Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HQRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Pólitísk bóndabeygja Enn er mönnum í fersku minni hversu ráðherrum og þingmönnum var heitt í hamsi á vordögum síðasta þings þegar tekist var á um forræðið yfir innfiutningi landbún- aðarvara. Annars vegar tókust á Friðrik Sophusson Qár- málaráðherra og Jón Baldvin utanríkisráðherra og hins vegar talsmenn landbúnaðarins með Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Egil Jónsson, þingmann Aust- urlands, í broddi fylkingar. Deilan var svo hörð að þingmál fengust ekki afgreidd og frumvarpi til laga um breytingu á framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum var frestað á því þingi. Tek- ist var á um þann ágreining hver ætti að hafa ráðherra- valdið um innflutning á landbúnaðarvörum. Þessi ágreiningur stafaði meðal annars af því að alþýðuflokks- menn vildu losa um þennan innflutning og fjármálaráð- herra sagðist eiga að hafa síðasta orðið um tolla og verð- jöfnunargjald sem ákveða þyrfti í sambandi við innflutn- ing á landbúnaðarvörum. Saman voru þessir ráðherrar að gera tilraun til að draga úr því ofurvaldi og miðstýringu sem einkennt hef- ur öll landbúnaðarmál á íslandi. Sérstaklega töldu menn þetta vera aðkallandi í ljósi þess að landbúnaðarráðherra og hans menn í ráðuneytinu líta á það sem hlutverk sitt að vera talsmenn landbúnaðarhagsmuna í einu og öllu. Þeir eru varðhundar sérhagsmunanna. í gær berast svo þær fréttir að ráðherramir í ríkis- stjóminni hafi gert með sér samkomulag um tilhögun þessara mála. Niðurstaðan er sú að lagt hefur verið fram frumvarp í þinginu sem er nánast sama frumvarp og það sem landbúnaðarráðherra gerði kröfu til, strax í fyrra- vor. Inn í frumvarpið er skotið málsgrein sem kveður á um nefndaskipun, sem er þó landbúnaðarráðherra ein- göngu til ráðuneytis, en hefur engin áhrif á óskorað vald hans til að eiga síðasta orðið. Hann á að bera ágreinings- efni upp í ríkisstjóminni áður en ákvörðun er tekin um upphæð gjaldanna, sem leggja ber á innfluttar vörur, en hann þarf ekki að taka tillit til athugasemda frekar en honum sýnist. Þetta er allt og sumt sem hinir ráðherramir hafa upp úr hamagangi sínum frá því í vor. Þeir hafa lagt niður rófuna og játað sig sigraða. Menn tala um að Halldór Blöndal hafi greitt þeim pólitískt rothögg og em það orð að sönnu. Sjaldan hafa menn orðið vitni að annarri eins uppgjöf. Þetta frumvarp kemur beint ofan í fréttirnar af Gatt- samkomulaginu, sem er merkilegt og jákvætt út af fyrir sig, en hefur því miður sáralítil áhrif hér heima og undir- strikar enn einu sinni þá sjálfheldu sem við búum við í krafd þeirrar hagsmunagæslu sem stunduð er af land- búnaðarráðuneytinu og aðskiljanlegum stofnunum á vegum þessarar atvinnugreinar. ÓU þau upphlaup sem Alþýðuflokkurinn og þá sér í lagi formaður hans hefur staðið fyrir á þessu kjörtíma- bili og áður hafa nær engan árangur borið. Ekki er hlut- ur Sjálfstæðisflokksins skárri enda heyrist þaðan vart hósti né stuna þegar hagsmunir neytenda eru annars vegar eða kröfur um frelsi undan Qötmm landbúnaðar- miðstýringarinnar. Fjármálaráðherra virtist hafa fengið einhvem snert af sjálfstæðri skoðun þegar rimman stóð í fyrravor en hún hefur greinilega horfið eins og dögg fyrir sólu þegar hann stóð frammi fyrir mættinum og dýrðinni í landbúnaðarráðuneytinu. Þetta heitir að taka menn í bóndabeygju í bókstaflegri merkingu þess orðs. Ellert B. Schram „Þar er gert ráð fyrir að íbúð þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði til að geta kallast ibúð fyrir aldraða,“ segir greinarhöfundur um frumvarp sitt á Alþingi. Frumvarp gegn misnotkun Á árunum 1987 til 1992 voru byggöar um 2000 íbúðir sagöar sér- hannaðar fyrir aldraöa. Á sama tíma voru byggðar hér á landi um 9500 íbúðir alls. Lætur því nærri að liðlega fimmta hver íbúð, sem byggö var á þessum árum, hafi verið „fyrir aldraða". Þaö er haft innan gæsalappa hér vegna þess að í raun er aðeins hluti þessara íbúða sérstaklega fyrir aldraða. Samt eru þessar íbúðir dýrar. í könnun sem gerð var á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins sl. sumar kemur fram að þær hafa verið 35% dýrari en íbúðr í félagslega íbúða- kerfinu miðað við „séreignarflatar- mál“ (afsakið oröbragðið sem er beint úr skýrslu félagsmálaráðu- neytisins). Hvemig stendur á því aö íbúðirn- ar eru svona dýrar? Hvernig stend- ur á þvi að þær hafa verið byggðar í svo stórum stíl? Svarið við báðum spurningunum hggur sjálfsagt að einhveiju leyti í því að meðal þessa fólks er talsverð kaupgeta sem að nokkru leyti hgg- ur í eigin húsnæði sem er orðið of stórt og óhentugra en þessar íbúð- ir. í annan stað er svarið að sjálf- sögðu að finna í þörf þess fólks fyr- ir húsnæði og aöstöðu. En í þriðja lagi er skýringin á þessum kostnaði að nokkru leyti fólgin í því að bygg- ingaraðilarnir hafa haft ótrúlega góðan aðgang að sveitarstjórnaryf- irvöldum - sérstaklega þó að borg- arstjóm Reykjavíkur. Sami aðilinn -ekki samkeppni Um þetta segir í áhti nefndar fé- lagsmálaráðherra frá sl. sumri: „Sami byggingaraðih hefur byggt KjáUariim Svavar Gestsson alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra allar íbúðir aldraöra á vegum Fé- lags eldri borgara. Lóðaúthlutanir til félagsins hafa verið skilyrtar því að ákveðið byggingarfyrirtæki annist framkvæmdir og því hefur Félag eldri borgara ekki átt þess kost að leita tilboða eða bjóða út verkin. íbúðimar era seldar á al- mennum markaði með ákveðnum kvöðum. Hið sama ghdir um bygg- ingasamvinnufélagið „Samtök aldraðra" sem byggt hefur samtals 241 íbúö. Reykjavíkurborg hefur sett það skilyrði að ákveðið bygg- ingarfyrirtæki annist ahar fram- kvæmdir á vegum félagsins. Starfshópurinn er sammála um að slík skilyrði fyrir lóðaúthlutun th félags eldri borgara séu ekki th þess fallin að þau geti ævinlega leit- að mestu hagkvæmni með því að nýta sér kosti samkepþninnar með útboðum. Flestir era sammála um að samkeppni á þessum vettvangi sem öðrum, leiði th aðhalds og lægra verðs.“ Hvað gera kratar nú? Sú misnotkun sem starfshópur- inn lýsir hér hrópar í himininn. Þess vegna hefur höfundur þessar- ar greinar flutt á Alþingi framvarp sem girðir fyrir misnotkun af þessu tagi. Þar er gert ráð fyrir því að íbúð þurfi að uppfylla tiltekin skil- yrði th að geta kahast íbúð fyrir aldraða. Verður fróðlegt að sjá hvort Álþýðuflokkurinn fellst á þau sjónarmið sem koma fram í frumvarpinu meðal annars með hhðsjón af borgarstjómarkosning- unum í Reykjavík í vor. Svavar Gestsson „.. i þriðja lagi er skýringin á þessum kostnaði að nokkru leyti fólgin í því að byggingaraðilarnir hafa haft ótrú- lega góðan aðgang að sveitarstjórnaryf- irvöldum - sérstaklega þó að borgar- stjórn Reykjavíkur." Skodanir annarra Stóri ávinningurinn af GATT „Hvað ísland varðar munu hin jákvæðu áhrif af GATT-samkomulaginu koma í Ijós mjög fljótiega. Ber þar hæst að tohar á sjávarafurðum munu lækka um 30% hjá mikilvægustu viðskiptaþjóðum okkar og einnig verða tohalækkanir á t.d. tækjabúnaði fyr- ir sjávarútveg... Stóri ávinningurinn fyrir íslend- inga, sem byggja aht sitt á útflutningi, felst hins veg- ar ekki síst í því að komið hefur verið í veg fyrir alþjóðlegt viðskiptastríð.“ Úr forystugrein Mbl. 16. des. Þingmenn i björg samtryggingar? „í bígerð er á Alþingi að breyta skattalögum þannig að skattgreiðendur borgi brúsann af íjár- framlögum sem fyrirtæki kjósa að beina í sjóði stjómmálaflokka.... k Alþingi situr einhver hópur þingmanna, sem kynslóðar sinnar og lífsskoðunar vegna, ætti að sameinast í uppreisn gegn þessari óhæfu. Ef þeir bregðast nú hlýtur að verða htið á það sem enn eitt merkið um að þeir séu gengnir í björg samtryggingar gömlu, morknuðu flokkanna." Úr forystugrein Pressunnar 16. des. Fjármagn með frjálsum hætti „Þegar íjármunir geta flust með frjálsum hætti milh landa getur aldrei orðið mikih munur á lang- tímavöxtum eftir að tekið hefur verið tilht th’ áhættu... Thgangi þess að rjúfa sextíu ára einangr- un íslenska markaðarins væri þá náð. Bæði lántak- endur og þeir sem bera ábyrgð á ávöxtun fjármuna era þannig knúnir th að velta fyrir sér hverri krónu og ganga aðeins th viðskipta þar sem kjörin eru best. Tjónið sem þessi einangran hefur valdið þjóðinni er stórfeht og það er vel að þetta tímabh er nú á enda.“ Sigurður B. Stefánssn, framkvæmdastj. VÍB, í Viðskiptabl. Mbl. 16. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.