Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. 49 Helgarpopp Byltingin á Kúbu - Bubbi talar umVon Bubbi og Eyþór ásamt hljómsveitinni Sierra Maestra. DV-mynd Rasi Byltingin á Kúbu 1958 hófst í skcgi vöxnum hlíðum Sierra Maestra fjallsins. Þar hreiðruðu Fidel Castro og Che Guevara um sig, blésu í bar- áttuglæðumar og auðguðu andann áður en látið var til skarar skríða gegn stjómvöldum. Bubbi Morthens, sem var í fylking- arbijósti í tónlistarbyltingunni á ís- landi 1980, leitaði fyrr á árinu anda- giftar hjá Sierra Maestra á Kúbu. Byltingamaðurinn Bubbi leitaði ekki til fjalla. Leið hans lá inn á gafl hjá tólf manna hljómsveit í Havana sem heitir eftir fjallinu góða. Málað í dökkum og ljósum litum Yrkisefni Bubba er sem fyrr ís- lenskur veruleiki. Textamir endur- spegla flestir ástandið í þjóðfélaginu og era eðli málsins samkvæmt því frekar dökkir. Tónlistin er hins veg- ar full af gleði og birtu. - Hvemig gekk að koma þessum gagnstæðu þáttum saman? „Þaö var ekki erfitt," segir Bubbi um leið og hann sýpur á sítrónuvatn- inu sínu sem er sannkallaður heilsu- drykkur. Hann nýtur þess greinilega að endorfínið streymir um líkamann enda nýstiginh úr boxhringnum þar sem hann puðar klukkutíma eða tvo flesta daga vikunnar. „Ég gerði lögin í janúar á þessu ári. Upphafstónninn að þessu öllu var sá að ég átti að spila á minningar- tónleikum um vin minn Guðmund Ingólfsson. Ég vakti heila nótt og samdi textann, Þínir löngu grönnu fingur. Ég hugsaði mikið um það hvemig Guðmundur hefði viljað hafa lagið. Ég býst við að flestir hefðu samið djass eða blús. Ég vildi fara aðra leið. Til þess að halda reisn yfir minningu hans fannst mér að lagið ætti að vera létt og í suðrænni sveiflu. Fullt af sól og gleði. Þannig vildi ég blanda saman trega og sökn- uði sem er í textanum og gleði sem sveiflan endurspeglar. Þegar mér hafði tekist þetta sá ég að það var ekkert mál aö blanda saman dökkum og skæram litum. Upp frá þessu fór ég að vinna lögin á plötuna sem málverk. Lögin urðu björtu og skæra litimir en textarnir þeir dökku. Útkoman er sú að í flestum lögun- um er von þó textamir fjalli um at- vinnuleysi eða gjaldþrot. Sveiflan og sólin í tónlistinni gefur þennan von- ameista sem er nauðsynlegur. Bráð- um kemur betri tíð... og allt það. Af þessu er einmitt titill plötunnar sprottinn." Dauðinn nálægur Bubbi hefur greinilega pælt tölu- vert í s-amerískri tónhst, sögu henn- ar og upprana. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Kúbumenn- imir í Sierra Maestra era trúir hefð og stílum í tónlistinni og tregir við að stíga út úr þeim. Bubbi stillir menningarheimi S-Ameríku upp mót öðram til að ná betur fram sérkenn- unum. „Það er gaman að bera tónhst frá Rómönsku Ameríku saman við rúss- neska tónhst. Sú rússneska er yfir- þyrmandi dramatísk og þung og fuh af harmi á meðan tónhst frá Suður- Ameríku er með þessa makalausu sveiflu jafnvel þó sungið sé um graf- alvarlega hluti. Á Konu plötunni batt ég mig í viðjar þessarar rússnesku hefðar sem Jacques Brel tileinkaði sér og Leonard Cohen seinna. Eftir Kúbuferðina sá ég aö það er ekki nauðsynlegt að binda sig við harm- inn heldur má blanda öllu þessu saman. í Mexíkó er til að mynda haldin hátíð dauöans og þá syngja menn og traha við sambatakt og Boleró. - Talandi um dauðann. Hann er nálægur á þessari plötu? „Já, ég opna plötuna á minningar- laginu um Guðmund Ingólfsson. Lag- ið Ég minnist þín fjallar um móður mína sem dó fyrir tíu áram. Þetta er fyrsta lagið sem ég syng um hana og það hefur tekið mig langan tíma aö koma því saman. Lengi vel réð ég ekki við tilfinningar og minningar sem tengdust móður minni. Eftir mikla vinnu tókst mér þó að Ijúka textanum og hann samanstendur af minningarbrotum um síðustu stund- ir hennar.“ Vildi halda sínum einkennum Bubbi talar af mikihi lotningu um samstarfsmenn sína á Von. Ekki bara Kúbumennina heldur einnig íslendingana. Sérstakt lof ber Bubbi á Eyþór Gunnarsson og segir hann hafa yfir snihigáfu að ráða. Eyþór fór utan með Bubba ásamt trommuleik- aranum Gunnlaugi Briem. Skýtur það ekki skökku við að flylja íslenskan trymbh með sér til Umsjón Snorri Már Skúlason heimsálfu þangað sem vestrænir tónhstarmenn hafa í auknum mæh leitað fyrirmyndar í ásláttar- og slag- verksleik? Menn eins og Peter Gabri- el og David Byrne. „Nei, þvert á móti. Það var snihdar hugmynd. Þegar ég tók Guha með mér út var ég aö tryggja að mín eigin sérkenni yröu ekki sigld í kaf. Það var aldrei meiningin að gera mig að Kúbumanni. Það er ekki nema í örfáum lögum plötunnar sem Guhi sphar á trommusett. Hann er mestanpart að spha örhtia hluti á Hi-hat og sneril sem gerir það að verkum aö vestræn áhrif haldast. Þetta þýddi einnig það að Kúbumennimir urðu að nálgast okkur og endurskoða sína tónhstar- hefð. Þeir urðu að stíga út úr hefð sem þeir hafa verið rígbundnir í um aldir. Þess vegna gátum viö búið til lög eins og Myrkur, sjór og sandur, Borgarbam og Jakkalakkar sem öh faha utan við hefðbundnar stefnur. Það aö fá Guha með út var góður leikur sem opnaði ýmsar dyr. Sam- runi tónhstar tveggja menningar- heima er mjög áreynslulaus á Von. Suður-amerísk áhrif era áberandi en samt held ég öhum mínum sérkenn- um. Það sýnir að tónhstin á sér eng- inn landamæri," segir Bubbi Mort- hens um plötuna sem hann telur þá bestu 12 ára ferh sínum. Sierra Maestra er þessa dagana á íslandi. Hljómsveitin og Bubbi héldu tvenna tónleika á Hótel íslandi á fimmtudags- og fóstudagskvöld en nú hggur leiðin út á land þar sem haldnir verða í kringum tíu tónleikar á næstu dögum. „Hér búa höföingjar og þaö er gott að umgangast höfðingja,“ sagði KK þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði valið Flat- eyri fyrir blaðamannafund vegna útgáfu nýju plötunnar Bein leið. Það er kannski vegbúinn í KK sem fær hann til að brjóta hefðina og kynna nýjustu afurö sína í htlu sjávar- plássi á Vestfjörðum. Þá skiptir máh aö KK-band sló hressilega í gegn á veitingastaönum Vagninum á Flateyri síöla sumars. Síðan hefur Flateyri verið ofarlega á vinsælda- lista KK og KK í hæstu hæðum á vinsældahsta íbúa á eyrinni, Götuspilarinn semfestirætur Bein leið er önnur plata KK eftir að hann flutti heim frá Svíþjóð fyr- ir tveimur árum. Á meðan hann dvaldist ytra var KK duglegur að Iroða upp með gítarinn auk þess sem hann ferðaðist vítt og breitt um Evrópu sem götuspilari. Hann er einn fárra íslendinga sem það hafa gert og sá bakgrunnur skilar sér að vissu leyti í tónlist nýju plöt- unnar. Þaö er erfitt aö festa hendur á henni eins og flakkaranum. Hún flæðir vítt og breitt en í fjölbreyti- leik sínum er tónlistin þó einfold og melódían flýtur ofan ó. Þá not- ast KK nær eingöngu viö grunn- hljóðfærin trommur, bassa og gít- ar. Þannig nálgast hann áheyrand- ann af einlægni á tímum aukinnar tölvunotkunar i tóniist. TekiöuppíWales Fyrsta plata KK, Lucky One, frá síðasta ári, sló í gegn og hefur nú selst í 5000 eintökum. Hún innihélt spikfeitan blús sem sungjnn var á ensku. Þó Bein leiö sé vissulega blússkotin þá er sú tónlistarstefha ekki allsráðandi og nú bregður svo við að KK yrkir á islensku. Eins og fyrr segir má heyra sitt lítið af hveiju á Beimti leiö, rokkabillý, kántrí og rokk. Af lögunum tólf hafa þijú heyrst áður í uppfærslu Borgarleikliússins á meistara- stykki Johns Steinbeck, Þrúgum reiðinnar, og tvö iög era tekin úr kvikmyndimti Sódóma Reykjavík. Hvorugt þeirra er þó eftir KK. Af hinum sjö eru Talandi dæmi, Besti vinur og titillagiö líkleg til vin- sælda. Bein leið var tekin upp í hljóðveri í ónefndri sveit í Wales. í fylgd með KK voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari og Kormákur Geir- harðsson trymbill en saman skipa þremmenningarnir KK-band. Auk þeirra koma við sögu plötunnar þeir Tómas Tómasson sem stjóm- aði upptökum og lagöi hendur á Hammond í tveimurlögumog Jak- ob Frímann Magnússon sem m.a. þandi nikku Á venjulegum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.