Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Fréttir Stjóm Lögmannafélags íslands átelur héraðsdómslögmann harðlega: Lögmaðurinn ofreiknaði sér 210 þúsund í vexti - 587 þúsimd krona krafa á með réttu að nema samtals um 330 þúsundum Stjórn Lögmannafélags íslands hefur átalið héraösdómslögmann harðlega fyrir vinnubrögð sem hún telur óforsvaranleg af hálfu lög- mannsins viö útreikninga og inn- heimtu á vöxtum, virðisaukaskatti, þingfestingargjöldum og fjárnám- sendurriti. Samkvæmt áliti lög- mannafélagsins ber lögmanninum að skila um 230 þúsund krónum sem hann hefur ofreiknað sér en heild- arkröfur í máhnu voru 587 þúsund krónur. Lögmaðurinn var með kröfu í inn- heimtu vegna fjámáms í fasteign og nam höfuðstóh skuldarinnar um 100 þúsund krónum árið 1987. í mars 1988 greiddi skuldarinn 50 þúsund krónur inn á skuldina en lögmaður- inn hélt eftir sem áður áfram í nokk- ur ár að reikna dráttarvexti af upp- haflegum höfuöstól - án þess að taka tillit til innborgunar. Þegar upp var staðið í janúar síðasthðnum var búið að ofreikna 210 þúsund krónur í vexti. Lögmannafélagið telur að auk hinna ofreiknuðu vaxta hafi lögmað- urinn einnig ofreiknað sér virðis- aukaskatt af um 40 þúsund króna skuld vegna málskostnaðar en þegar var búið að reikna vaskinn með í dómi sem gekk þess efnis. í dæmdum málskostnaði var einnig búið að reikna með stefnubirtingargjaldi og þingfestingargjaidi en lögmaðurinn reiknaði sér þau gjöld einnig þannig að þau voru í raun tvígreidd. Eftir að upphaflegur skuldari fékk áUt lögmannafélagsins var lögmann- inum skrifað bréf og þess krafist að hann greiddi tU baka það sem félagið taldi að hann hefði ofreiknað sér - samtals tæplega 230 þúsund krónur. Engin viðbrögð hafa borist frá lög- manninum en þrjár vikur eru liðnar frá því að bréfið var sent. -Ótt Dé Longhi djúpsteikingarpottarnir meí snúningskörfunni eru byltingarkennd tækninýjung Meö hallandi körfu sem snýst meöan á steikingunni stendur: • jafnari og fljófari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í öðrum. • mun styttri steikingartími • 50% olíu- og orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan steikingu stendur. Fitu- og lyktareyöandi sfur tryggja fullkomið hreinlæti. Sumar gerðir með glugga svo fylgjast megi með steíkingunni, sjálf- hreinsandi húöun og tæm- ingarslöngu til að auðvelda olíuskipti. Hitaval 140-190°C. 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. DeLonghi FALLEGUR,FLJÓTUR 0G FYRIRFERÐARLÍTILL Verð aðeins frá kr. 11.690,- stgr. TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA /FOnix HÁTÚNI 4A SÍMI (91)24420 Ibúar I Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra við Vesturgotu taka virkan þatt I undirbúningi jólanna. Bjarni M. Stefánsson og Ingólfur Hannesson voru að bera saman útskurðinn á iaufabrauðunum en starfsmenn búa sjálfir til á annað hundrað kökur fyrir jólahátíðina til eigin þarfa. Margir taka þó aðra handiðn fram yfir laufabrauðsskurðinn, eins og Þórður Gunnarsson sem er listagóður málari. DV-mynd GVA Rafiönaöarmenn: Kjaradeilu vísað til sáttasemjara Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Raflðnaðarsambands íslands, hef- ur sent Guðlaugi Þorvaldssyni ríkis- sáttasemjara bréf þar sem farið er fram á að ríkissáttasemjari kalU fuU- trúa rafiðnaðarmanna og Landssam- bands íslenskra rafverktaka (LÍR) sem fyrst saman á fund. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi mið- stjómar Rafiðnaöarsambandsins og stjóma og trúnaðarráða rafvirkja og rafeindavirkja. Búist er við að ríkis- sáttasemjari kalh saman fund í deU- unni á mánudag. Guðmundur Gunnarsson segir aö Rafiðnaðarsambandið hafi ítrekað reynt að ná sáttum við rafverktaka en ekki tekist og nú sé þoUnmæðin þrotin. Rafiðnaðarmenn telji órétt- látt aö þeir fái ekki orlofsuppbót og skerta desemberuppbót. Þeir telja að rafverktakar vinni aö því að leggja ákvæðisvinnu rafiðnaðarmanna „í rúst“, segir hann og bætir því við að rafiðnaðarmenn vUji aðeins fá kjara- samning sinn framlengdan eins og Vinnuveitendasambandið hafi lagt ofurkapp á í vor. Þess má geta að atvinnulausir fé- lagsmenn Rafiðnaðarsambandsins fá 13 þúsund króna jólastyrk frá sam- bandinu fyrir þessi jól auk þess sem þeir halda fuilum réttindum og fá ókeypis kort í Mætti, Ukamsræktar- stöð verkalýðsfélaganna, þó að ekki séu tekin félagsgjöld af atvinnuleys- isbótum þeirra. Þá greiðir samband- ið atvinnulausum félagsmönnum launastyrki á biðtímanum. Atvinnulausir félagar í Rafiðnað- arsambandinu eru nú um 50. -GHS Reyðarfjörður: Sendibíll fór úf af og affelgaðist SendibUl fór út af viö bæinn Sóma- Við útafkeyrsluna affelgaðist bíllinn staði í Reyðarfirði þegar hross, sem en að öðru leyti urðu litlar skemmd- gengu laus, fóru fyrir bíUnn. ir á honum. Sendibílstjórinn missti stjóm á Að sögn lögreglu var Util hálka þar bílnum og ók út af inn í snjóskaU. semóhappiðvarð -pp Hönnun á Ingólfs- torgi hækkaði um 31 prósent Búist er við aö áætlaður heUdar- kostnaður við breytingar á Ingólfs- torgi verði 17 prósentum hærri en áður var taUð og verði 170 miUjónir í staö 145 miUjóna króna. Þetta kom fram í svari við fyrirspum ÓUnu Þorvarðardóttur, Nýjum vettvangi, um Ingólfstorg sem jagt var fram í borgarráði nýlega. Ólína vUdi fá að vita hverjar væru helstu ástæður þeirra breytinga sem gerðar hefðu verið á hönnun torgsins, hver hefði tekið ákvarðanir um breytingarnar og hvenær fyrirsjáanlegt væri að verkinu lyki. í svari borgaryfirvalda kemur fram að nauðsynlegt hafi verið að bjóða framkvæmdirnar á Ingólfs- torgi út í áfóngum tíl að hægt yrði að ljúka við torgið á þessu ári. Ekk- ert hafi verið því tU fyrirstöðu aö hefja framkvæmdir þó að endan- legar útfærslur hafi ekki legið fyr- ir. Fjöldi teikninga gefi ekki rétta mynd af umfangi hreytinganna. Borgaryfirvöld hafa hætt við að setja upp hlyn miðsvæðis á Ingólfs- torgi ásamt bekkjum og skýh þar sem arkitektar torgsins vUdu fella hlyninn út og einfalda gufuveitu. Arkitektamir áhtu fyrri hugmynd- ir of dýrar og flóknar í útfærslu. í svari borgaryfirvalda kemur fram að um svo litla breytingu hafi verið að ræða að ekki hafi verið tahð að umfjöllun þyrfti í skipulagsnefnd eða borgarráði. BorgarfuUtrúamir ÓUna Þor- varðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Margrét Sæmundsdóttir vara- borgarfulltrúi telja að hringlanda- háttur og fáránlega hár hönnunar- kostnaður við framkvæmdir á Ing- ólfstorgi sé verðugt umhugsunar- efni og víti tU vamaöar. Borgaryfir- völdum sé ofraun að semja raun- hæfar áætlanir um hönnunar- kostnað. Hönnunarkostnaðurinn við Ingólfstorg hafi hækkað um 31 prósent frá upphaflegri áætlun. -GHS Fjöldi árekstra á Akureyri Samtals níu tveggja bUa árekstrar LítU hálka var á götum Akureyrar urðu á 12 tímum á Akureyri á fóstu- á fóstudag en lögreglan segir að um- dag. Þá ók einn bíll á annan kyrr- ferðséaUtofhröðþar. -pp stæðan og annar ók á umferðarskilti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.