Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Dagur í lífi Sigurðar G. Tómassonar, dagskrársljóra Rásar 2: Bragðgóður draumur Miðvikudagurinn 24. var rétt eins og segir í kvæðinu; hann gekk sinn gang. Ég var þreyttur þegar ég fór á fætur um háifáttaleytið. Það sat eig- inlega enn í mér þreyta eftir að hafa fylgst með gráðun í Karatefélaginu Þórshamri á mánudagskvöldið fram undir miðnætti. Ég hlustaði á morgunútvarp Rásar 2 meðan ég reyndi aö tína til morgun- mat handa syni mínum, karate-hetj- unni. Það er reyndar ekki einfalt mál því sá ungi maður er ekki mjög lyst- argóður á morgnana eftir að hann fann orm í hunangshringjunum sín- um. Núnú, ég tók lýsið mitt, morgun- þátturinn var góður hjá Leifi, reynd- ar fannst mér ekki nóg að græða á morgunverðarfundi Verslunarráðs- ins, Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra hefði mátt miða ræðu sína bet- ur við dagskrána hjá okkur. Viö höldum því nefnilega fram að fólk geti komiö öllu frá sér sem máli skiptir á 5-7 mínútum. En þetta var reyndar allt saman rætt á morgun- verðarfundi dægurmálaútvarpsins sem hófst klukkan hálftíu eins og aila virka daga. Áður en hann hófst náði ég að svara einu erindi símleið- is. Það var ungt fólk úr framhalds- skóla úti á landi sem vildi fá að hitta mig og forvitnast um Rás 2 og Ríkis- útvarpið. Á morgunfundinum var farið yfir síðdegisútvarp gærdagsins og morg- unútvarp dagsins, varpað fram hug- myndum um efni og „lagt upp“ fyrir þættina fram undan. Okkur hijáði dáhtið mannfæð því flensur og lun- gangspestir gera sér sérstaklega dælt við útvarpsfólk. Þennan dag gat ég ekkert unnið fyrir dægurmálaút- varpið sjálfur en aðrir lögðu því meira af mörkum. Þessi miövikudag- ur er áreiðanlega einhver mesti fundadagur minn í langan tíma því klukkan ellefu var ég kominn á næsta fund. Áður en ég fór aö ræða við verkfræöing og tónlistarritstjóra rásar 2 um „endurhögun rásarinn- ar“, sem nú er næsta stórverkefni útvarpsins, hljóðvarpsmegin, gafst mér þó ofurlítið andrúm til þess að heyra í afmæhsnefnd rásar 2. Við veröum nefnilega 10 ára í næstu viku, 1. desember. Við eigum sama afmæhsdag, ég og rásin, en erum ekki alveg jafnaldrar. Fundurinn um endurhögunina var góður. Við sátum reyndar svo lengi að ég komst ekkert í mat og gekk á forðann. Stórkostleg- ar tækninýjungar eru nú að ryðja sér til rúms í útvarpsrekstri og við sáum hiha undir þær hjá yngsta bami rík- isútvarpsins. Úrhúsi Að loknum þessum fundi fór ég úr húsi. Ég hafði verið beðinn um að skýra frá þætti Ríkisútvarpsins, einkanlega rásar 2, í ferðaátaki innan lands á næsta ári. Rásin ætlar að sinna því sérstaklega, fylgjast með viðburðum um aht land sem tengjast þessu og koma á framfæri upplýsing- um. Þetta tengist auðvitað markmið- um Ríkisútvarpsins um efhngu þjóð- legrar menningar. Reyndar var ég svo þjóðlegur í tölu minni á þessum fjölmenna fundi að nægt hefði til að trylla ungmennafélagsfund um alda- mótin. Félagi minn einn, sem var þama, sagði að hann hefði orðið að grípa í handlegginn á sér (rétt eins og dr. Strangelove í samnefndri mynd) til að hindra að hann hehsaði fánanum ósjálfrátt. Ég náði í kaffi- bolla og marengsköku áður en ég æddi vestur í Háskóla þar sem ég messaði yfir nemendum Hannesar Hólmsteins í næstu tvo tíma og svar- aði fyrirspumum. Það var komin hálka þegar ég fór út úr Skakkhym- ingi sem orðhagur nágranni Odda kahar svo og á gangstéttinni komst ég aö því að ég kemst í sphtt - næst- um því. Þessi líkamsæfing var reynd- ar á ábyrgð gatnamálastjórans í Reykjavík og veðurguðanna. Heim kominn hlustaði ég á kvöld- fréttir og át svo dagskrá sjónvarpsins með húð og hári eins og langsoltinn maður kræsingar. Ég var ekki orð- inn saddur fyrr en í upphafiþáttarins um óháðu hstahátíðina. Eg ákvað með sjálfum mér að það væri ekki menningarfjandskapur þótt mér þætti þessi tætingur ekki kræsilegur í eftirrétt svona rétt undir svefninn. En ekki sveik Hemmi frekar en fyrri daginn. Hermann Gunnarsson sann- ar þá kenningu að það er ekki tækn- in 1 framleiðslu og útsendingu ljós- vakamiðlanna sem skiptir megin- máh. Það er manneskjan og hjarta- lagið. Að viðbættu svohtlu skopi og mátulegum skammti af hrekkjum. Þakka þér fyrir, Hemmi minn. Og svo sofnaði ég og dreymdi laufabrauðið sem konan mín var að baka á neðri hæðinni fyrir Búmannsklukkuna. Það var bragðgóður draumur. Sigurður G. Tómasson. Finniir þú fíimn breytingar? 233 Já, en kæri Haraldur, hvers vegna vildir þú ekki sitja á aftasta bekk eins og i gamla daga?! Nafn:......... Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfii sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spihð í heimi. Það er þro- skandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 233 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð þrítugustu og fyrstu get- raun reyndust vera: 1. Hera Karlsdóttir, Birkimel 8,107 Reykjavík. 2. Guðni Þórir Jóhannsson, Hhðargötu 27, 740 Neskaup- stað. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.