Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Fréttir Embætti héraðsdýralækms í Mýrasýslu: Bændur óánægðir með skipun Blöndals - vildu annan dýralækni í stöðuna Óánægja er meðal þorra bænda í Mýrasýslu með skipun Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra í emb- ætti héraðsdýralæknis i sýslunni. Halldór skipaði sl. föstudag Rúnar Gíslason, dýralækni í Stykkishólmi, í stöðuna og heimildir DV herma að svokaUað punktakerfi dýralækna haíi ráðið þar mestu um, Rúnar hafi verið með flesta punkta sökum starfsaldurs og reynslu, auk þess sem pólitík hafi ráðið einhveiju um skipunina. Áöur en umsóknarfrestur rann út fór undirskriftalisti af stað meðal búfjáreigenda um stuðning við Gunnar Gauta Gunnarsson í stöðuna en Gunnar hafði gegnt störfum frá- farandi héraðsdýralæknis í Mýra- sýslu um nokkurra ára skeið en Sverrir Markússon lætur nú af störf- um fyrir aldurs sakir. Undirskrifta- lista meö um 210 nöfnum var komið tíl landbúnaðarráöherra. Klemens Halldórsson, bóndi á Dýrastöðum í Norðurárdal, er meöal þeirra sem stóðu að undirskrifta- söfnuninni. Hann sagðist í samtah við DV leggja áherslu á að óánægja bænda snerist ekki um persónu og störf Rúnars Gíslasonar heldur fyrst og fremst um að eindreginn vilji bú- fjáreigenda í sýslunni um að ráða Gunnar Gauta hefði verið hundsaður af ráðherra. „Gunnar er búinn að starfa hér í um 10 ár og skapa sér traust í héraðinu fyrir vel unnin störf,“ sagði Klemens. „Ég hef ekki annaö um þetta að segja en að það hefur verið farið eft- ir ákveðnum reglum. Ég veitti stöð- una í samræmi við þaö. Hann er ipjög hæfur sá sem skipaður var í stöðuna. Þegar margir hæfir menn sækja um er ekki einhlítt hver fæi stöðuna," sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra við DV. Um það hvort hér hafi verið um pólitíska veitingu að ræða sagði Halldór að sér væri ekki kunnugt um það, en menn hafa bent á að Rúnar Gíslason sé yfirlýstur sjálfstæðismaður. „Ég hef ekki skipað menn eftir póhtík. Eg er t.d. nýbúinn að skipa vegamálastjóra og aðstoðarvegamálastjóra og mér er ekki kunnugt um að þeir séu yfir- lýstir sjálfstæðismenn." Til minningar um Þorlák helga a § - ' ijá ; J ’’ • JB&SM IH II 1 '■‘ ‘ A- y i 12 ! Bókasala minni íárenífyrra „Jólabókasalan tók kipp á laug- ardaginn en hún hefur farið frekar seint af stað í ár. Ég hef trú á að salan verði minni i ár en í fyrra vegna peningaleysis hjá fólki, eins og væntanlega öll önnur sala,“ sagöi Sólveig Einarsdóttir, versl- unarstjóri hjá Eymundssyni í Kringlunni. „Það er mest sala í íslenskum skáldsögura og ævisögum og svo í vissum bamabókum. Það er þó engin ein bók sem slær öllum hin- um viö í ár hvaö vinsældir varðar." Ester Benediktsdóttir, sem starf- aö hefur lyjá Máli og menningu í yfir 30 ár, segist vera nokkuð ánægð með söluna í ár. „Ég get ekki sagt að ég verðí vör við neina kreppu. Salan byijar yfirleitt í kringum 10.-12. desember og mér virðist hún hafa verið ósköp svipuð núna og i fýrra. Fólk hefur verið að skoöa mikið og spekúlera og svo kaupir það næstu daga og alveg fram að jólum.“ Mesta salan er aö hennar sögn í íslenskum ævisögura og Idassísk- um bókmenntum. Aðspurð hvort jólabækur ættu ekki undir högg aö sækja nú þegar vöruúrval er alltaf að aukast sagði hún svo ekki vera. „Þetta er orðin órjúfanleg heild, jól og bækur, og fólk breytir ekki svo glatt út af vananum." -ingo •Wjt íaOKL,, . Stuttarfréttir Trillukariarmótmæla Smábátaeigendur á Austur- landi hafa mótmælt framkomn- um tillögum stjómarflokkanna nm veiðifýrirkomulag smábáta. Þeir segja banndagana 7 í lok hvers mánaðar vera óviöunandi. Svokölluðu punktakerfi um ráðn- ingar dýralækna var komið á fyrir fjórum árum af þáverandi landbún- aöarráðherra, Steingrími J. Sigfús- syni. Kerfinu var ætlað að afstýra því m.a. að ungir og óreyndir dýra- læknar fengju „góð“ embætti í stað eldri og reyndari dýralækna. Skipuð er hæfnisnefnd dýralækna í kringum hveija stöðuveitingu og nefndin ger- ir síðan tillögu til landbúnaðarráð- herra um röð umsækjenda ef fleiri en einn sækja um. Ráðherra er ekki bundinn af niðurstöðu hæfnisnefnd- ar en til þessa hefur hann yfirleitt skipað þann dýralækni sem flesta punkta hefur hlotið hjá nefndinni. -bjb Rikisstjómin hefur hug á að veija 70 milljónum króna i hátiö- ariiöld á Þingvöllum þann 17. júni á næsta ári. Tillaga þessa efhis kom fram á Alþingi um helgina. Skarphéðinsson um- hverfisráðherra segir það sigur hinnar heilbrigðu skynsemi að sjávarútvegsnefhd Alþýðuflokks- ins hafi ákveöið að hætta viö aö hætta. RÚV greindi ffá þessu. Aðeíns 13 prósent barna undir 3 ára aldri eru nú á dagheimilum sveitarfélaga. Skv. Tímanum eru hins vegar 74% bama á aldrinum 3 til 5 ára á leikskólum. Tollar á sjávarafuröum munu lækka um 30% hjá ýmsum mikil vægum viöskiptaþjóðum íslands við gildistöku GATT áriö 1995. Mbl. greindi ffá þessu. KlipptáBlönduósi Átak stendur nú yfir hjá lög- reglunni á Blönduósi gegn óskoð- uðum bílum. Samkvæmt Mbl. var klippt af 7 bílum fyrir helgi. Húmanistar i framboð Húmanistaflokkurinn, áöur Flokkur mannsins, ætlar að bjóða ffam í næstu borgarstjóm- arkosningum. Flokksmenn segj- ast tilbúnir að taka þátt í viðræö- um um sameiginlegt ffamboð megi það veröa til aö fella meirí- hluta Sjálfstaeðisflokks. Hrafh Gunnlaugsson hefur stefht Hildi Jónsdóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir meint ærumeiðandi ummæli um sig og verk sín í Vikublaðinu. Krafa Hrafhs er að ummæU verði dæmd dauð og ómerk. Vaxtalækkunámorgun Búist er við að íslandsbanki og Landsbanki lækki nafnvexti á morgun um allt að 2 prósentustig, Þessir bankar breyttu ekki vöxt- um síöast heldur Búnaðarbanki og sparisjóðir sem ætla síðan ekki aö breyta neinu á morgun. -kaa í gær var þess minnst að 800 ár eru liöin frá fæðingu Þorláks helga, vernd- ardýrlings íslendinga. Við guösþjónustu í Dómkirkjunni í gærmorgun predik- aði herra Alfred Jolson, biskup kaþólska safnaðarins. Herra Ólafur Skúla- son biskup predikaði svo við aftansöng i Kristskirkju. DV-mynd JAK Kaupmenn ánægðlr með jólaverslunina: Ein stór verslunar- helgi fram að jólum - verslunin fór þó frekar seint af stað, segir Bjami Finnsson „Það má segja að þetta sé ein stór verslunarhelgi sem byijaði síðastlið- inn fimmtudag og stendur fram aö jólum. Það var mjög mikið verslað á laugardaginn. Verslunin fór þó frek- ar seint af stað í ár og ég held að fólk sé aimennt ekki búið að kaupa allar jólagjafimar,“ sagði Bjami Finns- son, formaður Kaupmannasamtak- anna, þegar DV náði tali af honum seinni partinn í gær. Mikið annríki var í Kringlunni um helgina en alls komu þangað um 60 þúsund manns. Mesta annríkið var á laugardaginn en þá var opiö frá 10-22. Um þijúleytið á laugardaginn var einnig taliö inn í Borgarkringl- una en þá komu um 2 þúsund manns inn á einni klukkustund. Nú, þegar opnunartími verslana hefur lengst, segir sölufólk söluna dreifast meira og að „tömunum“ fækki. Bjami sagðist hafa spáð 4-5% sam- drætti í smásöluverslun í ár vegna minnkandi kaupgetu fólks. „Kaup- menn áttu von á þessum samdrætti í ár og voru með minni væntingar. Salan hefur því ekki verið verri en við bjuggumst viö, frekar öfugt. Ég tel því ástæðu til bjartsýni og held að kaupmenn séu þokkalega ánægðir með útkomuna. Verslunin hefur alls ekki verið minni en í fyrra.“ Gunnar Guðjónsson, formaður Laugavegssamtakanna, hafði svip- aða sögu að segja. „Þrátt fyrir að það hafi verið mjög kalt um helgina var mikil trafiík á Laugaveginum bæði á laugardag og sunnudag. Verslunin hefur farið seint af stað en er nú að skila sér síðustu dagana fyrir jól.“ Gunnar sagðist halda að salan yrði svipuð í ár og í fyrra og að kaupmenn • væm ánægðir að halda svipuðum hlut og þá. Það væri ekki raunhæft að ætla aö salan yrði meiri í ár þar sem peningaieysi heijaði á fólk. „Mér er sagt að fólk sé meira að velta fyr- ir sér ódýrari jólagjöfum núna. Margar verslanir við Laugaveg hafa komið til móts viö þær óskir og bjóða lægra vöruverð," sagði Gunnar. -ingo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.