Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Merming Hin fagra rödd og mikla Kristján Jóhannsson. Beitir hliðstæðri listrænni ögun og væri hann að syngja Verdi og fer alltaf beinustu og réttustu leið. Út er kominn hljómdiskur þar sem Kristján Jóhannsson, tenór, syngur ýmis kunn dæg- urlög. Má þar nefna m.a. Jalousie, eftir Gade, Spanish eyes, eftir Snyder, Amapola, eftir Lacalle, auk ýmissa annarra, þar á meðal allmargra ítalskra laga. Undirleik annast The New World Philharmonic undir stjórn Giovanni Andreoli. Útsetningar eru eftir Ed Welch. Sagan um jámsmiðinn frá Akureyri, sem tók sig upp gegn öllum líkum og gerðist heimssöngvari, er ævintýri líkust. Þetta er einmitt það ævintýri sem hvað oftast hefur Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson verið sagt íslenskum bömum í gegnum ald- irnar til þess að bægja frá hallæri og myrkri og veita ofurlitlum suðrænum ljóma inn í sáhna. Þær eru ófáar íslendingasögurnar sem segja söguna af íslenska bóndasyninum sem fór utan og söng kvæði fyrir konunga. Á okkar öld hefur Halldór Laxness samið eina af sínum ágætustu bókum um þennan draum sem virðist vera óaðskiljanlegur hluti íslendingseðlisins. Það er ekki að furða þótt nokkurrar vantrúar gæti þegar fólki er sagt að þessi aldagamli draumur þjóðarinnar hafi nú loksins ræst. Hér skal enginn dómur lagð- ur á frægð Kristjáns Jóhannssonar, en hljómdiskurinn ofangreindi gefur ölium sem áhuga hafa ágætt tækifæri til að meta hvort ofsögum sé sagt af söng hans. Flestir munu þekkja obbann af lögunum á diskinum í flutningi margra annarra. Tæki- færið til samanburðar er því ágætt. Um rödd Kristjáns er það að segja að hún er að öllu leyti fyliilega sambærileg við rödd frægustu söngvara samtímans hvað varðar blæfegurð, hljóm og styrk. Sá munur sem þar kann að finnast á getur aðeins byggst á persónulegum smekk og allt eins verið Kristjáni í vil. Það fer ekki á milli mála að járnsmiðurinn ís- lenski fékk gullbarka í vöggugjöf. Hitt skipt- ir þó miklu meira máh að Kristján hefur þjálfað og fágað rödd sína með þeirri elju og ósérhlífni, sem er óhjákvæmheg forsenda þess árangurs sem hann hefur náð. Þetta er hið raunverulega Grettistak sem hann hefur lyft og í þessu bregðast flestir sem ghma við hstagyðjurnar. Þannig verða engar vehur fundnar í söng Kristjáns. Engu skiptir hvort hann syngur veikt eða sterkt, með háum tón- um eða lágum. Aht hefur lotið sömu ögun- inni. Þetta nær einnig th túlkunarinnar. Það er algengt að menn syngi dægurlög af þessu tagi með ýmsum khsjum í túlkun, sumpart th að auðvelda sér sönginn, sumpart til að bæta upp slaka sannfæringu í túlkuninni. Hvergi örlar á slíku hjá Kristjáni. Hann beit- ir hér hliðstæðri hstrænni ögun og væri hann að syngja Verdi og fer ahtaf heinustu og réttustu leið. Þetta verður því miður ekki sagt um út- setningar laganna. Það er bagalegt í alkunn- um lögum eins og Jalusie að heyra það sem dansmúsíkantar kalla vitlausa hljóma. Þegar fylgiraddir eru dregnar út úr hehdarvef hljómsveitarinnar ganga slíkar áherslur stundum þvert á hljómaganginn, eins og út- setjarinn geri sér ekki grein fyrir hvaða tón hljóms er um að tefla. Það gerist með reglu- legu*mhhbih hér á landi að erlendir gestir eru hafnir th skýjanna í hrifningarvímu. Síð- an kemur á daginn þegar víman líður hjá að þeir höfðu ekki annað th brunns að bera en að vera ekki íslenskir. Ed Welch virðist einn shkur. Það er enn fremur ljóður á disk- inum að bergmálsómur er of mikill og dregur það svolítiö úr skýrleika lita bæði í söngrödd- inni og hljómsveitinni. Þá hefði styrkblönd- un vel mátt vera meira hljómsveitinni í vil og hefði söngurinn ekkert liðið fyrir það. Útsaumuð bið - Valgarður Gunnarsson á Sóloni íslandusi Á meðan meginþorri listamanna keppist við að innsigla málverkið með naumhyggju eða vegsama gamlar hefðir í póstmódemískum tískusýningum halda örfáir vana- fastir sérvitringar áfram að ghma við lögmál myndílatarins ög vanda handverk sitt eins og ekkert sé sjálfsagðara. Einn þeirra síðast- Úrval aukahluta frá YAMAHA og KIMPEX Yfirbreiðslur, j kortatöskur, nýrnabelti, fatnaður, skór o.fl. o.fl. MERKÚR HF. Skútuvogi 12A, s. 812530 nefndu er Valgarður Gunnarsson, sem nú sýnir 18 verka sinna á Sól- oni íslandusi. Verkin eru öh af smærri gerðinni og htrík með af- brigðum og eru því eins og sniðin inn á jólagjafamarkaðinn, andstætt krossa^ýningunni á Mokka. í fótspor meistara Þessi krútfiegi blær er sýning- unni nokkuð th trafala en að mínu viti hefði mátt draga úr sölubása- sætleikanum með því að greina myndimar meira hveija frá ann- arri, stúka salinn meira niður. En gestir staðarins hafa svo sannar- lega tekið fiörkipp við að líta mynd- ir Valgarðs því er undirritaðan bar að garði í miðri vikunni vom nær allar myndirnar seldar. Það er í raun ekki að undra. Valgarður er ekki einungis handverksmaður góður, heldur fylgir hann að nokkm í fótspor meistara mynd- listarinnar á fyrri hluta þessarar aldar, s.s. Paul Klee, sem leitaði frumtjáningarinnar í hamslegum og sjálfsprottnum línuteikningum og súrreahstans Max Ernst sem þróaði margs konar aðferðir th að fanga hinn sjálfsprottna sköpunar- kraft. Með því að sauma út hnu- teikningar mynda sinna og vinna fiölbreytta áferð í olíu og gvass á myndflötinn er Valgarður þannig að vísa th myndhstarsögu þessarar aldar. Hundur, húsbóndi og stóll Einn og sér minnir útsaumurinn þó meira á sníðablöð og mætti Val- garður gjarnan leyfa hnuteikningu saumsins að njóta sín betur. í sum- um verkanna, t.d. í verki nr. 14 („Rúnaður maður“), er hin hand- dregna lína farin að kafsigla þá útsaumuðu. Það sem saumlínum- ar hafa umfram hinar handdregnu er ekki hvað síst kæruleysislegt og risskennt yfirbragð sem leiðir vel Myndlist Ólafur J. Engilbertsson fram færni listamannsins í með- höndlim miðilsins og mótun forma manns, hunds og stóls - sem eru áberandi viðfangsefni hjá Valgarði. í myndunum „Hom í hendi“ (nr. 7) og „Eftirvæntingu“ (nr. 16) fer Valgarður mun hóflegar í notkun hta og lína þannig að jafnvægi helst á mhli beinagrindar saumsins og holds hta og áferðar. Það er ekki hvað síst í slíkri jafnvægishst mihi handverks og sjálfsprottinnar sköpunar sem ghdi verka Valgarðs Gunnarssonar felst. í skrá nýlegrar sýningar Valgarðs í Nashvihe í Bandaríkjunum, sem liggur frammi á Sóloni íslandusi, bendir Aðalsteinn Ingólfsson á að Valgarð- ur fáist ekki hvað síst við biðina í Eitt verkanna á sýningunni. verkum sínum, bið húsbónda eftir hundi eða bið hunds eftir húsbónda - en ósjálfrátt kemur fram í huga gestsins spumingin um hvort í slíkri bið sé ekki meiri hamingja og fegurð fólgin en að splundra hinu óbreytta ástandi, raska jafn- væginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.