Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 13
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 13 Merming ^arminn aldraðra Annaö áriö í röð hefur Þórir S. Guðbergsson tekið saman bók með frásögnum sjö aldraðra íslendinga imdir heitinu „Lifsgleði". Bókin lætur ekki mikið yfir sér en er læsi- leg. Hér er um ólíka einstaklinga að ræða og minnir það á að vissulega eru aldraðir ekki steyptir í sama mót frekar en aðrir aldurshópar, eins og Sigfús Halldórsson sér ástæðu til að nefna og gagnrýnir í leiðinni ríkjandi stefnu um að sem flestir aldraðir eiga að búa saman í sérhönnuðum byggingum fyrir aldraða. En vilji maður leita að ein- hverjum samnefnara fyrir frásagn- ir þeirra einstaklinga sem hér tjá sig, kemur á daginn að allir eru högum þeirra sem ólust upp fyrir stríð og þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi, og sýnist full ástæða til að efast um að hin aukna velmegun hafi alltaf skilað ham- ingjuríkara lifi. Ég get sagt það sama um þessa bók og ég sagði um bók Þóris í fyrra að hún hafi örugg- lega að geyma mikilvægari boð- skap en margar þeirra bóka sem munu vekja meiri athygli fyrir þessi jól. Þórir S. Guðbergsson Lifsgleði II Vlðtöl og frásagnir Hörpuútgáfan 1993 (184 bls.) Þórir S. Guðbergsson hefur skráð minningar sjö aldraðra íslend- inga. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson þeir trúaðir og gera trúmálin að umtalsefni. Pétiu- Sigurðsson alþingismaður sem þekktari er sem „Pétur sjó- maður" lætur þá skoöun sína í ljós að bein tengsl sjómanna við nátt- úruöflin geri þá trúaðri en þá sem aldrei þurfi að standa frammi fyrir lífshættu í starfi sínu. Sjálfur segist Pétur alltaf hafa haldið sinni barnatrú. Ekki þarf að taka fram að Einar J. Gíslason, fyrrverandi forstöðu- maður Hvítasunnumanna, er trú- aður. Kynnin af sjónum á hann líka sameiginleg með Pétri. Frásögn Einars er lífleg eins og vænta mátti. Stundum er því haldið fram að trúin eigi greiðari aðgang að listamönnum en ýmsum öðrum. Hér segja tveir landsþekktir tón- hstarmenn frá. Æskuminningar Kristins Hallssonar tengjast mjög tónhst, fundum í KFUM og messum í Dómkirkjunni. Hann segist trúað- ur og að efasemdir hijái hann ekki. Frásögn hans af kynnum við séra Bjarna er minnisstæð. í frásögn Sigfúsar Hahdórssonar er hins veg- ar minnisstæðust lýsing hans á Kjarval og kynnum þeirra, ekki síst af því er þeir gengu saman kringum Tjörnina heila nótt og seg- ist Sigfús enn búa að því ævintýri. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, sú landskunna baráttukona verka- fólks, ólst upp í hópi 20 systkina. Faðir hennar kenndi þeim systkin- unum að þau mættu aldrei vera hlutlaus þegar níðst væri á ein- hverjum. Þá áttu þau ahtaf að koma til hjálpar. Varla verður Að- alheiður sökuð um að hafa ekki breytt eftir þeirri lífsreglu. í trú- málum segist hún hafa endurheimt barnatrú sína, trú móður sinnar og lengi beðið daglega th Guðs. Áslaug S. Jensdóttir, segist heyra orðin hamingja og kærleikur sjaldnar en áður var. Af reynslu langrar ævi segist hún trúa á mátt bænarinnar og guðlegrar hand- leiðslu. Síðustu orðin í þessari bók á Sig- ríður Rósa Kristinsdóttir og nefnir hún hugleiðingu sína „Leikmanns- þankar um lífsgátuna". Hafi trúin að vissu leyti verið samnefnarinn í þessari bók þá fær hún hér langít- arlegasta umfjöllun. Fjölmargir Ritningarstaðir eru ræddir af sjón- arhóh leikmanns og mörg forvitni- leg sjónarmiö koma þar fram. Þó afstaða þessa fólks til trúar- innar hafl hér einkum verið gerð að umtalsefni kemur það aht mjög víða við. Það sem upp úr stendur eftir lestur hennar er hugsunin um hve ótrúlega mikhl munur er á Haukur Vilhjálmsson, Félagi heyrnarlausra Við höldum utanum allt sem viðkemur félaginu t.d. yfirlit og reikninga, í röð og reglu í FélagasjóðsmöppunnL' Innheimta félagsgjalda Greiðsluþjónusta Yfirlit yfir félagsgjöldin Rekstrarreikningur árlega i Bókhaldsmappa A í kaupbæti Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.