Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 40
48
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Merming
Mozartvið
kertaljós
Tónleikar voru í gærkvöldi í Hafnaríjarðarkirkju. Kammerhópur sem
nefnir sig Camerartica lék verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Félagar
í Camerartica eru Ármann Helgason, klarinett, Hallfríður Ólafsdóttir,
flauta, Hildigunnur Halldórsdóttir, flðla, Gréta Guðnadóttir, fiðla, Guð-
mundur Kristmundsson, víóla, og Sigurður Hafldórsson, selló.
Engin rafmagnsljós voru kveikt í kirkjunni heldur voru kerti eina ljós-
metið. Þetta skapaði notalega rökkurstemningu, sem var undirstrikuð
af veðurfarinu úti fyrir. Þar kyngdi niður dúnmjúkum jólasnjó, sem demp-
aði hlýlega niður hljóðheiminn. Við þessar aðstæður er gott aö hlusta á
Mozart og verkefnin að þessu sinni voru ekki af lakari endanum. Tónleik-
amir hófust á kvartett fyrir flautu og strengi, sem er í fáum orðum sagt
yndislegt verk og hlýtur að heilla jafnt lærða sem leika í tónlist. Þar má
finna bæði grípandi einfaldleika og kreíjandi dýpt, allt eftir því hvernig
hlustað er. Hallfríður Ólafsdóttir lék flautupartinn mjög vel, einkum var
hljóðfall hjá henni skýrt og hendingar greinilegar. Leikur strengjanna
var einnig ágætur.
Dúett fyrir fiðlu og víólu er kröfuhart verk. Má líkja því nánast viö
konsert að þessu leyti og mega báöir hljóðfæraleikarar hafa sig vel við
allan tímann. Flytjendumir Gréta Guðnadóttir og Guðmundur Krist-
mundsson sýndu góð tilþrif þótt ekki gengi allt áfallalaust. Þannig virtist
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
strengur hafa falliö í víólunni í upphafi og gerði Guðmundi erfitt um vik
að hafa allt hreint þar til næði gafst til að stilla. Þá var tónninn mjög
ólíkur hjá þessum tveimur ágætu hljóðfæraleikurum og héldust partarn-
ir því meira aðskildir en best hefði verið. Þrátt fyrir þettá léku þau verkið
í heild með mikilli prýði og brá oft fyrir mjög góðum tilþrifum, eins og t.d.
í síðasta kaflanum.
Eftir hlé kom Kvintett fyrir klarinettu og strengi KV 581. Þetta verk er
í hópi bestu kammerverka Mozarts og er þá mikið sagt. Það hefur alla
þá kosti sem nefndir í sambandi við kvartettinn hér að ofan, aðeins í enn
ríkara mæli. Flutningur á þessu verki var mjög góður hjá þessu unga
tónlistarfólki og varð nánast að engu fundið. Klarinettleikur Ármanns
Helgasonar var sérlega tónelskur, látlaus en htbrigðaríkur. Þá var fiðlu-
leikur Hildigunnar framúrskarandi fallegur, hreinn og smekklegur. Aðr-
ir stóðu sig einnig með prýði. Þessir tónleikar lofa góðu um starf Camer-
artica í framtíðinni.
Jólatónleikar S.Í.
Tónleikar voru á vegum Sinfóniuhljómsveitar íslands í Háskólabíói á
laugardag. Einsöngvari var Jóhann Ari Lárusson, einleikari á flautu var
Stefán Ragnar Höskuldsson, lesari Elsa María Blöndal, kynnir og sögu-
maður Sverrir Guðjónsson og stjórnandi Gunnsteinn Olafsson. A efnis-
skránni voru verk eftir Howard Blake, Wolfgang Amadeus Mozart, Atla
Heimi Sveinsson og César Franck.
Sagt er að Blake hafi samið Snjókarhnn í kjölfar þeirra vinsælda sem
Pétur og úlfurinn eftir Prokofief hlaut. Verk Blakes er htríkt og fellur
vel að söguþræðinum. Það er einkum útsetningin sem heldur verkinu
uppi. Lagrænt efni og form er heldur rýrt og stenst verkið að þessu leyti
engan samanburð við verk Prokofiefs þar. sem fara saman óþijótandi
snjallar laghnur og myndrænn búningur.
Forleikurinn að Töfraflautu Mozarts er í senn aðgengileg og djúphugul
tónhst. Verkið nær jafnt til bama og fullorðinna og átti því ágætlega
Tórúist
Finnur Torfi Stefánsson
heima á þessum tónleikum. Söngur Dimmahmm eftir Atla Heimi er fah-
egt og ekki mjög einfalt lag sem nýtur mikilla vinsælda. Ungur flautuleik-
ari, Stefán Ragnar Höskuldsson, lék verkið mjög fallega með góðum tóni
og einkar skýrri mótun hendinga. Hinn ungi söngvari Jóhann Ari Lárus-
son söng Panis Angehcus eftir Franck með sinni hreinu og tæru rödd
og gerði það mjög vel.
Síðasta atriðið á tónleikunum var flutningur jólasálma og jólaguð-
spjahs. Elsa María Blöndal las guðspjalhð skýrt og greinilega. Mjög fjöl-
mennur bamakór söng jólalögin við undirleik hljómsveitarinnar og
hljómaði það hehlandi eins og við mátti búast. Útsetningar flestra jólalag-
anna voru eftir Ed Welch og virtust eiga að vera í Hollywoodstíl. Sá stíh
er að vísu oft thgerðarlegur og yfirborðskenndur, en yfirleitt er fag-
mennska þar óaðfinnanleg og hljómfræði vafðist aldrei fyrir tónskáldum
Hohywood. Á því sviði virðist Welch ekki sérlega sterkur. Ef aðdáendur
hans hyggjast fela honum fleiri stórverkefni í íslenskri tónhst væri hlust-
endum greiði gerður með því að senda manninn fyrst í nokkra hljómfræði-
tíma sem nóg framboð er af hér í borg. Úr því að tahð hefur borist að
útsetningum jólalaga má einnig benda á það að flest þessara laga hafa
lengi verið með mönnunum og útsetningar þeirra, sem er að finna í sálma-
bókinni, em yfirleitt niðurstaða starfs nokkurra kynslóða kræsinna
manna. Það er ekki auðvelt verk að gera hér endurbætur á og best að
breyta þar sem minnstu, alténd að nálgast allar breytingar með varúð.
Hljómsveitin stóð sig vel á þessum tónleikum eins og vænta mátti og
hinn ungi stjómandi Gunnsteinn Ólafsson komst vel frá sínu hlutverki.
Helst hefði mátt finna að ónógum skýrleika í Mozart. Sverrir Guðjónsson
flutti texta sögumannsins með ágætum.
Newland Archer (Daniel Day-Lewis) og Ellen Olenska (Michelle Pfeitfer) eiga ekki margar samverustundir I
öld sakleysisins enda verður samband þeirra að fara leynt.
Stjömubíó - Öld sakleysisins: ★★★
Ást í meinum
Öld sakleysisins (Age of Innocence) er í efnistökum
óravegu frá síðustu tveimur kvikmyndum Martin
Scorsese, hinum harðsoðnu sakamálmyndum, Good-
fehas og Cape Fear. í Öld sakleysisins verður áhorf-
andinn að spá mun meira í persónumar og geta í tví-
ræðan texta th að fá upp á yfirborðið allt það sem er
að gerast í staö þess að fá það óþvegið í andlitið í kröft-
ugum samtölum (Goodfellas) eða í stígandi spennu
(Cape Fear).
Öld sakleysisins er gerð eftir rómaðri skáldsögu
Edith Wharton sem gerist innan um fína fólkið í New
York á áttunda áratug síðustu aldar. Snobb og yfir-
borðsmennska er þaö sem yfirstéttin vih. Þegar Ehen
Olinski (Michelle Pfeiffer), sem áður hafði thheyrt yfir-
stéttinni í New York en gifst pólskum greifa sem hún
hefur yfirgefið, kemur aftur á heimaslóðir er hún tal-
in hafa fyrirgert rétti sínum í samkvæmislífinu. Einn
þeirra fáu sem þolir ekki aðförina að henni er New-
land Archer (Daniel Day-Lewis) sem um það bh er aö
fara að thkynna trúlofun sína með frænku Olinski,
May Wehand (Winona Ryder). Trúlofun sem ahir
fagna því þá muni tvær mikhsmetnar ættir í New
York sameinast. Afskipti hans af málefnum Olenskis
leiða til ástar á milh þeirra sem aðeins eykst við
hverja tilraun þeirra til að eyða henni. Leyndin er
mikil en eins og oft hefur sannast þá er það falda ekki
ahtaf jafn vel fahð og sá heldur sem felur.
Það kemur kannski ekki svo á óvart að Martin Scor-
sese skuli snúa við blaðinu einmitt nú þegar aö baki
eru þær tvær kvikmyndir hans sem hvað vinsælastar
hafa orðið. Hann hefur áður farið á vit sagnahstarinn-
ar. Má nefna Alice Doesn’t Live Here Anymore og The
Last Temptation Christ. Það sem kemur meira á óvart
er hversu hann lætur atburðarásina hða áfram án th-
finningaátaka sem sagan gefur thefni til. Oft þegar
dramatíkin er að komast upp á yfirborðið tekur ósýni-
legur sögumaður (Joanne Woodward) við og leiðir
okkur áfram um þróun mála. Þetta gerir myndina
stundum langdregna, klippt á uppsafnaða spennu en
um leið verður myndin afar persónuleg og ljóðræn.
Daniel Day Lewis, Michelle Pfeifler og Winona Ryd-
er fá öll hlutverk sem reynir mikið á hæfileika þeirra.
Það er varla að sagt er styggðaryrði í myndinni, flest
samtöl hafa þó yfir sér innri spennu sem aldrei brýst
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
upp á yfirborðið. Það er sérstaklega Michehe Pfeiffer
sem verður manni eftirminnheg, kannski vegna þess
að persónan sem hún túlkar er á skjön við aörar per-
sónur og einnig vegna þess að hún hefur ahtaf átt
auðvelt með að sýna mikla viðkvæmni.
Öld sakleysisins er ekki meðal bestu kvikmynda
Martins Scorsese, enda á hann að baki sumar af bestu
kvikmyndum sem komið hafa fram á síðustu áratug-
um, en hún er eftirminnileg margra hluta vegna.
Öld sakleysisins (The Age of innocent)
Leikstjóri: Marton Scorsese
Handrit: Jay Cocks og Martin Scorsese eftir skáldsögu Edith
Wharton
Kvikmyndun: Michael Ballhaus
Tónllst: Elmer Bernsteln
Aðalhlutverk: Daniel Day Lewis, Michelle Pfeiffer, Winona
Ryder, Geraldine Chaplin, Mary Beth Hurt, Richard E. Grant
og Stuart Wilson
Jólatónleikar í Langholtskirkju
Um þessar mundir eru kórar víðs vegar um borg
og bý að halda tónleika í tilefni jólahalds. Er af þeim
sökum mikh vertíð í tónleikahaldi þessa daga og má
búast við að þúsundir manna lyfti anda sínum upp
með því að fara á tónleika. Einir tónleikar af þessu
tagi voru í Langholtskirkju í gær. Þar söng Kór Lang-
holtskirkju, Kór Kórskóla Langholtskirkju ásamt
söngvurunum Eiríki Hreini Helgasyni, Hahdóri Torfa-
syni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hljóðfæraleik-
arar voru Bemharður Wilkinsson á flautu, Hallfriður
Ólafsdóttir á flautu, Monika Abendroth á hörpu, Jón
Sigurðsson á bassafiðlu og Gústaf Jóhannesson á org-
el. Stjórnandi var Jón Stefánsson.
Tónleikamir hófust á fomum messusöng einradda
í Gregorssth. Því næst komu gullfaheg kórlög frá því
um aldamótin 1600 eftir Melchior Franck og Heinrich
Schutz. Þessi tími var eins konar gullöld samsöngsins
og er til mikill flöldi thkomumikhla kórverka frá þess-
um tíma. Kórinn flutti þessi verk af miklu öryggi og
hljómfegurð. Kór Kórskóla Langholtskirkju átti einnig
gott framlag þarna. Hann söng jólalög af ýmsu þjóð-
erni í einföldum útsetningum: Sennhega er þama að
finna söngfólk framtíðarinnar og virðist Langholtskór-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
inn htlu þurfa að kvíða í þeim efnum í framtíðinni.
Meðal annarra atriða á þessum jólatónleikum var
almennur söngur með þátttöku tónleikagesta, kórfólks
og hljóðfæraleikara. Undirritaður gat ekki dvahð tón-
leikana th enda en aht virtist fara vel fram og kurteis-
lega. Er vart hægt að hugsa sér öhu jólalegri upplyft-
ingu í skammdeginu en tónleika af þessu tagi.