Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 30
38
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993
Eygeróur Inga tók m.a. þátt í heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins sem fram fór í júní sl. og eins og sjá má gefur hún þeim fullorðnu ekkert eftir á sprettinum. DV-mynd Jónas Ragnarsson
Litla hlaupadrottningin í Reykjavikurmaraþoninu:
Byrj aði fyrir
alvöru í vor
- segir Eygerður Inga Hafþórsdóttir
Eygerður Inga segist ákveðin í að halda áfram að hlaupa og markmlð-
ið sé að gera sitt besta.
DV-mynd JAK
„Ég hljóp fyrst í Reykjavíkur-
maraþoninu 1989, þegar ég var
fimm ára. Árið áður hafði pabbi
minn tekið þátt í því, en þá horfði
ég bara á. En hann hafði leyft mér
að æfa með sér og fundið að ég
hafði svolítið þol. Ég fékk því að
hlaupa með honum árið eftir og
gekk bara mjög vel. Þannig hófst
þetta. í fyrra og aðallega í vor byij-
aöi ég svo fyrir alvöru," segir ung
hlaupadrottning, Eygerður Inga
Hafþórsdóttir, sem vakið hefur
mikla athygh fyrir góða frammi-
stöðu í lengri hlaupum.
Eygerður Inga er nýorðin tíu ára.
Hún býr í Mosfelisbænum ásamt
foreldrum sínum, Hafþór Jónssyni
og Kristínu Egilsdóttur. í nýaf-
stöðnu Reykjavikurmaraþoni hljóp
Eygerður Inga tíu kílómetra. Hún
náði besta tímanum í sínum flokki,
14 ára og yngri, og fimmta besta
tímaallra kvenna sem hfupu þessa
vegalengd. Óneitanlega vel af sér
vikið af tíu ára stúlku.
Eygerður Inga fékk tímann 44,11
að þessu sinni en segist hafa gert
betur, því á Jónsmessunni hafi hún
hlaupið sömu vegalengd á 41,19.
Hún segir þetta stafa af því að hún
hafi æft Utið fyrir Reykjavíkur-
maraþonið nú, þar sem hún hafi
verið „pínu meidd“ fyrr í sumar.
En engu að síður stóð hún uppi sem
sigurvegari í sínum flokki og var
kölluð niður á Hótel Borg um
kvöldið, þar sem henni var afhent
viðurkenningarskjal. Þegar hún
sagði frá því benti svipurinn á and-
Utinu tíl þess að þar heföi hún upp-
lifaö stóra stund.
Eygerður Inga er náfrænka Jó-
hanns Ingibergssonar, nýbakaðs
íslandsmeistara í Reykjavíkur-
maraþoni, og einnig skyld Konráð
Gunnarssyni, hlaupara á Akur-
eyri. Það má því segja að það renni
hlaupablóð í æðum hennar.
Hefurgengið
mjögvel
„Fyrstu þijú árin hljóp ég ein-
göngu í Reykjavíkurmaraþoni,"
segir Eygerður Inga, „en fyrir
tveim árum fór ég að taka þátt í
fleiri hlaupum. í hittifyrra fór ég
til dæmis líka í skólahlaup. Mér
hefur gengið mjög vel á þessu ári
og ég hef unnið öU hlaupin nema
það sem ég tók þátt í á laugardag-
inn. Þá tapaði ég í sex hundruð
metrum og varð í 2. sæti. En mér
tókst að vinna í víðavangshlaupi
ÍR, Breiðholtshlaupi ÍR, víðavangs-
hlaupi UMFA, Húsasmiðjuhlaup-
inu og víöavangshlaupi íslands,
svo dæmi séu nefnd.“
Raunar gerði Eygerður gott betur
en aö vinna í víðavangshlaupi ís-
lands. Hún krækti sér í íslands-
meistaratitil í flokki 12 ára og
yngri. í það skiptið hljóp hún 1500
metra.
„Mér tókst að ná þetta góðum
árangri þótt styttri hlaupin séu
varla mín grein. Ég hef ágætt þol
og þess vegna gengur mér vel í
lengri hlaupum."
Æfirmeð IR
Eygerður Inga æfði með Umf.
Aftureldingu til að byrja með en
fyrir tæpum tveim árum flutti hún
sig yfir í ÍR og æfir með því félagi
nú. Hún hefur keppt sér til gamans
í nokkrum greinum, svo sem lang-
stökki, en hlaupin eiga hug hennar
allan. „Ég er best í þeim,“ segir hún
ákveðin, „og ætla að halda mig við
þau, í bili að minnsta kosti. Ég
stefni á að allt gangi vel í framtíð-
inni.“
Eygerður Inga hefur ekki tíma
fyrir margt annað er hlaupin. Hún
segist þó hafa áhuga á dýrum, en
eigi þó engin sjálf. Svo hefur hún
stundað sund og fylgist mjög
grannt með flestu því sem er að
gerast í íþróttaheiminum, bæöi hér
og erlendis. Hún segist halda mest
upp á Carl Lewis og Merlene Ottey
af erlendu íþróttamönnunum og
Mörtu Emstdóttur og Fríðu Rún
af þeim íslensku
Undanfarin sumur hefur hún
verið í sveit í Saurbæ í Skagafirði.
Þar hefur hún m.a. haft þann starfa
með höndum að reka kýmar, auk
þess sem hún hefur mjög gaman
af aö fara á hestbak. En nú er það
skóhnn sem er framundan og svo
auðvitað æfingamar. -JSS