Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 17
‘^«»2
a£Í?i!&S
ma
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Merming
Ómissandi
heimildarit
Meöal þeirra rita í bókahillum mín-
um sem ég gríp stöðugt til er bókin
Hugtök og heiti í bókmenntafræði
enda hefur mér þótt hún sérlega vel
heppnuð og notadijúg. Það var því
með mikiili tilhlökkun sem ég settist
við bókina Hugtök og heiti í norr-
ænni goðafræði og vissulega varð ég
ekki fyrir vonbrigðum. Eftir fyrstu
kynni mín af því er ég sannfærður
um að það á eftir að reynast mér jafn
notadrjúgt og fyrmefnda ritið sem
Jakob Benediktsson ritstýrði.
Hér er hins vegar um útlent rit að
ræða, sem hefur veriö stytt nokkuð
og staðfært á þann veg að sleppt hef-
ur verið ýmsum flettum sem aðeins
snerta suðurgermanska goðafræði.
Þar með hefur ritinu verið breytt í
uppflettirit um norræna goðafræði
og hlýtur sem slíkt að höfða mjög til
íslenskra lesenda. í staðfærslu rits-
ins felst einnig að ritaská þess hefur
verið aukin með íslenskri heimilda-
skrá sem Gísli Sigurðsson hefur tek-
ið saman. Þá hefur Heimir Pálsson,
ritstjóri verksins, farið yflr hverja
flettu og hnikað henni til íslenskra
aðstæðna þó fáar orðsgreinar hafi
beinlínis verið endursamdar, eins og
fram kemur í formála ritstjóra. Loks
hefur við staðfærslu ritsins verið
tekið mikið mið af íslenskri orðsifja-
bók Ásgeirs Bl. Magnússonar.
Lengsta grein eða fletta bókarinnar
er um Þór, hinn norræna þrumuguð
„sem var sterkastur ása“. Aörar ítar-
legustu fletturnar eru um Óðin,
„æðsta goð norrænnar goðafræði
eins og hún birtist í Eddunum“, um
Loka „margbrotnasta og jafnframt
neikvæðasta germanska goðið“. Af
styttri flettum má nefna nánast af
handahófi „Ár og frið“. Þetta ger-
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
manska orðtak, sem enn er notað í
íslensku máh (að óska e-m árs og
friðar) fól í sér „óskir um samfellt
góðæri og ríkulega uppskeru, næga
fiskigengd, innra öryggi hvers og
eins og frið fyrir glæpum og stríöi."
Finnst mér lýsing þess óneitanlega
minna mjög á þekktasta hugtak
gamla-testamentisfræðanna, hebr-
eska hugtakið „sjalom". Hér fáum
við líka að vita að fijósemisgoðið
Freyr var helsta goðiö sem blótað var
til að ná fram þessu æskilega
ástandi." Fletti lesandinn upp á „Is-
lendingasögur" þá er þar raunar tals-
vert styttra mál en búast hefði mátt
við. Þar er varað við of miklu trausti
til heimildagildis þeirra þó því sé
ekki neitað að „minni úr heiðnum
sið“ hafi varðveist þar og eru þau
sögð „því áreiðanlegri sem þau hafa
minna trúarlegt gildi í sögunum".
Það ber að fagna framtaki þeirra
sem stóðu að útgáfu þessa rits hér á
landi. Úr því að íslenskir fræðimenn
hafa ekki sjálfir ráðist í það stórvirki
að seinja upp á eigin spýtur rit sem
þetta þá var næstbesti kosturinn að
þýða það útlent rit sem hefur að
geyma eina viðamestu tilraun til að
skrifa aðgengilegt ritverk um ger-
manska heiðni. Þýðing Ingunnar
Ásdísardóttur virðist mér vel heppn-
uð, en ljóst er að það er ekkert
áhlaupaverk aö þýða verk sem þetta
þar sem hrá þýðing nægir sjaldnast
heldur verður ætíð að huga mjög
vandlega að heimfærslunni til ís-
lenskra aðstæðna.
í augum íslendinga er þetta fyrst
og síðast íslenskt efni. Þó fomleifa-
fimdir hafi reynst notadijúgar heim-
ildir fyrir fræðimenn þá eru þeir
ekkert í líkingu við ritheimildirnar
og þá fyrst og fremst íslensku heim-
ildimar, ekki síst rit Snorra Sturlu-
sonar. Þessi bók hlýtur að vera
ómissandi fyrir hvem þann sem læt-
ur sig foma norræna menningu ein-
hveiju skipta.
Rudolf Simek
Hugtök og heiti i norrænni goöafræöi
Heimir Pálsson ritstýröi
Ingunn Ásdísardóttir þýddi
Heimskringla. Háskólaforlag Máls og
menningar.
1993 (333 bls.)
Norðmannsþinur,
jólatré sem ber sitt barr
Jólatrén okkar
eru óvenju
falleg í ár.
Komið í jóla-
skóginn og veljið
jólatré við bestu
aðstœður.
Ódýrar skreytingar
fyrir alla.
Kertaskreytingar
Verðfrá 895,-
Hýasintuskreytingar
Verðfrá 595,-
Opið til kl. 22 öU kvöld tiljóla.
IbfléiíMwal