Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Síða 19
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992.
19
Ný hljómsveit hefur náð ótrúlegum vinsældum á stuttum tíma:
Kvenhylli
og
frægðarljós
- Páll Rósinkrans, 18 ára söngvari í Jet Black Joe, er poppstjama á uppleið
„Fyrir ári ákváöum ég og félagi
minn, Gunnar Bjami Ragnarsson,
að semja lög og koma þeim á plötu
fyrir sumarið. Við imnum stíft við
lagagerðina, stofnuðum hljómsveit
upp úr áramótum og áttum lög á
safnplötu sl. sumar. Þannig að þetta
tókst hjá okkur,“ segir Páll Rósin-
krans Oskarsson, 18 ára poppsljama,
sem þykir einn efnilegasti söngvari
landsins um þessar mundir. Páll
Rósinkrans hefur ásamt fjórum fé-
lögum sínum í hijómsveitinni Jet
Black Joe slegið rækilega í gegn á
ótrúlega stuttum tíma. Eldri tónlist-
armenn sóttust eftir að hafa hljóm-
sveitina í upphitun á tónleikum í
sumar.
„Við æfðum okkur í bílskúmum
heima hjá Gunnari Bjama en faðir
hans, Ragnar, var í hljómsveitinni
Randver á sínum tíma. Hann bað
Pétur Kristjánsson að koma og
hlusta á okkur, athuga hvort við
værum að gera rétta hluti. Það má
segja að það hafi orðið til þess að
hjólin fóm að snúast hjá okkur. Pétri
leist vel á það sem við vorum að gera
og það varð til að við fengum að vera
með á safnplötu hjá Steinum," segir
Páll Rósinkrans.
Strákamir í Jet Black Joe hafa náð
mjög miklum vinsældum meðal ungs
fólks. Þeir fylla alla þá staði þar sem
þeir koma fram og aðdáendahópur-
inn stækkar og stækkar. Það em
ekki bara unglingamir, sem em í
þeim hópi, margir eldri telja hljóm-
sveitina með þeim bestu sem hafa
komiö fram á sjónarsviðið um langt
skeið.
„Það er Jet Black Joe og við skírðum
hljómsveitina í höfuðið á honum.“
Beintífyrstasæti
Fyrsta plata þeirra félaga kom út
nú í haust og rauk strax upp í fyrsta
sæti vinsældalistans. Páll Rósin-
krans segist ekki vita hvers vegna
Jet Black Joe sé svo vinsæl hljóm-
sveit. „Við höfum trú á því sem viö
erum að gera og það skiptir miklu
máli. Við ákváðum að taka tónlistina
alvarlega, hættum í skóla og vinnu
til að nota alla okkar krafta í hana.
Núna lifum við á tónlistinni," segir
Páll Rósinkrans.
Útvarpsstöðvamar hafa verið dug-
legar að ræða við þessar ungu popp-
stjömur og þeir félagar hafa t.d. spU-
að á Bylgjunni í beinni útsendingu.
„Það hefur allt gengið okkur í hag
frá byrjim," segir Páll. „Strax og við
komum fram á sjónarsviðið spiluð-
um við með Stjóminni um landiö og
síðan hljómsveitunum Todmobiie og
Sálinni.“
Jet Black Joe er ekki þungarokks-
hljómsveit eins og einhver gæti hald-
ið á úthti piltanna. „Síða hárið er
ímynd rokksins, ekki endilega
þungarokks," útskýrir Páll Rósin-
krans. „Við viljum láta hljóma óma
tært, við spilum original tónlist,"
heldur hann áfram. „Gítarleikarinn
er með þrjátíu ára gamlan gítar og
hljómborðsleikarinn leikur á Hamm-
ond. Það hlýtur að segja heilmikið
um okkur. Þetta em hijóðfæri sem
hljómsveitir í gamla daga notuðu.
Við viljum engin óþarfa aukahljóð í
okkar tónlist.“
Roknaséns
Óhjákvæmilega breytist líf ungra
pilta þegar þeir verða óvænt miklar
poppstjömur. Páll Rósinkrans neitar
því t.d. ekki að hann njóti óhemju
kvenhylii og að þeir félagar hafi
roknaséns. Hann var á lista yfir kyn-
þokkafyllstu karlmenn landsins í
Pressunni nýlega. Páil er á lausu og
finnst því ágætt að ganga í augun á
kvenfólki. Honum finnst þó hallæris-
legt að viðurkenna slíkt. „Það er stór
aðdáendahópur í kringum okkur og
við emm einungis þakklátir fyrir
það,“ segir hann. „Ég held þó að eng-
inn verði poppstjama nema hann
leiki það sjálfur. Við höfum ekkert
breyst sjálfir þótt hljómsveitin hafi
náð vinsældum. Því er þó ekki að
neita að popparapartí em mjög al-
geng og við höfum snúið sólar-
hringnum við. En þetta er skemmti-
legt líf og nákvæmlega eins og ég
hefði kosið það. Þetta er draumur-
inn.“
Með honum í Jet Black Joe era
Gunnar Bjami Ragnarsson, Hrafn
Thoroddsen, Starri Sigurðarson og
Jón Öm Amarsson.
- En hvað segja foreldrar þínir um
breytt líf sonarins?
„Mömmu líst vel á þetta og er
ánægð með mig. Sjálfsagt er pabbi
það líka en hann á erfitt með að tjá
sig um það.“
-ELA
Ég held að enginn verði poppstjarna nema hann leiki það sjálfur," segir
Páll Rósinkrans, 18 ára söngvari í Jet Black Joe, en margir telja að hann
sé upprennnandi poppstjarna á íslandi. DV-mynd Brynjar Gauti
Stóribróðir
Páll Rósinkrans er fæddur 18. jan-
úar 1974. Hann er elstur fjögurra
systkina, það yngsta er rúmlega
tveggja mánaða gamalt. Frá níu ára
aldri hefur Páll alist upp í Hafnar-
firði. Hann er skírður í höfuðið á afa
sínum sem var skyldur Guðlaugi
Rósinkrans, fyrrverandi þjóðleik-
hússtjóra. Þaðan er Rósinkransnafn-
ið komið.
Páll hefur ailtaf haft áhuga á tón-
list og byijaði að syngja með hijóm-
sveitum aðeins fjórtán ára gamall
1988. „Það er mikið söngfólk í móður-
ætt minni og móðursystir mín, Sig-
ríður Guðnadóttir, vann t.d. söngva-
keppni í þætti Hemma Gunn.
Mamma, Hrefna Guðnadóttir, hefur
líka sungið nokkuð, meðal annars
inn á kristilegar hljómplötur."
Eldra fólk er hneykslað á að þessir
ungu drengir skuli syngja á ensku
og gefa hljómsveitinni útlent nafn.
Páil Rósinkrans telur það eðlilegt að
syngja á ensku og segir að nítíu pró-
sent af allri tónlist, sem spiluð er, sé
á ensku. „Ég vil syngja á ensku,“
segir hann. „Þar sem við erum
ákveðnir í að koma tónlist okkar á
erlendan markað teljum við eðlilegra
að vera með enska texta,“ útskýrir
poppgoðið.
Sú hljómsveit, sem höfðar mest til
Páls Rósinkrans, er gamla Trúbrot.
„Ég hlusta helst á Trúbrot af íslensk-
um hljómsveitum," segir hann.
Nafnið Jet Black Joe er komið frá
líkneski sem þeir félagar eiga af Af-
ríkumanni að beija bongotrommur.
HANDBÆKUR
UMTÖLVUROG
HUGBUNAÐ,
NÝJARBÆKUR
ÍÓTRÍJtEGU
URVAU
bók/öslö. /túdervta.
Hringbraut, Reykjavík sími 91-61 59 61
Bókabúb Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Kcflavík, sími 92-111 02
Tölvutæki, Furuvöllum 5, Akureyri, sími 96-2 61 00