Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993
Stuttarfréttir
Heimúrútlegð -
ísraelsmenn hafa sleppt nokkr-
um af þeim 197 Palestínumönn-
um sem sneru úr útlegð í Líbanon
i fyrri viku.
Serbar og Króatar hafa ákveðiö
að veita múslímum í Bosníu til-
slakanir í friðarviðræðum.
Gore hefur áhyggjiv
A1 Gore,
varaforseti
Bandaríkj-
anna, hefur
áhyggjur af
þjóðemissinn-
um í Rússlandi
og ætlar að
beita sér fyrir
aukinni fjárhagsaðstoð
Moskvustjórnina.
Norður-Kóreu refsað
Bandaríkin ætla að beita sér
fyrir oliusölubannl á Norður-
Kóreu vegna kjarnorkumála.
Forsetfdturiengiff
Stjórnvöld í Alsír hafa fram-
lengt valdatíraa forsetans um
einn mánuð.
Blóðbað í kosningum
Til blóðsútheliinga kom í fyrstu
fjölflokkakosningunum í Gíneu.
Georgíumenn og Abkhasar
hafa skipst á 19 fóngum í sam-
ræmi viö friöaráætlun SÞ.
Roberto
Escobar, cldri
bróðír eitur-
kóngsins Pab-
los, siasaðist á
auga þegar
bréfasprengja
sprakk í fanga-
klefa hans og
hefur hann verið fluttur á sjúkra-
hús.
Fyrrum kommi tapar
Fyrrum kommúnisti tapaöí
naumlega kosningu um embætti
borgarstjóra í Potsdam.
Rætt um stjðmarskrá
Stjóm Suður-Afríku, Afríska
þjóðarráðið og hægrisinnar ræða
nýja stjómarskrá.
Tíu drepnir í Egyptaiandi
Tíu féllu í átökum lögreglu og
bókstafstrúaðra múslíma í
EgyptaJandi.
Franco vill vinna
Itamar Franco Brasiliuforseti
sagði sigur á HM í Bandaríkjun-
um á næsta ári eitt forgangsverk-
efna landsmanna.
KannaðíNoregi
Norski Miðflokkurinn dalar í
fylgi, samkvæmt nýrri könnun.
Herteftúfit
Bretar og írar vilja hert eftirht
með fiskveiðum vegna ótta þeirra
við spænska flotann.
Rafsanjanl brattur
Rafsanjani
Iransforseti
segir aö íranir
muni ekkiþjást
þótt verð á ol-
íutunnu fari
niður í tíu doll-
ara og kennir
Vesturlöndum
um verðlækkunina aö undan-
fömu.
IRAsprengir
Grunur leikur á að írski lýð-
veldisherinn hafi sprengt í Lon-
donderry í gær. Reuttr>NTB
Utlönd
Þjóðverjum ofbýður ofbeldið í skólunum eftir morðtilraun um helgina:
Hengdu skólabarn
sér til skemmtunar
- hinn hengdi er 12 ara gamall og tókst að skera hann niður á síðustu stundu
„Drengurinn er alvarlega slasað-
ur. Það stórsér á hálsinum á honum
eftir reipið en enn sem komið er get
ég ekki sagt hvort hann bíður varan-
lega skaða af þessu uppátæki," segir
læknir í þýska bænum Saarbrucken,
um líðan 12 ára drengs sem skólafé-
lagamir hengdu í snöru í miðri
skólastofu fyrir helgina.
Á síðustu stundu tókst að skera
drenginn niður. Hann var þá helblár
og búinn að missa meðvitund. Hann
var fluttur í skyndi á sjúkrahús og
tókst læknum að bjarga lífi hans en
óvíst er með heilsuna.
Engin önnur skýring hefur fengist
á hengingunni en að skólafélagarnir
hafi ákveðið að festa drenginn upp,
sér og öðrum í skólanum til skemmt-
unar.
Skólastofan var þéttskipuð böm-
um þegar drengnum var stillt upp á
stól og snörunni komið fyrir um háls
honum. Síðan var stólnum sparkað
undan fótum drengsins og hann hékk
í snömnni, félögunum til óblandinn-
ar ánægju, að því er sjónarvottar
sögöu.
Einhverjum úr hópi áhorfenda
varð þó alvara málsins þós og komu
þeir félaga sínum til bjargar á elleftu
stundu.
Lögreglan hefur handtekiö einn
skólafélaga drengsins og segir að
hann hafi átt upptökin að henging-
unni. Drengur þessi er klíkuforingi
í skólanum og af mörgum talinn stór-
varasamur. Hann er 15 ára gamall.
Þjóöverjum ofbjóða sögur af vax-
andi ofbeldi meðal skólabama í land-
inu. Þar em nær daglegar fréttir af
ótrúlegum uppátækjum barnanna og
vita menn ekki hverju er um að
kenna. Þó er bent á ofbeldismyndir
í sjónvarpi sem líklega skýringu á
voöaverkunum.
Reuter
Kuldaboli beit þýska dýravini í afturendann þegar þeir mótmælu pelsagerð í jólaösinni í Miinchen um helgina.
Fólkinu ofbýöur hvernig farið er með loðdýrin sem verða að láta feldi sína fyrir hégómagirni mannanna. Sala fer
nú vaxandi á skinnum eftir langa bið loðdýrabænda og feldskera. Simamynd Reuter
Þingkosningar í Serbíu:
Sigur Sósíalistaf lokks
forsetans í uppsiglingu
Sósíahstaflokkur Slobodans Mi-
losevics Serbíuforseta, SPS, virðist
ætla að sigra í þingkosningunum
sem fram fóra í gær og flokksforingj-
ar sögðu í morgun að þeir vonuðust
til að fá nógu mörg þingsæti til aö
komast hjá því að mynda samsteypu-
stjóm.
„Sósíahstaflokkurinn verður skýr
sigurvegari í kosningunum og það
er nær ömggt að hann muni mynda
eigin trygga ríkisstjóm," sagði Ivica
Dacic, talsmaður flokksins, við Reut-
er og vísaði í óopinber úrsht þegar
búiö var að telja um þriðjung at-
kvæða.
Tveir öfgasinnaðir þjóðemissinna-
flokkar, Róttæki flokkur Serbíu,
SRS, undir fomstu Vojislavs Seselj,
og Einingarflokkur Serbíu, undir
forystu Zeljkos Raznjatovics Arkans,
virðast hafa goldið mikið afhroð.
Slobodan Milosevic Serbíuforseti
greiðir atkæði í kosningunum í gær.
Simamynd Reuter
Lokaúrslit verða ekki kunn fyrr en
síðar í dag en samkvæmt kosninga-
spá flokks lýðræðissinna fær flokkur
Milosevics 115 sæti af 250 í þinginu,
DEPOS, samfylking stjórnarand-
stöðuflokka undir fomstu Vuks
Draskovics, fær 44 sæti, SRS 42 og
Lýðræðisflokkurinn 32 sæti.
Mikillar bjartsýni gætti í höfuð-
stöðvum DEPOS þegar fyrstu tölur
birtust en hún fjaraði smám saman
út þegar á leið og Sósíalistaflokkur-
inn jók fylgi sitt stöðugt.
Þegar Milan Komnenic, varafor-
maður DEPOS, var spurður hvort
hann væri bjartsýnn svaraöi hann
stutt og laggott: „Nei.“
Stjómmálamenn í Serbíu greinir á
um hvemig eigi aö binda enda á efna-
hagslegt hnm landsins vegna stríðs-
rekstrar í Bosníu og Króatíu og refs-
iaðgerða erlendra ríkja en þeir eiga
það sameiginlegt með stjómarflokki
Milosevics aö dreyma um Stór-Serb-
ÍU. Reuter
Flykkjjastífrið-
inníNoregi
Símon Peres, utanríkisráð-
herra ísraels, kom með leynd til
Noregs í gær til fundar viö leið-
toga Palestinumanna. Ákveðiö
var aö reyna til þrautar á norskri
gmnd hvort endanlega tækist að
ganga fhá friðarsamkomulagi
þjóðanna.
Fátt hefur verið gefiö upp um
árangur af fundunum til þessa.
Þó er ljóst að báöir aðilar era að
ræða af fullri alvöm því háttsett-
ir menn úr liði beggja hafa flykkst
til Noregs síðustu daga.
Norskir ráðherrar eru með á
fundunum en Johan Jörgen Holst
utanríkisráðhen-a er fiarri góðu
gamni á sjúkrahúsi.
Rússland:
Zhírínovskí
hafði dávaldí
atkvæðasmölun
Andstæðing-
ar russneska
þjóðemis-
sinnans Vladi-
raírs Zhír-
inovski segja
að hann hafi
notið bragða
dávaldsins
Analólí Kasp-
irovoskí við að afla sér atkvæða
fyrir þingkosningamar.
Hafa áhrifamenn í Rússlandi
krafist opinberrar rannsóknar á
málinu og enda haföi dávaldur-
inn lýst því yfir að hann gæti
fengið 40% fylgi við hvað sem
væri með dáleiöslu í gegnum
sjónvarp.
Dávaldurinn var sjálfur í fram-
boði fyrir flokk þjóöemissinna og
náði kjöri. Buið var að banna
Kaspírovoskí að dáleiða fólk í
gegnum sjónvarp eftir að hann
hatði náð góðum árangri viö dá-
leiðslu í sjónvarpsþætti fyrir
nokkmm árum.
Yfirgáfufimm
áramorðingja
Fjölskylda Harander Chould-
hary, tlmm ára drengs á Ind-
landi, hefur snúið við houm baki
og vili ekki við hann kannast.
Ástæöan er að strákur tók upp á
því fyrir skömmu að berja þijú
leiksystkini sín til bana með
banbusstaf.
Samkvæmt indverskum lögum
mega yfírvöld ekki grlpa í taum-
ana þótt börn gerist sek um
óhæfuverk. Nú er Harander kom-
inn á vergang og óvíst h vort hann
liöraf. ReuterogNTB