Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Stuttar fréttir AðstoðviðMalaví Evrópubandalagið ætlar að hefla aftur aðstoð við Malaví í kjölfar pólitískra urabóta. Kúrdaf lokkur útlægur Þýsk stjórnvöld hafa bannað kórdxska verkamannaflokkinn og 35 saxntök honum tengd. Jeltsinhótar Borís Jeltsin Rússlandsfor- seti aðvaraði stjómmála- hópa að þeir fengju ekki lengur ókeypis aðgang aö sjón- varpi vegna kosninganna ef honum og stjóraarskrárdrögum hans. Heittrúaðir teknir Egypska lögreglan hefur smal- að saman um 200 íslömskum bók- stafstrúarmönnum vegna morð- tilræöis við forsætisráðherra landsins. Sakleysi VW Óháð rannsókn hefur komist að þvi að Volkswagen verksmiðj- urnar notuöu ekkl leynilegar upplýsingar frá keppinautnum GM við bílahönnun. Miðar í GATT-átt Frakkar og Bandaríkjamenn sögðu í gær að miöað hefðí í sam- komulagsátt í deilunni um niöur- greiðslur til landbúnaðar sem tef- ur GATT-samning. Getafariðítima Yasser Arafat, Jeiðtogi PLO, segir aö ísraelskir hermenn geti farið frá herteknu svæðunum samkvæmt áætlunum ef vilji sé fyrir hendi. Fjölmiðlakóngur neitar ítalski flöl- miölakóngur- inn Silvio Ber- lusconi þrætti fyrir þaö í gær að hann ætlaði út í pólitik fyrir hönd samfylk- ingar hófsamra hægriafla í kosningunum á næsta ári. SolofráNoregi Solo, skip grænfriðunga, fékk að fara frá Tromsö i gær þar sem þaö hafði verið kyrrsett. Tilræðismaður með bók Mehmet Ali Agca, sem sýndi pálá tilræði 1981, hefur skriiað sjálfsævisögu sina og heitir hún; Eg, Jesús Kristur. Reuter, NTB Erlendar kauphallir: Umrót í Mílanó Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höUum heims hafa ýmist staðið í stað eða lækkað undanfarna viku. At- burðir eins og GATT-viðræður og fundur OPEC-ríkja í vikunni hafa haft áhrif á kauphallimar, auk efna- hagsástands viðkomandi lands. Einna mest hafa vísitölur lækkað í Mílanó á Ítalíu og Tokyo í Japan. Bágt efnahags- og sflómmálaástand á Ítalíu hefur orsakað lækkunina í Mílanó um tæp 100 stig á einni viku. Vísitalan í Tokyo er ekki langt frá því lægsta sem hún hefur náð á þessu ári, eða rúmlega 17.000 stig. Engar stórkostlegar breytingar hafa átt sér stað í London og New York í vikunni. Reuter, Ritzau þeir veittust að Utlönd Leitað að hlerunarbúnaði hjá norsku verkalýðshreyfíngunni: Tryggja að hægt sé að tala saman Mikill titringur er nú í Noregi vegna uppljóstrananna um að for- ysta Verkamannaflokksins og verka- lýðshreyfingarinnar, LO, hafi sett upp hlerunarbúnaö í- öllum helstu fundarherbergjum aðalstöðva LO og notað hann fram á miðjan áttunda áratuginn. Tilgangurinn var að fylgj- ast með vinstrisinnum innan flokks- ins og hreyfingarinnar. Thorbjörn Jagland, formaður Verkamannaflokksins, Grete Far- emo dómsmálaráðherra og Yngve Hágensen, formaður LO, hvetja alla sem eitthvað vita um hleranimar og pólitískar rflósnir til að gefa sig fram og leysa frá skjóðunni. Þá hefur Hág- ensen fyrirskipað rannsókn á því hvort hlerunarbúnaðurinn hafi ver- ið flarlægður. „Við verðum aö tryggja að það sé hægt að tala saman í höfuðstöðvum LO,“ sagði hann. Ailir stjómmálaflokkar Noregs em einhuga um að kreflast ítarlegrar opinberrar rannsóknar á hlerunun- um og að öll spilin verði lögð á borð- ið. Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar eru sama sinnis. Kirsti Kolle Gröndahl, forseti Stór- þingsins, sagði í gær að í næstu viku yrði ákveöið hvers lags rannsóknar- nefnd yrði sett á laggimar. Það var Ronald Bye, fyrrum for- maður Verkamannaflokksins, sem ljóstraði upp um hleranirnar í nýút- kominni bók sinni. Bye segist hafa sent Gro Harlem Brundtland, þáverandi flokksfor- manni, bréf árið 1991 og beðið hana um að rannsaka tengsl verkalýðs- hreyfingarinnar og leyniþjón- ustunnar. í fréttatilkynningu í gær sagðist Gro Harlem ekki muna eftir bréfinu. NTB SalmanRushdie segir írana ekki borgunarmenni Broski rithöf- undurinn Sal- man Rushdie segir að írönsk stjórnvöld séu ekki borgunar- menn fyrir þeim 140 millj- ónum króna sem þau hafa heitið hveijum þeim sem drepur hann. Rushdie hélt þessu fram í við- tali við sjónvarpsmanninn David Frost sem sýnt var i PBS-sjón- varpsnetinu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Rushdie hefur verið í felum frá 1989 þegar íransklerkar dæmdu harrn til dauöa fyrir bókina Söngva satans sem þeir álíta guðlast Bíll Leðurblöku- mannsinssettur ásölulista Þrýstiloftsknúni bíllinn sem þeir Leðurblökumaðurinn og Robin notuðu í nýlegmn kvik- myndum um ævintýri þeirra hef- ur verið auglýstur til sölu á bíla- sýningu í arabíska furstadæminu Dubai. Verðið er Utlar 110 millj- ónir króna. Leðurblökubíllinn er biksvart- ur, sjö metra langur, og það tekur hann ekki nema 3,7 sekúndur að fara úr kyrrstöðu í 96 kílómetra hraða á klukkustund. Að sögn talsmanns sýningar- haldara í Dubai hafa þegar borist nokkur tilboð i tryllitækiö. Nú- verandi eigandi þess er bílafyrir- tæki i Miami á Flórída. Hlvarnarnotk- un líkaítil- raunaskyni Þýskur vísindamaður hélt uppi vömum fyrir notkun lika í árekstrartilraunum með bíla og sagðist vona að hann ætti eför að halda slíkum tilraunum áfram Brottfiutningi hundraða kvenna, barna og gamalmenna frá Sarajevo, höfuðborg Bosniu, var frestað í gær í annað sinn á skömmum tíma. Þessar tvær konur voru komnar upp i rútu og voru tilbúnar að fara. Símamynd Reuter Kvikmyndaleikstjórinn Michael Winner: Nornaveiðar að kenna of beldis- myndum um morðið á James Bulger Breski kvikmyndaleikstjórinn Michael Winner, sem gerði m.a. of- beldismyndina Death Wish með Charles Bronson, sagði í gær að það væri ekkert annað en nomaveiðar að ætla að kenna myndböndum um morðið á James litla Bulger. Michael Morland dómari sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp yfir ellefu ára drengjunum tveimur sem myrtu litla bamið að sig grunaði að hluti skýringarinnar á verknaði piltanna væri að þeir hefðu fengið að horfa á ofbeldiskvikmyndir á myndböndum. Faðir Jons Venabels, annars morðingjanna, leigði mynd- ina Barnaleik 3 tæpum mánuði áður en James Bulger var drepinn. í myndinni er dúkka, sem talin er vera haldin illum anda, drepin á svipaðan hátt og Bulger. Lögreglu- þjónar, sem rannsökuðu máhð, segja aftur á móti engar sannanir fyrir því að myndbönd hafi átt nokkum þátt í því hvernig fór. Nýjasta mynd Winners, Dirty Weekend, þykir einhver ofbeldis- fyllsta kvikmynd sem breska kvik- myndaeftirlitið hefur leyft sýningar á. „Böm em með hugaróra um svona hluö en fæst verða morðingjar þegar þau vaxa úr grasi,“ sagði Winner. Reuter Hlutabr vísitölur í kauphöllum 3200 3150 3100 3050 v 3000 2950 FT-SE100 Á S O fcviliiiii'iiaim Á S O N því að þær væm liöur í barátt- unni gegn banaslysum í umferð- inni. „Um 250 böm deyja árlega í umferðarslysum,“ sagði Dimitri- os Kallieris í viðtali við þýska blaöið Bild Zeitung á fimmtudag. „Rannsóknir mínar meö líkum barna bjarga mannslífum." Kallieris sagöi að notkun líka barna og fulloröinna í Ölraunum við háskólann í Heidelberg öngr- uðu ekki samvisku hans. Sjálfur á haxm þijú böm. Karl villCamillu en Díanavill karlsinnaftur Karl Breta- prins hefur lof- að að giftast gömlu kær- ustunni sinni, Camillu Parker Bowles, Ðíana prins- essa vill lappa upp á hjónabandið og neitar að veita honum skilnað. Þessu hélt Nigel Dempster, ein- hver virtasö slúöurdálkahöfund- ur Bretlands, fram í sjónvarps- þætti í gær. Hann sagði jafnvel ekki útilokað að Díana fengi ósk sína um þriðja bamið uppfyllta. Dempster sagði að Elisabet drottning heföi boðiö Díönu og drengjunum að vera með kon- ungsflölskyldunni yfir jóhn. „Ef hún þiggur boðið er ömggt aö sættir eru í nánd. Hver veit nema að allt tal ura skilnað hverfi 1994,“ sagöihann. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.