Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 UXUJ- Göngustígar .eikvöllur Slippur Baöströnd Sjóvarnargaröur Eldri byggingar Minjasafn Alþýðublaðiö rekið með hagnaði: Á í engum erf iðleikum með að gefa blaðið út segir Amundi Amundason framk væmdastj óri „Alþýöublaöiö gengur mjög vel og ég á í engum erfiðleikum með aö gefa þaö út. Blaöið hefur ekki skilaö eins miklum hagnaði og það gerir nú í 30 ár. í allri hógværð sagt þá skila auglýsingar í blaöinu stórkost- legum árangri," segir Ámundi Ámundason, framkvæmdastjóri Al- þýðublaösins. Allt stefnir í aö útgáfa Alþýðu- blaðsins skili 18 milljóna króna hagnaði í ár. Þetta er athyglisvert í Ijósi þess að áskrifendur að blaðinu eru innan við þijú þúsund. Góð af- koma blaðsins stafar aðallega af aug- lýsingatekjum. Aðspurður neitar Ámundi því að opinberar auglýsingar séu megin- uppistaöan í tekjum blaðsins. Í því sambandi bendir hann á aö á síðasta ári hafi birst 82 þúsund auglýsingar í blaðinu. Um 78 prósent af auglýs- ingatekjimum hafi komið frá al- mennum auglýsingum en einungis 22 prósent frá opinberum aðilum. Hann segir það alrangt að félags- málaráðuneytið og aðrar stofnanir undir stjóm krata hygli blaðinu. „Því fer fjarri að opinberir aðilar hygli okkur varðandi auglýsingar. Sem dæmi má nefna að Halldór Blöndal gaf sérstök fyrirmæli um það í landbúnaöarráðuneytinu að ekki mætti birta opinberar auglýs- ingar í Alþýðublaðinu." Að sögn Ámunda hafði Alþýðu- blaðið ætíð verið rekið með tapi þangað til hann tók við rekstrinum haustiö 1991. Þá hafi verið ákveðið að leggja niður blaðið en hann fengið að gefa það út til prufu í tvo mán- uði. Síðan þá hafi aldrei hðið heilir tveir mánuðir þannig að tap hafi ver- ið á rekstrinum. Á sama tíma hafi ríkið skoriö niður áskriftir sínar úr 750 í 150 eintök „Þegar ég tók við voru allar eigur Alþýðublaðsins seldar til Pressunn- ar. Þeir tóku öll tæki og tól. Ég hafði ekki einu sinni blýant til umráöa. Nú vilja menn alls ekki leggja blaðið niður.“ -kaa Gjató vegna hundahalds hækkar Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið aö hækka árgiald vegna hundahalds í Reykjavik úr 8.800 krónum í 9.600 krónur á næsta ári, auk þess sem borgarráð legg- ur til að handsömunargjald fyrir | hunda hækki úr 6.500 krónum í 7.000 krónur. -GHS Skátahandbókin erkominút Bandalag íslenskra skáta gaf nýlega út Skátahandbókina sem er 304 blaösíður og öll prýdd myndum og teikningum. Hún er byggð á danskri skátahandbók en löguð að íslenskum aðstæðum og að mörgu leyti betrumbætt í bók- inni er fjallaö um upphaf, skipu- lag og starf skátahreyfmgarinn- ar, ferðamennsku, tjaldbúðalif, hnúta, trésmíðar, bál, útieldun, tjáskipti, leiklist, hjálp í viðlög- um, vatnaíþróttir og margt fieira. Ritsfjóri bókarinnar er Kristín Bjarnadóttir aðstoðarskátahöfð- ingi. Skátahandbókin nýtist ekki einungis skátum heldur og öllum þeim er áhuga hafa á útílífi, feröalögum, fóndri og félagsmál- um. Skátahandbókin er i mjúkri plastklæddri kápu þannig aö auð- velt er að koma henni fyrir í bak- pokanum. -ÍS Óvist hvort Kol- beinseyverður frystitogari Jóhannes Sigutjánsson, DV, Húsavík: Einar Njálsson, stjórnarmaður útgerðarfyrirtækja togarans Kol- beinseyjar á Húsavík, vill koma á framfæri athugasemdum við frétt sem birtist í DV14. desemb- er sl. þar sem fram kom aö ákveð- iö væri aö breyta togaranum í frystiskip. Einar sagði að engar ákvarðan- ir hefðu verið teknar. Málið væri enn á umræðustigi og m.a. væri ókannað um fjármögnun og hvernig hráefnisvandi vinnsl- unnar yrði leystur. Álverið í Straumsvík: Nýtt mötuneyti Nýverið var tekin í notkun nýtt mötuneyti á verksmiðjusvæði ál- versins í Straumsvík. Það er 2.115 m2 bygging á tveimur hæðum. Á jarðhæð er mötuneyti fyrir starfs- menn sem tekur 264 menn í sæti en á efri hæðinni eru skrifstofur tölvu- deildar, öryggismála, almanna- tengsla ásamt fundar- og kennslu- stofum og aðstöðu fyrir trúnaðar- lækni. Bygging þessa húss hófst í október 1992 er nú lokið þremur vikum á undan áætlun. Heildarkostnaður við er 150 milljónir en það eru um 17.700 krónur á m3. í mötuneyti hússins verður notast við svo kaUaða „cook- chill" aðferð við matreiðslu og geymslu en með þeirri aðferð varð- veitast næringarefnin betur en með gömlu aðferðinni. Afkastageta mötu- neytisins er 1.400 matarskammtar á dag. -ÍS Fréttir Nýbygging álversins i Straumsvik, sem meöal annars hýsir mötuneyti fyrir starfsmenn, er 2.115 m2. DV-myndir Brynjar Gauti leinnao eutr irumaroKum lunusiaKsarimenib DV Borgarstjóri hefur látið gera uppdrátt að einfaldri búningsaðstööu og böðum í Nauthólsvík en ekki er víst að hugmyndinni veröi hrundið í framkvæmd fyrr en árið 1996 þegar nýja holræsakerfiö verður komið í gagnið. Markús Öm Antonsson borgarstjóri: Vill fegra í Nauthólsvík Markús Öm Antonsson borgar- stjóri hefur látið gera uppdrætti að Nauthólsvíkursvæðinu með tHliti til þess að hægt verði að opna böðin í Nauthólsvík með bættri búningsaö- stöðu og fegruðu umhverfi eftir að ræsunum í Fossvogi hefur verið lok- að. Uppdrættimir vérða fljótlega kynntir í borgarráði en ekki er víst að framkvæmdir hefjist fyrr en í fyrsta lagi árið 1996. „Nýja holræsakerfið verður full- gert innan tíðar og þá skapast mögu- leikar til að opna Nauthólsvíkina þar sem sjórinn þar verður ekki mengað- ur lengur. Eg hef því beðið um að gerðar verði allra fyrstu tillögur að úrbótum á svæðinu, að fegra og snyrta Nauthólsvíkursvæöið • og koma upp einfaldri aðstöðu fyrir böð og búningsklefa," segir Markús Öm. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.