Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Page 36
48 LAtJGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. Finnur Jónsson listmálari 100 ára: Goðsögn að hannhafi verið skot- inn niður - segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur í bók Franks Ponzi um listmálar- ann Finn Jónsson, sem verður hundrað ára á morgun, segir meðal annars að ef draga megi lærdóm af ævi listamanna sé ferill Finns Jónssonar sígilt dæmi. Hann minni óneitanlega á hin fomu sannindi að venjulega hijóti brautryðjendur á sviði hsta misskilning, afskipta- leysi og jafnvel gleymsku að laun- um fyrir verk sín. „Það er í rauninni goðsögn að Finnur Jónsson hafi verið skotinn niður á sýningu sinni 1925 ef svo má segja. Eins og hver maður getur kynnt sér af umsögnum, sem birtar eru orðrétt í bók Ponzi, voru við- brögðin langt frá því að vera nei- kvæð. Margir voru undrandi og jafn margir jákvæðir og listmálar- inn seldi mjög vel á þessari sýningu en reyndar ekki framúrstefnu- myndirnar.“ Þetta segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um við- brögðin við fyrstu sýningu Finns Jónssonar listmálara 1925 eftir að hann hafði verið við nám í Dan- mörku og Þýskalandi. Eftir þá sýn- ingu söðlaði Finnur um í hst sinni. í vondum félagsskap „Það er eins og hann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ganga á vit hálfleiðinlegrar þjóðernis- hyggju og ánetjast henni. Ég vil meina að hann hafi lent í vondum félagsskap þjóðernissinnaðra landslagsmálara og hann festist einhvem veginn þar. Það læðist að manni sá grunur að Finnur hafi aldrei verið nógu staðfastur í fram- úrstefnunni, að hann hafi ekki tek- ið hana nógu aivarlega. Þegar það kemur ný kynslóð, sem berst fyrir sömu gjldum í listunum og á margt sammerkt með Finni, snýst hann öndyeröur gegn henni í stað þess að veita henni brautargengi. Eftir formbyltingarnar upp úr stríðinu er Finnur flokkaður meðal gamal- dags hstamanna sem standa á móti öllum nýjungum sem er kannski harmsaga hstferhs hans. Manni finnst einhvern veginn að hann hefði átt að vera bandamaður þess- arar nýju kynslóðar en þá gat þessi kynslóð ekkí tekið hann alvarlega vegna tengsla hans við þjóðemis- stefnuna," segir Aðalsteinn. „Þetta hljómar kannski óþarfiega neikvætt," bætir hann við. „Þess vegna vil ég ítreka að framúr- stefnutímabil Finns er stórmerki- legt og glæsilegt framlag th ís- lenskrar myndhstar og verður ekki frá honum tekið.“ Aðalsteinn segir einnig að sú fuh- yrðing að Finnur hafi verið settur th hhðar í hstalífinu á sjötta og sjö- unda áratugnum sé röng. Ekki þurfi annað en að skoða hsta yfir tíðar sýningar hans á þessum tíma. Upphefð að utan Mesta upphefðin kom þó að utan. Finnur vakti verulega athygh hér heima þegar valin vora verk eftir hann á sýningu Evrópuráðsins á framsækinni hst er hét Evrópa 1925. Þar héngu verk hans innan um'verk eftir Kandinsky, Klee og Léger. í kjölfar sýningarinnar hlaut Finhur margar viðurkenn- ingar víða um Evrópu. Finnur fæddist að Strýtu í Bú- landshreppi. Hann sótti sjó frá unga aldri. Átján ára gamah eign- aðist hann hlut í bát. Árið 1915 fluttist Finnur th Reykjavíkur og hóf gullsmíðanám í Iðnskólanum. Hann sótti einnig kvöldnám í teikn- ingu hjá Þórarni B. Þorlákssyni listmálara sem þá var skólastjóri Iðnskólans. Finnur sótti einnig til- sögn í teikningu hjá bróður sínum, Ríkarði Jónssyni myndskera. Á sumrin var Finnur við sjósókn eystra. Strax að loknu sveinsprófi í gull- smíði 1919 hélt Finnur til Kaup- mannahafnar þar sem hann hóf nám í myndlist í einkaskóla Olafs Finnur Jónsson listmálari. Rude en hann var í hópi frum- kvöðla framúrstefnuhstar í Dan- mörku. Haustið 1921 hélt Finnur th Berlínar og var í tvo mánuði við nám í einkaskóla Karls Hofers. í febrúar 1922 fluttist Finnur th Dresden og stundaði um skeið nám við útlendingadehd Akademie der schönen Kunste. Meðal kennara hans var Oskar Kokoschka, einn helsti expressjónisti þeirra tíma. Á alþjóðlegri sýningu Næstu þrjú árin nam Finnur við Der Weg, Schule fur Neue Kunst þar sem hann fékk fría skólavist. Árið 1925 hitti Finnur Herwarth Walden, helsta stofnanda Sturm- hreyfingarinnar, og Kandinsky í Berlín. Finnur sýndi þeim verk sín og vora átta myndir hans valdar á vorsýningu Sturm. Nokkrar mynd- anna vora sýndar á alþjóðlegri sýn- ingu í Brooklyn Museum og söfn- um í New York, Buffalo og Toronto. Auk þess að mála þegar heim var komið vann Finnur við gullsmíðar og kennslu. Hann var meðal ann- ars teiknikennari í Menntaskólan- um í Reykjavík. „Finnur var kennari minn þegar ég var í menntaskólanum og fyrsti maðurinn sem hvatti mig th að sinna listum,“ segir Hörður Ág- ústsson hstmálari. „Mér var það fljótlega ljóst að Finnur var fram- kvöðuh í íslenskri myndhst. Hann var í Þýskalandi þegar ein mesta geijunin í myndhst átti sér stað. Finnur hafði hins vegar engin áhrif hér vegna þess að það var þögn á sviði abstrakthstár alveg fram að því að Svavar Guðnason kom hing- að heim eftir stríð. Ég held að við sem fóram út í sömu stefnu upp úr 1945 höfum alla tíð vitað af Finni og metið framlag hans mjög mikils. Sýningin á gjöf hans til Listasafns íslands sýndi það og sannaði að við höfðum rétt fyrir okkur. Það er enginn vafi á því að bestu myndim- ar þar era á heimsmælikvarða.“ -IBS Óður til mánans frá 1925. Sigurjón Ingvarsson skipstjóri í Neskaupst. Sigurborg Sigurjónsd. húsm. Rvík Fanný Ingvarsdóttir húsm. á Akureyri Karl Sighvatsson tónlistarm. Hveragerði Ingvar Gíslason fyrrv. ráðherra Ríkarður Jónsson myndskeri i Rvk Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaforstjóri Þór Jakobsson veðurfræðingur í Rvk Finnur Jónsson listmálari í Rvk Svava Jakobsdóttir rithöfundur í Rvk Dr. Jakob Jónsson sóknarprestur i Rvk Jökull Jakobsson rithöfundur í Rvk Unnsteinn Beck borgarfógeti i Rvk Sigriður Hansdóttir húsfr. á Djúpavogi Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra i Rvk Þórólfur Beck fyrrv. knattspyrnum. Þórólfur Beck skipherra i Framnesi Eiríkur Beck stýrimaður í Rvk Margrét Finnsdóttir húsm. Nesi, Norðfirði Ólöf Finnsdóttir húsfr. í Strýtu Finnur Guðmundsson söðlasm. Tunguhóli AnnaGuðmundsd. húsfr. Tunguhóli Ur frændgarði Finns Jónssonar listmálara Lísibet Jónsdóttir húsfr. á Núpi Jón Þórarinsson b. og smiður í Strýtu Þórarinn Richardsson b. á Núpi, Berufjst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.