Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. 27 Thor og systkini hans, Margrét, Hallgrímur, Guömundur og Helga. aöi snöggvast. Svo var aftur kyrrt og kistan horfin í moldina. Gegn pólitískri stefnu ættarinnar Það var mjög kært með Ólafi og foreldrum mínum. Hann ráðgaðist oft við foður minn og þau voru bæði trúnaðarvinir hans. Hann kunni að meta þennan mág sinn frá Undirvegg í Kelduhverfi. Ég held að þeir hafi eitthvað verið að afílytja mig við hann þessir kommúnistaforingjar sem urðu vinir hans og sáu ekki sól- ina fyrir honum þegar þeir kynntust honum. Afbaka við hann undir yfir- skini vináttu og trúnaðar það sem hirðmenn þeirra og fylgifiskar í kommaklíkum lögðu mér í munn, misskildu eða afbökuðu; og gerðu í einsýni sinni pólitíska gagnrýni mína að persónulegu hnjóði og lítils- virðingum við hann. í þeirra augum sem þóttust vera samherjar þegar þeir töluðu við mig var ég líka varg- ur í véum. Þeim fannst líka rangt að ég skyldi snúast gegn pólitískri stefnu móðurbróður míns. í ólgu minni tók ég oft mikið upp í mig og sást ekki fyrir. Mér fannst mikið í húfi. Örlög þjóðarinnar, einusinni var talað um fiöreggið. Tilvera mannkynsins. Svo maður -tali nú ekki um einhverskonar réttlæti, að viðhaida kröfunni um réttlætið þó alltaf virðist snarast jafnharðan þótt eitthvað sé lagfært. Mér fannst þá einsog nú að þetta fræga fiöregg væri í hnjaski hjá gálausum ábyrgð- armönnum sem áttu að vera en reyndust oft litlir karlar og forpokað- ir þá, en strákar nú. Eg sá þó Ólaf frænda minn í sér- stöku ljósi. Það var talað um að hann væri snjall leikcui. Það var hann áreiðan- lega. Og þurfti þess enda því undir niðri var hann feiminn þótt ótrúlegt þætti. Það sópaði að honum hvar- vetna, rödd hans drundi útifyrir áð- uren hann birtist í gáttinni hvass, snöggur, með gos í hárinu og fasið ferskt og alltaf einsog nývakið og færði fiör með sér, öllum heppnari í orðum þarsem fólk var að finna. Og honum tókst oft að villa um fyrir mönnum og fela sinn innri mann og leyna því þegar hann lagðist djúpt. Vannfyrir brauði mínu Þegar ég kom heim frá Frakklandi í Kalda stríðinu og var á svörtum hsta ásamt beztu sonum islands kom að því eftir að hafa verið á sjó að mér var gefið færi á að vinna á veg- um keisarans fyrir brauði mínu, því það fannst einhver smuga fyrir mig á Landsbókasafni íslands. Ekki þótti fært að gera mig að bókaverði einsog tíðkaðist um próflausa gáfumenn, heldur var ég kallaður aðstoðarmað- ur og lengst hafður til að bera bækur úr kjallara uppá háaloft. Þá kunni ég ekki skýringuna á því að bann- helgi Kalda stríðsins hefði verið rofin þar og fyrir hvers náð ég fengi að vera lægsta undirtylla á safninu. Það rann upp fyrir mér eitt kvöld í svefn- herbergi foreldra minna þegar okkur feðgum bar ekki saman út af ein- hveriu og óx orð af orði; við feðgar bárum ekki alltaf gæfu til samþykk- is. Hann var mjög góðgjarn maður og var óljúft að heyra fólki halimælt. Og þá kom fram í máh íoður míns að Ólafi Thors hefði borizt það að ég myndi tala illa um hann og þeir myndu vera meiri vinir Ólafs en minir, þessir menn sem ég tryði og fylgdi að málum á móti honum. Og faðir minn bætti við, að það væri nær að meta við Ólaf að það væri fyrir hans orð að ég hefði fengiö vinnu á Landsbókasafni. Ég veit með sjálfum mér núna að Ólafur ætlaðist ekki til að ég vissi þetta og kannski var þetta bara umræðuslys að upp kom mihi Fermingarmynd af Thor Vilhjálms- syni. Thor á Parísarárunum. okkar feðga. Þegar ég frétti þetta var mér skapi næst að segja upp á stund- inni, og var þá reyndar fyrirsjáanlegt að stutt yrði í það. Mynd eftir Kjarval Löngu áður hittumst við Ólafur úti í París hjá Mörtu dóttur hans og Pétri Ben. og var veitt vel af þeirri rausn sem einkenndi þau hjón. Þá segir Ólafur við mig af aðsópsmiklum sannfæringarkrafti svo sumpart dugði mér: Heyrðu frændi, við þurf- um að drekka saman í tuttugu og fióra tíma. Það sat í mér hve langt var í það að fylgt væri eftir þeim orðum og kæmi í ljós að meira lægi á bakvið galsann. Svo hringir síminn einn morgun, mörgum árum síðar. Þessi djúpa og hljómmikla rödd, byrjar hægt: Heyrðu frændi, geturðu ekki skropp- ið til min að sækja mynd sem þú átt hjá mér. Eftir Kjarval. Listamaður- inn í fiölskyldunni á að eiga hana. Og reyndist vera mynd sem Kjarval hafði gert 1913 þegar hann var að nema á Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn. Hamstola kven- vera greyfist upp við gildan stofn og grúfir andhtið, spymir öðrum fæti í grundina og lokkamir flóa og fyssa um stofninn og óvíst hvort þetta er tré fremur en mannslimur reistur í ofboði, ofsi. Og það var ekki við annað komandi en að þiggja hádegisverð og tékk- neskan bjór. Sittu soldið lengur frændi og talaðu við Imbu, ég þarf á fund. Ég sat svohtið lengur í hlýlegu and- rúmslofti og húsfreyja fylgdi mér síð- an tii dyra og kvaddi mig vinsamlega og uppörvandi og lét þess getið að ég væri að vísu ekki orðinn fyrsta flokks ennþá. Væn kona og skynsöm, dóttir Indriða Einarssonar sem skrif- aði æviminningar sínar undir nafn- inu Séð og lifað. Öflugasti leiðtoginn Kæmst minning mín um þennan stórbrotna bróður móður minnar er frá því þegar við sátum að næturlagi stundarlangt í stofu að Lágafelh í húsi afa míns en hann lá banaleguna á hæðinni fyrir ofan okkur. Aldrei fannst mér ég standa nær Ólafi en þá og skynja umhyggju hans. Hann kannaði hug minn mildilega og lað- aði mig til að segja frá því sem var að bijótast um innra með mér. Þama sat öflugasti leiðtogi hinna borgara- legu afla á íslandi og var að reyna að skilja hvað leiddi mig til andstöðu við lífsskoðanir hans og ævistarf og stappaði í mig stáhnu í minni leit og örvaði. Við sátum þama tveir menn. Góðvilji hans umlukti mig og nær- gætni. Það var útséð um hvem veg stríðið á loftinu fyrir ofan okkur end- aði. (Ath. milhfyrirsagnir eru blaðsins) dv_______Vísnaþáttur Sígur yf- ir heim- innhúm Á uppvaxtarárum Daða fróða (f. 22.7.1809 7 d. 8.1.1857) var lífsbar- áttan á íslandi hörð og ströng. Hann var pasturslítih og htt fær til erfiðisvinnu - stundaði t.d. aldrei sjóróðra. Fjárgeymsla var helsta starf hans fram eftir aldri en að- búnaður ekki góður, kjörin kröpp og köld. Um tvítugsaldur fór hann að skrifa og lagaði hönd sína eftir prentstíl þvi enginn var leiðbein- andinn. Énnfremur fór hann að læra að lesa dönsku. Þetta hvort tveggja iðkaði hann í öhum tóm- stundum og eins yfir fiárgeymsl- unni vetur og sumar. Var þá eins og hann gleymdi því mótdræga, sem hann átti oftast við að búa, því svo sagði hann sjálfur við kunn- ingja sína að þegar hann hefði haft nytsama bók í barmi sínum hefði sér fundist að hvorki kuldi né sult- ur mætti eins sigra sig. Hann varð úti á Skagaströnd. Um líf sitt kvað Daði m.a. þetta: Löngum hjá mér fuha finn fiandskan heim að kveðja. Mín er ævi margbrotin mótlætingakeðja. Erfiðleikar mannlífsins eru margbreytilegir og á ýmsu gengur hjá mönnum þegar þeir reyna að ávaxta sitt pund eins og þeim er ætlað. Brynjólfur Einarsson, skipa- smiður í Vestmannaeyjum, lýsir árangri sínum í þeirri viðleitni: Þó ég lífs um langa stund legði mig ahan fram, aldrei gat mitt eina pund orðið kílógramm. og bætti við: Þó við séum fæddir feigir, fátækir sem auðugir, erum við að deyja deigir og deyjum flestir nauðugir. Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Skálpastöðum í Borgarfirði, orti með nokkrum söknuði þegar að starfslokum kom og tími var til fyrir hann að njóta ávaxta verka sinna: Löngum degi lýkur hér. Lúinn beygir hvem sem er. Einn um veginn aldinn fer - enginn segir: Flýttu þér! Aðalsteinn Th. Gíslason sjómaö- ur hefur gert sér ljóst hve hratt tíminn hður þegar árin færast yfir og þohnmæðin hefur leyst ákafann af hólmi: „Arin frá mér fiúka, fækka gleðistundir. Brátt í kistu kjúka kúrir torfi undir“. Hvert fer sálin síðan seggur enginn veit, - en þó kæfa kvíðann kristin fyrirheit. Lifsþreyta hefur sótt á Gísla Ól- afsson frá Eiríksstöðum þegar hann kvað: Lífið fátt mér ljær í hag, lúinn þrátt ég ghmi. Koma máttu um miðjan dag mikh háttatími. Veröld þegar við ég skil, vini og kunningjana, þá er nægur tími tíl að tala um reikningana. Eiríkur Einarsson, alþingismað- ur frá Hæh, á næstu stökur. Fyrir- sögn þeirra er: Beðist gistingar: Sígur yfir heiminn húm, herra náðargjami, ljáðu hentugt legurúm lifsins tökubami. Mér er hvimleitt myrkrið rauða, mannlegt ráð er ónóg hlíf. Guð, sem ræður gröf og dauða gef mér trúna á annað líf. Húnvetningurinn Bragi Bjöms- son telur skammt til loka er hann kveður: Lækka boðar lífs á dröfn, hkn hvar veitist þjáðum, brosir við mér hinsta höfn, hhðið opnast bráðum. Skúh V. Guðjónsson, læknir í Árósum, orti er degi hans tók að halla: Þegar ævisól er sest, segl og reiði fúin, held ég gröfin geymi best gömul bein og lúin. Snæbjörn Kristjánsson í Herghs- ey lenti alloft í lífsháska í sjóferðum Vísnaþáttur sinum um Breiðatjörð og mun vis- an, sem fer hér á eftir, hafa verið svar hans við spurningum um þá lífsreynslu: Ég hef reynt í éljum nauða jafnvel meira þér. Á landamærum lifs og dauða leikur enginn sér. Ókunnur höfundur: Loks er þögn, hún aht skal erfa, allra jarðlíf varir skammt. Okkar bíður allra að hverfa, áfram lífið heldur samt. Og ekki hafa verið miklar efa- semdir í huga séra Sigurðar Ein- arssonar í Holti þegar hann kvað: Ég hyhi lífsins morgxm í hinsta andartaki, með eilífð fyrir stafni og augnablik að baki. Hér finnst mér síöasta erindið í Haustvísum til Maríu eftir Einar Ólaf Sveinsson eiga vel við: Þegar mér sígur svefn á brá síðastur ahs í heimi, möttulinn þinn mjúka þá, Móöir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. Torfi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.