Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Spumingin Hvað langar þig mest í jólagjöf? Sunna Ólafsdóttir: Mig langar í barbiedúkku, mér iinnst svo gaman í barbie. Ég er búin að fá eina rauð- hærða. Björn Watkins Róbertsson: Barbie- bn. Egill Viðarsson: Jóladúk til að setja á boröið. Hugrún Árnadóttir: Mig langar mest í barbie. Viktor Traustason: Risaeölu. Lesendur Er þá enginn hagn- aður af G ATT? Af ánægju út að eyrum. - Forystumenn GATT-samningaviðræðnanna, Leon Britan og Mickey Kantor, fagna lokaáfanga við samningsgerðina. Pétur Jónsson skrifar: Það hefur verið orðað svo síðustu vikumar að samkomulag um GATT-samninginn hafi verið óum- flýjanlegt. Og þegar ég set þessar lín- ur á blað er samningurinn svo að segja í höfn og frágenginn að mestu. Allir biöu eftir þessum samningi sem er fyrsti tímamótasamningur sem gerður hefur verið á viðskiptasvið- inu og nær til svo margra, bæði aust- an hafs og vestan. Þeir eru ekki margir sem vildu þennan samning feigan, þótt þeir séu að vísu nokkrir. Við Islendingar fógnum samningn- um líka og þetta mun hjálpa okkur verulega, aðallega þó í fiskútflutn- ingi. En því miður verður fógnuður íslenskra neytenda ekki jafn mikill og menn vonuðust eftir. Samningur- inn mun ekki veita okkur neinn hagnað að því er varðar innflutning á matvörum. Að vísu fáum við að flytja inn nokkrar vörutegundir, sem áður voru bannaðar hér, og það verð- ur væntanlega meira úrval á matvöumarkaðinum. En sá böggull fylgir skammrifi að enn munu stjómvöld hér á landi - og þau eru sannast sagna ekki hlynnt neytend- um - viðhalda raunverulegu inn- flutningsbanni á matvöru sem þau munu segja grundvallað á heilbrigð- is- og öryggissjónarmiðum. Þaö mun verða ítrekað af opinberri hálfu að t.d. erlent kjöt sé ekki það hreina, góða, ómengaða kjöt sem framleitt er hér á landi. Hið erlenda kjöt sé hormónafyllt og víðast er- lendis sé mengun svo mikil að það verði að flokkast undir „öryggissjón- armið" að flytja slíkar vörur hingað til lands. - Ennfremur er ótahnn sá vamagli sem íslensk stjórnvöld munu óspart beita, en þaö eru að- flutningsgjöld og tollar sem verða svo háir að hér veröur í raun ekki um neina verðsamkeppni aö ræða. Mín spá er því sú að eins og fyrri daginn muni íslensk stjómvöld, af hvaða tegund sem er og hvernig svo sem þau verða samansett, draga taum einangrunarsinna á verslunar- sviðinu, og þar meö snúast gegn neytendum eins og ávallt áöur og hingað til. Það er því vandséð hvort íslenskum neytendum verður nokk- ur akkur í GATT-samningnum þann- ig að til lífskjarabóta geti tahst, a.m.k. um ófyrirsjánlegan tíma. Frjálsleg notkun kirkjugarðsgjalds: Ómórölsk túlkun löggjafans Eldri borgari skrifar: Eins og fjöldinn ahur af fólki sem kominn er á minn aldur hef ég greitt svokahað kirkjugarðsgjald með sköttum mínum í marga áratugi. Eins og fjöldinn allur hef ég staðið í þeirri einfeldningstrú að þessi skatt- ur væri ekki óskyldur gamla sjúkra- samlagsskattinum, þ.e. gjaldtakan væri til að létta kostnað við útfarir en ekki einvörðungu th að kosta rekstur kirkjugarða. Nokkuö sem hinu opinbera ber að sjá um. Það þætti harla einkennhegt ef sjúkrasamlagsgjaldið hefði verið notað th að byggja spítala, en sjúkl- ingamir hefðu átt að bera kostnað- inn af legu sinni á þeim, þar sem ekki hefði mátt skerða samkeppnis- stöðu sérfræðinganna. Að mínu áhti minnir þetta mikið á dóminn sem núna hefur dæmt stórar bætur th eins útfararstjóra sem telur sig hafa misst af einhveijum tekjum vegna túlkunar kirkjunnar á frjáls- legri notkun kirkjugarðsgjalds th þess að létta kostnað við útfararþjón- ustu. Erfitt er að ímynda sér að margir leiti eftir þjónustu þessa útfarar- sfjóra eftir framkomu hans í þessu máli. Eins á löggjafinn heldur ekki skhið neitt hrós fyrir ómóralska túlkun sína á þessum lögum eöa reglugerð, sem er í beinni andstöðu við hagsmuni þorra fólks. Ólæknandi launaþorsti og yf irvinna Gunnar Björnsson skrifar: í þessu þjóðfélagi minnstu ahra vilja menn vinna myrkranna á milh th að ná sem hæstum launum. Hér er sífelld barátta milli starfsstétta um hver þeirra beri mest úr býtum. Einni stétt manna nægir ekíd að komast vel af heldur bendir á aðra sem hafi meiri og betri laun. Þetta er ekkert nýtt hér, og frægur er söng- leikurinn eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni þar sem sungið er „Við viljum aukavinnu,... enn þá meiri aukavinnu..." - Og þá var ekki komin sú kreppa sem nú sést framan í heldur miklu fremur uppgangs- tímar. Og nú er farið að andskotast út í lækna sem eru þó eru ekki með meiri laun almennt en hásetar á sæmheg- um skuttogara eða flugstjórarnir sem vinna með hvíldum og verða að fá næghegan svefn milh ferða. Eða þá stjómmálamennimir, já, hka þingmennimir, sem fá ómæld hlunn- indi í formi húsnæðisgreiðslna, símafríðinda, ferðalaga og dagpen- inga sem duga fyrir fleim en kostn- aði. En auðvitað er hægt að komast fyr- ir óeðhlegar greiðslur th læknastétt- arinnar með því einfaldlega að ráða þá einungis tiíviðkomandi stofnunar og borga þeim laun sem um semst og hæfa þeirra mismunandi langa vinnudegi, láta þá skila stimphkorti fyrir framlagða vinnu og leyfa ekki störf annars staðar. - Þetta er viðtek- inn háttur á hinum fijálsa vinnu- markaöi sem opinberir starfsemmn dásama og vitna th er óslökkvandi launaþorsti sækir á þá. Við megum ekki við því að læknar bætist í hóp bráðatilfeha þessa landlæga sjúk- dóms. Borgum læknum viðunandi laun sem þeir sætta sig við, undir ströngu eftirhti þeirra sem greiða. Vlð megum ekki við að læknar bætist í hópinn með þennan landlæga sjúkdóm, segir bréfritari m.a. - Læknar við samningaborð. Gefuraðalstarf læknaminnst? Guðrún Magnúsdóttir hringdi: Ég var aö lesa í Alþbl. úttekt á skýrslu Rikisendurskoðunar á greiðslum th lækna. Þar var sagt m.a. að aðalstarf lækna gæfi minnst og þá líklega átt við að t.d. aðalstarf læknis á ríkisspítala eða annarri svipaðri stofnun gefi honum minnstan hluta launa sinna. Þetta er nú áreiðanlega afstætt eins og margt annaö. Eg veit t.d, ekki betur en að margir læknar hafi frá slíkum stofnun- um mikil og ómæld fríðindi sem kannski verða aldrei metin th fjár, svo sem náms- eöa kynnis- ferðir. Slík hlunnindi fylgja varla aukastörfunum. Ógnafsamþjöpp- unfyrirtækja? Eiríkur skrifar: Margir hafa furðaö sig á um- mælum forráðamanna í íslensk- um ferðaiðnaði vegna kvíða þeirra fyrir því aö erlendir feröa- hehdsalar eða ferðaskrifstofur, flugfélög og fleiri aðhar á þessum vettvangi þjappi sér saman í stærri heíldir og einoki viss markaðssvæði. - En hvað hefur verið að gerast hér á landi í þess- um efnum? Eru ekki stórir aöilar í ferðaþjónustu hér á landi að ná th sín fleiri og fleiri þráðum í ferðaskrifstofum, hótelum o.fl.? Lítið fer fyrir samkeppni milh ferðaskrifstofa hér á landi. Ég sé ekkert nema hag í því ef erlendir aðhar geta boðið okkur lægra verð en hér tíðkast. Litill skerf ur til flóttamanna Bjöm Ólafsson skrifar: Mér finnst við íslendingar ekki leggja nægilega mikla rækt við aðstoð við flóttamannavanda- málið sem nú hrjáir svo að segja flest lönd Evrópu. Sannleikurinn er sá aö séum við íslendingar ekki í stakk búnir th að leggja verulega meira af mörkum til þessa bráðaðkallandi vanda, verðum við sjálfir fyrir barðinu á honum með því að við verðum skikkaöir fil að taka við einhveij- um hundraðshluta, hvort sem okkur likar betur er verr. Kveðjurfrá Jack Pearson Jack Pearson, 14 Archefleld Road, Liverpool L18 7HS England skrif- ar: Ég sendi bestu kveðjur til ahra vina minna á íslandi. Og sérstak- lega til þeirra mörg hundruð læknanema sera hafa lagt stund á skurðlækningar í Englandi, og ég hef tekið á móti gegnum árin. Sumir hafa skipt um aðsetur, sumir hafa gengið í hjónaband og aörir sest að í öðrum löndum. - Ég minnist ykkar allra meö hlý- hug og þakklæti. Það var ánægju- legt að kynnast öllu þessu ágæta fólki, bæði hér og á íslandi, Gleði- leg jól og bestu óskir í nútíð og framtíð. Dýrirkuldaskór Benedikt skrifar: Ég hef verið að leggja drög aö því að endurnýja kuldaskó mína og því spurst fyrir um verð og gæði í nokkrum verslunum. Alls staðar era þeir dýrir, þetta frá rúmum 5 þús. kr. og upp í rúm 7 þúsund þar sem ég hef séð þá dýrasta. Sá ég svo auglýsingu frá Skátabúðinni um gönguskó. Ekk- ert verð var gefið upp svo ég hringdi og spurði um verð og gæði. Það var kannski ekki von að veröið væri auglýst opinber- lega þvi að skómir kostuðu 14.000 kr.! Aörir ódýrari rúmar 8 þús. kr. Þetta er nú óheyrilega dýrt af skóm að vera, jafnvel þótt ít- alskir séu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.