Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 52
60 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Halldór Blöndal lagði kratana á pólitísku rothöggi, segir stjórnar- andstöðuþingmaður. Póli- tískt rot- högg „Halldór Blöndal hefur lagt kratana á pólitísku rothöggi í landbúnaðarmálunum," sagði stjórnarandstöðuþingmaður eftir að kunnugt varð um samkomu- lag stjómarflokkanna um breyt- ingar á búvörulögunum. Málefnaleg niðurstaða Sagt er að Halldór hafi glott háðskt þegar hann var spurður um pólitíska rothöggið. „Þetta er málefnaleg niðurstaða og í sam- ræmi við gang mála á Alþingi síö- astliðinn vetur,“ sagði Halldór Blöndal. Ummæli dagsins Lausnin fundin? „Til að eigendaskiptin geti farið fram er æskilegt að nýr eigandi teljist líklegur til að geta átt fyrir- tækið áfram og reka það klakk- laust, jafnt í mögrum árum sem góðæri," sagði Sigurður B. Stef- ánsson hjá VÍS í samtali viö DV. Ummælin varða sölu ríkisins á stofnhlutafé í SR-mjöli, áður Síld- arverksmiðjum ríkisins. Borða ekki skötu Breytileg átt Stormviðvörun kl. 6.00 í morgun. Gert er ráð fyrir stormi á norðaust- urmiðum, austurmiðum, Austfjarða- Veðrið í dag miðum, norðurdjúpi, austurdjúpi og Færeyjadjúpi. Það verður breytileg átt, gola eða kaldi og él á víð og dreif nema suð- austan- og austanlands. Vaxandi norðanátt í dag, allhvasst og snjó- koma eða él norðanlands í kvöld og nótt en léttir til syðra. Sunnan- og suðvestanlands dregur úr frosti um tíma í dag, annars verður frost á bil- inu 4 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 0.49 Árdegisflóð á morgun: 0.49 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -6 Egilsstaðir skýjað -8 Galtarviti skýjað -5 Kefla víkurflugvöllur snjóél 1 Kirkjubæjarklaustur alskýjað -A Raufarhöfn alskýjað -7 Reykjavík snjóél 0 Vestmannaeyjar snjóél 2 Bergen snjóél -1 Helsinki rigning 3 Ósló skýjað 2 Stokkhólmur slydda 1 Þórshöfn snjóél 0 Amsterdam skýjað 6 Barcelona léttskýjað 9 Berlin skýjað 5 Chicago alskýjað 1 Feneyjar þoka 5 Frankfurt rigning 6 Glasgow léttskýjað -1 Hamborg léttskýjað 5 London rigning 5 Madrid þoka 3 Malaga þokumóða 5 Mallorca þoka 4 Montreal . alskýjað 0 New York heiðskírt 4 Nuuk skafrenn- ingur -7 Orlando þokumóða 12 París rigning 13 Valencia heiðskírt 8 Vín skýjað 14 Winnipeg ísnálar -16 „Ég vann hjá Náttúruvemdar- ráði, embætti veiðistjóra og Nátt- úrufræðistofnun áður en ég tók við starfi raínu hér í ráðuneytinu. Fyr- ir mörgum árum var ég í dýra- verndunarfélagi og má segja að áhuginn á þessum málaflokki hafi vaknaö þar,“ segir Aðalheiöur Jó- hannsdóttir sem tekur við starfi Maöur dagsins framkvæmdastjóra Náttúruvemd- arráðs í janúar á næsta ári. Samkvæmt lögum ræður Nátt- úruvemdarráð sér framkvæmdá- stjóra sem sér um skrifstofu ráðs- ins. Á skrifstofunni starfa sex starfsmenn en undir ráöið heyra einnig tveir þjóðgarðar og fjölmörg friðlýst svæði. Aðalheiöur er 36 ára, lögfræðing- ur að mennt og hefur unniö i um- hverfisráðuneytinu i tæp tvö ár og síðustu sex mánuði sem deildar- stjóri lögfræðideildar. „Því miður á ég fáar tómstundir en ég á mörg áhugamál sem tengj- ast þessu starfi mismikið. Fyrir utan vinnuna er lögfræðin mikiö áhugamál en ég hef einnig áhuga á sagnfræði og listasögu." Aðalheiður segist hlakka til að taka viö nýja starfinu. „Ég fer að vinna með ágætu fólki sem ég þekki. Náttúmverndarráð er ein af þeim stofhunum sera til- heyra umhverfisráðuneytinu svo breytingin verður ekki ýkja mikil. Umhverfismál em ört stækkandi málaflokkur. Þekking okkar er meiri og við vitum nú meira um hætturnar. Þörfin á að umhverfis- málum veröi betur sinnt 1 heild sinrú fer vaxandi og þróunin er öll í þá átt að taka tillit til þeirrar þarf- ar.“ „Nei, ég borða ekki skötu, mér finnst hún vond á bragðið og lykt- in af henni minnir á ammóníak, einhver sterkur fnykur. Ég get ekki ímyndað mér að hún sé hofi með allri þessari fitu út á,“ segir Ágústa Johnson um skötuna og bætir við. „Þó ég hafi ekkert á móti göml- um hefðum hvað mat snertir finnst mér algjör óþarfi að halda í þær ef þaö er almennt vitað að maturinn sé óhollur." Klassískt lögregluríki „Þetta er ekkert annað en klass- ískt lögregluríki sem við búum við. Þama er auðsjáanlega verið að hirða mjólkurkúna frá fátæk- um skattgreiðanda. Ég skil ekk- ert í mönnum að gera þetta í skjóli nætur. Ég hélt fyrst að það væri verið að stela bílnum en þegar ég fór að kanna þetta nánar sá ég þama mann með pappírs- legt yfirbragð og bíllinn var merktur," segir Magnús Skarp- héðinsson sem varð vitni að því að verið var að fjarlægja bfi ná- grannans. Myndgátan Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Frá og með deginum i dag verð- ur heldur lítið að gerast í íþrótta- lífinu fram aö jólum enda flestir íþróttamenn komnir í jólafrí. í kvöld verður íþróttahomið á dag- skrá Sjónvarpsins og er af nógu aö taka eftir fremur annasama helgi. Sýnt verður frá íþróttavið- burðum innanlands og utan og fjallað um það helsta sem gerðist um helgina. Auk þess fá íþróttaf- íklar úttekt á þvi helsta í veglegu íþróttablaði DV í dag. Skák Á hraðmótinu í Oviedo á Spáni á dög- unum kom þessi staða upp í skák Mar- geirs Péturssonar, sem hafði hvítt og átti leik, og rúmenska stórmeistarans Mihai Suba. Peð hvíts á a4 er í uppnámi. Ætti hvítur að valda það, sækja að peöum svarts með 25. Hc7, eða 25. Hc5, eöa taka eitthvað allt annað til bragðs? Suba vonast eftir að hvíti hrókurinn viki úr borðinu en þá hafði hann undir- búið (t.d. eftir 25. Hc5) 25. - Bh3! með máthótun. Næstl leikur Margeirs gerir drauma hans að engu: 25. Kg2! Þessi sterki leikur gefur hvítum unnið tafl. Svartur missir óhjákvæmilega d-peðið og frelsinginn á a-línunni er ekkl nægilegt mótvægi gegn peðameirihluta hvíts á miðborðinu og drottningarvæng. Eftir 25. - Ke7 26. Hc5 Hxa4 27. Bxd5 Bxd5 28. Hxd5 vann Margeir létt með því að þoka peðum sínum áfram. Bridge SpiUn í nýloknum Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur voru öll forgef- in og pörin fengu útskrift spilanna í lok hvers spilakvölds. Það gerði allan saman- burð mjög skemmtilegan og voru jafnan liflegar umræður hjá spilurum um spihn í lok hvers spOakvölds. í Butlertvímenn- ingi haga spilarar spilamennskunni á svipaðan hátt og í sveitakeppni. Skoriö er reiknað í impum miðað við útreiknað meðaltalsskor allra paranna í salnum. Spil dagsins kom fyrir á síöasta spila- kvöldi félagsins og þeir sem sýndu af sér sagnhörku í NS, græddu verulega á spil- inu. Einungis 24 punktar eru á milli handa NS, en hjartaslemma lítur alls ekki svo illa út. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, suður gjafari og allir á hættu: 4 985 V K1098642 ♦ Á9 + K ♦ D76 ¥ 5 ♦ KD10864 4» 532 ♦ ÁG10 V DG3 ♦ 2 + ÁD10974 Suður Vestur Norður Austur 1+ pass IV pass 2+ pass 4V pass 4 g pass 5V pass 6» p/h Suðri leist ágætlega á spilin sin eftir að norður hafði stokkið beint í fjögur hjörtu og ákvað að segja fjögur grönd sem var fimm ása spuming (trompkóngur talinn sem ás). Fiinm hjörtu norðurs lofuðu 2 „ásum" af fimm en neituðu trompdrottn- ingu og suður hækkaði í 6 hjörtu. Ef ekki kemur út spaði er slemman verulega góð. Tigull er trompaður í blindum, lauf- kóngur tekinn og trompum spilað og síð- an er spaðatapslögum hent í ÁD i laufi. En austur hitti á spaða út og allt í einu var slemman ekkert góð. Sagnhafi drap á ás, tók laufkóng, tígulás og trompaði tígul. Síðan spilaði hann ÁD í laufi og henti spöðum og vonaðist eftir 3-3 legu í laufi (um 36% líkur). Þegar það gekk, var • slemman í húsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.