Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. THE HAND THAT ROCKS THE CRADLE Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: Curtis Hanson. Aóalhlutverk: Rebecca De Mornay, Annabella Sciorra og Ernie Hudson. Bandarisk, 1991 -sýningartími 101 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Curtís Hanson hefur sérhæft sig í gerð spennuþrillera í anda Alfreds Hitchcock og fer hann ekkert í felur með aðdáun sína á gamla meistar- anum, þótt ekki sé það eins áber- andi í The Hand that Rocks the Cradle og í fyrri myndum hans tveimur, The Bedroom Window og Bad Influence. The Hand that Rocks the Cradle er langvinsælasta kvikmynd Han- sons hingað til en fyrri myndir hans tvær eru alls ekki síðri saka- málamyndir. Það sem gerir kannski útslagið um vinsældirnar er stjörnuleikur Rebeccu De Momay í hlutverki bamfóstrunn- ar. Nær hún sérlega góðum tökum á persónunni, blíð á yfirborðinu en skemmd undir niðri. De Mornay leikur Peyton Fland- ers sem missir eiginmann sinn þeg- ar hann fremur sjálfsmorð og um leið missir hún fóstur. Hún verður því að byrja upp á nýtt og þaö ætí- ar hún sér aðeins aö gera hjá einni persónu, Ciaire Bartel, sem auglýst hefur eftir barnfóstra, en Flanders telur hana ábyrga fyrir dauða eig- inmanns síns og því að hún missti ófætt barn sitt. Claire verður ásamt eiginmanni sínum, Michael, yfir sig hrifin af nýju bamfóstrunni sem og böm «• Barnfóstran Peyton Flanders (Rebecca De Mornay) situr og prjónar meðan Claire Bartel (Annabella Sciorra) hugar að barninu. þeirra tvö. Enda virkar Flanders sem hin fullomna bamfóstra, eink- ar hjálpsöm og blíð við bömin. Það er aðeins hin vangefni vinnumaður Solomon sem sér að ekki er allt eins og á að vera hjá nýju barn- fóstmnni, enda kemur fljótiega í ljós að áform hennar eru alls ekki þau að láta Bartel-fjölskyldunni líða vel. The Hand that Rock the Cradle er ágætlega uppbyggð sakamála- DV-myndbarLdalistmn 1(2) 2(1) The Hand that Rodcs tfie Cradle 4(3) RnalAnalysis 5 (12) Prince of Tides 6(5) Company Business 7 (-) Mobsters 8(4) Knight Moves 9(7) Father ol the 11 (14) Hitman 12 (11) Doctor Hrince oi iiaes siexkur pessa vikuna ur tólfta sæti i það fimmta. A " myndinni eru Nick Nolte í hlutverki fótboltaþjálfarans Tom Wingo 14 (•) One G00d Cop og Jeroen Krabbé i hlutverkl flðluleikara sem hér sést reyna að Qjr| niðurlægja Wingo. '' ' Óður til hafsins PRINCE OF TIDES Útgefandi: Skffan. Leikstjóri: Barbra Streisand. Aöalhlutverk: Barbra Streisand, Nick Nolte, Kate Nelligan og Jeroen Krabbé. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 128 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Barbra Streisand leikstýrir og leikur annað aöalhlutverkið í Prince of Tides. Mikill glans er yflr sumum atriðunum í myndinni og leikstjóm Streisand öragg. Er stór- myndarbragur yfir öllu en kannski hefði Streisand átt að láta sér nægja að leikstýra myndinni því hún er eini leikarinn í aðalhlutverki sem á í vandræðum með persónuna sem hún leikur. Burðarás myndarinnar er Tom Wingo sem er snilldarvel leikinn af Nick Nolte. Wingo tekur sig upp frá Suður-Karólínu, skilur eftir hjónaband í molum og fer til New York þar sem tvíburasystir hans hefur reynt að fremja sjálfsmorð. Það kemur strax fram í myndinni að tvíburamir ásamt eldri bróður, sem nú er dáinn, hafa átt ömurlega bamæsku og ríkir hálfgert haturs- ástand milli barnanna og vilja- sterkrar móður. Hvað það er úr fortíðinni sem hrjáir systkinin er það sem sálfræðingurinn Susan Lowenstein (Barbra Streisand) vill komast að. En Wingo er jafn lokað- ur og systir hans gagnvart vissu tímabili. Sagan er sérlega eftirtektarverð og er handritið unniö eftir þekktri skáldsögu. Hefur maður á tilfinn- ingunni að sagan segi mun meira um persónumar heldur en myndin en handritið er samt sem áður vel skrifað, allt þar til Wingo og Low- enstein fella hugi saman. Allt of lengi er dvalið við þá miklu ást og er síðasti hluti myndarinnar nán- ast væminn. Þrátt fyrir ýmsa ann- marka stendur eftir áhrifamikil kvikmynd sem hefur mikið skemmtanagildi. -HK mynd og vel leikin þótt enginn geri betur en Rebecca De Mornay. Spennan er samt ekki mjög mikil fyrr en í lokin. Það má yfirleitt allt- af sjá fyrir næsta leik hjá Flanders en handritið er samt vel skrifað og fáir verða fyrir vonbrigðum með þennan ágæta þriller. _hr irk1/.z Leikflétta KNIGHT MOVES Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Carl Schenkel. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Diane Lane og Tom Baldwin. Bandarisk, 1992-sýningartimi 98 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Margar spennumyndir hafa verið gerðar þar sem íþróttir koma við sögu en skák hefur ekki verið þar á meðal enda erfitt að ímynda sér skákhstina sem þema í mikilli spennumynd, en Knight Moves af- sannar þetta eftirminnilega. Þar er ofin hröð og skemmtileg atburða- rás utan um svörtu og hvítu menn- ina. Christopher Lambert leikur Pet- er Sanderson, stórmeistara í skák, sem stefnir að því að verða heims- meistari. Þegar hann er í miðju skákmóti í Bandaríkjunum er vin- kona hans myrt á hrottalegan hátt og hggur hann fljótiega undir grun en hann var sá síðasti sem sá hana á lífi. Morðin verða fljótt fleiri og þótt morðinginn hafi samband sím- leiðis við Sanderson og manar hann til að leika við sig er lögreglan ahs ekki viss um að hann sé sak- laus... Það er mikil og flókin leikflétta í atburðarásinni og oft erfitt að fylgja henni eftir enda morðin mörg og tekur sagan ýmsar stefnur áður en lausn málsins verður kunn og endirinn kemur á óvart. Það eru örugglega ekki margir sem geta sér rétt til um hver morðinginn er. Carl Schenkel er leikstjóri sem á eftir aö láta aö sér kveða ef hann heldur áfram á sömu braut. Margt í myndinni er vel gert, þótt einföld- un sé stundum nokkur, en spennan helst frá upphafi til enda. -HK ★★!4 Leyndarmál barnfóstrunnar Myndbönd Rúnir á steini THE RUNESTONE Útgelandi: Háskólabfó. Leikstjóri: Willard Carroll. Aðalhlutverk: Peter Riegert, Joan Sev- erance og Alexander Godunov. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 98 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Það eina góða við The Runestone er að staðfest er í myndinni aö norrænir víkingar hafi verið langt á undan Kólumbusi að finna Amer- íku. Aö öðra leyti er hér um að ræða langsóttan söguþráð um vís- indamann sem finnur stein einn mikinn í iðram jarðar, stein sem þakinn er rúnum. Steinn þessi býr yfir duldum krafti og þessi kraftur verður vísindamanninum dýr- keyptur því hans bíður það að verða að fomófreskju sem kahast Fenrir og drepur allt sem verður á vejþ hennar. í Runestone er verið að koma þjóðsögu í nútíma búning og er eins og aðstandendur myndarinnar hafi átt erfitt með að ákveða hvaða stefnu skyldi taka því myndin er raglingsleg og erfitt að fá botn í söguna. Hugmyndin er ekki svo slæm, það hefði aðeins þurft meiri peninga og hæfileikaríkari leik- stjóra th að búa til betri mynd úr efniviðnum. Leiddirígildru COMPANY BUSINESS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Aðalhlutverk: Gene Hackman og Mikha- il Baryshnikov. Bandarísk, 1991 -sýningartími 95 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. í Company Business leikur Gene Hackman Sam Boyd, gamla leyni- þjónustukempu sem köhuð er til starfa á nýjan leik. Boyd á að vera gæslumaður rússnesks fanga og stjóma fangaskiptum sem eiga að fara fram í Berlín. Þegar á hólminn er komið finnst Boyd eitthvað at- hugavert við fangaskiptin og hættir við og heldur að hann hafi þar með bjargað sínum gömlu vinnuveit- endum frá skömminni, en það er nú eitthvað annað og áður en hann veit af era hann og rússneski fang- inn, sem bahettdansarinn Mikhah Baryshnikov leikur, hundeltir af leyniþjónustumönnum tveggja stórvelda. Það næst aldrei upp almennheg spenna í Company Business, til þess er söguþráðurinn of útjaskað- ur og úr sér genginn. Meira að segja úrvalsleikarinn Gene Hackman er hálf utangátta og Baryshnikov bjargar litlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.