Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. 15 í fótspor Færeyinga? Tíminn er kominn á aögeröir í efnahags- og atvinnumálum, sem lofaö hefur verið aö sjái dagsins Ijós nú um helgina. Úrræðin hljóta að verða eitthvert „sambland leiða“. Við skulum líta á, hvað líklegt er, að gerðist, ef farin væri „gjaldþrota- leiðin“ eða gengisfelíingarleiðin. Hvorug þeiira gæti dugað ein sér. En mörg fyrirtæki munu verða gjaldþrota, og einhver gengisfelling er sennileg innan skamms tíma. Þrjárleiðir Þrjár leiðir koma til greina. Fyrst má nefna gjaldþrotaleiðina. Hún felst í að gera engar grundvallar- breytingar á rekstrarskilyrðum at- vinnuveganna. Engum blöðum er um að fletta, að ríkjandi stjórnar- stefna hefur í aðalatriðum verið í þessa átt. En um þessar mundir munu ráðherrar ætla sér að víkja frá þeirri leið og fróðlegt verður að sjá, að hve miklu leyti hún verður samt farin, þegar til kemur. í öðru lagi skulum við nefna gengisfellingarleiðina. Með gengis- lækkun má auka tekjur útflutn- ingsgreinanna og bæta samkeppn- isstöðu innlendrar framleiðslu. Þetta mætti kalla hina hefðbundnu leið í efnahagsmálum. Margir og sterkir aðilar í þjóðfélaginu mæla með gengisfellingu, sem yrði að vera stór, ætti hún að hafa veruleg áhrif í þá átt að minnka taprekstur útvegsins. Loks er aö nefna þá leið, sem flestir virðast nú výja fara: að stjómvöld stuðli að þvi að lækka framleiðslukostnað serstaklega með því að lækka skatta á fyrir- tæki. Það þýðir, að einstaklingarn- ir í þjóðfélaginu munu þurfa að þola auknar álögur. Nú ghrna aðil- ar vinnumarkaðarins og ríkis- stjóm við að tjasla saman aðgerð- um. Ekki er líklegt, að um þær verði „þjóðarsátt". Fara verður framangreindar leiðir að hluta. Margir forystumenn i sjávarútvegi vilja gengisfellingu. En hversu góður kostur er hún? í \Æk 7~" r ri . 1' 15-20 milljarðar tapast Gjaldþrotaleiðin er ekki glæsOeg. Hér verður mestmegnis byggt á athugun ASÍ á því, hvað gerast mundi, yrði hún farin að mestu. Samkvæmt Þjóðhagsstofnun hefur afkoma veiða og vinnslu versnað um 9 prósent síðan í fyrra. Næsta ár má því búast við 8 prósenta halla í greininni í stað eins prósents hagnaðar í fyrra. Þetta er útkoman samkvæmt reikningsaðferðum Þjóðliagsstofnunar. En miðað við hefðbundnar reikningsaðferðir má segja, að stefni í jafnvel 12 prósenta halla á veiðum og vinnslu. Miðað við þetta verða fyrirtæki í sjávarútvegi, sem hafa 88 prósent af heildarveltu í greininni, með tap- rekstur næsta ár. Rúmlega þriðj- ungur veltunnar yrði hjá fyrirtækj- um með 10 prósenta tap eða meira. Engin fyrirtæki munu standast lengi með yfir 10 prósenta taprekst- ur. Niðurstaðan verður í raun sú, samkvæmt ASÍ, að fyrirtæki með rúmlega þriðjung velhmnar í sjáv- arútvegi séu í bráðri hættu. Heildarskuldir þessara fyrir- tækja voru í árslok 199130 milljarð- ar króna. Við gjaldþrot þessara fyr- irtækja má reikna með, að hið minnsta helmingur skulda tapist lánardrottnum, eða 15-20 milljarð- ar króna. Þetta tap lenti þá á þjón- ustufyrirtækjum, bönkrnn, sveitar- félögum og ríkinu. Hvað um banka og aðrar lána- stofnanir? Þessar stofnanir hafa lagt um 9 milljarða króna í afskriftasjóði tíl að mæta töpuðum skuldum í sam- drættinum. Sú upphæð, sem nefnd var hér að framan sem lágmarks- tap, 15-20 mOljarðar króna, mundi þá ganga nærri aðOum eins og bönkum, olíufélögum, tryggingar- félögum og sveitarfélögum. Og gjaldþrotin í sjávarútvegi yrðu sennOega talsvert meiri en sú tala, sem við höfum hér verið að velta upp. 60 prósentfalla HagdeOd ASÍ kemst að þeirri nið- urstöðu, að fyrirtæki, sem hafa 60 prósent veltunnar í sjávarútvegi, mundu faOa, yrði gjaldþrotaleiðin farin tO hins ýtrasta. Hagur þeirra, sem eftir standa, mun þá batna, og yrðu fyrirtæki með 12 prósent velt- unnar haOalaus. En hin miklu gjaldþrot mundu hafa keðjuverk- anir, og fjöldi fyrirtækja í öðrum greinum yrði dreginn í svaðið. Þessi hagræðing yrði því dýru verði keypt. ASÍ segir svo, að þá verði líkur á 20-25 prósenta atvinnuleysi á því tímabili, sem á eftir kemur. Þótt þessi tala um atvinnuleysi kunni aö vera of há, er engum blöðum um að fletta, að seint rís landið iðja- grænt. eftir þessa gjaldþrotahrinu. Batinn tæki langan tíma vegna fjárskorts fyrirtækja. Stofnanir og fyrirtæki mundu vera í miklum vanda vegna tapaðra lána tO hinna gjaldþrota fyrirtækja. Óvíst er, að bankakerfið mundi standast þetta. Ríkissjóður yrði að þola minnkandi tekjur og samtímis aukin útgjöld vegna atvinnubrests. Ef Otið er á þessi dæmi um líklega framvindu mála, verði gjaldþrota- leið farin 100 prósent, er ekki fýsi- legt fyrir neinn aðOa að veðja á slíka útfærslu. Það þýðir ekki, að „gjaldþrota- leið“ hljóti ekki að verða stór þáttur í því, sem nú mun gerast. Minnst7prósenta gengisfelling Við, sem erum á miðjum aldri, þekktum mætavel „gengisfelling- arleiðina" hefðbundnu. Þegar syrti í álinn í útflutningi, var gengi krón- unnar feOt, stundum mikið. Við Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri það töldu landsfeður, að staða mála lagaðist mikið, útflutningsgrein- amar komust á réttan kjöl. Þetta kostaði verðbólgu, en bögguO fylgdi bara skammrifi. Nú.er hins vegar svo komið málum, að gengis- felling er ekki jafnfýsOegur kóstur fyrir útflutninginn og var. Því veld- ur skuldastaða fyrirtækja og þjóð- arbúsins aOs. Hvaða áhrif mundi gengisfeOing hafa? ASÍ telur, að eins prósents geng- isfelling mundi bæta stöðuna í sjáv- arútvegi um 0,3-0,45 prósent. Við eins prósents gengisfellingu hækk- ar vísitala framfærslukostnaðar, það er verðbólgan eykst, um 0,45 prósent. TO þess að áhrifin gagnist fyrirtækjum í útvegi, má kaup ekki hækka, heldur yrði kaupmáttur skertur um 0,45 prósent við eins prósents gengisfeOingu. Hagfræðingamir benda líka á, að sá stöðugleiki, sem verið hefur að undanfómu í gengis-, verðlags- og kjaramálum, bætir svonefnt „raungengi" krónunnar. Þennan bata metur ASÍ á 2 prósent á ári, sem raungengi batnar við stöðug- leika, fyrirtækjunum í hag. Því þyrfti 7 prósenta gengisfeOingu tO að ná sama hagnaði fyrir sjávarút- veg og stöðugleikinn felur 1 sér. Fyrst eftir að gengisfelling er orðin 7 prósent, fer hún að gagnast sjáv- arútvegi. Minni gengislækkun dug- ar ekkert. Nú er spumingin, hve mikið þarf að feOa gengið tO þess að meðalaf- koma í sjávarútvegi verði núO, ekki tap og ekki gróði í greininni að meðaltah. 24prósenta gengislækkun? Miðað við áðurnefndar forsendur þyrfti að feOa gengiö um 24 pró- sent. Þá er miðað við útreikninga Þjóðhagsstofnunar um, að tap- rekstur í veiðum og vinnslu stefndi að óbreyttu í 8 prósent á næsta ári, hið minnsta. 24 prósenta gengisfelling þýðir hækkun verðlags um 10-12 prósent eða meira. TO þess að slík gengis- feOing gagnist atvinnuvegunum, þarf kaupmáttur launa því að minnka um 10-12 prósent. Laun- þegar taki verðhækkunina á sig óbætta. Verðhækkunin yrði líklega meiri en þetta. Gengið var til dæmis feOt árið 1989 um rúmlega 30 prósent. Verðlagið hækkaði þá um 25 pró- sent á árinu. Ólíklegt er, að samtök launþega mundu taka slíkri verðhækkun andmælalaust. Reynt yrði að koma kaupmætti eitthvað upp. Vænta mætti nýrra kjarasamninga, kannski eftír hrinu verkfaOa. Árið 1989, í kjölfar mikiOar gengisfeO- ingar, var gerður kjarasamningur um 10-12 prósenta launahækkun á samningstímanum. En kaupmátt- ur launa minnkaði samt um 9 pró- sent. Hvað um skuldastöðuna, sem kannski er viðkvæmasti þátturinn eftir verulega gengisfellingu? HeOdarskuldir sjávarútvegs eru um 95 midjarðar króna.'Þar af eru 54 miOjarðar gengistryggðir. Þannig mundi til dæmis 30 pró- senta gengisfelling hækka gengis- tryggðu skuldirnar um 16 mOljarða króna. Verðtryggðu skiOdirnar hækka líka. Samanlagt mætti bú- ast við, að greiðslubyrði lána sjáv- arútvegsins mundi aukast um 7-8 milljarða á árinu 1993, miðað við 30 prósenta gengislækkim í byijun ársins. Og gengisfellingin bitnar á flöl- skyldunum. Hver fjölskylda skuld- ar nú 3,4 miUjónir króna að meðal- taO. Gengisfelling eykur greiðslu- byrðina, og kaupið mætti ekki hækka að ráði, ætti dæmið að ganga upp. Erlendar skuldir eru 800 þúsund krónur á hvem íbúa í landinu. Þær skuldir mundu aukast um 60 mOljarða króna við 30 prósenta gengisfedingu. Þá yröu erlendu skuldimar ein midjón á hvem íbúa í landinu. „Það tekur okkur ekki nema þrjú ár með mikiOi verðbólgu og gengisfedingum að komast í svipaða skuldastöðu og frændur okkar Færeyingar em í í dag, það er að skulda 1,6 miOjónir króna á íbúa,“ segir ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.