Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Fréttir Bergvík VE 505 strandaði í Vaðlavík: Björgunin tók ekki nema 45 mínútur - segir Hörður Magnússon, skipstjóri Bergvíkur Skipverjum á Bergvík VE bjargað á land. Það tók ekki nema 45 mínútur að ná þeim öllum I land eftir að björgun- arsveitirnar voru komnar á vettvang. „Maður er núna að reyna að gera sér einhverja mynd af því í huganum hvað gerðist. Okkur líður öllum vel því að við slösuðumst ekkert. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til þessara manna sem stóðu að björgun okkar. Við sjáum núna að útbúnaðurinn um borð er nauð- synlegur en við höfum oft litið hann hornauga," segir segir Hörður Magn- ússon, skipstjóri á Bergvík VE 505, 137 tonna báti sem strandaði á laug- ardagsmorgun í Vaðlavík, norðan Reyðarfjarðar. Skipið er í eigu útgerðarfélagsins Goðaborgar á Fáskrúðsfirði. Skip- verjar voru nýbúnir að skila af sér veikum sjómanni á Seyðisfirði og voru á heimleið þegar Bergvíkin strandaöi í vonskuveðri og mjög lé- legu skyggni. Haft var samband við björgunarsveitir og báta sem voru þarna á svæðinu. Grænlenski bátur- inn Ammasat reyndi að koma taug yfir í Bergvíkina en hún shtnaði. Þyrlan vanbúin „Við vorum um borð í bátnum frá kl. 11-19.30. Það fór ekkert illa um okkur. Skipið var tiltölulega kyrrt, valt htið og það gekk líthl sjór yfir það. Það væsti ekkert um okkur. Við vissum náttúrlega að björgxmar- sveitir og þyrlan voru á léiðinni til okkar. Þyrlan kom yfir okkur og til- kynnti okkur að hún gæti ekki hjálp- að okkur vegna þess hve vanbúin hún væri. í henni er enginn afísing- arbúnaður og ísingarhætta þarna var mjög mikil. Því treystu þeir sér ekki til þess að vinna yfir skipinu," segir Hörður. Blaðamaður spurði Hörð hvort skipveijar hefðu orðiö smeykir um borð í bátnum: „Við erum hermenn þjóðarinnar. Við gátum metið að- stæður, þær voru ekkert svo slæmar því botninn er góður þama. Við viss- um að báturinn myndi vera rólegur á staðnum. Veðurspáin var mjög slæm en við vissum að hjálp úr þrem- ur áttum var á leiðinni. Það var stutt í land - ef við heíðum þurft að yfir- gefa bátinn hefði okkur rekið upp í fjöruna. Við hefðum sett út gúm- björgunarbát og látið okkur fljóta á honum eða einfaldlega synt í land. Mann munar ekki mikið um að synda þaö í góðum flotgaha. Menn reyna náttúrlega að haldast við í skipinu eins lengi og hægt er og tefla ekki í neina tvísýnu með því að yfir- gefa skipið." Bjargað á 45 mínútum „Þegar björgunarsveitarmenn voru komnir í fjöruna skutum við hnu yfir th þeirra. Síðan drógum við stólinn yfir th okkar og settum hann fastan. Síðan fórum við yfir einn og einn í stólnum. Það gekk mjög vel, enginn fór í sjóinn. Við vorum allir í flotgöhum fevo enginn blotnaði. Björgunin tók ekki nema 45 mínút- ur,“ segir Hörður. Að sögn Harðar er meiningin að fara aftur á sjó milh jóla og nýárs ef Bergvíkin hefur ekki skemmst. Þetta var einn af fyrstu túrum Harð- ar sem skipstjóra enda er nýbúið að kaupa bátinn austur. Að sögn lög- reglunnar á Eskifirði munu sjópróf faraframeinhvemnæstudaga. -em Um 50 björgunarsveitarmenn í Vaðlavik: Reynt verður að draga skipið á flot í kvöld Um 50 björgunarsveitarmenn voru staddir í Vaðlavík á laugardagskvöld og tókst giftusamlega að bjarga skip- verjunum fimm af Bergvíkinni. Th stendur að draga skipið á flot. „Núna er verið að undirbúa að draga bátinn út. Við drögum hann ekki fyrr en í kvöld því að undirbún- ingurinn tekur tíma. Þetta htur ágætlega út. Við þurfum að koma dráttartaug á mihi og festa í skipið. Líklega þarf líka að ýta sandi frá honum,“ segir Einar Ásgeirsson, út- gerðarmaður og eigandi Bergvíkur. Einar var á leiðinni í Vaðlavík þegar DV hafði samband við hann. Að hans sögn hafði veðrinu slotað um kvöld- matarleytið í gær. Varðskipið er komið á staðinn og bíður eftir aögerðum. Menn frá Tryggingamiðstöðinni em um borð í Sigurvíkinni ásamt Einari th þess að meta aðstæður og björgunarsveitin á Eskifirði fer með björgunarútbúnað th Vaðlavíkur í dag. Að sögn Einars hefur báturinn ekki haggast í fjör- unni og aht virðist vera í góðu lagi. „Það er ekki svo gott að segja um það hvort eitthvað hefur skemmst ennþá. Við vitum það ekki fyrr en báturinn fer í shpp,“ segir Einar. Tveggja metra skyggni Helgin var annasöm hjá björgunar- sveitarmönnum á Austurlandi því að björgunarsveitir frá Norðfiröi, Eskifirði, Reyðarfirði og Héraði tóku þátt í björgun sjómannanna. Ahs vom um 50 björgunarsveitarmenn staddir í Vaðlavík á laugardagskvöld. „Við lögðum af stað frá Eskifirði eftir hádegið á sjóbílum og raðnings- tækjum. Við fórum yfir mjög slæman sumarveg á jeppum og snjóbhum upp heiðina og ætluðum að fara eins langt og við gætum á þeim. Síðan stoppuöum við á heiöinni og ákváð- um að halda áfram á fjórum snjóbh- um,“ segir Hreggviöur Sigurþórsson, formaður björgunarsveitarinnar á Eskifirði. „Veðrið var geyshega blint. Við þurftum að keyra svohtið út með víkinni og þar sáum við ekki lengra en 2-3 metra fram fyrir bhinn. Þótt maður gjörþekkti svæðið vissi mað- ur ekkert hvar maður var. Það tók okkur í kringum sex eða sjö tíma að fara þessa leið. Þaö gekk mjög vel að ná skipverjunum í land og við stoppuðum ekki lengur en klukku- tíma í Vaðlavík," segir Hreggviður. i -em Sandkom | Þegareinhver reynsla var komin á störf Guðmundar | Arna Stefáns- sonar í stóli heilbrigöisráð- herrafórugár- ungaraðtala um „Guðmund góða“ í saman- burðiviðSig- hvatforvera hansBjórg* ' vínsson. f Ijós kom að Guðmundur varðað bakka meö hvert ætlunar- verk sitt aí oðru, má þar nefna Mk- skólamálið, Gimnarsholt, heiisukort- in, sjtikrafryggingargjaid ogað þiggja biðlaun. Nú er svo komið að gárung- ar hafafundið nýtt viöumefiiii á Guð- mund Áma. Aliir muna þegar Ólafur Ragnar Grimsson var kahaöur „Skattmann" er hann sat í stóii fjár- málaráðherra. En vitið þið hvað Guð- mundur Árni er kaUaður? Jú, ncfni- lega „Bakkmann“. Eiu þau kristin? FráGuðmundi Árnatil bróður hans, Gunn- laugs Stoiáns- sonarþing- manns. Allir vltaaðhanner jathframt presturfyrir tí:s!áústáh:i.HéMi-í?: dalaprestakahi. | Kannski vita færriaðkona hans.SjöfnJó- hannesdóttír, er einnig prestur og þjónar Djúpavogsprestakalli. Yfir hátið fjóss og fr iöar gefur að sldlj a að þau hjónin eru afar upptekin í prestsstörfum sinum. Þannig er að :;: sonur þeirra er við nám í Þýska-: landi. Hann var spurður af skólafé- logum sinum hvort liann ætlaði ckki:; til íslands í jólafrí. Sonurinn sagði að það taeki þvi ekki því foreldrar ! siidr væru aldreiheima á jólunum. En þá var prestssonurinn spurðiu af grandaiausum skólafélögimum: „Hva, eru pabbi þinn og mamma ekki kristin?" Agnes og Denni ■ . rrægeruruin greinAgnesar [-■>-.: . fc. Bragadótmri : Morgunblað- §P ' ' < iV-íiaJL inu um Fram- sóknarflokk- \ rlí inn.Framsókn- armennhafa keppstviðað : segjaaðgreinin værimeiraog minnaútíhött enhnrverður ekkiiaafmatá hvort svo ereða ekld. Greinih sherist að miklu leyti urn stöðu Stemgrims Hermannssonar innan flokksins. Þannig var að Steingrímur þurfti i hyrjun síðustu viku að leggjast inn á festsagasegiraðAgnes hafi heim- sótt Steíngrim á spítalann og verið fyrstá raímnesk,ian sem hann sá þeg- ar hann vaknað eftir svæfinguna. Þá á Steingrímur að hafa hugsað með sérhvort hann væri staddur í þessum: heimi eðajafnvel í undirheimum! Lögiæglan hef- urveriðiðin viðkolanní viðskiptumsín- um við helstu bruggara þessa lands.Varla liðurvikaan þess að stórta;k bruggverk- smiðja scgerð upptæken samn'rninsog þettaséeilífö- ekurenda. ÖU- uraráðmn er beitt og nýlega hejTði: Sandkomsritaii athyglisverða aðferð sem lögreglan á að hafa tileinkað aér. Það er að brogða mæh ofan í skólp- ræsl til aö mæla alkóhólinnihald skólpsins. Ef áfengismagn mælist í skólpi viðkomandi hverfis er það kannað nánar og fleiii sýni tekín til aö staðsetja verkstniðjmia nákvæm- lega. Ekki náðist samband við lög- reglu til að fá þetta staöfest! Umsjón: Bjöm Jóhann Bjömsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.