Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 36
48 LAtJGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. Finnur Jónsson listmálari 100 ára: Goðsögn að hannhafi verið skot- inn niður - segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur í bók Franks Ponzi um listmálar- ann Finn Jónsson, sem verður hundrað ára á morgun, segir meðal annars að ef draga megi lærdóm af ævi listamanna sé ferill Finns Jónssonar sígilt dæmi. Hann minni óneitanlega á hin fomu sannindi að venjulega hijóti brautryðjendur á sviði hsta misskilning, afskipta- leysi og jafnvel gleymsku að laun- um fyrir verk sín. „Það er í rauninni goðsögn að Finnur Jónsson hafi verið skotinn niður á sýningu sinni 1925 ef svo má segja. Eins og hver maður getur kynnt sér af umsögnum, sem birtar eru orðrétt í bók Ponzi, voru við- brögðin langt frá því að vera nei- kvæð. Margir voru undrandi og jafn margir jákvæðir og listmálar- inn seldi mjög vel á þessari sýningu en reyndar ekki framúrstefnu- myndirnar.“ Þetta segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um við- brögðin við fyrstu sýningu Finns Jónssonar listmálara 1925 eftir að hann hafði verið við nám í Dan- mörku og Þýskalandi. Eftir þá sýn- ingu söðlaði Finnur um í hst sinni. í vondum félagsskap „Það er eins og hann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ganga á vit hálfleiðinlegrar þjóðernis- hyggju og ánetjast henni. Ég vil meina að hann hafi lent í vondum félagsskap þjóðernissinnaðra landslagsmálara og hann festist einhvem veginn þar. Það læðist að manni sá grunur að Finnur hafi aldrei verið nógu staðfastur í fram- úrstefnunni, að hann hafi ekki tek- ið hana nógu aivarlega. Þegar það kemur ný kynslóð, sem berst fyrir sömu gjldum í listunum og á margt sammerkt með Finni, snýst hann öndyeröur gegn henni í stað þess að veita henni brautargengi. Eftir formbyltingarnar upp úr stríðinu er Finnur flokkaður meðal gamal- dags hstamanna sem standa á móti öllum nýjungum sem er kannski harmsaga hstferhs hans. Manni finnst einhvern veginn að hann hefði átt að vera bandamaður þess- arar nýju kynslóðar en þá gat þessi kynslóð ekkí tekið hann alvarlega vegna tengsla hans við þjóðemis- stefnuna," segir Aðalsteinn. „Þetta hljómar kannski óþarfiega neikvætt," bætir hann við. „Þess vegna vil ég ítreka að framúr- stefnutímabil Finns er stórmerki- legt og glæsilegt framlag th ís- lenskrar myndhstar og verður ekki frá honum tekið.“ Aðalsteinn segir einnig að sú fuh- yrðing að Finnur hafi verið settur th hhðar í hstalífinu á sjötta og sjö- unda áratugnum sé röng. Ekki þurfi annað en að skoða hsta yfir tíðar sýningar hans á þessum tíma. Upphefð að utan Mesta upphefðin kom þó að utan. Finnur vakti verulega athygh hér heima þegar valin vora verk eftir hann á sýningu Evrópuráðsins á framsækinni hst er hét Evrópa 1925. Þar héngu verk hans innan um'verk eftir Kandinsky, Klee og Léger. í kjölfar sýningarinnar hlaut Finhur margar viðurkenn- ingar víða um Evrópu. Finnur fæddist að Strýtu í Bú- landshreppi. Hann sótti sjó frá unga aldri. Átján ára gamah eign- aðist hann hlut í bát. Árið 1915 fluttist Finnur th Reykjavíkur og hóf gullsmíðanám í Iðnskólanum. Hann sótti einnig kvöldnám í teikn- ingu hjá Þórarni B. Þorlákssyni listmálara sem þá var skólastjóri Iðnskólans. Finnur sótti einnig til- sögn í teikningu hjá bróður sínum, Ríkarði Jónssyni myndskera. Á sumrin var Finnur við sjósókn eystra. Strax að loknu sveinsprófi í gull- smíði 1919 hélt Finnur til Kaup- mannahafnar þar sem hann hóf nám í myndlist í einkaskóla Olafs Finnur Jónsson listmálari. Rude en hann var í hópi frum- kvöðla framúrstefnuhstar í Dan- mörku. Haustið 1921 hélt Finnur th Berlínar og var í tvo mánuði við nám í einkaskóla Karls Hofers. í febrúar 1922 fluttist Finnur th Dresden og stundaði um skeið nám við útlendingadehd Akademie der schönen Kunste. Meðal kennara hans var Oskar Kokoschka, einn helsti expressjónisti þeirra tíma. Á alþjóðlegri sýningu Næstu þrjú árin nam Finnur við Der Weg, Schule fur Neue Kunst þar sem hann fékk fría skólavist. Árið 1925 hitti Finnur Herwarth Walden, helsta stofnanda Sturm- hreyfingarinnar, og Kandinsky í Berlín. Finnur sýndi þeim verk sín og vora átta myndir hans valdar á vorsýningu Sturm. Nokkrar mynd- anna vora sýndar á alþjóðlegri sýn- ingu í Brooklyn Museum og söfn- um í New York, Buffalo og Toronto. Auk þess að mála þegar heim var komið vann Finnur við gullsmíðar og kennslu. Hann var meðal ann- ars teiknikennari í Menntaskólan- um í Reykjavík. „Finnur var kennari minn þegar ég var í menntaskólanum og fyrsti maðurinn sem hvatti mig th að sinna listum,“ segir Hörður Ág- ústsson hstmálari. „Mér var það fljótlega ljóst að Finnur var fram- kvöðuh í íslenskri myndhst. Hann var í Þýskalandi þegar ein mesta geijunin í myndhst átti sér stað. Finnur hafði hins vegar engin áhrif hér vegna þess að það var þögn á sviði abstrakthstár alveg fram að því að Svavar Guðnason kom hing- að heim eftir stríð. Ég held að við sem fóram út í sömu stefnu upp úr 1945 höfum alla tíð vitað af Finni og metið framlag hans mjög mikils. Sýningin á gjöf hans til Listasafns íslands sýndi það og sannaði að við höfðum rétt fyrir okkur. Það er enginn vafi á því að bestu myndim- ar þar era á heimsmælikvarða.“ -IBS Óður til mánans frá 1925. Sigurjón Ingvarsson skipstjóri í Neskaupst. Sigurborg Sigurjónsd. húsm. Rvík Fanný Ingvarsdóttir húsm. á Akureyri Karl Sighvatsson tónlistarm. Hveragerði Ingvar Gíslason fyrrv. ráðherra Ríkarður Jónsson myndskeri i Rvk Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaforstjóri Þór Jakobsson veðurfræðingur í Rvk Finnur Jónsson listmálari í Rvk Svava Jakobsdóttir rithöfundur í Rvk Dr. Jakob Jónsson sóknarprestur i Rvk Jökull Jakobsson rithöfundur í Rvk Unnsteinn Beck borgarfógeti i Rvk Sigriður Hansdóttir húsfr. á Djúpavogi Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra i Rvk Þórólfur Beck fyrrv. knattspyrnum. Þórólfur Beck skipherra i Framnesi Eiríkur Beck stýrimaður í Rvk Margrét Finnsdóttir húsm. Nesi, Norðfirði Ólöf Finnsdóttir húsfr. í Strýtu Finnur Guðmundsson söðlasm. Tunguhóli AnnaGuðmundsd. húsfr. Tunguhóli Ur frændgarði Finns Jónssonar listmálara Lísibet Jónsdóttir húsfr. á Núpi Jón Þórarinsson b. og smiður í Strýtu Þórarinn Richardsson b. á Núpi, Berufjst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.