Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 25
LAÚGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992.
25
Skriðdýrin í Sjónvarpinu:
Nýr myndaflokkur eftir
höfunda Barts Simpson
Skriðdýrin er nafnið á
teiknimyndaflokki sem
Sjónvarpið hefur sýningar á
næstkomandi mánudags-
kvöld. í myndaflokknum,
sem er eftir sömu teiknara
og gerðu þættina um Simp-
sonfjölskylduna, er heimur-
inn séður með augum
bleyjubamsins Tommy og
félaga hans.
Við sögu koma einnig for-
eldrar bleyjubarnanna,
frænkur, frændur, afar og
ömmur. Fullorðna fólkið
hefur útvegað sér flestallt
sem á boðstólum er um
bamauppeldi og reynir að
ala börnin upp samkvæmt
leiðbeiningum í bókum og á
myndböndum. Móðir Tom-
mys vill vera fullkomin
móðir og hefur áhyggjur af
öllu sem sonur hennar gerir
og gerir ekki. Henni er alls
ekki ljóst hversu mikið
hann skilur og hvað hann
hugsar. Hún er oft svo upp-
tekin af því að vera hin full-
komna móðir að hún tekur
ekki eftir því þegar Tommy
heldur á vit ævintýranna
með félögum sínum.
Tommy og félagar bregðast
nefnilega ekki alltaf við eins
og gera má ráð fyrir sam-
kvæmt því sem í bókunum
stendur.
Á fyrsta afmælisdegi
Tommys hafa foreldrar
hans skipulagt heljarmikla
veislu fyrir hann og vini
hans. Tommy er hins vegar
með aðrar hugmyndir.
Hann er sannfærður um að
ef hann og vinirnir borða
hundamat verði þeir hund-
ar og það telja þeir ekki svo
slæman kost. Tommy tekst
að fá vini sína til að læðast
inn í eldhús til að tæma
matarskál hundsins.
Aðaláhugamál hundsins á
heimili Tommys er matur
en hann hefur einnig sama
áhuga og Tommy á um-
heiminum. Hann tekur því
stundum strákinn með sér í
leiðangra sem foreldrarnir
hafa enga hugmynd um.
Faðir Tommys er indæll
maður en fremur viðutan.
Hann framleiðir leikföng og
er tiltölulega ánægður með
líf sitt. Honum hættir þó til
að bera sig saman við bróð-
ur sinn og stundum þarf af-
inn á heimilinu að skerast í
leikinn til að róa bræðurna
niður eins og hann þurfti að
gera þegar þeir voru á
barnsaldri.
Afinn notar hvert tæki-
færi til að minna foreldra
Tommys á að hann hafi ver-
ið ahnn upp samkvæmt
gamla móðnum. Hann haíi
þurft að ganga marga kíló-
metra í snjó í skólann. Afinn
er sá eini af fullorðna fólk-
inu sem hefur einhveija
hugmynd um hvað Tommy
getur. Og hann er sá eini
sem kemur fram við
Tommy og hin skriðdýrin
sem jafningja.
Teiknimyndaflokkurinn um skriðdýrin, eftir sömu teiknara og gerðu Simpson-þættina, var frumsýndur fyrir ári í
Bandaríkjunum og varð strax gífurlega vinsæll.
VELKOMIN
Á TOLVUSÝNINCUNA
AÐ HÓTEL SÖGU KL.10-18 í DAG
OG KYNNIST FJÖLDA AFAR ÁHUGAVERÐRA NÝJUNGA
Meban á sýningunni stendur
veröa sérkynningar
og fyrirlestrar í hliöarsölum
► ►►
Frumsýning á Windows for Workgroups, hugbúnaöur frá Microsoft
og WordPerfect, vélbúnaður frá AST, Victor, Sun, NCR afgreiðslu-
kerfi, samskiptabúnaður frá 3Com, DCA, talgervillinn og m. fl.
■ .
Fyrirlestrar:
Windows NT
Sun Sparcstation 10
3Com, nýjungar í netbúnaði
■
Kynningar:
Windows for Workgroups
WordPerfect fyrir Windows á
íslensku
Excel og Word PowerPoint
Lykill ab árangri
EINAR J. SKÚLASON HF
Grensásvegi 10, Sími 633000