Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR14. NÓVEMBER 1992. 17' Meiming Fangar í fjarlægu landi Árið 1980 voru systumar Zana og Nadia Muhsen sendar frá Bretlandi til fæðingar- þorps foður þeirra í Yemen. Þeim var taiin trú um að þær væru aðeins að fara í stutt sumarfrí til þess að hitta ættingja sína og þeim væri frjálst að snúa aftur til síns heima hvenær sem þeim sýndist. En veruleikinn varð allt annar. Sólarstrendumar og pálmat- rén, sem þeim háfði verið lofað, voru aðeins til á póstkortum. Dvöhn í Yemen snerist upp Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir í óhugnanlega martröð þegar í ljós koma að faðirinn hafði selt hinar bresku dætur sínar í hjónaband og þegið þrettán hundruð pund fyrir. Þá var Zana fimmtán ára en Nadia fjórtán. Svo vel hafði verið búið um hnútana aö þeim var engrar undankomu auðið. Þær vom fangar í afskekktum þorpum sem vom ekki einu sinni til á landakorti, ofurseldar grimmdarlegum hugmyndum þar sem karl- maðurinn er allsráðandi og líf konunnar einskis metið. Ofbeldi og nauðganir urðu daglegt brauð eftir að stúlkurnar vom neyddar til að ganga í eina sæng með drengj- mn sem vora enn yngri en þær og háðar eign- uðust þær böm við hin frumstæðustu skil- yrði. Sjö ár hðu áður en þær náðu sambandi við umheiminn og eitt ár enn áður en Zönu tókst að komast undan. Hún neyddist þó til að skilja eftir ungan son sinn, Nadiu og bömin hennar tvö. Síðasthðin ár hefur Zana unnið markvisst að því að koma ástvinum sínum heim en það hefur reynst flókið mál að koma réttvísinni í skilning um að þeim hafi verið rænt. Nadia er enn fangi í nauðungarhjóna- bandi í Yemen. Na'dia og Zana Muhsen í Yemen 1987. Aó láta ópið óma í bókinni Seld, sem kom nýverið út í ís- lenskri þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur, segir Zana sögu þeirra systra. Og þetta er vissulega áhrifamikh saga þótt fyrirvara- lausar og að því er virðist marklausar svipt- ingar á milh nútíðar og þátíðar hafi á köflum truflandi áhrif á frásögnina. Þrátt fyrir þessa smávægilegu galla skhar textinn sinu og í gegnum stuttar og knappar setningar skhar sögukona tilfmningum sem manni finnst oft að muni þá og þegar hera hana ofurhði. Það er eins og hún skyrpi út úr sér orðunum og maður skynjar hatrið, reiðina, fyrirhtning- una og vanmáttarkenndina sem hefur gegn- sýrt líf hennar öh þessi ár. En án reiðinnar hefði hún ekki komist neitt, segir hún, án reiðinnar hefði hún týnt sjálfri sér eins og Nadia, dofnað upp og glatað baráttuþrekinu: „Mér er ekki runnin reiðin. Ég neita að vera eldfjall sem deyr undir hrauninu en ég á bara eitt líf th að berjast. Móðir, sem er svipt réttinum til að ala upp hamið .sitt, er kona sem hefur verið særð th ólífls.“ (Bls. 239). Það er hatrið sem heldur henrn gangandi og það er hatrið sem knýr hana th þess að skrifa þessa hók. En manneskja sem hatar er ekki heh og kannski er Zana með þessari frásögn að reyna að nálgast aftur það sem stohð var þótt hún geri sér ljósa grein fyrir að þessi lifsreynsla hafi markað hana fyrir lífstíð. Hún verður aha ævina fyrrverandi gísl (Bls. 238). En Seld er fyrst og fremst örvæntingarfuht hróp á hjálp. Ákah th ahra þeirra sem vita ekki hvað frelsissvipting er og gera sér ein- ungis óljósa grein fyrir því hve margar kon- ur eru hnepptar í fjötra þvert gegn vhja sín- um: „Við þann sem hefur lesið sögu mína og mun nú loka hókinni segi ég: Gleymdu mér ekki þegar þú hefur lagt hana til hliðar. Hjálpaðu mér. Láttu óp mitt enduróma í huga þínum, það er neyðaróp svo margra annarra kvenna. Ahra þeirra sem réttvísin gleymir og skiptir sér ekki af, þar sem lögin eru gerð af karlmönnum sem hafa þær á valdi sínu, fara með þær verr en dýrin og taka aht af þeim, líkamann, sáhna og börn- in.“ (Bls. 239). Þetta er ákah langþreyttrar konu sem hef- ur árum saman barist fyrir því sem okkur flnnst vera sjálfsögð réttindi hverrar mann- eskju; frelsinu. Frásögnin er nístandi og hríf- ur mann með sér inn í annarlegan heim sem maður vhl helst ekki trúa að sé th. Ógeösleg- an, kaldranalegan og grimman heim. En ef lesandinn trúir þá er tilgangi höfundarins náð. Þeim thgangi að opna augu fóiks fyrir því að saga Zönu og Nadiu sé ekkert eins- dæmi og að þetta sé saga sem komi okkur öhum við. Seld. Zana Muhsen - Andrew Crofts. Forlagið 1992. ...BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ! sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga- gjöf og persónulegri þjónustu. Við erum sveigjanleg í samningum, bjóðum góð greiðslukjör og sann- gjarna verðlagningu. Hafðu samband við sölumenn Tryggingamiðstöðvarinnar í nýjum húsakynnum í Aðalstræti 8, sími 91-26466 eða næsta umboðs- mann og kynntu þér góð kjör á TM tryggingum. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Aðalstræti 6-8, sími 91-26466 Tryggingamiðstöðin hefur starfað á íslenskum vátryggingamarkaði í áratugi og er nú þriðja stærsta vá- tryggingafélag landsins. Félagið er leiðandi í fiskiskipatryggingum landsmanna, en býður einnig allar almennar vátryggingar fyrir einstaklinga svo sem bifreiða-, fasteigna- og fjölskyldutryggingar. í nýlegri könnun kom fram sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í allri þjónustu við viðskiptavini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.