Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992.
21
Sviðsljós
Kaupmannahöfn:
f slenskur gullsmið-
ur vekur athygli
„Rúnir og hellaristur, Óðinn, Þór
og Loki eru hluti af skreytingunum
á sérstökum silfurskartgripum Ás-
dísar Frímannsdóttur." Þannig er
upphafið að umfjöllun danska blaðs-
ins Pohtiken um ungan íslenskan
gullsmið sem opnað hefur skart-
gripaverslun á Klaustursstræti í
Kaupmannahöfn. í greininni er
skartgripum Ásdísar lýst, breiðum
silfurarmböndum, hálsfestum,
bindisnælum og skrautlegum hnöpp-
um.
„Það er ánægjulegt að heyra þetta.
Ég hafði eiginlega ekkert frétt af
Ásdísi eftir að hún fór héðan alfarin
fyrir rúmu ári,“ segir Flosi Jónsson,
gullsmiður á Akureyri. Ásdís hóf
nám í gullsmíði á verkstæði Flosa
fyrir fimm árum. í stað þess að sækja
hluta námsins í Iðnskólann í Reykja-
vík fór Ásdís í skóla í Kaupmanna-
höfn og ferðaðist svo á miili hans og
verkstæðisins á Akureyri. „Hún
kynntist manni í skólanum og það
varð til að hún kláraði ekki sveins-
prófið hjá mér heldur hjá gullsmið í
Danmörku," greinir Flosi frá.
Ásdís er nú gift í Danmörku og á
átján mánaða gamlan son, Juhan. í
grein Pohtiken segir að á verkstæði
Ásdísar bak við verslunina sé ein-
mitt fuht af leikfóngum handa htla
syninum.
Greint er frá því að á námsárunum
og strax eftir þaú hafi Ásdís unnið
Myndin sem birtist í danska blaðinu Politiken af gullsmiðnum Ásdísi Fri-
mannsdóttur og syni hennar, Julian.
skartgripi úr viði og skreytt þá með í eigin verslun skartgripi sem hvergi
htlum speghbrotum. Skartgripina sjáist annars staðar.
hafi hún selt á götum úti til að geta -IBS
séð fyrir sér. Nú selji hún hins vegar
Tökum gömlu myndavélina
nýja fyrir allt að
t§; *:
pina upp i
3.000 kr.
HANS PETERSEN HF
Nýja vélin
frá Hans Petersen
TILBOÐID GILDIR vikuna 14.-21. nóv.