Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Merming
Handbók
hófdrykkju-
manns
Einar Thoroddsen, augnlæknir og
borövínsfræðingur, hefur skrifað
„Vínin í ríkinu", gagnlega handbók
fyrir áhugamenn um borðvín.
Helmingur hennar er almenn víri-
• fræði, einkum landafræði vínrækt-
ar. Hinn helmingurinn er úttekt á
víni, sem er eða hefur til skamms
tíma verið á boðstólum í Áfengis-
og tóbaksverzlun ríkisins.
Þessi síðari helmingur er merk-
asti hluti bókarinnar, enda miðað-
ur' við íslenzkar aðstæður. Einar
hefur farið gaumgæfilega í sau-
mana á framboði ÁTVR og birtir
niðurstöðu bhndrar smökkunar
sinnar og félaga á því víni. Birtir
hann annars vegar sínar einkunnir
og hins vegar einkunnir félaganna.
Ná þær yfir rúmlega 200 tegundir
borðvíns og töluvert af öðru áfengi,
þar á meðal bjór.
Er þetta aht traustvekjandi og
kemur að nærri öhu leyti heim og
Bókmenntir
Jónas Kristjánsson
saman við reynslu mína, sem fram
hefur komið í blaðagreinum frá
fyrri árum um hhðstætt efni. Ein-
kunnagjöf Einars er frá 0 til 10.
Sýnist mér, að gott sé það vín, sem
fær 6,5 í einkunn eða hærra. Er það
tæplega helmingur borðvíns í Rík-
inu. Einar ber líka saman verð og
gæði og tekur sérstaklega fram,
hvar sé' um góð kaup aö ræða. Það
eru gullvægar upplýsingar.
Hvergi eru til á einum stað eins
góöar og haldbærau- leiðbeiningar
um val borðvíns á íslandi og í þess-
ari vönduðu handbók Einars. Fyrri
hlutinn er einnig góður, þótt hann
sé um margt líkur hhðstæðu efni í
miklum fjölda erlendra bóka um
þetta hugstæða efni, enda er aðeins
stiklað á því mikilvægasta í knöppu
formi bókarinnar.
Það hæfir samt ekki þessu
knappa handbókarformi að skeyta
tilgangslausu og tilvhjanakenndu
þrugh inn í textann, einkum í of-
notuðum svigum. Þar er stundum
á ferðinni óskylt efni, eins og
brandari um einkennisklæði
hippa, sem höfundur endumotaöi
nýlega í sjónvarpsræðu, svo og
málalengingar á borð við:....án
þeirra [peninga] ertu iha settur,
karl minn (eða sett, kerh mín)“.
Nokkuð er gælt við ýkjur: „Vín
úr merlot ... minnir á mýrar-
rauða..„Sá sem drekkur þess
háttar vín gæti alveg eins lamið
sjálfan sig í hausinn með eikar-
planka".....sauvignon blanc ...
minnir á púðurreyk og oft katta-
hland í skemmthegri einingu“.
„Mikh hunangsfylling og skóáburður
í mátulegum skammti“. Síðast er
Einar að lýsa því hvítvini, sem fær
hæsta einkunn hans, 9,5!
Stundum notar hann eins konar
bamamál eða fimmaurabrandara:
„Ógeðslega gamalt getur það [nafn-
ið klaret] þó ekki verið“. „Senni-
lega má heyra söng vínsins, ef
reynt er að spha diskinn [dropa-
vamadiskinn] á geislasphara".
„Louis Sipp (ekkert skyldur systr-
unum Sipp, Sipp-sippanipp og
Sipp-sippanipp-sippa-súrum-sipp)“.
Mjög góð bók hefði orðið enn
betri, ef sleppt hefði verið thvitnuð-
um texta og öðmm slíkum utan
dagskrár.
Eg er ekki hrifinn af vatnshta-
máluðum og handskrifuðum
landakortum bókarinnar og enn
síður af blýantsteikningum henn-
ar, en viðurkenni, að þar er um
smekksatriði að ræða. Allur frá-
gangur bókarinnar, þar með talin
hönnun og handritalestur, er að-
standendum th sóma.
Ekki geri ég neinn ágreining við
ágætan smekk Einars á víni, að
öðru leyti en því, að aldurhniginn
Calvados tel ég vera miklu merki-
legri en Einar vhl vera láta.
Vinin í Rikinu
Einar Thoroddsen
Mál & menning
288 blaðsiður
Einar Thoroddsen.
btorglæsilegt og emkar troöiegt nt ettir mann
sem man bæinn frá því skömmu eftir aldamót
Hver gata, hvert sögufrægt hús og hvert örnefni er uppsláttarorð.
Segja má að Steindór gangi nánast hús úr húsi og dragi fram sérkenni
í markvissum og efnisríkum
texta.I bókinni sem er hátt í
300 bls. í stóru broti, eru
hundruðir gamalla og
nýrra mynda, málverka,
teikninga, korta
og uppdrátta. Einnig
eru þar örnefnakort alls
bæjarlandsins, staðar-
nafna-, mannanafna-,
og heimildarskrár.
Veglegt verk
sem lýsir
litskrúðugu
mannlífi
frá upphafi
byggðar
ORN OG
ORLYGUR
mmm