyrirtæki sem nefnist Diamond
Head og hann starfaöi hjá um
hríð - eitthvað sem muni gera
hann ríkan.
Enginn tekur þetta raus alvar-
lega fyrr en fyllibyttan finnst
dauð í skurði. Warshawski telur
andlát mannsins grunsamlegt og
fer að rannsaka málið. Fljótlega
kemur margt sérkennilegt í ljós.
Þetta er vel skrifaður, skemmti-
legur og spennandi reyfari eins
og fyrri sögumar um Wars-
hawski.
GUARDIAN ANGEL.
Höfundur: Sara Parelsky.
Penguin Books, 1992.
Eiturvopn gegn
Vesturlöndum
Abu Hassan er leiðtogi hóps
hryðjuverkamanna. Markmið
hans er að tryggja Palestínu-
mönnum sigur í baráttunni fyrir
sjálfstæðu ríki. Leiðin, sem hann
velur, er hryðjuverk sem eiga að
skapa ofsahræðslu á Vesturlönd-
um og neyða ríkisstjórnir þar til
að fallast á kröfur Palestínu-
manna.
Hassan skipuleggur samstarf
ólíkra hryðjuverkahópa um að
koma banvænu eitri fyrir í al-
gengum matvælum í Bandaríkj-
unum og víðar. Þegar óbreyttir
borgarar vestra fara að deyja
hroðalegum dauðdaga verður
mikið umrót á Vesturlöndum og
þrýstingur almennings á stjóm-
völd að mæta kröfum hryðju-
verkamannanna nær óbærilegur.
Höfundur þessarar spennusögu
er enskur blaðamaður sem hefur
sérhæft sig í skrifum um hernað-
armálefni. Sagan er spennandi
og íjörleg.
THE FINAL TERROR.
Höfundur: James Adams.
Penguln Books (Slgnet), 1992.
Lífshætitulegt
lögfræðiálit
Tveir dómarar í Hæstarétti
Bandaríkjanna eru myrtir. Þeir
voru báðir á frjálslynda kantin-
um. Fullvíst er talið að forseti
landsins skipi harðsvíraða
íhaldsmenn í þeirra stað og breyti
þar með verulega stefnu Hæsta-
réttar.
Bandarísk lögregluyfirvöld
leita árangurslaust að morðingj-
unum en verður lítið ágengt,
enda ljóst að um atvinnumenn
var að ræða. En hver réð þá til
starfans?
Ungri stúlka, sem er snjall lög-
fræðistúdent, dettur í hug að á
bak við verkið standi einhver sem
eigi mikið undir því að Hæstirétt-
ur dæmi „rétt“ í framtíðinni. Eft-
ir ítarlega athugun finnst henni
auðkýfingur nokkur líklegur. Um
þetta skrifar hún álitsgerð sem
berst til lögreglunnar og Hvíta
hússins í Washington og fljótlega
er reynt að ráða hana af dögum.
Þetta er spennandi og læsileg
saga eftir nýjasta metsöluhöfund-
inn vestra, lögfræðinginn John
Grisham, sem sló í gegn með
spennusögunni The Firm.
THE PELICAN BRIEF.
HÖFUNDUR: John Grisham.
Island Books, 1992.
Erlend bóksjá
Leitinað
samrunanum
Þann 23. mars árið 1989 til-
kynntu tveir vísindamenn, Stan-
ley Pons og Martin Fleischmann,
að á tilraunastofu sinni hefðu
þeir framkallað svokallaðan
samruna í vatni við venjulegan
stofuhita. Fréttin vakti gífurlega
athygh um allan heim, enda á
samruni að leiða af sér nánast
óendanlega ódýra orku.
Það var mikið í húfi og vísinda-
menn víða um heim fóru strax
að kanna málið og reyna aö end-
urtaka tilraunina. Brátt kom í
ljós að það gekk ekki.
Frank Close er í senn vísinda-
maður og rithöfundur. Hann nýt-
ir reynslu sína á báðum sviðum
til að rekja sögu þessa máls á
greinargóðan og áhugaverðan
hátt. Hann segir frá tilrauninni,
sem vísindamennirnir tveir
héldu aö hefði leitt til samruna,
og gífurlegri samkeppni milli vís-
indamanna og stofnana um að
verða fyrstir til að finna réttu
aðferðina við samruna - og þar
með gullnámu.
Þetta er læsileg frásögn og
spennandi eins og góður reyfari.
TOO HOT TO HANDLE.
Höfundur: Frank Close.
Penguln Books, 1992.
Á efsta tindinn
eftir langa göngu
Dulce Maria Loynaz, 89 ára að aidri, hlaut hin eftirsóttu Cervantesverðlaun
í ár. „Nú er ég á tindinum,“ sagði hún við blaðamenn eftir að úrslitin lágu
fyrir. Símamynd Reuter
Betra er seint en aldrei. Það á við
um Dulce Maria Loynaz. Þessi kúb-
anska skáldkona er orðin áttatíu og
níu ára gömul. Og á þessu nítugasta
aldursári hlotnast henni loksins sá
heiöur að fá eftirsóttustu bók-
menntaverðlaun spænskuritandi
höfunda, þau sem kennd eru við
spænska þjóðskáldið Cervantes.
„Hugsið ykkur hversu lengi ég hef
beðið eftir þessum verðlaunum. Ég
hefði getað dáið án þess að fá þau.
En Guð vildi annað og hér er ég, til-
búin að gefa ráð og leiðbeina þeim
sem þess þurfa, ef ástæða þykir til,“
sagði Loynaz í viðtali við blaöamenn
eftir að úrslitin voru tilkynnt.
Hún sagöi að sér liði eins og hún
væri loksins komin á hæsta tind
fjalls eftir langa og erfiða göngu.
„En nú er ég hérna á tindinum og
get farið að hvíla mig,“ bætti hún við.
Loynaz varð kunn fyrir skáldverk
sín á fjórða og fimmta áratugnum.
Sjálf segist hún ánægðust með „Sum-
ar á Tenerife" sem lýsir dvöl hennar
á Kanaríeyjum þar sem eiginmaður
hennar sálugi var fæddur.
Hún hefur alla tíð búið á Kúbu og
ekki farið út fyrir landsteinana síðan
árið 1958 þegar Kastró komst til
valda í byltingu. Á yngri árum heim-
sótti hún Spán og það var ofarlega í
minningunni núna þegar Spánverjar
höfðu veitt henni Cervantesverð-
launin. „Mér finnst ég vera ung aftur
eins og þegar ég fór til Spánar," seg-
ir hún.
Hún kynntist ýmsum spænskum
skáldum á fyrri árum, svo sem Fred-
erico Garcia Lorca, Juan Ramon
Jimenez og Gabrielu Mistral. Hún
sagði þó að Garcia Lorca, sem heim-
sótti Kúbu árið 1929, heföi frekar vilj-
að hafa samneyti við bræður sína.
„Hann gerði grín að ljóðum mín-
um,“ segir hún.
Hvaða ráð gefur hún ungum skáld-
um?
„Fyrst og fremst að læra þolin-
mæði,“ svarar hún að bragði, „vegna
þess að ritstörf eru mikið þolinmæð-
isverk."
Goncourt-verðlaunin
Önnur eftirsótt bókmenntaverð-
laun voru tilkynnt í vikunni, Prix
Goncourt í Frakklandi.
Þau hlaut að þessu sinni Patrick
Chamoiseau sem er frá eyjunni
Martinique í Karíbahafinu. Höfund-
ar frá þeim heimshluta virðast því í
miklu uppáhaldi sem stendur hjá
þeim sem veita bókmenntaverðlaun,
en þess er skemmst að minnast að
Derek Walcott frá eyjunni St. Lucia
fékk Nóbehnn í ár.
Goncourt-verðlaunin eru veitt fyrir
skáldsöguna Texaco. Þetta raunsæis-
verk er nefnt eftir risavöxnu banda-
rísku olíufyrirtæki með sama nafni.
Sagan gerist í lítilli byggð á Mart-
inique og lýsir baráttu innfæddra
gegn yfirgangi erlenda auðhringsins.
Söguhetjan er skipulagsfræðingur,
Christ að nafni, sem Texaco sendir
til héraðsins til að skipuleggja þar
nýtt stóriðnaðarsvæði. Honum snýst
hins vegar hugur á staðnum og hefur
baráttu gegn fyrirhugaðri stóriöju til
varnar hefðbundnum lífsháttum
fólksins.
Tíu menn sitja í dómnefnd Gon-
court-verðlaunanna. Sjö þeirra
greiddu Texaco atkvæði. Einn þeirra
sagði skáldsöguna að vísu langa og
oft erfiða yfirferðar en málið væri
auöugt og litríkt.
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Stephen King:
NEEDFUL THINGS.
2. Slephen Fry:
THE LIAR.
3. Calherine Cookeon:
THE RAG NYMPH.
4. Frederic* Forsylh
THE OECEIVER.
5. Joanna Trollope:
THE RECTOR'S WIFE.
6. Dirtt Ðogarde:
JERICHO.
7. Ellzebeth Jane Howord
MARKING TIMÉ.
S. Marhn Amls:
TIME'S ARROW.
9. Ruth Rendell:
KISSING THE GUNNER'S DAUGHTER.
10. Sara Paretsky:
GUARDIAN ANGEL.
Rit aimenns eðlis:
1. Peter Mayle:
TOUJOURS PROVENCE.
2. Robert M. Plrslg:
LfLA: AN INQUIRY tNTO MORALS-
3. THE SECRET DIARY OF JOHN MAJOR
AQED 47%.
4. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
5. John Pilger:
DISTANT VOICES.
6. Ranulph Flcnnes:
THE FEATHER MEN.
7. Míchael Palin:
AROUND THE WORLD IN 30 DAYS.
3, Mark Tully:
NO FULL STOPS IN INDIA.
9, Slmon Mayo:
FURTHER CONFESSIONS.
10. Bill BryBOn:
NEITHER HERE NOR THEHE.
(Byggt á The Sunday Times)
Bandartkin
Skáldsögur:
1. V.C. Andrews:
MIDNIGHT WHISPERS.
2. John Grlshanv:
THE RRM.
3. Jonathan Kellerman:
PRIVATE EYES.
4. Barbara Taylor Bradlord:
REMEMBER.
5. Alexandra Rlpley:
SCARLETT.
6. Norman Maclean:
A RIVER RUNS THROUGH IT.
7. Catheríne Coulter:
THE HELLION BRIDE.
8. Oanielle Steel:
NO QREATER LOVE.
9. John Griaham:
A TIME TO KILL.
10. Dean Koontz:
HIDEAWAY.
11. Jane Smíley;
A THOUSAND ACRES.
12. Norman Maclean:
A RIVER RUNS THROUGH IT.
13. Anne Tyler:
SAINT MAYBE.
14. Jameá Fenimore Cooper:
THE LAST OF THE MOHICANS.
15. L. A. Grat:
DEATH COUNT.
Rit almenns eðlis:
1. Ro»8 Perol:
UNITED WE STAND.
2. Malcolm X & Ale* Haley:
THE AUTOBIOGRAPHY OF MALCOLM X.
3. B. Cllnlon S A. Gore:
PUTTING PEOPLE RRST.
4. Suean Faludi:
BACKLASH.
5. D.L. Barlatt & j.b. steele:
AMERICA: WHAT WENT WHONG?
6. Erma Bombeck:
WHEN YOU LOOK LIKE YOUR PASS-
PORT PHOTO, IT'S TIMETO GO HOME.
7. Molly Ivlns:
MOLLY IVINS CAN'T SAY THAT,
CAN SHE?
B. Martin L. Gross:
THE GOVERNMENT RACKET.
9. Oeborah Tannen:
YOU JUST DON'T UNDERSTAND.
10. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELLED.
(Byggt á New York Times Book Reviow)
Danmörk
Skáldsögur:
1 Bétty Mahmoody:
FOR MIT BARNS SKYLO.
2. Froncesco Alberonl:
FORELSKELSE OG KÆRLIGHED.
3. Mary Westcy:
ET FORNUFUGT LIV.
4. Herb|org Waasmo:
DINAS BOG.
5. Betty Mahmoody:
IKKE UDEN MIN DATTER.
6. Erlk Fosnes Hansen:
SALME VED REJSENS AFSLUTNING.
7. Laura ESqulvet:
HJERTER I CHILI.
8. Jean M. Auel:
REJSEN OVER STEPPERNE.
9. Pat Canroy:
SAVANNAH.
10. Jorn Jonke Nlelsen:
MIT ANDET LIV.
(Byggt á Politiken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson