Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 37 Fréttir Starfsfólk Sjúkrahúss ísaflarðar stofnar pöntunarfélag: Bónus hyggst bjóða pantanir gegnum tölvu og spara þannig landsbyggðarfólki og öðrum háar flárhæðir Bónus hyggst bjóða upp á nýju þjónustu á næstu mánuðum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sölu- stjóri hjá Bónusi, segir að það sé í athugun að senda út svokallaða þurrvörulista sem gætu komið sér vel fyrir pöntunarfélög á lands- byggðinni, skip og mötuneyti, svo að einhverjir aðilar séu nefndir. Þetta yrði hugsað sem eins konar sérþjónusta. Pöntunarfélögin kæmu sér upp tölvu þar sem pant- anir yrðu skráðar og sendar sím- leiðis tii Bónuss sem svo ynni úr þeim og sendi síðan vöruna. Jón Ásgeir vonast til að innan skamms tíma sé hægt að koma þessari þjónustu á laggimar. Þá hyggst starfsfólk Sjúkrahúss ísafjarðar setja á fót pöntunarfélag sem ætlar að skipta við Bónus. „Við erum að þessu vegna þess að matvaran er svo dýr hérna. Maður leitar náttúrlega allra leiða til að fá meira fyrir peningana," segir Einar Axelsson, yfirheOsu- gæslulæknir Sjúkrahússins á Isafirði, en hann er í forsvari fyrir pöntunarfélag sem verið er að koma á fót þar. Einar segir að það fólk sem hann sé í forsvari fyrir sé óánægt með að þurfa að greiða tug prósenta hærra verð í sumum tílvikum fyrir vörur á Isafirði en í Reykjavík. Þegar hafi verið haft samband við menn hjá Bónusi og þeir lýst yfir áhuga á þessu máli og rætt hafi veriö um að senda pöntunarlista vestur. Einn starfsmaður sjúkra- hússins, sem blaðamaður ræddi við, sagði að með þessu tækist stór- um fjölskyldum að spara tugþús- undir króna. Sá munur sem væri á vöruverði á ísafirði og í Reykjavík lægi ekki í flutningskostnaðinum. í pöntunarfélaginu er einungis um að ræða starfsfólk sjúkrahúss- ins en þar starfa rúmlega 100 manns. Ef gengið er út frá því að 2,2 séu í vísitölufjölskyldunni þá er hér um að ræða vel á þriðja hundrað manns í 3.500 manna bæj- arfélagi eða á áttunda prósent bæj- arbúa. Við þennan fjölda bætast vinir og kunningjar starfsmanna sjúkrahússins sem EincU’ segir að vel geti hugsast að fái óbeina aðOd að pöntunarfélaginu. Einar segir að aðaOega sé rætt um að panta inn þurrvöru í gegn- um pöntunarhstana. „Eitthvað sem fólk getur geymt; klósettpapp- ír, morgunkorn, sykur, hveiti og kaffi, svo að fátt eitt sé nefnt,“ seg- ir Einar. -PP Jójapé gjajirnm f Sjónvarpsskápur m/snúningi svartir, beyki, mahóní, hvítir Áður 10.500,- NÚ 7.900,- Eitt vinsselasta fiölskyldusPiUð {heiml P Spilið er þroskandi, skerpir athyglisgáfu, þjálfar hugareikning og gengur út á klókindi, útsjónarsemi og heppni leikmanns. Spilið er vandað og með íslenskum leiðarvísi. HEILDSÖLUDREIFING: ísLENSKA VERSLUNARMIÐSTÖÐIN HF. GRENSÁSVEGI 16 BAKHÚS, SÍMI 687355, FAX 687185 Kommóður m/stálbraut hvítar, beyki, svartar 3ja skúffna - áður 9.500 NLJ 6.900,- 5 skúffna - áður 13.500 NÚ 9.900,- TM - HÚSGÖGN Siðumúla 30 - sími 68-68-22 Opið mánud.-föstud. 9-18 i Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 14-17 Skrifborð m/4ra hurða skáp beyki, svart, askur, ljós askur Áður 29.400,- NÚ 19.400,- Hi-tech unglingastólar 4 litir - Áður 6.900 NÚ 3.900,- Bella hillur, svartar og hvítar Áður 8.900,- NÚ 5.900,- PLAZA hiUur - svartar og hvítar Áður 13.500,- NÚ 8.500,- BELLA hjólaborð, svart og hvítt Áður 5.800,- NÚ 3.900,- Þessi tilboð gilda til 31/12 ’93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.