Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 34
42
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Fréttir__________________________x>v
Kj arasamnlngar samþykktir:
Halldór Þórólfsson á lyftaranum í fiskmóttöku Fiskiðjunnar á Raufarhöfn.
DV-mynd gk
Raufarhöfn:
Stanslaus vinna
í f iskmóttökunni
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
í fiskmóttöku Fiskiðju Raufarhafn-
ar er alltaf nóg að gera þegar afli
berst á land, eins og jafnan hefur
verið á þessu ári, og þar ræður ríkj-
um ungur maður, Halldór Þórólfs-
son.
HaUdór segir að þaö sé ágæt vinna
að vera í fiskmóttökunni en þetta sé
stanslaus vinna og lítið um „pásur“.
Fiskinum er ekið frá bryggjunni upp
að móttökunni þar sem hann tekur
við körunum og keyrir þau inn í
kæh. Þaðan fer hann síðan með kör-
in á lyftara að tveimur vélasamstæö-
um sem fiskinum er sturtað í og úr
þeim fer fiskurinn á færibandi inn í
vinnslusalinn.
Kjörsókn
mjög
mismunandi
„Kjörsókn er ágæt hjá okkur, hún
er um 69% sem er miklu betra en
gerist hjá mörgum öðrum félögum.
Hún hefur aö vísu verið meiri hjá
okkur áður, upp undir 80%, en þetta
verður að teljast nokkuð gott,“ sagði-
Guðrún K. Þorbergsdóttir, fram-
' kvæmdastjóri Póstmannafélags ís-
lands.
Póstmannafélagið undirritaði
kjarasamning við íjármálaráðherra
þann 2. desember, á kjörskrá voru
1.004 og 696 greiddu atkvæði. Já
sögðu 487 eða um 70 greiddra at-
kvæða.
„Það er dáhtið flókið að bera saman
kjörsókn mihi félaga vegna þess
hvemig staðið er að atkvæðagreiðsl-
unni. Sú regla er viðhöfö hjá okkur
að kjörgögnin ehi send á vinnustað-
ina. Reynslan við það er sú að þá
skha kjörgögnin sér vel th baka.
Ég sá th dæmis að kjörsókn hjá
Starfsmannafélagi Ríkisstofnana var
46%, en þeir viðhöfðu þá reglu að
senda kjörgögnin heim th félags-
manna. Ég veit dæmi um mjög
dræma kjörsókn, th dæmis hjá
Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg-
ar sem haföi opna kjördehd á skrif-
stofunni. Þar var kjörsókn ekki
nema 15%. Það er hægt að lesa
ákveðin skhaboð út úr þessum
tölum, að það er ekki sama hvemig
kjörgögnin em afhent,“ sagði Guð-
rún.
Hjá BSRB fengust þær upplýsingar
að mörg félög heföu gengið til at-
kvæða um kjarasamningana í nóv-
ember og desember og þeir hefðu
alls staðar verið samþykktir. Þau
félög em Flugmálastarfsmenn rikis-
ins, Félag íslenskra símamanna, Fé-
lag starfsmanna í Keflavík og á Suð-
urnesjum, Fóstrufélagið, Póst-
mannafélagið, Reykjavíkurborg og
Starfsmannafélag ríkisstofnana.
Samningar hafa ekki enn verið und-
irritaðir hjá ljósmæðmm og sjúkra-
þjálfumm. -ÍS
Áhrifamikil, sönn saga
sem vakið hefur heimsathygli
Betty Eadie dó eftir uppskurð en vaknaði aftur tii lífsins og mundi í smáatriðum
það sem fyrir hana hafði borið. Það sem fyrir hana bar í dánarheimum hefur verið
kaiiað áhrifamesta dauðareynsian fyrr og síðar.
í faðmi ljóssins
kemur um þessar mundir út á 19 tungumálum, auk endurútgáfu á ensku í mjúkri kápu
i meira upplagi en dæmi eru til áður. Bókin hefur undanfarnar vikur verið á „topp
tíu" sölulista Publishers Weekly.
í faðmi ljóssins
bók með boðskap sem hefur gefið fjölda fólks bjartari von og endurnýjaðan lífsvilja.
Áhrifamesta dauðareynslan
fyrr og síðar
Bók til að gefa - bók til að eiga
FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.