Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 33
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 41 f slendingar tengjast víða ólympíuleikunum í lillehammer: Gistihús íslenskrar konu valið í auglýsingar - þar sem boðið er upp á hákarl og íslenskt brennivín „Ég hef boöið upp á hákarl og íslenskt brennivín og það hefur vakið mikla athygli hér. Ung stúlka klædd sem hafmeyja hefur boðið gestum upp á þessar nýstárlegu kræsingar," segir Sigurbjörg Harr, veitingastjóri og eigandi gistihúss- ins Barbro í Rörvik í Noregi, í sam- taii við DV. Sigurbjörg, sem er matreiðslumeistari, hefur boðið upp á glæsilegt sjávarréttaborð í veitingasal sínum sem skrifað hef- ur verið um í fjölmörgum norskum blööum. Ástæðan er sú að gistihús- ið hennar er notað í auglýsingum til kynningar á ólympíuieikunum í Liilehammer. Svo virðist sem íslendingar eigi talsvert í þessum væntanlegu ólympíuleikum og komi þar viða við sögu. Fyrir utan veitingahús Sigurbjargar, eða Bubbu eins og hún er kölluð, var það íslendingur, Björn Björnsson, sem sigraöi í slag- orðakeppni fyrir leikana og Guð- mundur Jónsson arkitekt teiknaði söguhús Noregs sem verður sett upp í Lillehammer. Vonandi tekst skíðamönnum okkar, sem sendir verða á leikana, jafnvel upp og hugvitsmönnunum. Rörvik er lítil eyja í Þrændalög- um sem er tengd við landið með brú. Oft eru haldnar ráðstefnur og þing á eyjunni og er því nóg að gera hjá Sigurbjörgu. Hún hefur nú í hyggju að stækka gistihúsið með því að byggja glerhýsi við það. í mynd um konur á uppleið Dugnaður Sigurbjargar hefur vakið athygli því að um leið og upptökur fóru fram fyrir OL-aug- lýsinguna vsir tekin upp mynd sem verður hluti kvikmyndar um kon- ur og atvinnulífið í Noregi eða Kon- ur á uppleið. Barbro-veitingahúsið var dubbað upp í sparifótin fyrir upptökudaginn sem var 15. sept- ember og fjörutíu gestum boðið í sjávarréttakvöldverð að hætti hússins. Að sjálfsögðu var byijað á að bjóða gestum upp á hákarl og brennivín að ísleriskum sið og fengu allir þeir sem þorðu að smakka viðurkenningarskjal upp á það sem skrifað er á íslensku. Sigurbjörg Harr hefur búiö í tutt- ugu ár í Noregi. „Ég bjó fyrstu árin í Ósló og starfaði þá sem þjónn. Fyrir fimmtán árum fluttí. ég hing- að og var í fyrstu hússtjórnarkenn- ari en settist síðan á skólabekk til að mennta mig sem kokkur," segir Sigurbjörg. „Ég keypti Barbro gistihúsiö fyrir tæpum fimm árum á nauðungaruppboði og hef rekið það síðan. Hér eru átta herbergi og veitingasalur. En ég hef unnið að stækkun sl. tvö ár og vonast til aö hún geti orðið að veruleika á næsta ári.“ Þegar gera átti kynningarmynd- ina um Noreg fyrir ólympíuleikana voru fyrst valdir 78 staðir á landinu sem áttu að vera með. Þrír staðir voru valdir í því fylki sem ég bý í og einn þeirra var Rörvik. Sá staö- ur valdi síðan Barbro vegna þess hversu mikla áherslu við leggjum á sjávarréttahlaöborðin. Fáir íslendingar „Norsku blöðin hér hafa gert mikið úr því að ég bjóði hákarl og íslenskt brennivín. Þeim fmnst það mjög merkilegt," segir Sigurbjörg. „Annars er það alveg frábært að við skyldum verða fyrir valinu. Þetta er gríðarlega mikil auglýsing fyrir staðinn. Ég fékk styrk upp á tuttugu þúsund norskar til að lag- færa hjá mér fyrir sjónvarpsupp- tökuna og þetta tókst frábærlega vel.“ Sigurbjörg segist ekki fá íslend- inga sem gesti til sín nema nánasta skyldfólk að heiman. „Ég er það mikið út úr hér að ég sé sjaldan íslendinga," segir hún. Á sumrin fær Sigurbjörg talsvert af ferða- mönnum í heimsókn, aðallega Þjóðveija og Svía. Sigurbjörg á þijú börn, 17 ára, 22ja og 24ra ára, en tvö þeirra eru búsett á íslandi. íslendingar eiga væntanlega eftir að sjá gistiheimili Sigurbjargar þegar kynningarmyndirnar um Noreg verða sýndar eftir áramótin. -ELA AVfön^, Barbroson Vertstíiikí OL-reklai SJamatve: kvinnéarl Vertshus utvider . ^.odeUen er ^rCTOve Haug fr* ” _ ««íll lfl —uikjer somharv— Vertshuset Barbri Suttatt til OL ’94 Úrklippur úr norskum blöðum sem segja frá hinni ísiensku Sigurbjörgu og gistiheimili hennar sem býður upp á hákarl og islenskt brennivín. Sigurbjörg Harr með likan af gistihúsi sínu sem notað verður í kynningarmyndir og auglýsingar fyrir ólympiu- leikana í Lillehammer. VERÐLÆKKUN Verð frá kr. 23.785.* ÓDÝRARFERÐIR Flórída - Fort Lauderdale 7 eða 11 nætur Gist á Hotel Best Western Oceanside Inn, Grand Hotel Krasnapolski 2 nætur, brottför 3. des. og 10. des., kr. 27.755. 3 nætur, brottför 2. des. og 9. des., kr. 32.350. 4 nætur, brottför 3. des. og 10. des., kr. 36.995. Hotel Citadel 2 nætur, brottför 3. des. og 10. des., kr. 23.785. 3 nætur, brottför 2. des. og 9. des., kr. 28.895. 4 nætur, brottför 3. des. og 10. des., kr. 30.005. ÁRAIVIÓT í AMSTERDAM 30. des. til 2. jan. Gisting á Grand Hotel Krasnapolski sam er á besta stað í borginni. Verð i tvibýli kr. 41.455. Brottför 30. des. dvalið til 2. jan. InnifaliA: Flug, gisting, morgunveröur. fiugvallarsk. og glæsilegur 5 rétta hátíðarkvöldverður með tilheyr- andi drykkjarföngum á gamlárskvöld. Hljómsveit, skemmtiatriði, dans. Allar nánari uppl. á skrifstofunni. Pantaðu fyrir 10. des. ‘93. ^RKEREIZEN Pakkaferðir til Spánar, Portúgal, Madeira, Kýpur, Tyrk- lands. Flogið um Amsterdam. Hagstætt verð-fáðu upplýsingar og bækling hjá okkur. ■ Staóemró i I tvlbýli. I»H. Ilng. gístiag, morgunv. og flugnk. i Glasgow u Islaosk fararstj. Morguov. ar akki imtifalinn i Bandarlkjunun. Verð frá kr. 23.790.* Glasgow frá kr. 41,110, Golfferð á Myrtle Beach 27. febrúar -16 dagar - islensk leiðsögn Gisting á Hospitaiity Inn 4 nætur, brottför 30. nóv. og 7. des. kr. 24.890. Gisting á Central Hotel 4 nætur, brottför 30. nóv. og 7. des. kr. 23.790. Ft. Lauderdale - Orlando Baltimore - l\lew York 6.000 króna afsláttur á mann i allar pakka- ferðir til Bandaríkjanna janúar og febrúar '94. Tilboðið miðast við að ferðin sé bókuð og staðfest fyrir 28. niv. ‘93. London Clifton Ford Mount Royal 2 nætur, kr. 30.810. 2 nœtur, kr. 29.910. 3 nætur, kr. 33.510. 3 natur, kr. 32.510. 4 nastur, kr. 36.310. 4 natur, kr. 34.910. TRIER jólamarkaður 3. des. til 7. des., 4 nætur, verð I tvibýli kr. 30.610 Gisting á Hotel Deutscher Hof ImH Flug, gisting, morgunv., f lutningur til og frá f lugvslli og f lugvallarsk. Við verðum með kynningu í Perlunni laugardag og sunnudag. Hringdu I sima 621490 mmbi og fáðu nánari upplýsingar. “ FERÐASKRIFSTOFA (% REYKJAVÍKUR Aðalstrætí 16 - simi 62-14-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.