Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Sviðsljós
Gnllregn
íslensk tónlistarútgáfa hefur
verið mikil og vönduð fyrir þessi
jól. íslendingar hafa líka kunnað
að meta úrvalið og hefur hver plat-
an á fætur annarri náð guUsölu.
Bubbi Morthens reið á vaðið en
hans plata, Láfið er ljúft, náði því
að veröa að gulli fyrir 1. desember.
Fleiri hafa fylgt í kjölfarið, t.d. KK
band, Todmobile, Sigríður Bein-
teinsdóttir, Rabbi og hópurinn sem
stendur að barnaplötunni Bama-
bros.
Enn eru nokkrir dagar til jóla og
ef heldur fram sem horfir eiga enn
fleiri eftir að bætast í „gulihópinn".
HMR
Sara Dís Hjaltested er bara 7 ára gömul en er nú þegar komin með
tvær gullplötur f safniö sitt. Hún söng á plötunni Barnajólum, sem kom
út fyrir tveimur árum og náöi gullsölu, og i siöustu viku voru þaö svo
Barnabros sem urðu að gulli.
Á sunnudag var rööin komin aö Todmobile að fá afhenta gullplötu fyrir
sina fimmtu plötu, Spillt. Hér eru 2/3 af Todmobile; þau Andrea Gylfa-
dóttir og Þorvaldur Bjami Þorvaldsson meö guiiin sin.
Sigriður Beinteinsdóttir gefur sjálf út jólaplötu sfna, Desember, sem er um leið hennar fyrsta sólóplata. Þaó
er Japis sem sér um dreifinguna fyrir hana og fékk hún afhenta hjá þeim i síðustu viku gullplötu því þá
haföi Desember selst f yfir 6000 eintökum.
Á föstudag fékk hópurinn, sem stendur að bamaplötunni Barnabrosum, afhenta gullplötu. En enn sem komið
er er hún eina barnaDlatan sem hefur náö svo góðri sölu.
dojojong?
ogf Dúi dúgnaskítnr
EFTIR EINAR KÁRASON
Didda og Dúi, tólf ára gömul, sýna hvaö í þeim býr þegar harbsvírabir þjófar
verba á vegi þeirra uppi í Öskjuhlíb. Stórskemmtilegt œvintýri fyrir börn eftir
Einar Kárason.
„Þessi bók er jafn skemmtileg og titillinn gefur til kynna. Hún er skrifub
af miklu fjöri, en rík af kímni og full af litríkum og eftirminnilegum
persónum."
Kolbrún Bergþórsdóttir í Pressunni.
Einn vinsœlasti höfundur íslendinga hefur nú skrifab barnabók, þar sem
frásagnarhœfileikar hans njóta sín til fulls. Þess má geta, ab bœkur
Einars hafa komib út í sex þjóblöndum og eru vœntanlegar víbar.
Máll^l og menning
LAUGAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍDUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577