Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Fréttir
Fj árlagafrumvarpið til atkvæðagreiðslu í dag:
Framsókn tafði þinghald
með andóf i um helgina
- gjaldafáfengissjúklingumnotaðsemskiptimyntíþinginu
Gengið verður til atkvæðagreiðslu
um flárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar í dag. Umræðum lauk um
frumvarpið á laugardagskvöld en
formönnum þingflokkanna tókst
ekki að ná samkomulagi um að ljúka
öðrum málum þá inn kvöldið. Því var
ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu.
Framsóknarmenn töldu óásættan-
legt að afgreiða frumvörp ríkis-
stjórnariimar um skatta og aðgerðir
í ríkisfjármálum án ítarlegrar um-
ræðu. Aðrir stjómarandstæðingar
voru hins vegar þeirrar skoðunar að
öll sjónarmið væru komin fram og
vildu þvi ljúka þingstörfum. Af hálfu
stjómarsinna lá fyrir vilyrði um aö
falla frá gjaldtöku af áfengissjúkling-
um yrði það til aö draga úr málþörf
þingmanna. Fyrr um daginn féll rík-
isstjómin frá þvi að leggja virðis-
aukaskatt á farþegaflutninga.
Stefnt er að því að ljúka þingstörf-
um í dag en margir þingmenn óttast
að það geti dregis allt fram á mið-
vikudag. Auk fjárlagafrumvarps er
eftir að afgreiöa frumvarp til láns-
flárlaga, frumvarp um aögerðir í rík-
isfjármálum, búfjárlög, skattalög og
frumvarp um breytingar á tekju-
stofnum sveitarfélaga.
-kaa
Samningaviðræður sjómanna og útvegsmanna:
Enn er langt
íland
- segir formaður Sjómannasambandsins
Hlé var gert á samningaviðræðum
sjómanna og útvegsmanna hjá ríkis-
sáttasemjara um helgina. Fundir
áttu að hefjast aftur í morgun. Óskar
Vigfusson, formaður Sjómannasam-
bands íslands, sagði í samtali við DV
i gær að enn væri langt í land að
niðurstaða fengist í viðræðunum.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ,
sagði hins vegar við DV að þokast
hefði í samkomulagsátt.
„Það er verið að fara yfir þessa
sérkjarasamninga þar sem skip og
skip eru aö breyta út af hefðbundn-
um veiðiaðferðum. Viö erum að að-
laga þetta samningum og hefur geng-
iö þokkalega þótt sums staðar hafi
rekið i strand. Við vonumst eftir nið-
urstöðu sem fyrst en hvort það tekst
fyrir jól skal ég ekki um segja. Það
eru sjómenn sem boða verkfall og
erfitt fyrir okkur aö meta hvemig
málum lyktar. Fyrir liggur að kanna
lögmæti verkfallsins en það á ekki
að hafa nein áhrif á gang samninga-
viöræðna og hefur ekki haft. Samn-
ingur er eitt sem við þurfum aö ná,
burtséð frá því hvort um verkfall er
Óvissa um þinghaldið rfkti á Alþingi á laugardaginn. Stefnt var að þvi að Ijúka þingstörfum um nóttina en frá því
var horfið vegna þarfar framsóknarmanna til að tjá sig um skattalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og ráöstafanir
hennar i rikisfjármálum. DV-mynd JAK
að ræða eöa ekki. Aðalatriðið er að
ná samningi en ekki að komast í
verkfall," sagði Kristján Ragnarsson.
Óskar Vigfússon sagði að saminga-
viðræöur gengju ekki nógu vel. „Það
má segja að menn hafi skilið ósáttir
á fóstudaginn. Flöskuhálsinn okkar
megin er sú hótun sem fram hefur
komiö um að setja mál okkar í Fé-
lagsdóm. Það fer ekki vel í okkur og
við munum ekki verða ginnkeyptir
fyrir því að halda uppi viðræðum við
þessa ágætu menn á meðan málið er
á einhveiju dómsstigi. Við stöndum
að verkfallsboðun með fullkomlega
löglegum hætti en það virðist vera
efi uppi um það á meðal okkar viö-
semjenda. Miðað við reynslu mína
af kjarasamningum er ég ekki bjart-
sýnn á aö niðurstaða fáist fyrir jól.
Það er enn langt í land,“ sagði Óskar
Vigfusson við DV í gær.
-bjb
í dag mælir Dagfari
Barnabætur aldarinnar
Dagfara er það enn í fersku minni
hvemig Davíð borgarstjóri Odds-
son sló andstæðinga sína út af lag-
inu þegar hann kom með þá snjöllu
hugmynd að borgin mundi greiða
þeim foreldrum peningaupphæð,
sem væru heima hjá bömum sín-
um. Davíö fullyrti að þaö borgaöi
sig fyrir borgina, að borga fólki
fyrir að vera heima, enda dagvist-
unar- og leikskólakostnaöur upp
úr öllu valdi. Raunar lét borgar-
stjórinn þessi orö falla þegar
minnihlutakerlingamar vom að
væla undan biölistum á leikskóla
og dagheimili Reykjavíkurborgar
og sögöu að þar kæmist enginn að.
Þannig að þaö vom bæði biðraðim-
ar og útgjöldin af þessu bamakjaft-
æði sem vom gagnrýnd.
Borgarstjórinn sló tvær flugur í
einu höggi þegar hann skellti fram
hugmyndinni um bamabætumar.
Andstæðingamir urðu kjaftstopp,
enda getur enginn heilvita maður
haft á móti því ef sjálfur borgar-
stjórinn í Reykjavík leggur til að
fólki sé borgað fyrir að vera heima
hjá bömunum. Það slær enginn
hendinni á móti slíku boði. Greiðsl-
an átti að vera svo há að viðkom-
andi foreldrar mundu að minnsta
kosti ekki tapa á því að vera heima
bjá sér í staö einhverrar annarrar
vinnu.
Þessi hugmynd var líka snjöll
fyrir þær sakir aö hún mundi leysa
atvinnuleysið, þegár foreldrar
streymdu af vinnumarkaðnum og
inn á heimilin til aö sinna bömum
sínum á fullu kaupi bjá Reykjavík-
urborg.
Auðvitað hafa sjálfstæðismenn
verið aö velta þvi fyrir sér allt kjör-
tímabibö'hvemig efna megi þetta
kosningaloforð fyrrverandi borg-
arsfjóra. í fyrstu var óvinveitt rík-
isstjóm viö völd sem hótaöi aö
skattleggja þessar bamabætur og
Davíö borgarstjóri vildi ekki láta
fólkiö sitt og blessaða foreldrana
borga skatta af bamabótum og þess
vegna gat hann ekki hafist handa.
En svo fór Davíö í ríkisstjóm og
gerðist forsætisráöherra og Mark-
ús tók við sem borgarstjóri og nú
var brautin bæði bein og breið og
þeir hafa verið að reikna það út á
borgarstjóraskrifstofunni hvað
bamabætumar þurfi að vera háar
til lokka foreldrana aftur heim til
sín. Spumingm er sem sagt sú fyr-
ir foreldrið: borgar það sig fyrir
mig að segja upp vinnunni og losna
við að greiða leikskólagjald eða
dagmóður fyrir gæslu á baminu
mínu, viö það aö fara heim og fá
bamabætur bjá borginni?
Þetta vora þeir að reikna út hjá
borgarsljóra og sjálfsagt hefur
Davíö einnig verið búinn að reikna
það út og nú loksins þegar ekki sit-
ur lengur óvinveitt ríkissfjóm og
Davíö er kominn í stjómarráðið og
Markús í ráðhúsið gerist þaö að
borgarstjóri tilkynnir að pakkinn
sé klár. Enda ekki seinna vænna.
Það þarf að kjósa borgarstjómar-
meirihlutann aftur að vori og þá
verður maður aö vera búinn að
efna kosningaloforðin.
Sem sagt: tilboðið liggur fyrir.
Hvert foreldri sem hættir að starfa
utan heinmihs og missir þannig af
tekjum og hættir um leið að senda
bamið sitt á leikskóla borgarinnar
fær greiddar krónur sex þúsund
per stykki!
Það er almannarómur að þetta
sé tilboð sem ekki sé hægt að hafna.
Dagfari varö var við það að konan
í næsta húsi, sem á þrjú böm, stökk
hæð sína af fognuði og innilegu
þakklæti til þeirra borgarstjóranna
beggja fyrir þessa rausn. Hún ætlar
umsvifalaust að segja upp starfi
sínu á vinnumarkaðnum og setjast
aö heima hjá sér með heilar átján
þúsund krónur, sem hún fær í
tékka frá borginni um hver mán-
aðamót.
Að því er varðar skatta af þessum
tekjum hefur Davíð forsætisráð-
herra sagt Davíð fyrrverandi borg-
arstjóra að ríkisstjómin geti þvi
miður ekki gefið eftir skatta af svo
miklu tekjum hjá fólki, sem hefur
ekki aðrar tekjur og þess vegna fær
hvert foreldri rúmlega þijú þúsund
og fimm hundrað krónur af þeim
sex þúsund sem borgin borgar (þar
á meðal tæp sjö prósent í útsvar til
borgarinnar).
Þetta gerir þó ekki svo mikið til,
vegna þess að foreldrið sparar sér
níu þúsund krónur í leikskólagjald
og þegar allt kemur heim og saman
er þetta stórgróði fyrir foreldrið.
Það er ekki á hveijum degi sem
menn græða á kosningaloforðum
sem era efnd með jafn glæsilegum
hætti.
Dagfari