Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 16
16
JOLAGJOF
VEIÐI'
MANNSINS
HOUSE OF HARDY
Flugustangir og hjól.
Lífstíöar eign.
J£?Abu
Garcia
Þrautreyndar sport-veiðivörur
á veröi viö allra hæfi.
Barbour®
Besti fatnaðurinn fyrir
versta veðrið.
John Partridge
Njóttu útiverunnar [
úrvals fatnaði.
Nýtt!
e/
oeiSúnanna.
Opiö kl. 9 - 18.
Föstud. til kl. 19.
Laugard. og sunnud.
kl. 10 - 16
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
Vilhjálmur Árnason.
bókarinnar tekur höfundurinn íjölmörg dæmi
af sjúkrasögum þar sem siöferöilegur vandi rís.
Allur frágangim bókarinnar og tilvísanir til
heimilda eru á sömu leið. Jafnan hefur veriö
leitað í smiðju til þeirra sem líkiegastir væru
til aö geta gefið góö ráö um viðfangsefnið enda
hefur árangurinn oröið í góöu samræmi viö það.
Bók þessi verður örugglega á komandi árum
einhver mikilvægasta kennslubók þeirra sem
búa sig undir starf í heilbrigðisþjónustunni. Það
er enginn vafi í mínum huga að þessi bók verð-
skuldar fyllilega að vera tilnefnd til hinna ís-
lensku bókmenntaverðlauna. Lokaorð mín
veröa því þau ein að óska Vilhjálmi til ham-
ingju með þessa mjög svo verðskulduðu tilnefn-
ingu.
Vilhjálmur Árnason:
Slðfræði lífs og dauða.
Erfiöar ákvaröanir i heilbrigðisþjónustu.
Rannsóknarstofnun i siöfræði. Rvk 1993 (325 bls.)
Vandað rit um sið-
fræði lífs og dauða
í hugum margra tengist heimspekin ekki öðru
fremur en orðhengilshætti, deilum um keisar-
ans skegg eða hugarleikfimi sem einungis sé
iðkuð í háskólum. Hvaða skoðanir sem menn
kunna að hafa á slíkum staöhæfmgum þá verð-
ur dr. Vilhjálmur Ámason, dósent í heimspeki,
ekki sakaður um slíkt í þessari bók sinni. Hér
hefur hann tengt heimspekina brýnum siðferði-
legum úrlausnarefnum sem verða á vegi manna
á hverjum degi og varða okkur öll.
Því hefur verið haldiö fram að læknavísindin
hafi bjargað siðfræðinni. Með þeirri staðhæf-
ingu er að sjálfsögðu verið að vísa til þeirra
flóknu siðferðilegu vandamála sem tengjast
nútímalæknavísindum, svo sem þeirra er snerta
gervifijóvganir, erfðatækni, líknardráp og líf-
færaflutninga. Það eru slík vandamál sem dr.
Vilhjálmur Árnason glímir við í þeirri bók sem
hér er til umsagnar.
Viðfangsefni Vilhjálms er því siðfræði heil-
brigðisþjónustunnar. Bókin hefur að geyma niö-
urstöður rannsókna hans um þau efni á undan-
fömum ámm sem stundaðar hafa verið bæöi
hér á landi og við háskóla í Bandaríkjunum og
á meginlandi Evrópu. Til rannsóknanna hefur
hann notið styrks frá Vísindaráöi íslands.
Rauði þráðurinn í málflutningi Vilhjálms er
krafan um að virða sjúklinginn sem manneskju.
Sú krafa hljómar kunnuglega í eymm þeirra
sem ahst hafa upp við hina kristnu kenningu
um manninn sem skapaðan í mynd Guðs. í þess-
ari kröfu felst sú hugsjón að mannleg samskipti
eigi að einkennast af gagnkvæmri virðingu.
Reynsla alltof margra sjúklinga af heilbrigðis-
þjónustunni er því miður sú að þeim hafi verið
sýnd niðurlægjandi framkoma og ráðskast hafi
verið með þá eins og hvern annan hlut. Höfuð-
viðfangsefni Vilhjálms í þessari bók sinni er að
gaumgæfa hvemig taka megi mið af hugsjón-
inni um virðingu fyrir manneskjunni í starfi
heilbrigðisstétta. í því sambandi leggur hann
áherslu á nauðsyn þess að gera sjúklingum
kleift að taka ábyrgan þátt í ákvörðunum um
eigin læknismeðferð.
Þetta kann að hljóma einfalt en hin siðfræði-
legu vandamál sem tengd em nútímalæknis-
fræði eru oft á tíðum allt annað en einföld og
höfundurinn reynir hvergi að sniðganga erfið-
leikana eða einfalda vandamálin um of heldur
brýtur þau ætíð til mergjar og ræðir ólík sjón-
armið af mikilli rökfestu.
Það er skemmst frá því að segja að viðbrögð
mín við lestri bókarinnar vora þau að fyllast
sívaxandi trausti til málflutnings höfundar, sem
ber það með sér að vera niðurstööur af ítarleg-
um rannsóknum og samræðum við þá er standa
í eldlínu þeirra mála sem um er verið að íjalla
hverju sinni. Framsetningin er sérlega vönduð
og til þess fallin að auðvelda lesandanum lífið.
Það leynir sér ekki að höfundurinn er góður
stílisti. Inngangurinn hefur aö geyma mjög
vandað yfirlit yfir efni bókarinnar og meginá-
herslur Vilhjálms, og til að auka á kennslugildi
íslenskar fornbókmenntir
Þetta er annað bindi af fjóram, mikið verk,
nær sex hundruð þéttprentaðar síður. Hér era
teknar fyrir íslenskar bókmenntir frá íslend-
ingasögum og fram til miðrar átjándu aldar.
Geysimikið hefur verið skrifað um margt af
þessum bókmenntum áður og hefur verið mikið
verk og vandasamt að vinna úr því þetta yfirlit.
Það bíður sérfróðari manna og ítarlegri umíjöll-
unar í tímaritum að meta hvernig það verk
hefur tekist. En það er mjög gott að fá þessa
samræmdu umfjöllun um íslenskar bókmenntir
á löngu tímaskeiði. Hún er svo ítarleg aö efninu
era góð skil gerð, og hér er þó ekkert um of.
Meginreglan er sú að fyrst er fjallað um hverja
bókmenntagrein sérstaklega, svo sem íslend-
ingasögur og helgikvæði. Þar er bæði gerð út-
tekt á efnisvali, ríkjandi viöhorfum og formleg-
um einkennum, frásagnarhætti, stíl, bragar-
hætti o.fl. þ.u.l. Innan hverrar bókmenntagrein-
ar er svo fjallað um helstu skáldverk - á seinni
öldum rnn höfundarverk. Þykja má ósamræmi
aö ekki skuli íjallað um bragarhætti sálma og
veraldlegra kvæða eftir siðaskipti, en þeim fjölg-
aði gífurlega og þar skortir framrannsóknir, svo
að það var illgerlegt. Hins vegar heföi mátt nefna
að einn helsti ávinningur íslenskra bókmennta
af þýddum sálmum eftir siðaskipti sé einmitt
sá fjöldi nýrra bragarhátta sem þá barst inn í
landið. Einnig heföi þurft ítarlegri umfjöllun um
t.d. vikivakahátt, gagnorö lýsing er í uppsláttar-
ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði (MM
1983). Margir hafa velt vöngum yfir því hvers
vegna hin sérstæða sagnaritun varð til á ís-
landi. Sverrir Tómasson tilfærir kenningu G.
Turville-Petre um að íslendingar hafi lært að
skrifa ævisögur af alþjóðlegum helgisögum.
Þessu hafnar Sverrir með þeim rökum (bls. 282)
að fátæk sé sú þjóö sem ekki eigi ævisögur stór-
menna sinna, gera megi ráð fyrir eins konar
djúpgerð ævisagna, og mestu skipti við mótun
þeirra sú frásagnarhefö sem óskólagengnir
fiskimenn og bændur áttu fyrir í munnmælasög-
um.
Bókmenntir
Örn Ólafsson
En þetta virðist heldur léttvæg afgreiðsla.
Ekki veit ég af neinni þjóð sem ekki á munn-
mælasögur, en hve margar eiga ævisögur á eig-
in þjóðtungu á miööldum? Þótt svo sé ekki þurfa
íslendingar ekki að vorkenna Finnum, Tékkum
eða Dönum menningarlega fátækt, þær þjóðir
eiga (eins og Sverrir ýjar að) annars konar
menninarhefö, dýrlegar hallir, kirkjur og heila
borgarhluta frá miðöldum, fullt af myndlistar-
verkum.
Böðvar Guðmundsson skrifar um bókmenntir
næstu tvær aldir eftir siðaskipti og fullyrðir að
alþýða hafi þá verið „meira og minna ólæs“ (bls.
389, ítrekað á bls. 437). Ekki kemur fram hvað
hann hafi fyrir sér um það. En Stefán Karlsson
hefur rakið samtímavitnisburði um þetta (í
grein í Opuscula 1970) og segir m.a. (bls. 135):
„er óhjákvæmilegt að ráöa af þeim að lestrar-
og skriftarkunnátta á íslandi um miðja 16. öld
hafi verið miklum mun meiri en í Danmörku
og Noregi. Hóflega ályktun tel ég vera að lestr-
ar- og skriftarkunnátta hafi verið undantekn-
ingarlaus að kalla meðal leikmanna í ábyrgöar-
stöðum, þ.e. lögmanna, lögréttumanna, sýslu-
manna o.þ.u.l., algeng meðal annarra sjálfseign-
arbænda og varla einstæð meðal leigubænda og
vinnumanna. Loks er líklegt að konur - a.m.k.
á efnaheimilum - hafi notið tilsagnar í þessum
fræðum. Líkt þessu er ástandið öld síðar, þegar
beinir vitnisburðir um skriftarkunnáttu nafn-
greindra manna í öllum stéttum eru orðnir
mýmargir.“
Læs verður almenningur - og hann helst læs
- á því einu að lesa, svo þetta atriði skiptir mjög
miklu máli í íslenskri bókmenntasögu. Sætir
furðu að ritstjórinn skyldi ekki stöðvast við
þessa fullyrðingu Böðvars og láta kanna betur
og rökstyðja.
Þessar aðfinnslur skulu þó ekki draga úr því
að mikið fagnaðarefni er að þessu vandaða og
fróðlega bindi bókmenntasögunnar.
Böðvar Guðmundsson, Sverrir Tómasson, Torfi Tuli-
nius og Vésteinn Ólason (ritstjóri):
íslensk bókmenntasaga II.
Mál og menning 1993, 572 bls.