Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 Menning Þorsteinn Gylfason. Skemmtilegar Ljóðaþýðingar Þorsteins GyHasonar Þetta er óvenjustór ljóðabók, ná- lægt hundraði þýddra ljóða úr ýmsum áttum og frá löngu tíma- bili. Hið elsta er rómverskt, hið yngsta frá miðjum síðasta áratug. Það er litháískt, og hér er þýtt úr mörgum tungum og mállýskum, m.a. ítölsku, og nýnorsku, auk kunnuglegri mála, svo sem dönsku. En mest er úr þýsku og ensku. Það er óvenjulegt og viröingar- vert að öllum þýðingunum fylgir frumtexti en auk þess rekur þýð- og spennandi andi í eftirmála fyrri þýðingar ljóð- anna þegar þær eru kunnar, segir deili á skáldunum og rekur stund- um tildrög þýðinga sinna. Stuðlahlekkir Um eitt ljóðanna sem hann þýðir segir Þorsteinn (bls. 225) að hann hafi ekki reynt að leika eftir erflða rímþraut þess og kosið „að hafa þýðinguna óstuðlaða eins og frum- kvæðið". Betur að hann heföi oftar farið svo að. Með fullri virðingu fyrir íslenskum bragreglum þá er Bókmenntir örn Ólafsson oft nógu erfitt að fylgja hrynjandi frumtexta og rímskema þótt ekki bætist þar við kröfur um íslenska stuðlun. Þá viU stíllinn stundum sitja á hakanum en miklu mikil- vægara er að skila honum en að stuðla og ríma. Hér er frægt ljóð eftir Ezra Pound, svo örstutt að engu má skeika í uppbyggingu myndarinnar sem er meginatriði ljóðsins. En þýðingin á því skemm- ist vegna tillits til stuðlasetningar (bls. 145): Á neðanjarðarstöð í París Andlit sjást á fólkinu í fjöldanum blómknappar á blautri svartri grein. In a Station of the Metro The apparition of these faces in the crowd Petals on a wet black bough. Mun nákvæmari og sterkari þyk- ir mér þýðing Kristins Björnssonar sem Þorsteinn birtir til saman- burðar (bls. 219): Á neðanjarðarstöð Svipmynd þessara andlita í mannþrönginni blómblöð á votri svartri grein. Dæmi mætti ennfremur taka bæði af ljóðum Goethes (bls. 21) og Brechts (bls. 127), en einnig „Úr Tumakvæði" Roberts Burns, þar sem algeng orð, svo sem „folk“ og „leave the street" hljóta of hátíð- lega þýðingu: Sitt götusalar grafa pund og grannar þyrstir halda fund þvi markaðsdagur dvín um skeið og dróttir búast heim á leið. When chapman billies leave the street, And drouthy neebors neebors meet, As market-days are wearing late, An’ folk begin to tak the gate Af framangreindum ástæðum virð- ast mér þýðingar Þorsteins á frí- ljóðum jafnbestar, einkum á löng- um einræðum Walts Whitmans. Verulega góð er líka þýðing hans á löngum ljóðbálki T.S. Eliots: „Hol- mennin“. Þó sýnist mér undarleg vflla hafa læðst þar inn á síðustu síðu (bls. 161): „potency" ætti að þýða með „getu“ en ekki „getnað- ar“. Þetta er ekki orðabókarsmá- smygli í mér því erindið fjallar allt um bilið mflli löngunar og uppfyll- ingar hennar. En nú er mál að draga í land því einnig stuðlaðar og rímaðar þýð- ingar gerir Þorsteinn stundum mjög vel. Þar má einkum til nefna ljóð Rilkes. Því miður er hér ekki rúm tfl að sýna hve vel Þorsteinn skflar myndmáli, hrynjandi, stíl og rímskipan frumtextans: Dagur á hausti Stórfenglegt sumar! Herra, hættu strax! Nú heyg í þínum skugga sólarúrin og siga stríðum stormi á krónu og Lát hinstu þrúgu svella er sól þín skin úr suðri, aðeins tveimur dögum betur. Heimtaðu þroska, hrektu sem þú getur hinn hinsta sætleik í hið þunga vín. Ný byggir enginn hús sem húslaus er. Og hver sem einn er má nú lengi bíða, við vöktn-, bækur, bréfaskriftir stríða, um breiðar götur ráfa þar og hér, friðlaus þá vindar feykja laufi víða. Sprek af reka Ljóðaþýðingar Þorsteinn Gylfason Mál og menning 1993, 240 bls. á jólum eins og aðra daga Odýrar en vel gerðar Dflvld Utrní DövvSOr. Á bóka- og blaðsölustöðum URVALSI BÆKUR Áhrifamesta dauða- reynslan fyir og síðar Spurningin um líf eftir dauðann er ævarandi. Af landamærum lífs og dauða er útsýn víð og frjó og raun- ar er þaö uppgjöf eða sljóleiki að velta ekki fyrir sér þeim leiöarlokum sem aflir menn eiga í vændum og eru e.t.v. það eina örugga í framtíð hvers manns. Á síðustu árum hefur mikið verið fjallað um „nærri- dauðareynslu" eða það fyrirbrigði þegar einstaklingur deyr örfáar mínútur en lifnar síðan aftur við. Frásagn- ir fólks af minningum frá þessum mínútum hafa þótt forvitnflegar og sumir jafnvel gengið svo langt að telja þær sönnun annars lífs. Bókin í faðmi ljóssins flallar einmitt um nærri-dauðareynslu höfundar. Höfundurinn, Betty Eadie, er átta bama móðir af ætt Siouxindíána í móðurætt. Þegar hún var 31 árs dó hún á sjúkrahúsi eftir uppskurð. Á bókarkápu seg- ir að hún hafi haldið hundruð fyrirlestra um reynslu sína fyrir fjölda félaga og samtaka. Jafnframt hefur hún komið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og Japan vegna reynslu sinnar og tekið þátt í háskólarannsókn- um á annars heims reynslu. Bókmeimtir Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur segir okkur frá æsku sinni og þar með að sem bam uppliföi hún nærri-dauðareynslu; læknirinn sagði: „Þetta er of seint. Hún er farin.“ í bókinni rekur hún ítarlega það sem hún man frá því hún dó í seinna skiptið. Talið er sannað að slíkur dauði geti aðeins varað örfáar mínútur ef ekki á að fylgja heilaskaði vegna súrefnisskorts þegar fólk lifnar við aftur. Minningar Bettyar eru þó langur ferfll þar sem hún lýsir því sem fyrir hana ber, frá þvi hún deyr þar til hún kemur í líkamann aftur. Inn í þá frásögn fléttar hún bæði skýringum og frásögn af tilfinningum sínum, sem og tflvitnunum í Biblíuna. Sumt minnir á orð trú- boða og spámanna. Höfundur „dvaldi í bjarma frelsar- ans“ í faömi ljóssins. Hún segir að menn velji að fæð- ast á þessari jörð, menn fæðist ekki aftur en minnið búi í frumunum. Og baráttan stendur milli góðs og ills. Djöfullinn beitir áhrifum sínum. „Djöfullinn sæk- ist eftir okkur og stundum þegar hann beinir hyski sínu aö einhveiju okkar þarf sá einstaklingur sérstaka vernd." Margir sem upplifað hafa nærri-dauðareynslu segja Betty J. Eadie. Lýsir þvi sem fyrir hana ber, frá því hún deyr þar til hún kemur í likamann aftur. frá sársauka sínum við að koma aftur tfl lífsins. Höf- undur segist ekki hafa vfljað snúa aftur en þó fallist á það: „Þá kom frelsarinn tfl mín og lýsti ánægju sinni með ákvörðun mína.“ Lýsing höfundar á því sem fyrir hana bar í dauðan- um er í raun heilt ferli. Hún segir síðan undarlega sögu um fósturdóttur sína. Reynsla og frásögn af þessu tagi getur vafalaust orð- ið mörgum umhugsunarefni. Sameiginlegt flestum þessum frásögnum er að eftir dauðann finnist viökom- andi hann svífa og horfa á atburðina úr nokkurri fjar- lægð. Þessi frásögn geymir svo langa atburðarás að ósjálfr- átt hvarflar hugurinn að hugsanlegri líffræðflegri lengd slíks dauöa. Jafnframt allri lýsingunni eru tjá- skipti við anda og frelsarann. Trúarlegt ívaf er gríðar- lega sterkt. Eins og ævinlega þegar kemur að þessum málum verður hver að dæma og meta fyrir sig. Margar lýsing- arnar líkjast draumi. Boðskapur bókarinnar er um líf eftir dauðann, gildi góðs lífemis og ævarandi æðsta gfldi kærleikans. í faðmi Ijóssins Höfundur: Betty J. Eadie Formáli: Melwin Morse Þýðing: Sigurður Hreiöar Útgefandi: Frjáls fjölmiðlun hf. 158 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.