Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. NÓVKMBER 1992. 29 Sviðsljós Strákarnir tóku að sjálfsögðu lög af geislaplötunni I útgáfuteitinu. Himnasend- ing á Barrokk Hljómsveitin Ný dönsk kynnti nýju geislaplötuna sína, Himnasend- ingu, á Barrokk á Laugaveginum sl. mánudagskvöld. Platan inniheldur tíu lög og voru þau öll tekin upp í Surrey á Englandi. Hljómsveitina Ný dönsk skipa Daníel Agúst Haralds- son, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Krakkarnir á Krossum létu ekki sitt eftir liggja í sviðalappaveislunni. Sviðalappaveisla á Krossum Jónatan Garðarsson og Jón Ólafsson voru á Barrokk. DV-myndir RaSi Sigurbjörn Hjörleifsson borðaði mest allra af sviöalöppum. DV-myndir Heimir Heimir Kristinsson, DV, Dalvílc í lok sláturtíðar komu 15 manns saman á Krossum á Ár- skógsströnd og sviðu nær 700 kindalappir. Viku seinna var svo haldin veisla þar sem 50 manns borðuðu heitar og kald- ar lappir. Ungir og aldnir tóku þátt í sviðalappaveislunni og var geröur góður rómur að kræs- ingunum. Krýndir voru þeir sem borðuðu mest og þá voru dregin út lappakóngur og lappadrottning. Veisla sem þessi er árviss viðburður á Krossum en á matseðlinum er jafnframt pitsa og hamborgarar fyrir þau böm sem ekki kunna að meta sviðalappir!' ___________________Merming Gáskafullar harmsögur leiki. En hinn trúaði tók ekki eftir vitruninni því hon- um varð svo starsýnt á skáldið sem þeir mættu. „Steinn Steinarr - verðandi stórskáld“ segir hann og þar talar augljóslega ekki rödd úr samtíðinni heldur úr framtíðinni. Nú mætti spyrja hvort ekki hefði farið betur á að stráksi hefði verið látinn segja eitthvað dæmigerðara fyrir sinn samtíma, svosem: „Sjá þennan ræfil sem nennir ekki að vinna og þykist vera skáld.“ En framtíðarsýn stráksins er e.t.v. í samræmi við trú hans á dulmögnin, svo hversdagslegar og andlausar sem sögur hans af þeim eru. Hvað sem því líður, hér Bókmenntir Örn Ólafsson birtast enn einu sinni þær miklu andstæður sem ein- kenna sögurnar. Þær eru harmsögur. Dauði, tortíming og rústað líf er efni þeirra. En frá þessu öllu er sagt í einhverskonar hálfkæringi og glensi, þær eru bráð- fyndnar. Þetta hefur þann augljósa kost að forðast væmni en ristir í raun dýpra. Af því að sögurnar eru sagðar á máh venjulegs fólks, og frá þess sjónarmiði, þá sýna þessar andstæður efnis og tóns þeim mun betur bilið milh fólksins og þeirra afla sem ráða lífi þess. Venjulegur metnaður leiðir fólkið út í óviðráðan- legan hvirfilstraum. Enda þótt persónur séu dæmigerðar þá eru þær mjög lifandi því þær hafa sérkennilegt málfar og alls kyns hugsanir birtast, kvíði, grunur o.fl. Þetta er eink- ar vel gert í sögumanni í „Dundi“ (sem ásamt „Spennu- falh“ hafði áður birst í Tímariti Máls og menningar). Henni lýkur á mikilli afhjúpun á áöur óþekktu sam- hengi ýmissa harmsagna. En lokin virðast helsti þurr og ekki nógu sannfærandi vegna þess að rödd viðmæl- anda er ekki nærri eins persónuleg og sögumaður. Mismáttugar eru sögurnar eins og gengur, en góð er bókin. Þórarinn Eldjárn: Ó fyrir framan. Forlagið 1992, 144 bls. NORDISKT KONSTCENTRUM lediganslár tvá nordiska tjánster som tillsáttes pá 4 ár (med ev. möjlighet til förlángning) Nordiskt Konstcentrum ár en samnordisk institution med uppgift att frámja det nordiska samarbetet pá bildkonstens omráde. Centrets administration befinner sig pá Sveaborg, en ögrupp vid inloppet till Hels- ingfors. Verksamheten omfattar produktion och distribution av utstállningar, konsttidskriften SIKSI, gástateljéverksamhet, dokumentationsverksamhet, seminarier etc. Frán 1990 fungerar en nordisk konst- och konstindustrikommitté (NKKK) som styrelse för centret. Centret har för nárvarande 15 amstállda och leds av en direktör. Utstállningschefen ár chef för utstállningsavdelningen, dárutöver arbetar en utstáll- ningsintendent, en utstállningssekretcrare och en tekniker. Utstállningsverksamheten omfattar frámst nutida nordisk konst, som visas i första hand inom Norden. Pá Sveaborg finns tvá utstállningslokaler, 400 kvm respektive 200 kvm och hár visas ett tiotal utstállning- ar per ár. Den nordiska biennalen Borealis ár ett exempel pá större projekt centret driver. Utstállningschef Tjánsten kráver dokumenterad erfarenhet av kvalificerad utstállningsverksamhet pá konstsidan, konstve- tenskaplig utbildning samt bred kunskap om nordisk nutidskonst och nordiskt konstliv. Stor vikt fástes vid god organisations- och administrativ förmága samt god samarbetsförmága. Erfaren- het af arbetsledning ár en merit. Sökande bör behárska danska, norska eller svenska samt engelska. Löneklkass A 23 (begynnelselön FIM 11.268/mánad, slutlön inklusive samtliga álderstillágg FIM 14.390/mánad). För tjánsteman som ej ár finlándare tillkommer etableringsbidrag och utlgandstillágg, som i Finland beskattas, samt flyttningsbidrag. Utstállningsintendent Utstállningsintendenten ár understálld ustállningschefen, men arbetar sjálvstándigt með beslutade utstállningsprojekt. Tjánsten förutsátter dokumenterad erfarenhet av kvalificerad utstállningsverksamhet och konstvetenskaplig utbildning. Sökanden bör behárska danska, norska eller svenska samt engelska. Löneklass: A 20 (begynnelselön FIM 8.998/mánad, slutlön inkl. samtliga álderstillágg FIM 11.491/mánad). För tjánsteman som ej ár finlándere tillkommer etableringsbidrag och utlandsstillágg, som i Finland beskattas, samt flyttningsbidrag. Ansökningarna skall vara centret tillhanda senast den 4.12.1992. Tilltráde sker snarast möjligt eller en- ligtsárskild överenskommelse. Nármare upplysningar om tjánsten lámnas av centrets direktör Staffan Carlén. Ansökan stálles til Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg. SF-00190 HELSINGFORS. Tel. 358-(9)0- 668143, Fax 358-(9)0-668594. í þessari bók eru fjórtán stuttar sögur - allt frá einni bls. og upp í sextán bls. Stysti textinn er ekki saga heldur minningarbrot frá bamæsku en á það sameig- inlegt við hina textana suma að lyfta gráum hjúpi hversdagsleikans af annarlegum raunveruleika á bak við, svo við orðum þetta að hætti hughyggjumanna. Sögumar gerast í kunnuglegu umhverfi, hvort sem það er í sjoppu, á skrifstofu, í skóla, heimahúsum af ýmsu tagi eða í „opinskáum og einlægum" viðtölum gljátímaritanna. Hér er sjónvarpsstjarna, viðskipta- höldur, skólastjóri, þurrkaðir alkar og aðrar fremur dæmigerðar persónur. En í hversdagslegum aðstæðum fólksins birtast óviðráðanleg öfl þar sem em goðsögur menningar okkar. Því er einsog örlög ráði. Slíkt efni hefur Þórarinn oft vel unnið, skemmst er að minnast góðra ljóða hans af þessu tagi í fyrra. Hér er allt öðru vísi að farið, en það er ekki síður áhrifaríkt. Venjuleg- ir Reykvíkingar, ung hjón í bash, em fyrr en varir lent í aðstæðum Adams og Evu, enda þótt allar aðstæður séu með nútímasvip. Hundur sækir með trýnið í klof fólks, það er hér fléttað saman við venjulegar ýkjusög- ur hundaeigenda um óvenjulega greind skepnunnar svo að heimilishundurinn ummyndast í einhvem óhugnað sem í senn ber svip refsinorna forngrikkja og sagna þeirra um Heljarhundinn Cerberos. Þessar sögur ramba á mörkum náttúrulegs og yfir- náttúrulegs, alveg samkvæmt skilgreiningu á furðu- sögum, svo sem bókmenntafræðingurinn Todorov lýs- ir þeim. í bakspegli Hér bregður fyrir öðm því sem Þórarinn hefur oft vel gert, þ.e. að endurskapa andblæ liöins tíma. Hann tekur t.d. setningu úr blaðagrein eftir Stein Steinarr. „Tveir unghngar gengu fram hjá og töluðu um Kata- nesdýrið - annars var allt hljótt“. Þessi setning viröist til þess eins að sýna tómleikann í Reykjavík þetta kvöld. En Þórarinn skrifar nú samtal unglinganna þar sem annar trúir á tilvem dýrsins en hinn ekki. Það skondna er að sá síðarnefndi sér loks dýrið og tekur þá sína skynjun fram yflr náttúrulegri skýringu, enda þótt hann viðurkenni að hún Uggi í augum uppi. Þann- ig birtist enn skáldleg reynsla sem æðri raunveru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.