Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBRR 199.2. Svipmyndin Af hverri er svipmyndin? Hún var lagleg, vel vaxin og með silkimjúka húö. Það var því ekki furða þótt hún drægi að sér athygli ungra manna. Þeir voru sífeUt á sveimi umhverfis hana eins og flugur um sykurmola. Þar að auki var hún vel gefin og starfsöm. Með stuðningi fóður síns hafði henni tekist að ljúka mennta- skólanámi en síðan hóf hún nám í félagsfræði og þótti standa sig best allra nemendanna. Það var vel af sér vikið. Sú sem svipmyndin er af leit allt- af björtum augum á tilveruna. Hún hafði þegar hafnað tveimur ungum mönnum þegar hún hitti væntan- legan éiginmann sinn. Fundum þeirra bar saman fyrir framan matvöruverslun. Maðurinn, sem hún hitti, var þeg- ar orðinn kunnur í landi sínu. Þess vegna átti sú sem hér er lýst erfitt með að koma fyrir sig orði er hún stóð augliti til auglitis við hann í fyrsta sinn. Það kom þó sjaldan fyrir að henni yrði orða vant. Hann hreifst afhenni Hún hlýtur hins vegar að hafa haft sterk áhrif á manninn fræga. Næsta dag hringdi hann til hennar og bauð henni til hádegisverðar. Þau fóru á indverskt veitingahús og báðu um karrírétt. Hann reynd- ist einum of bragðsterkur fyrir þá sem hér er lýst því hún var ekki vön mikið krydduðum mat. Meðan rann úr nefi hennar og hún táraðist yfir réttinum skýrði maðurinn handan við borðið henni frá því að hann væri af konungs- ætt. Nú væri hann lögfræðingur á lítilli stofu sem hann ræki með fé- laga sínum. Sú sem svipmyndin er af vissi um sumt af því sem hann sagði henni því að hún hafði lesið um hann í blöðunum. En áttu þau samleið? Hún var bara tuttugu ára en hann þrjátíu og sex ára! Aidursmunurinn var sextán ár. Þar að auki var hann fráskilinn. Þegar hann var ungur hafði hann kvænst hjúkrunar- konu. Þau hjónin höfðu eignast þrjú böm áður en þau skildu. Nú var enn einn maðurinn að gera hosur sínar grænar fyrir þeirri konu sem hér er lýst. En þótt hann væri af konungsætt gat lögfræðingurinn hvorki boðið henni gull né græna skóga. Þvert á móti virtist framtíö hans afar ótrygg. Hann hafði sætt ákæru og beið þess að koma fyrir rétt. Þar að auki var lögreglan alltaf á hæl- unum á honum. Og giftist sú sem svipmyndin er af honum mætti hún einnig búast við því. Þrátt fyrir þetta játaðist hún hon- um. í fyrstu hafði henni fundist mikið til þess koma að þekkja svona kunnan mann. En síðar hreifst hún af honum og draumum hans um að hjálpa þjóð sinni. En þótt hún heföi gefið honum jáyröi var ekki víst að af brúökaupi yrði. Faðir hennar yrði að sam- þykkja ráðahaginn. Hann ákvað að sýna andstöðu þegar dóttir hans kom til að segja frétirnar. Hann átti erfitt með að skilja að dóttir hans vildi giftast manni sem væri í þann veginn að koma fyrir rétt og færi ef til vill í fangelsi. Hvers vegna hafði hún ekki heldur játast öðrum af ungu mönnunum tveimur sem höfðu áður sýnt henni svo mikinn áhuga? Vikulöng brúðkaupsveisla Með aðstoð stjúpmóður sinnar tókst dótturinni að telja fööur sinn á að leyfa að hún gengi í hjóna- band. Faðirinn vissi líka aö dóttirin var gædd jámvilja og því yrði þýö- ingarlaust að streitast á móti eftir að hún var búin að taka sína ákvörðun. í mörgum löndum er það enn til siðs að brúðurin komi með heiman- mund. Með þjóð þeirrar sem svip- myndin er af ríkir annar siður. Þar á brúðguminn að færa verðandi tengafóður gjöf. Venjulega er um að ræða kýr. Algengast er að kýrnar séu tíu. En eigi brúðurin virta foreldra og sé sérstökum eiginleikum gædd getur verðið oröið allmiklu hærra. Eftir prútt,. sem stóð í marga daga, náðist samkomulag um það hve mikils virði sú sem hér er lýst væri. Hún heldur því hins vegar fram enn'þann dag í dag að hún hafi aldrei komist að því hve hátt verð faðir hennar setti upp fyrir hana. 14. júní 1958 var unga fólkið gefið saman í meþódistakirkjunni í Biz- ana. Brúðurin var klædd hvítum kjól úr satíni og með hvítt slör. Eftir athöfnina settust gestimir inn í fólks- og langferðabíla og var ekið til Mbongweni en þar skyldi hefð- bundin brúðkaupsveisla fara fram. Voru sumir gestanna þar í heila viku, nutu veitinga og dönsuðu og sungu. Sú sem svipmyndin er af og mað- ur hennar tóku þátt í hátíðahöld- unum í fjóra daga. Síðan kvöddu þau gestina og héldu heim í hús sitt sem var númer 8115 við götu sem hafði ekkert nafn. Nú er sú sem svipmyndin er af skiiin við mann sinn sem er heims- frægur fyrir langa og erfiða baráttu sína. Því miöur flæktist hún í morðmál sem vakti mikla athygli og varð til þess að þau hjón slitu sambúðinni. Bendir margt til að málareksturinn hafi gert stöðu hennar aðra og verri en hún var. Hver er hún? Lausnin er á bls. 64 Matgæðingur vikuimar__pv Ýsa í gráðostasósu „Ég borða mikinn fisk og hef prófað mig áfram með fiskrétti. Komst upp á lagið þegar ég bjó ein í Reykjavík. Það er nefnilega mjög fljótlegt að laga svona fiskrétt," segir Guðrún Markúsdóttir á bæn- um Langagerði í Hvolhreppi en hún er matgæðingur vikunnar. Þó Guðrún búi ekki í sjávarplássi reynir hún að ná í nýjan fisk þegar hann gefst. Hún sagði að mjög gott væri að nota rauðsprettu í þennan rétt en þar sem hún fæst ekld alltaf í kaupfélaginu er ýsan notuð. „Fólk getur auðvitað notað hvaöa fisk sem það vill eða blandað saman tegundum, það fer eftir smekk hvers og eins,“ segir Guðrún og bætir við að til hátíðabrigða megi vel strá rækjum yfir réttinn í lokin. Það sem þarf 500 g fiskur, rauðspretta eða ýsa rúmlega hálfur dl mysa 2 '/% - 3 dl rjómi 50 g gráðostur 2 marin hvítlauksrif 3 gulrætur - sneiddar eftir endi- löngu salt eftir smekk Aðferð Fiskurinn er skorinn í hæfilega bita. Gulræturnar eru gljáöar í smjöri á pönnu þannig að þær hitni í gegn. Mysunni heflt yfir og gráð- ostabitar settir út í. Þá er tjóman- um bætt í ásamt hvítiauknum og sósan látin þykkna. Fiskbitunum er síðan raðað á pönnuna og látnir sjóða stutta Guðrún Markúsdóttir, matgæðingur vikunnar. DV-mynd Svavar Friðleifsson, Hvolsvelli stund en þeim er snúið varlega við áður en þeir verða alveg hvítir. Þá er pannan tekin af hitanum, lokið sett á hana og fiskurinn látinn mafla þannig í tvær til þrjár mínút- ur. Þá er rétturinn borinn á borð ásamt soðnum kartöflum, sítrónu- bátum og fersku hrásalati. Guðrún ætiar að skora á Guðna Einarsson fjölmiðlafræðing að verða næsti matgæðingur. „Hann er mikill sælkeri og góöur kokk- ur,“ segir hún. -ELA Hinhliðin Sleppí millinafn- inu þessa dagana - segir Steinn Ármann Magnússon leikari Steinn Armann Magnússon leik- ari hefur getið sér gott orð fyrir hlutverk Sveppa í kvikmyndinni Veggfóður. Steinn Ármann hefur þó fundið fyrir frægðinni á annan hátt undanfarið. Það er nafn hans sem hefur verið mjög í sviðsljósinu eða öflu heldur nafni hans Stefáns- son, svokaflaður kókaínmaður. Steinn Armann segist einungis kafla sig Stein Magnússon þessa dagana til aö forðast frekari vand- ræði. Annars er leikarinn önnum kafinn við störf sín bæði í leiklist- inni og með hljómsveitinni Kátum piltum. Þá hefur hann verið að reyna fyrir sér sem dagskrárgerð- armaður á Aðalstöðinni. Það er Steinn Magnússon sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Steinn Ármann Magn- ússon. Fæðingardagur og ár: 28.10. 1964. Maki: Jenný Berglind Rúnarsdótt- ir. Böm: Tumi Steinsson, 2ja mánaða. Bifreið: Dodge Ramcharger, árgerð 1985. Starf: Leikari og leikmyndasmið- ur. Laun: AUt of lítU. Áhugamál: Tónlist, leikflst, fjail- göngur og júdó. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Tvær tölur eru það mesta sem ég hef fengið en ég spila sárasjaldan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að skemmta mér í góðra vina hópi. Hvað finnst þér leiðinlegast að Steinn Ármann Magnússon leik- ari. gera? Umgangast leiðinlegt fólk. Uppáhaldsmatur: Kjúklingaréttur að hætti eiginkonunnar. Uppáhaldsdrykkur: Egils gull. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Bjami Frið- riksson. Uppáhaldstímarit: Skýjum ofar - blað sem er í innanlandsvélum Flugleiða. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Naomi Campell. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég er á móti henni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Marlon Brando. Uppáhaldsleikari: Marlon Brando. Uppáhaldsleikkona: Helga Braga Jónsdóttir og Harpa Arnardóttir. Uppáhaldssöngvari: Atli Geir Grét- arson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Conan í Marwellblöðunum. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ráð undir rifi hverju sem Sjónvarpiö sýnir á mánudagskvöldum. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er andvígur því af pólitískum ástæö- um. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Davið Þór Jónsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég er ekki með af- ruglara og horfi því meira á Sjón- varpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gunn- ar Baldursson, leikmyndateiknari Sjónvarpsins. Uppáhaldsskemmtistaður: Borgar- virki. Uppáhaldsveitingahús: Kínahúsið í Lækjargötu. Uppáhaldsfélag í íþróttum? FH. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefhi á að verða betri leikari og betri í júdó. Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Ég tók mér ekkert sumarfrí í sumar frekar en áður. Sumarið er há- annatími hjá mér og það er frekar á haustin sem maður getur tekið sér frí. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.