Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 26
26
LATJGARDAQUR 14. NÓVEMBER 199?.
Minningar Thors Vilhjálmssonar í bókinni Raddir í garðinum:
Strákurinn hennar
Stínu eða vargur í véum
Thor Vilhjálmsson hefur sent frá sér bókina Raddir í garðinum sem Mál
og menning gefur út. i bókinni rifjar Thor upp minningabrot úrfortíðinni
og lýsirsamferðafólkisínu, ættingjum og vinum. Lífi bændannafrá Brett-
íngsstöðum á Flateyjardal, þarsem háð var hetjuleg lífsbarátta íslensks
hversdags, og svo afkomendum Thors Jensens sem stóðu í Ijóma valda
og ríkidæmis {vaxandi höfuðstað. Helgarblaðið hefur fengið leyfi tii að
birta kafla úrbókinni.
Margrét Þorbjörg og Thor Jensen meö afkomendum sínum á áttræðisafmæli hans.
Þaö fór ekki hjá því að barnið sætti
aðkasti frá öðrum bömum vegna
þess hve fyrirferðarmiklir Thor
Jensen og synir hans og tengdamenn
vom í íslenzku þjóðlífi.
Einhverstaðar á Barónsstígnum,
kannski var maður að koma úr
Sundhöllinni með öðrum börnum,
þá man ég eftir strákum sem annar
var nafntogaður maður og þótti
skemmtilegur og hinn er löngu dáinn
og þótti líka skemmtilegur og komst
til nokkurs frama, í hófi þó. Þeir sett-
ust að mér og tóku uppúr þurru að
gera lítið úr afa mínum. Ég sé það
hve mér hefur falhð það þungt að
þetta man ég ennþá. Einsog eftir
manninum sem pissaði á mig bakvið
Landakotskirkjuna þegar.ég var sex
ára. Eitthvað hefur maður verið hör-
undssár eftir á aö hyggja.
Oft voru Thorsarar nefndir og ekki
alltaf til lofs og frægðar. Það var ekki
alltaf haft yfir sem sæmdarheiti að
vera af því kyni. Einhvern tímann á
árunum fljótlega eftir stríðið meðan
húsakostur bar með sér að landið
hefðu gist hermenn og jafnvel gleymt
vopnum hér og þar og öðru drash,
kom ég að næturlagi þarsem ég hafði
spumir af gleðskap fyrr um kvöldið
í braggann til Steins Steinarrs. Ýms-
ir helztu hstamenn þjóðarinnar voru
þá sem löngum homrekur í þjóðfé-
laginu og urðu að láta sér hina verstu
kosti lynda. Steinn bjó í Kamp Knox,
Þorvaldur Skúlason hka um sinn og
voru í meiri metum en flestir aðrir
meðal okkar hinna yngri manna; og
meðal helztu átrúnaðargoða okkar.
Þetta er horfin veröld eða goðsögur
núna og enginn braggi eftir, nema
Ráðhús úr steinsteypu.
Gáfumarloguðu
Hjá Steini var staddur þegar mig
bar að garði Magnús Ásgeirsson sem
var í sömu tölu guða og fyrmefndir.
Það þurfti ekki nema að sjá Magnús
á götu, gáfumar loguðu í svip hans
þar dl hann brann upp í því báh fyr-
ir aldur fram. En einsog tíðkast um
menn sem hýsa slíkan eld stóð mis-
jafnlega á fyrir Magnúsi, og hann var
búinn að hella þó nokkm brennivíni
á báhð og flaug ofar himinskautum
áðuren síðforull gestur vitjaði veizl-
unnar; og farin að þynjgast vængja-
slögin svo hann sló um sig jarðbund-
inn þegar hér var komið, með rykkj-
um. Mig minnir að kvenmaður hafi
verið í fylgd með mér þegar mig bar
að garði. Og skamma hríð hafði ég
verið þar viö glaumlausan glasaburð
þegar Magnús hafði fest hendur á
hermannarifih sem einn hafði orðið
eftir húsmuna þegar hermennimir
viku fyrir skáldinu. Hann beíndi
hlaupinu að mér með dimmum
augnablossum og kvað upp dóminn
yfir þessum unggæðislega nætur-
greifa á fjörum þeirra skálda með
kvenmann á sínum snærum: Það
þarf að skjóta þetta helvítis Thors-
arafífl...
Ekki leizt mér ahskostar á blikuna
og vissi ekki nema hermennimir
hefðu skihð riffilinn eftir hlaðinn,
eða einhver annar gestur stillt tóhð
til aðgerða. Ég sá ekkert annaö úr-
ræði en að horfa óhvikuh í augu
skáldsins meðan ég gekk beint að
honum og fumlaust þartil ég náði um
hlaupið og tók af honum byssuna.
Þá slokknaði bhkið í logandi augun-
um þegar hann missti vopnsins og
skotmarksins, og ég held það hafi
ekki verið langt í að hafa mætti hans
eigin orð á íslenzku sem er ennþá
betra en hjá Fröding: Þá er skáldið
sælast er það sefur.
í partí hjá pólskri frú
Svona em tilþrifin þegar misjafn-
lega stendur á fyrir snilhngi en ég
vil ekki nafngreina hinn sem lægra
flaug á öðrum stað undir ólíkum
kringumstæðum. Það var pólsk frú
sem bauð tíl sín helztu listamönnun-
um og skáldunum og hafði það
óvenjulega sjónarmið að samkvæmi
hennar yrði betra en annarra með
því móti. Hún fór þvert á móti gUd-
andi reglum um hanastél þarsem
helzt má ekki segja neitt nema
stimpla sig inná á starfsklukkuna
með fastafrösum. Henni þótti því
betra sem andinn flaug hærra í veizl-
um hjá henni. Þá var siður effir sam-
kvæmi hennar að menn slæddust í
Naustiö tíl að iðka það sem Þjóðveij-
ar kaUa Nachspiel en íslendingar
bara að halda áfram. Við vorum hóp-
ur úr pólsku veizlunni komnir uppá.
barinn til Símonar barkafteins. í
hópnum var maður sem sagði hlakk-
andi frá framboðsfundum Sjáifstæö-
ismanna úti á landi þegar voru ein-
menningskjördæmi og hvaö það væri
gaman að vera þar. Eg lét aht vera
með það gaman. En svo þrástagaðist
hann á því að hnýta í Gunnar Dal
Hressóskáld og heimspeking sem
hefur afkastað meiru en aðrir á þeim
vettvangi með því að fara einsog
aldamótaflaug í gegnum alla sögu
heimspekinnar aht frá því að and-
skotinn birtist í aldingarðinum Eden
og látiö marghtar stjörnur hrapa um
loftin niður á ghtrandi hjamið. Mér
fannst samkvæmisfjörið dala við
þessa hnútuýtni í persónulegu upp-
gjöri við fjarstaddan mann og haföi
orð á því. Þá vorum við reyndar
komnir í heimahús og sátum í upp-
hækkun stofugólfsins úti við glugga
einsog á leiksviði og hringborð með
pottjurtum á mihi okkar. Nú tók að
káma gamanið því aö maðurinn tók
ilia þessum aðfinnslum og tók að
sveigja að mér og sagði aö mig skorti
analýtíska hugsun og gæti ekki skap-
að persónur. Eitthvað kannaðist ég
við þetta úr öðrum samtökum og
fundahöldum ástkærra starfsbræðra
þarsem var ekki ætlazt til að mér
bærist kvittunin. Ég nefndi þá starfs-
bróður sem var maður fyrir þessu
og rakti til hans og sagði við mót-
herja minn á leiksviði veizlunnar
þarsem við þurftum stimdum að
teygja okkur yfir blómin á borðinu
til að sjá hvor til annars, að þessu
tæki ég bara við í frumútgáfu og ég
vissi vel hver hann væri, hann væri
enginn maður til að fara í gervi þess
sem kom þessu á kreik. Þá var hinum
nóg boöið og segir: Hvað vilt þú vera
að segja svona sem ert ekki hreinn
íslendingur, heldur Thorsari og gyð-
ingur.
Eg hef aldrei í annað sinn séð það
gerhugula prúömenni Magnús Torfa
Ólafsson skipta skapi. Hann spratt
úr sæti og hljóp fram í stofuna og
kom á fótskriðu mihi okkar hjá bló-
munum og sveiflaði hnefanum við
eyra hins hreina íslendings án þess
aö ljósta þar á öðruvísi en með orð-
unum hvasst sem Rimmugýgur
hvini: Þetta áttirðu ekki að segja!
Thorsaraauðurinn
Oft hefur verið látið hggja að því
að maður hefði haft mikla stoð í
Thorsaraauði, og jafnvel verið sett á
nöldurbók í skáldsöguformi að
Kveldúlfur hafi gert mig út til þess
að flækjast víða um heiminn. Að vísu
var mynd mín dulbúin þannig að
allir myndu þekkja mig nema ég
sjálfur. Og reyndar fékk ég peninga
frá Kveldúlfi. Það skal loksins játað
þótt um síðir sé.
Ég fékk nefnilega útborgað kaup
einsog aðrir hásetar á togaranum
Skallagrími þegar ég var strákur. Eg
veit ekki hvort það getur flokkazt
undir aðgang að ættarauðnum til að
styðja þessa bókmenntalegu kenn-
ingu. Þeir peningar voru greiddir
samkvæmt samningum við Sjó-
mannafélag Reykjavíkur. En fyrir
bragðið getur þá ættin státað af því
að einn úr hennar röðum hafi unnið
á Kveldúlfstogara sem almennur
háseti.
Sá auður var enda allur í karllegg,
þarsem hann mátti vel vera mín
vegna. Og sá arfshluti eftir Thor
Jensen sem var ætlaður kvenleggn-
um með hinum sem þegar áttu sitt
liggur í einhverjum óseljanlegum
lóðum á milli bæjarfélaga sem eru
þegar búin að afla sér annars staðar
þess lands sem þarf næstu öldina og
gefur ekki af sér krónu svo fyrirsjá-
anlegt sé fyrr en einhvem tímaim á
næstu öld eða árþúsundi, ef heimur
stendur þá.
Hinsvegar hef ég ósjaldan haft
kostnað af svo göfugu ætterni og ver-
ið látinn borga meira en aðrir í sam-
eiginlegum útgjöldum á fomum vegi.
Sjálfstætthár
Thorsarar voru með úfið hár, sum-
ir hömdu það, aðrir ekki. Ólafur sízt,
nema kannski stýrði hann gosinu
svo að Ben Gurion sagði að hann
væri með sjálfstæðasta hár í Evrópu.
Einhver minning sem ég hef aldrei
náð tökum á né getað skilgreint er
frá útfór Thors Jensen á Lágafelh.
Það var einhver tilfinning sem greip
mig þegar ég kom í forstofuna og
hitti frændfólk mitt. Það var einsog
þetta væru gyðingar sem væm að
hugsa um svipinn á sjálfum sér. Samt
var það ekki tilgeröarlegt, og mér
hefur ekki tekizt að fá sönnur fyrir
því að þetta séu gyðingar síöan ég
missti takið á KUngenberg og þótti
bölvað. Eöa var það tilgerðarlegt?
Var það að leika? Margir vom feimn-
ir og hefðu betur leikið af meira Ust-
fengi. Sjálfstæða hárið virtist ekki
ná að ráði í næstu kynslóð, þar
hömdu það flestir, hafi einhver
hneigð verið að rísa þá gerðist aUt
settlegra og hvarf inn í samfylkingu
íslenzkrar borgarastéttar og þaðan
skUaöi það sér flest aftur í þjóðar-
djúpið.
Hvemig eiga menn að vera á svip-
inn við svona sorglega athöfn, þegar
þeir em að syrgja einhvem?
Þá var ég ekki búinn að lesa Cam-
us, maður var ennþá á valdi
Dostojevskí. Ef þú tregar einhvem
þá Uggja hættumar í báðar áttir,
annarsvegar að leika á þig einhvern
svip til að dylja harminn, eða að
harmurinn tekur völdin og þú ferð
að leika harminn. Og ert þó einlægur
einhverstaðar inni í sjálfum þér bak-
við svipinn sem kemur á andhtiö í
leiknum. Þú klofnar. Og það hafði
ég fyrir satt aö væri sérstakt ein-
kenni á gyðinglegum vitsmunum
sem leika sig fram fyrir ólgandi til-
finningar. Arfurinn frá hrakningum
aldanna þegar tilfinningamar hafa
ekki vitsmunalega tamningu heldur
ólga í leyndum án þess að þeim sé
gefið mál, þá geta þær stundum orðið
að óskapnaði þegar vantar farveginn
og komið fram sem tilfinningasemi
eða ómálga þunglyndi.
Þegar kistu Ólafs Thors var sökkt
niður í gröfina í gamla kirkjugarðin-
um þarsem hann var lagður hjá for-
eldrum sínum, var dumbungur í
lofti, kyrrt veður, en það stóðst á
endum að þegar farið var að slaka
kistunni, fór sveipur um tré við gröf-
ina, í logninu og hvert laufblað blik-