Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Síða 17
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992.
17
Vísnaþáttnr
Haraldur
frá
Kambi
Skaust ég yfir Skarö í gær,
skratti var ég röskur.
Ætlaði mér að eignast tvær
ákavítisflöskur.
Á Sauðárkróki er fátt í fréttum,
flestra heilsa er góð.
Mér er ennþá afar létt um
að yrkja bjöguð ljóð.
Mér var að berast í hendur nýút-
komið kver, sem heitir Ljóð og
lausavísur eftir Harald Hjálmarson
frá Kambi, fæddur 1908 og látinn
1970. Hann var af skagfirskum og
húnverskum bændaættum, mennt-
aðist í búnaðarsskóla í heimahér-
aði og síðan fór hann í Samvinnu-
skólann. Hann varð verslunar- og
skrifstofumaður, gamansamur og
léttlyndur, glaður við skál, frægur
fyrir hagmælsku sína og hnyttnis-
vör, hrókur alls fagnaðar þegar öl
var á skálum. Ekki fyrir afskipti
sín af konum. Hann kastaði fram
vísum um sitt eigið líf og kunningj-
anna, kröfulaus um alla hátíðlega
viðurkenningu, hefur varla átt sér
neina skáldadrauma. Þó veit mað-
ur aldrei um slíkt. En alhr vísna-
vinir á landinu áttu fljótt í fórum
sínum vísu eða vísur eftir Harald
frá Kambi og þeir sem settu saman
vísnaþætti fyrir blöð og tímarit
gengu í sjóð hans og stálu þar eftir
lyst og þörfum. Einnig sá er þetta
ritar. Ég er líka einn þeirra sem
geymi einhvers staðar vísur sem
ég hef satt að segja tahð rétt að
hvíla um stund. Haraldur var einn
af hagleiksmönnum ferhendunnar
en nokkuð einhæfur í efnisvah. Það
uröu örlög hans að tefla skák við
Bakkus konung og gerast honum
helsti fylgispakur. Líf hans varð
leikur að eldi. Þá sögu hafa margir
sagt í vísum og kvæðum, kannski
nógu oft sumir, ekki allir miklu
betur en sá er hér um ræðir.
Næstu vísu orti Haraldur um
fóstru sína og fleiri eru slíkar í
bókinni. Annars sleppi ég skýring-
um þaðan:
Þú ert fögur daladrottning,
draumar fagrir rættust þér.
Upp th þín ég ht í lotning,
ljósið fyrsta gafst þú mér.
Nú, þegar hægt er að lesa þessar
hagmælskuvísur á bók, skhur
maður vel að ekki muni alhr vinir
höfundarins hafa ráðiö honum th
að gefa þær út. Auðséð er að þeim
er kastað fram af meiri bragleikni
en smekkvísi, vafasamt að höfund-
ur hafl lagt í það nokkru sinni að
koma saman handriti. Persónuein-
kenni eru skýr.
Þótt ég hafi blek og blað,
borðið, stóhnn, tíma,
lítið er mér létt um það
að láta hugsun ríma.
Að segja biturt orð í eyra
angri veldur.
Þögnin segir miklu meira
en margur heldur.
Toggi labbar leitandi,
lét það vera að hátta.
Það er orðin þreytandi
þessi lífsbarátta.
Að mér kjáninn gerir gys,
þótt gáfaður sé ég drengur.
Nú hlífi ég ekki helvítis
hálfvitanum lengur.
Fyrir að ræna fátækan
var fanturinn heiðri sæmdur.
Fyrir að segja sannleikann
var saklaus maður dæmdur.
Skokkar létt á skeiövöhum
skáldagyðjan vökur.
Gerðar undir áhrifum
eru mínar stökur.
Bestu vísur Haraldar frá Kambi
sóma sér vel á prenti en hér er
ekki nógu vel unnið, að mínum
dómi. Hér dreifi ég nokkrum stök-
um úr bókinni, ekki þeim bestu,
ekki þeim veikustu. En annað les-
mál er hripað eftir lestur bókar,
ekki dómur né aht heldur sumt af
því sem mér kemur í hug.
Vel á við að ljúka þætti með þeirri
vísu sem í einfaldleika sínum hlýt-
ur að snerta mann dýpra en flestar
hinar:
Gott er að vera suður með sjó,
sumar haust og vetur.
Á Norðurlandi nýt ég þó
náttúnmnar betur.
Jón úr Vör
r
HASKOLABIO
FRUMSÝNIR
Jami Gertz Dylan McDermott
Mynd sem kemur skemmtilega á
óvart. Stúlka sem veit hvað hún
vill. Tekst henni að negla
draumaprinsinn? Gamanmynd
fyrir þig.
Aðalhlutverk: Jami Gertz, Dylart McDermott, Sheryl Lee, Aida Turturro, Molly Price,
Star Jasper.
Leikstjóri: David Burton Morris.
Sýnd kl. 5 - 7 - 9 og 11.
Fjölskyldutilboð: Hádegishlaðborð: Nóvembertilboð: 'pjggi
i Þú færð einn og hálfan Heitar pizzusneiðar HeitSupremepizza
1 lítra af Pepsí og og hrásalat eins og þú getur fyrirtvo ásamtskammti -Hut
s brauðstangir frítt með í þig látið fyrir aðeins 590 kr. af brauðstöngum
stórri fjölskyldupizzu. alla virka daga frá kl. 12-13. á aðeins 1.240 kr. Hótel Esju, sími 680809 Mjódd,sími682208