Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 14. NOVBMBER 1992. Fréttir DV Sambandshúsið á Kirkjusandi: H ver starfsmaður með 90 fermetra til umráða - innan við 80 starfsmenn 1 tæplega 7 þúsund fermetra skrifstofurými í Sambandshúsinu að Kirkjusandi eru einungis starfandi milli 70 og 80 manns. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins er fermetra- íjöldi aðalbyggingarinnar tæplega 7 þúsund fermetrar. Að meðaltali hef- ur því hver starfsmaður hússins ríf- lega 90 fermetra til að athafna sig á. Það samsvarar því að hver starfs- maður hafi þriggja til fjögurra her- bergja ibúð til umráða á vinnustaö. Samvinnulífeyrissjóðurinn keypti í vikunni hlut Sambandsins í húsinu. Kaupverðið hefur enn ekki verið gef- ið upp en ljóst er þó að það er mun lægra en matsverðið sem hljóðar upp á rúmar 500 milljónir. Fyrir kaupin átti sjóðurinn 150 milijóna króna veðkröfu í eignarhlut Sambandsins. Lífeyrissjóðurinn var með þessu að tryggja hlut sinn og freistar þess nú að koma húsinu í verð. Að sögn starfsmanna hafa margir sýnt hús- inu áhuga, þar á meðal nokkur stór fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. Fram til þessa hafi menn þó hörfað frá enda hafi ríkt mikil óvissa um fram- tíð Sambandsins. Húseignin var að stærstum hluta í eigu Sambandsins og átti þaö þrjár hæðir og tumhýsi í eigninni. Alls vinna nú 15 manns hjá Sambandinu. Fyrir átti lífeyrissjóðurinn þriöju hæöina í húsinu. Um síðustu áramót var hún bókfærð sem 119 miiljóna króna eign. Alis vinna 6 manns hjá sjóðnum en að auki starfa fjórir hjá Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna sem hefur aöstöðu á hæð- inni. Á fjórðu hæðinni hafa íslenskar sjávarafurðir aðsetur. Þar vinna að jafnaði um 46 manns og er hæðin aö mestu nýtt. Á fyrstu hæðinni, sem ásamt annarri og fimmtu hæð er eign Sambandsins, er einungis einn starfsmaður, húsvörðurinn, en hann hefur aðstöðu í skúr sem byggður er út úr aðalbyggingunni. A annarri hæðinni starfa 4 starfsmenn, þar af einn á símaborði og þrír í launabók- haldi. -kaa Innkoman í Sambandshúsið á Kirkjusandi ber með sér að húsinu hefur verið ætlað veglegt hlutverk. Við blasa hins vegar tómir salir og mannfæð. Á fyrstu hæðinni er einungis einn starfsmaður, húsvörður, og hann hefur aðsetur í skúr, áföstum við aðalbygginguna. DV-mynd BG 90 % 60 50 40. 30 20 10 Vikulegur lestur biaðanna samkvæmt könnunum Gallup á árinu* - 12%. D V 78% » tú/ m Mars "92 •Hvarsu mBrgir lesa blóðin einhiem tlma I vikunnl Júní ‘92 Okt. ‘92 Fjölmiðlakannanir Gallups á árinu: DV eykur sinn hlut á fjölmiðlamarkaðinum - lesendahópurinn hefur stækkað um 6 prósentustig á árinu Samkvæmt nýrri fjölmiölakönmm Gallups lesa 78 prósent þjóðarinnar DV einhvem tíma í hverri viku. Mið- að við sambærilega könnun í mars hefur lesendahópurinn stækkað um 6 prósentusfig. I júní síðastliðnum var hlutfallið 77 prósent. Sókn blaðs- ins á íslenskum fiölmiðlamarkaði er því ótvíræð. Ekkert íslenskt dagblað nær tíi jafn stórs hóps lesenda í viku hverri. Könnunin leiðir ennfremur í ijós að vikidegur lestur Morgunblaðsins hefur svo gott sem staðið í stað á undanfómum mánuðum. í október síðastiiönum lásu um 76 prósent þjóðarinnar blaðið, í júní um 75 pró- sent og í mars um 73 prósent. Munur- inn upp á 3 prósentustig er af Gallup taiinn ómarktækur. Lestur á vikublaðinu Pressunni hefur einnig verið kannaöur af Gall- up. í október síðastiiðnum var blaðið lesið af 17 prósentum landsmanna. í júní var hlutfallið 20 prósent og í mars var það 16 prósent. Lesenda- hópur Pressunnar virðist því heldur hafa fariö minnkandi að undanfómu en standa í stað sé htið til ahs ársins. -kaa Afdrif SÍS snerta lítt Sammvinnulífeyrissjóðmn: Sjóðurinn er traustur - segir Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri „Það fer eftir því hveijir kaupa Samskip hvort einhver breyting verður á iðgjaldagreiöslum til sjóðs- ins. Aö öðra leyti er ekki að vænta neinna breytinga á högum sjóðsins. Við þurfum ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni. í samanburði við aðra lifeyrissjóði stendur Samvinnu- lífeyrissjóðiuinn vel. Þetta er traust- ur sjóður og viö leynum engu,“ segir Margeir Daníelsson, framkvæmda- stjóri Samvinnulífeyrissjóðsins. Margeir segir fjármuni sjóðsins að óveraiegu leyti hggja í eignum Sam- bandsins. Að stærstmn hluta hafi sjóöurinn lánað fjármuni sína til rík- issjóðs, einkum tii húsnæðiskerfis- ins, og sjóðfélaga. Eignaleg staöa sé þvi sterk þrátt fyrir þá erfiðleika sem Sambandið hafi lent í. Aht bendir til aö Samvinnuhfeyris- sjóðurinn verði af einhveijum tekj- um í kjölfar sölu Sambandsins á helstu eignum sínum. Líklegt þykir að í framtíðinni muni Samskip og fleiri stór fyrirtæki greiða til annarra lífeyrissjóða eftir að Sambandið hef- ur misst eignartök sín á þessum fyr- irtækjum. Nokkur fækkun hefur orðið á ið- gjaldagreiðendum í sjóðinn á und- anfomum áram, meöai annars vegna kaupa Landsbankans á Sam- vinnubankanum og gjaldþrots Ála- foss. Á sama tíma hafa útgjöld sjóðs- ins aukist vegna lífeyrisskuldbind- inga. Ahs fengu 1325 manns greitt úr sjóðnum um síðustu áramót. Rétt í sjóðnum áttu 24.560 einstaklingar. Á síðasta ári greiddu um 5.708 laun- þegar iðgjöld til Samvinnulífeyris- sjóðsins, eða 297 færri launþegar en á árinu 1990. Samtals námu þessar greiðslur 493 mihjónum sem er 1,1 prósents hækkun mihi ára. Á sama tíma námu lífeyrisgreiðslur sjóðsins 317 mihjónum sem er 17,2% hækkun mihi ára. Hrein eign sjóðsins í árslok var bókfærð á 6.524 milljónir og hækkaði hún um 960 mihjónir mihi ára. Á árinu 1991 hækkaði hlutfall greidds lífeyris af iðgjöldum úr 55,7% í 64,6%. Á árinu 1987 var þetta hlut- fah 37,4%. Unnið er að tryggingafræðilegri úttekt á lífeyrisskuldbindingum sjóðsins og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Samkvæmt úttekt, sem gerð var í fyrra, þyrfti sjóöurinn að ná 4,5% raunávöxtun á eignir sjóðsins til að ná jöfnuði mhh skuld- bindinga og eigna. Miðað viö 2% raunávöxtun hefðu iðgjöld þurft að hækka um 20% eða skerða lífeyris- greiðslur um 32,2%. í fyrra var raun- ávöxtunin 7,7 prósent miðað við byggingarvísitölu og 6,4% miðað við lánskjaravísitölu. -kaa Skipting iðgjalda Samvinnulífeyrissjóðsins 1991 Mikligarður hf. Olíufélagið hf. Samskip hf. K. Á. ísl. skinnaiðn.hf. K. S. K. B. VÍS Jötunn hf. Goði hf. K.H.B. Önnur fyrirtæki 1 Igjjj l~l Q Qj Q lv.-' ■■■ >■) Stað sjóðsins 1991 Fjöldi greiðenda 5.708 Fjöldi sjóðfélaga 24.560 Iðgjaldagreiðslur 491.324 kr. 0% 10% 20% 30%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.