Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Side 35
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 43 I>V Meiming Lífsgæðin og fánýf ið Sagan Englakroppar segir frá afskaplega ódæmi- gerðri íslenskri fjölskyldu sem fær sér au-pair stúlku frá Bandaríkjunum, eða óperu eins og húsbóndinn kallar hana. Með þessu ætlar fjölskyldan að slá tvær flugur í einu höggi, hressa upp á enskukunnáttuna og losna við að þrífa skítinn undan sjálfri sér. Stúlkan reynist ægifogur, „sannkaUaður englakroppur" sem töfrar alla karlmenn upp úr skónum og áður en yfir lýkur Uggja sundurkramin hjörtu í slóö hennar. Sagan er auglýst sem gamansaga og það verður að taka hana sem háð eða jafnvel tilraun til háðsádeilu því það er varla ætlast til að maður taki hana alvar- lega. Háðið (sem er reyndar aldrei nógu napurt) bein- ist fyrst og fremst að firringu nútímamannsins og lifn- Bókmermtir Oddný Árnadóttir aðarháttum hins dæmigerða Vesturlandabúa. Allt er slétt og fellt á yfirborðinu en undirniðri kraumar óánægja og vanhðan. Yfirborðsmennskan er í fyrir- rúmi. Glæsilegt hús þar sem heimilislífið er í molum og jeppi méð gervisíma. Sonurinn segir helst aldrei neitt og biður foreldra sína um vasapeninga með því að tala inn á myndbandsspólu sem hann svo spilar fyrir þau. Dóttirin skiptir um kærasta eins og sokka og þráir ekkert heitar en að verða grönn og spengileg. Móðirin kaupir sína hamingju í tísku- og snyrtibúðum sunnanlands og faðirinn á við drykkjuvandamál að stríða, að ekki sé minnst á gráa fiðringinn. Það verður að segja eins og er að byggingu sögunnar er talsvert ábótavant. Kaflaskipti eru á undarlegustu stöðum og sjónarhornið flakkar stöðugt milli persóna þannig að sagan öll verður sundurshtin og brota- kennd. Karhægt og jafnvel karlrembulegt sjónarhom einkennir lýsingar á konunum í sögunni og mér finnst það hljóma undarlega þegar höfundur eignar jafnvel kvenpersónum hugsanir eins og: „Það fór ekki fram- hjá neinum við matarborðið að í augum Michelle geisl- aði rauð sól girndarinnar. Augu hennar svömluðu rök, varir hennar titruðu kyssilegar,... o.s.frv." Helgi Jónsson. Það er helst með sjónarhomi Michehe sem höfundur nær sér á strik og tekst að skapa sannfærandi per- sónu. Það er augljóst að hann er á heimavelh þegar hann lýsir hókmenntaáhuga hennar og hefði vissulega mátt gera sér meiri mat úr því. Aðrar persónur eru ýktar og ósannfærandi sem verður að teljast eðlilegt ef um háðsádehu er að ræða. Grín og glens er áber- andi en mér finnst höfundur skjóta yfir markið, t.d. þegar faðirinn er að dást að sjálfum sér í spegh: „Og gamh graður stóð ahtaf fyrir sínu. Magnús gat ekki kvartað undan honum. Verst hvað hann fékk htið að gera í seinni tíð.“ Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð fyrir vonbrigðum með þessa sögu því mér finnst hún hvorki vera fugl né fiskur en ég er sannfærð um aö Helgi getur gert betur. Helgi Jónsson Englakroppar Skjaldborg 1993 Áramót l Amsterdam 30. desember - 3. janúar Verð í tvíbýli kr. 41.455 Frábær ferð á ótrúlegu verði Innifalið: flug, gisting, morgunveróur, flugvallarskattar og gala-kvöldverður (5 réttir), drykkjarföng, skemmtiatriði og dans á gamlárskvöld Verð miðast við staðgreiðslu Fáðu nánari upplýsingar Pantaðu í síma FERÐASKRIFSTOFA (jjf REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 62-14-90 TOYOTA AUKAHLUTIR L GOTT ER BLESSAÐ VERÐIÐ! Aukahlutur - aðalgjöfin handa Toyotaeigandanum! ® TOYOTA Aukahlutir •NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI 634400 Ef ástkær maki þinn eða elskulegir foreldrar eru í hópi þeirra fjölmörgu sem hafa mikið dálæti á Toyotunni sinni (það minntist enginn á bíladellu) geturðu hætt að brjóta heilann um hvað þú eigir að gefa þeim í jólagjöf. • Ljóskastarasett frá.kr.4.312 • Drullutjakkar.................kr.5.782 • Verkfæratöskur 100 stk. ...frá kr.6.988 • Dráttartóg................frá kr.1.441 • Armbandsúr........frá kr. 1.470 -5.488 • Lyklakippur................frá kr.372 • Leikfangabílar..................kr.998 • Húddhlífar................frá kr.4.675 • Ljósahlífar.............frá kr. 4.635

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.