Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Page 18
18 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. Veiðivon Það er leiðinlegt að vera vísað heim af svæöi þar sem maður hefur skot- ið í mörg ár. DV-mynd GJJ Það geta allir lært að kasta flugu hjá góðum kennurum eins og í Laugardalshöll og íþróttahúsi Kennaraháskólans. DV-mynd G.Bender Rjúpnaveiðimenn: Spila sig út afborðinu? Þó rjúpnaveiðin gangi vel þessa dag- ana eru ýmsar blikur á lofti í þeim veiðiskap. Fleiri og fleiri svæði eru lokuð skotveiðimönnum á hverju ári og þetta er skotveiðimönnum mikið áhyggjuefni. „Jú, það er rétt að okkur fmnst rjúpnaveiðin hafa glæðst töluvert eftir lélega byrjun. Rjúpan hefur lát- ið sjá sig í ríkari mæli,“ sagði Sverr- ir Sch. Thorsteinsson, varaformaður og skotveiðimaður. „Það er kannski ekki aðalmáliö heldur allir staðirnir þar sem bannað Margt hægt að geraí veiði- skapnum Þótt vetur sé genginn í garð þarf veiðimönnum ekki að leiðast. Hægt er að æfa köst í íþróttahúsi Kenn- araháskólans og Laugardalshöll- inni á sunnudagsmorgun. Opin hús eru að byija hjá veiðifélögunum og veiði stunduð á einu og einu vatni ennþá. Síðan eru góðar veiðisögur frá sumrinu aldrei langt undan. -G.Bender hefur verið að skjóta rjúpur, eins og á Þingvallasvæðinu. Það er hrein della,“ sagði Sverrir ennfremur. Hin seinni árin hefur fleiri og fleiri svæðum verið lokað fyrir rjúpna- veiðimönnum en aldrei eins og þetta árið. Þetta finnst mörgum skotveiði- manninum mjög hart. „Ég held að þetta endi með ósköp- um ef fleiri svæðum verður lokað því skotveiðimönnum fjölgar árlega," sagði skotveiðimaður í vikunni en honum var fyrir fáum dögum vísað af svæði sem hann ætlaði að skjóta á. „Ætli þetta verði ekki eins og í lax- veiðinni, veiðileyfi verða seld á ijúpu í framtíðinni. Ég held að við séum að spila okkur út af borðinu. Við verðum að gera eitthvað róttækt áð- ur en illa fer. Hverjir eiga landið?" sagði skotveiðimaðurinn ennfremur. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Einkennin Maður nokkur kom eitt sinn inn á lögreglustöðina i Hafnar- firði og tilkj'nnti hvarf konu sinn- ar. Er lögreglumaðurinn hafði hlustað á sögu mannsins spurði hann hvort konan hefði einhver séreinkenni. „Já, hún talar mikið," svaraði maðurinn þá. Niður- gangur „Og hvenær tókstu svo eftir þvi, Sigurjón minn, að þú værir með svona heiftarlegan niður- gang?,“ spurði læknirinn áhyggjufullur. „Ja, það var nú ekki fyrr en ég tók reiðhjólaklemmumar af skálmunum," umlaði Sigurjón vandræöalega. Heim- kynnin Prestur nokkur á Suðurlandi var eitt sinn að hugga ekkju og sagði þá meðal annars að óþarfi væri að syrgja hinn látna um of enda væri hann nú korninn til betri heimkynna. Þá sagði ekkjan hvassyrt: „Á þetta að vera sneið til mín?“ Aumingja tengdó Elli: „Haim Nonni er alveg í rusli þessa dagana." Halli: „Nú, af hverju?" Elh: „Hann gaf tengdamóður sinni svo fallegan stól i afmælis- gjöf en hún þvemeitar að leyfa honum að stinga stólnum í sam- band.“ Þeim fjölgar skotveiöimönnunum sem stunda rjúpnaveiði en svæðunum, sem þeir mega skjóta á, fækkar. Þessu vilja skotveiðimenn snúa við. DV-mynd GJJ Finnur þú fimm breytingai? 179 Nafn: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu, að verðmæti 5.220 krónur, frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðu- múla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækurnar, sem eru í verð- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Víghöíði. Bækumar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 179 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað sjötugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Anna Bergþórsdóttir, Hringbraut 48,107 Reykjavík. 2. Ingólfur Finnbjörnsson Melhaga 2,107 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.