Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUK 14. NÓVEMBER ig92. Meiming Elskhugi lafði Chatterley D.H. Lawrence skrifaöi skáldsöguna Elsk- hugi lafði Chatterley þrisvar og í hvert skipti versnaöi hún, varð langdregnari og ósmekk- legri. Verkiö kom fyrst út áriö 1928 og árið 1960 þótti Bretum tími til kominn að fá úr því skorið hvort Lafðin væri klám eða ekki. I réttarhöldunum í London var þó ekki minnst á rassasamfarirnar í bókinni líklega vegna þess að dómaramir voru ekki vel læs- ir á bókmenntatexta. Lafðin á íslandi Á stríðsárunum kom út hluti af Lafðinni í þýðingu hins íslenska umboðsmanns kynóra á íslandi, Kristmanns Guðmundssonar. Sú útgáfa er löngu uppseld þó hún væri ekki seld á almennum markaði. Svo þegar nú er ráðist í að gefa út óstytt verk eftir Lawrence er þessi sama bók vaíin aftur, líklega vegna þess hve fræg hún er en ekki vegna þess aö hún skipti máli sem bókmenntaverk. Enda er ekki til þýöingarinnar vandað og einsýnt aö verið er að reyna að græða en ekki að bæta úr menningarfátæktinni á íslandi. Lawrence og áróðurinn Ein ástæðan fyrir því hversu lélegt verk Lafðin er er sú að Lawrence var kynlífsbylt- ingarmaöur. Og eins og allir byltingarmenn var hann þannig innréttaður að hann þurfti að koma áróðri til skila og lá meira á því en aö vanda sig við listina. Áróður Lawrence fólst í því að setja á prent „hreinskilnar“ kynlífslýsingar í skáldsögum sínum og „frelsa" þannig mannkynið frá tepruskap í kynlífinu. Og þetta tókst auðvitað vel því nú eru engin kyiúífsvandamál til lengur. Við skulum líta á kafla úr lafðinni til aö sjá snilld Lawrence. Þess ber að geta að hann fellur illilega í eigin gildru tilfinningaskrúðs- ins, sem honum þótti lítt karlmannlegt þegar um kynlíf var að ræða. En hann áttaði sig ekki á því hve teprulegur hann gat sjálfur verið, sem stílisti. í þessum kafla kemur eitt hvimleiðasta „stílbragð" hans ömurlega oft fyrir, en það felst í því að tvítaka orð. Til að undirstrika þetta er hér sleppt setningum víða innan úr þessari fullnægingarlýsingu Lafðinnar: „Ó, djúpt niðri í henni klofnuðu djúp- in... meðan sá sem olli náði dýpra og dýpra, snerti við neðar og neðar og henni varð upp- lokið dýpra og dýpra og dýpra... og nær og nær steyptist snertanleiki hins óþekkjan- lega, og lengra og lengra bárust öldurn- ar... Ó, það var of unaðslegt, of unaös- legt!...Það var svo yndislegt!" stundi hún. „Það var svo yndislegt!"... Hve yndislegur, hve yndislegur... Svo fallegt! Svo fall- egt... Fegurð! Þvílík fegurð!... Hún ók sér nær honum, nær... Og hjarta hennar bráðnaði út á við...“ Og skyldi engan furða. Þó hefði líklega verið hstrænna aö láta hjarta hennar bráöna inn á viö. Þýðingin Það er Jón Thoroddsen sem fer í spor Krist- manns í þetta skipti og snarar laföinni. Jón gæti orðið góður þýðandi ef... Það vantar sem sé ekkert upp á nema þetta hvimleiða „ef‘. Ef hann t.d. talaði ekki um „þrönga menn“ (77) og „örvinda" (89), „uppblásin skáld“ (102), „bylgjandi skapbresti" (318) og „andstæðar konur“ (9) og „kynferöissam- band á stangli" (50). Það er heldur ekki gott Bókmenntir Árni Blandon að segja: „... ég gat aldrei fengið mína ánægju og fullnægju með henni án þess aö hún fengi sína hjá mér samtímis. Og það gerðist aldrei" (228). Það er heldur ekki gott að segja: „Ég og Guö eru...“ (334). En þetta er kannski bara villa af svipuðu tagi og „vit- ið þig“ (90) eða „skógardúfa af söngla kú...“ (208), „máttu þá ekki að leggja“ (217) og „smjög framandlega" (283) eða hinar 19 prentvillumar í bókinni. Og það er heldur ekki gott að vera með enskuskotið mál og oröaröð í þýðingum: „gert úr því langt kokk- teilparti" (65), „yfir deginum hafði gránað“ (54), „hún hafði ekki hjúkrað hermönnum án þess að læra svolítið" (320). Það er heldur ekki gott að nota of mikið af eignarfóllum: „í þögn gjóstusams skógarins" (98), „með brosvipru smástríðinna yfirburða" (112), „Miðlönd jáms og náma“ (177). D.H. Lawrence. íslenskmenning Á bókarkápu Elskhuga lafði Chatterley segir að verkið hafi komiö fyrst út í Bret- landi 1928. Það er ekki rétt að verkið hafi komið út í Bretlandi á því ári enda segir annars staðar á bókarkápunni að verkið hafi lengi verið bannað í Bretlandi. Elskhug- inn kom fyrst út á Ítalíu 1928 og þá á kostnað höfundar. Það var ekki fyrr en fjórum árum síðar að verkið var gefið út í Bretlandi og í Bandaríkjunum og þá í sótthreinsaðri út- gáfu. Lawrence skrifaði nokkuö góð leikrit, tals- vert af frambærilegum ljóöum og þijár góðar skáldsögur: Ástfangnar konur, Regnboginn og Synir og elskhugar. Hvað skyldu íslend- ingar þurfa aö þola margar útgáfur af Lafð- inni áður en list Lawrence fær verðuga kynningu hér á landi? D.H. Lawrence: Elskhugi lafði Chatterley, 335 bls. Þýðandi: Jón Thoroddsen Almenna bókatélagið, 1992 ÞEGAR MEST A REYNIR...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.