Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 33
45 LADGÁRDAGUR 14. NÓVEMBER 19^2. orðnu sem gefnum hlut en hefja rannsóknir á þessum stað á mömm- unum. Reyndar konur sögðú líka að karl- maður kæmist ekki að þessu af eigin raun fyrr en á brúökaupsnótt, en þaö fylgdi ekki sögunni með hvaða hætti. Líklega hefur þetta verið listrænn smekkur eða trú, ekki bara í Grinda- vík, því til að mynda voru þær konur sem málarinn Rubens málaði feitar, hvítar og berar, undantekningar- laust með rauða shkju á rasskinnun- um, líkt og vegna húskulda eða feg- uröarsmekks í hstum á baroktíman- um á sautjándu öld. Konurnar í Grindavík virðast hafa varðveitt þesa barokkenningu um rétt htarfar þessa hkamsparts og fært í eina vits- munalega og áhrifaríka setningu fram á þá tuttugustu og sameinað þannig fagurfræði fyrri tíðar og nið- urstöðu úr heimatilbúinni rannsókn á vissu kuldalögmáh hvað varðar lík- ama karla, kvenna og hunda. Hvað sem því 'líður þá hættu föt kennslukonunnar smám saman að vera dökkleit þannig að eðlilegur mjúkur htur tók jafnt og þétt yfir- höndina í ljósum, þurrum blettum sem færðust upp eftir líkamanum uns hún varð skjöldótt, heit og rjóð. Þá reis hún á fætur og gekk að púltinu i gufustrók sem lagði af henni og stóö til allra hhða. Hin raunverulega kennsla byrjaði aldrei fyrr en hún hafði breyst í gufustrók. Síðar í bókinni hugleiðir skáldið eðli listarinnar með þessum hætti: Örlæti listarinnar Vih fólk vera listamenn af því það er upphafið í anda? Á öhum tímum er sægur af fólki sem er á einhvem hátt utanveltu og heldur að það hljóti að vera eða í því leynist angi af hstamanni. Og vegna örlætis hstarinnar fær það að kaha sig því nafni. Ef það teidi sig vera kjarneðhsfræðing sem hefði búið til þrjár pottþéttar vetnissprengjur og bæði um inngöngu í Kjarneðlisfræð- ingasamband íslands, yrði því um- svifalaust hent út eða heimtað að það sannaði hæfileika sína og uppfinn- ingin gagnaðist með því að kasta að minnsta kosti einni þeirra á ranglæt- ið í heiminum, annars yrði því sjálfu kastað inn á geðveikrahæh. Mundu vísindamennimir ekki sýna neina miskunnsemi? Nei. í venjulegum stéttarfélögum, einkum þeim sem háskólagengið fólk stofnar, ríkir harður „korporatív- ismi“, en í honum er ailtaf vottur af fasisma - enginn kemst í þau nema hinir innvígðu sem standa saman svipað hinni grísku phalanx. Ef sama fólk berði aftur á móti saman þijár stílabækur með efni sem fjallaði um vandamál kattanna sinna og matvendni þeirra, yrði það tekið með lófaklappi í Rithöfundasamband fslands og kosið í stjóm, eftir að bók- menntafræðingar og gagnrýnendur hefðu búið til hugtakið „stílabóka- bókmenntir" og útgefendur komist að þeirri niðurstöðu að þær væm það sem koma skal á jólabókamarkaðinn „fyrir fólkið" í landi hókaþjóðarinn- ar. Á þessu sést að hstin, einkum rit- hstin, er notuð sem mannúðlegur huhðshjálmur fyrir hálftruflað fólk. Slíkt skaðar hana ekkert. Öðm nær. Áður var breitt yfir ónytjungshátt manna og sagt um sinnulausa þung- lyndissjúkhnga að þeir væru eflaust misskildir listamenn. Þessir kvein- stafamenn fengu þannig að dröslast í gegnum lífið, ýmist í deyfð eða upp- sveiílu, því að ónytjungsháttur við heyskap og á sjó, skortur á vítamín- um, andlegir gahar eða blóðleysi var frekar fyrirgefið þegar jafn andleg skilgreining var fyrir hendi: það er angi af hstamannseðh í honum. Sum- ir vom jafnvel færðir til vegs og virð- ingar vegna þess eins aö létt geðtrufl- un verkar þannig á sumt fólk að það heldur að látlaust ihskiljanlegt tal hins sjúka sé í ætt við dularfuhan guð sem talar „að handan“ og það dýrkar hann. Mér finnst þetta vera hrós og ágætt dæmi um mannlega eiginleika hst- anna. I rauninni ætti aht blóðlaust og slappt fólk að vera í samtökum hstamanna og geta lifað í von um hstamannastyrk í stað þess að vera móðgað sem sjúkhngar af Trygginga- stofnun ríkisins. Það ætti að leggja hana niður eða tengja Rithöfunda- sambandi íslands og kannski Blóð- bankann líka. Aftur á móti voru svipuð einkenni hjá konum aldrei sett í samband við andagift. Þær voru kallaðar rolur sen nenntu ekki að smyija brauð ef gest- ir komu, eða sagt hreinlega að þær væm „kolvitlausar kerlingar". Ég held þó að viðhorfið hafi ekki stafað af því að þær gátu ekki gengið með „passíuhár“ eins og karlmenn - þær voru síðhærðar fyrir - en sú tegund af hári merkti kvöl hins misskilda hstamanns; hann var kristsímynd. Finnst þér þetta ekki vera ýkjur? Öðru nær. Núna geta allir orðið hstamenn ef htaða hreistrið frá fyrr- „ um háskólarektor vekur hrifningu föndrara. Kannski á eftir að rísa upp í þessu listalandi kynslóð karfa- hreisturshstamanna. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Þegar „herinn" kom til Grindavíkur var okkur öllum hóað saman til þess að tekin væri mynd af okkur i „passa“. Við fengum samt tíma til að láta á okkur bindi. Ég held á spjaldi með nafninu minu, en það hefur verið tekið burt og upprunalega myndin er týnd. Yfirvöldin leyfðu aldrei „hernum“ að koma upp þessu kerfi, en hermennirnir gáfu okkur myndirnar. Meruiing LjóðViIhjálms frá Skáholti Vilhjálmur var uppi á ámnum 1907-63. Hann er mörgum minnisstæður af götum Reykjavíkur, síðustu árin sem blómasah og bóhem, en lengstum sem sá sem mest bar á í hópi útigangsmanna, myndarmaður og aðsópsmikih viö drykkju. En auðvitað vissu allir að maðurinn var fyrst og fremst skáld. Persónan skyggði á verkin, þvi fátt var fáanlegt af verkum hans, enda þótt hann heföi sent frá sér fjórar Ijóðabækur. _ Fyrsta bókin hét Næturljóð og birtist 1931. Hún sver mig mjög sterklega í ætt við Davíð Stefánsson og fleiri skáld af því tagi án þess þó að um stæhngar sé að Bókmermtir Örn Ólafsson ræða. Þetta em afskaplega khðipjúk ljóð, hér er mikið ort um ástir, einkum ástarharm, mælandi ljóðanna bíður þess aldrei bætur að tiltekin kona hefur snúið baki viö honum. Khsjur eru hér nokkuð áberandi og eins og Helgi Sæmundsson segir réttilega í formála fór Vilhjálmi mikið fram í ljóðagerð frá fyrstu bók til annarrar. Hún hét Vort daglega brauð og birtist 1935, endurútgefin ári síðar og enn 1950. Hér em greinileg áhrif frá ljóöum Hahdórs Laxness, einkum í fyrstu ljóðunum. Þau áhrif hafa orðið Vilhjálmi fijó, því héð- an af ber mikið á gamansemi hjá honum, skyndfiegum stílrofum og sjálfsháði. Reyndar minnir margt hér líka á Stein Steinarr, jafnaldra hans og félaga. Og þá á ég ekki bara við byltingarljóðin, sem em svo áberandi hjá báðum um miðjan fjórða áratuginn, heldur einnig hve persónuleg ljóðin jafnan em, þar er talað í fyrstu persónu. Mælandi fjallar um ýmislegt sem aha varðar í umheiminum, ástir, vaknandi líf með vonum og von- brigðum, stéttaskiptingu, trúmál og vængbrotið lif. Þetta eru alhhða-og blæbrigðaríkar lýsingar en kjarni þeirra er einatt að kastljós beinist að hluta: „hvítir armar hlekkjuðu mitt hjarta/ við harta þitt“. Og jafnan tekur mælandi tilfinningalega afstöðu. Þaö er enn lið- ur í þessari aðfer, að ljóðin em á eðlUegu talmáh síns tíma þótt það sé svohtið upphafiö. Fyrir bragðið hefur VUhjálmur verið kahaður „einlægur" eða „stundum með hráan áróður", og vissulega getur orðalag stund- um verið umdeUanlegt. En í rauninni felst bara í þessu að með þessu móti er lesandi dreginn tíl að taka virka afstöðu tU umhverfisins, ljóðin verða honum nákom- in. Úr fjarlægð séð er augljós samstaða skáldahóps frá þessum tíma en Vilhjálmur minnir meira á Tómas Guðmundsson og Magnús Ásgeirsson en á t.d. Jóhann- es úr Kötlum sem hann var með í Félagi byltingarsinn- aðra rithöfunda. Því þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið um svip við önnur skáld eru ljóð VUhjálms sérstæð og urðu æ vandaðri í gegnum árin. 1948 birt- ist Sól og menn, en 1957 Blóð og vín. Það er kærkomið að fá nú saman ljóðabækur Vil- Vilhjálmur frá Skáholti. Fjórar Ijóðabækur i einni bók. hjálms, allar fjórar, en hann lifði í sex ár eftir að sú síðasta birtist og virtist þá oft vel á sig kominn. Orti hann ekki eitthvað á þeim árum? Ef reikna má út frá fyrri ljóðagerð hans mætti búast við svosem einu safni á stærð við hin, kannski 20-30 ljóðum, e.t.v. góðum. Það hefði þurft að kanna því hér var einstakt tæki- færi tíl að koma því á prent. TitiU þessa safns er ekki tekinn úr ljóðum VU- hjálms, heldur erfiljóði Kristjáns frá Djúpalæk um hann. Og hann á hér iha við því í ljóðum VUhjálms er ekki svo útjaskað ljóðaskraut. Helgi Sæmundsson annaðist útgáfuna af miklum trúnaði, skrifar formála með nauðsynlegustu upplýsingum og hefur leiðrétt prentvUlur af nærfærni þótt einstaka sinnum megi um deila. Lítum að lokum á ljóð úr annarri bók VUhjálms, „A café“. Þar er hann léttur og háðskur og skopstælir m.a. Davíð Stefánsson. Ljóðið er fimm erindi og aUtaf breytt hrynjandi í lokalínu, svo hún fær aukna áherslu, stundum til að vera spaugUega út í hött: Hér yrkja skáldin amorskvæði í hrönnum um alls kyns menn og fugla á skógargreinum og Dísur sem að deyja af ástar meinum í dalakofum langt frá öllum mönnum, lofandi það, sem lifir stöðugt eitt. Vilhjálmur frá Skáholti: Rósir í mjöll Hörpuútgáfan 1992, 208 bis. ________, ____________Popp Ýmsir - Sódóma Reykjavík Blandaðir ávextir Það verður æ algengara í kvikmyndagerð, sérstak- lega hjá Ameríkönum, að hefðbundin kvikmyndatónl- ist er látin lönd og leiö og myndir fyUtar upp með sungnum lögum sem oftar en ekki taka athyghna frá því sem er að gerast á hvíta tjaldinu. Þetta er sérstak- lega áberandi þegar spjótunum er beint að yngri kyn- slóðinni. TórUistin við Sódóma Reykjavík er í þessum anda og koma margir tónhstarmenn við sögu. Tónhstin á diskinum er fjölbreytt tónhstarflóra léttrar tónUstar. Eiginleg kvikmyndatónhst er ekki mikU í myndinni sjálfri og enn minni á diskinum, en Siguijón Kjartans- son sem skrifaður er fyrir kvikmyndatóníistinni leysir hlutverk sitt vel af hendi og feUur tónhst hans ágæt- lega að myndforminum og það Utla sem heyrist á disk- inum er áheyrilegt. Að öðru leyti er diskurinn eitt aUsherjar sýnishom og misvel heppnað. Sigurjón semur þrjú lög hljómsveitarinnar Ham og þau ásamt Komdu í Partý með Funkstrasse skera sig nokkuð frá heUdinni, hrá tónhst sem hlífir engum og er aUs ekki fyrir aUa. ÖUu hefðbundnari er tíl að mynda titiUagið Sódóma með Sálinni hans Jóns mín. En Sálin hefur oft gert betur og svo er um flesta aðra Hljómplötur Hilmar Karlsson sem eiga lög á disknum. Björk og KK syngja saman hið gamalkunna Ó, borg mín borg og verður að segj- ast eins og er aö þessi útgáfa er best gleymd. Ekki laust við að dúettinn minni á þegar Bubbi og Megas sungu saman inn á plötu forðum daga, eitthvað sem betur hefði verið ógert. Björk tekst betur upp ásamt Þóhalh Skúlasyni í laginu Takk. Þegar-á heUdina er Utið er fátt á Sódóma Reykjavík sem er eftirminnUegt þegar aðeins er hlustað á tónhst- ina en þegar einnig er horft á kvikmyndina kemur tónhstin mun betur út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.