Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 21 Bridge íslendingar verða fjarri góðu gamni þegar keppnin um Bermudaskálina hefst á morgun. NEC Bermudaskálin: Heimsmeist- arakeppnin hefst á morgun Næstu tvær vikumar munu bestu bridgeþjóðir heimsins spila um heimsmeistaratitilinn í bridge en íslendingar verða fjarri góðu gamni. Það er alveg með ólíkindum að bridgeíþróttin er líklega sú eina þar sem heimsmeistararnir öðlast ekki sjálfkrafa rétt á því að veija titilinn. Sjö svæði eiga rétt á þvi að senda sveitir til Santiago í Chile til þess að spila um Bermudaskálina. Frá svæði 1, Evrópu, koma Evrópu- meistarar Pólverja, Martens og Lesniewski höfnuðu hins vegar þátttöku vegna ágreinings og í stað þeirra koma Witek og Kowalczyk, silfurlið Dana, bronshð Noregs og Hollendingar. Frá svæði 2 koma USA 1 (Becker, Rubin, Weichsel, Levin, Sukonec, Eke-blad), USA 2 (Russell, Lev, Berkowitz, Cohen, Rodwell, Bergen) og Mexíkó. Frá svæði 3 koma gestgjafamir Chile og Brasilía. Frá svæði 4 koma S- Afríka og Indiand. Frá svæði 5 koma Venesúela og Guadeloupe. Frá svæði 6 koma Kína og Indónes- ía og frá svæði 7 Ástralía. Það er nokkuð erfitt að spá um úrslit en líklegt er að Pólland, önn- ur bandaríska sveitin og Brasilía berjist um titilinn. S-Afríka sigraði óvænt í meist- arakeppni Asíu- og Miðaustur- landa meðan Indland varð að láta sér nægja annað sætið. Zia verður hins vegar fjarri góðu gamni í þetta sinn því að sveit Pakistan hafnaði í fjórða sæti. Yngri kynslóðin hefur tögl og hagldir í sveit S-Afríku og verður fróðlegt að sjá hvernig henni reiðir af í sinni fyrstu heimsmeistara- keppni. Sleinmutæknin virðist hins vegar vera í góðu lagi ef marka má eftirfarandi spil frá meistara- keppninni. s/o ♦ AD98 * - ♦ K85 *• D109753 * 543 • D85 ♦ D73 + A642 w iUbZ V AK10764 ♦ 2 vr> o * KG7 V G932 ♦ AG10964 + - Sagnir gengu þannig með Cope og Mansell frá S-Afríku í n-s : Suður Vestur Norður Austur ltígull 2hjörtu dobl pass 3tíglar pass 4hjörtu* pass 4spaðar pass Stíglar pass 6 tíglar pass pass pass * Splinter Vestur spilaði út hjartaás. Mans- ell gerði ráð fyrir að austur ætti aðeins þrjú hjörtu og líklega tígul- drottningu. Hann trompaði því þijú hjörtu í bhndum, spilaði síðan tígulás og meiri tígli. Þar eð austur átti ekki meira hjarta hvarf fjórða hjartað niður í spaða eftir að suður hafði tekið trompið af austri. Bridge Stefán Guðjohnsen Það er erfitt fyrir vestur að finna hið banvæna útspil sem er einspilið í trompi. Austur má þá ekki láta trompdrottningu né laufaás þegar laufi er spilað úr blindum. • • Komdu að dansa. .. J Danssmiðjunni Innritun og upplýsingar alla daga milli kl. 12.00 og 19.00 í síma 689797 og á staðnum. • Samkvæmisdansar • Ballroom • Latin • Barnadansar • Gömlu dansarnir • Byrjendur og lengra komnir • Hóptímar • Einkatímar • Dansæfmgar • Erlendir gestakennarar Kynnið ykkur ýmis ~ afsláttartilboð Suðurnesjamenn, Danssmiðjan er líka í Keilavík c Opnunarhátíð laugardaginn 4. sept. Starfsfólk skólans. JÓHANNÖRN SMIÐJAN F A N 11B OLAFSSON DANSKENNARI 68 97 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.