Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Page 19
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 19 Menning Barnabók Sálmarusta í skáldverki má jafnan finna mynd af þeim sem það er ætlað. Hér er söguhetjan irngur drengur, sonur vin- sæls sögumanns einhvers staðar í Austurlöndum. Bókin hefst á þvi vandamáli drengsins að mótið hans hefur yfirgefið þá feðga með grannanum og faðirinn hefur misst frásagnargáfuna. En hann er samt ráðinn til að laða fólk að kosningafundum einræðisspíru. Líf- verðir þess manns eru tveir alvarlegir menn með risa- vaxið yfirskegg, háværir og þjösnalegir. Þessi staðlaða mynd af leynilöggum Miðausturlanda er líklega einum of óviðráðanleg fyrir söguhetjuna. Nema hvað, leikur- Bókmeimtir Örn Ólafsson inn berst á dulinn aukamána jarðar, en hann er að miklu leyti hulinn sagnahafinu. Og hér stendur bar- átta góðs og ills. Vondu kallamir vilja að þögnin ríki því þeir geta ekki haft stjóm á sögum. Því menga þeir sagnahafið skipulega svo að hver saga, fom og ný, eyðileggst. Leiðtogi þeirra reynist vera alveg eins og „þurrtruntulegur" granniim sem stakk af með móður söguhetju. Og þótt söguhetjan verði skotin í stelpu þá verður ekkert úr því, mikilvægast að fá mömmu aft- ur. Og okkar maður fær hjálparmenn af furðulegasta tagi, fljótandi gróður sem ummyndast í mannvem, fiska alsetta munnum og síblaðrandi, o.s.frv. Og auð- vitað leysast öll vandamál léttilega á síðustu stundu. Augljóslega rís þessi saga a.n.l. af ömurlegri lífs- reynslu Salmans Rushdie sjálfs en sem alkunna er hefur klerkavaldið í íran sent morðingja til höfuðs honmn fyrir gagnrýni á það í heldur lítilfjörlegum reyfara, Sálmum Satans. Þetta birtist vel undir lok bókarinnar, t.d. bls. 156. Annars vegar fer her sem gagnrýnir öll fyrirmæli hershöfðingja og rökræðir þau en gegn honum agaður her. Og auðvitað sigrar sá fyrr- taldi því þar skildi hver sitt hlutverk út í æsar, hiafði enda sjálfur átt þátt í að móta það. En agaði herinn er lamaður af skilningsleysi og tortryggni. Bernskt Hvarvetna kemur í ljós að bókin er ætluð mjög ung- um lesendum þótt mér væri erfitt að tiltaka nákvæm- lega hvaða aldurshópi slíkur barnaskapur félh í geð sem t.d. (bls. 151): „Tjúppvalabær lá djúpt inn í landi Næturinnar óend- anlegu og lofdð var svo ísjökulkalt að menn fengu grýlukerti á nefið ef þeir gættu sín ekki. Og þar sátu þau fost uns þau vora brotin af. Af þeim sökum báru íbúamir einatt litla kúlulaga nefhitara sem gerðu það að verkum að þeir litu út eins og trúðar í fjölleika- húsi, nema hvað þessar nefhettur voru svartar. Stíll bókarinnar er í samræmi við efniö. Því miður hefi ég ekki komist í frumtextann til samanburðar en vissulega séð ámóta stílblóm á ensku. Þetta er af sama tagi og Þorsteinn Thorarensen notaði til að þýða Tinna-bækumar, illu heilli (t.d. bls. 111). „Billjón myglaðar grásleppur! Það er ég sem ræð héma, yðar hátign," sagöi hann að lokum. „Ef þú get- ur ekld hegðaö þér eins og maður læt ég senda þig heim til Gúppveijabæjar og einhver annar verður lát- inn sjá um að bjarga Battsíbu þinni fyrir þína hönd. Og ég geri ekki ráð fyrir að þú yrðir hrifinn af því. Sorti og blindabræla, það er víst öruggt." Salman Rushdie: Harún og sagnahafið ísafold 1993, 184 bls. Listakona með meðbyr Þótt hún sé sprottin upp úr mjög óíslenskri myndhst- arhefð, nefnilega bresku vatnslita- og frásagnarmal- eríi og hafi ekki unnið faglega að hst sinni nema tæp fimmtán ár, hefur Karólína Lámsdóttir hlotið mikinn meðbyr meðal landa sinna. Verk hennar seljast upp til agna í hvert sinn sem þau em sýnd í íslenskum hsthúsum og stöðug eftirspum er eför þeim þess á milli, áhrifamenn og konur sækjast eftir vináttu henn- ar og gagnrýnendur hafa fjallað fremur vinsamlega um hana. En þessar viðtökur veita Karólínu hvorki hugfró né stappa í hana stálinu, hvort sem um er að kenna vöntun á sjálfstrausti eða einhveiju öðra. Þögn íslensks viömælanda hennar í hstmálarastétt um verk hennar leggur hún út á versta veg. Þótt sýning hennar Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson að Kjarvalsstöðum árið 1982 sé það sem yfirleitt er kahað „rífandi suksess", nægja nokkrir fyrirvarar í umsögn Valtýs Péturssonar um hana til þess að steypa hstakonunni í dýpstu örvæntingu og stökkva henni á flótta til Bretlands. Neikvætt svar Norræna hússins við fyrirspurn hennar um sýningarpláss árið 1985 verður til þess að hstakonunni „fahast gjörsamlega hendur". Þrálát vanmetakennd af þessu tæi, með tilheyrandi fylgikvihum, er helsti ljóðurinn á annars einlægri og elskulegri sjálfsævisögu Karólínu sem Jónína Micha- elsdóttir hefur skráð af þeirri smekkvísi sem hún er þekkt fyrir. Þar sem hstakonan sleppir allri mæðu og talar beint út frá hjartanu um hstræn markmið sín og væntingar, birtist hún hins vegar sem vænn og gagnvandaður persónuleiki. Litljósmyndir af helstu málverkum hennar em ágæt viðbót við þann texta. Karólína ólst upp við þær ahsnægtir sem betri borg- arar í Reykjavík bjuggu við á árunum um og eftir seinni heimsstyijöld. Afi hennar var aukinheldur þjóð- sagnapersónan Jóhannes Jósefsson, heljarmenni, heimsborgari og faðir íslenskrar hótelmenningar. Karólína er alin upp öðrum þræði í tumherberginu á Hótel Borg, þar sem stórlynd amma hennar og nafna bjó, hins vegar í stórhýsi við Hagamel. Það er á menntaskólaárum sínum sem Karólína kemst að því að hana langar mest af öhu að helga sig myndlist og að loknu stúdentsprófi fær hún að fara í hstaskóla í Karólína Lárusdóttir. Lundúnum og Oxford á árunum 1964-67. Mörgum árum síðar, eftir að hún er búin að koma sér upp fjölskyldu, tekst Karóhnu loks að láta gamla myndhstardrauminn rætast. - Þá var einnig hrunið peningaveldi fjölskyldu hennar á íslandi, sem er ef tíl vih ein undirrótin að öryggisleysi hennar. Sagan end- ar hins vegar vel, hstakonan eignast nýjan og skiln- ingsríkari eiginmann, góða vini í breskum myndhstar- heimi og fer að sýna verk sín regulega. Th er önnur og réttari útgáfa af sögu sem hstakonan lætur fylgja með í lokin. Breska hstamiðstöðin Barbic- an í Lundúnum hugðist setja saman sýninguna á landslagsmyndum frá íslandi „Landscapes from a High Latitude" áriö 1989, eins og áður er getið. Þótt Karóhna sé yfirlýstur og praktíserandi málari manna- mynda, ekki landslagsmynda, taldi hún sig eiga að vera á þessari sýningu. Hún lét þá skoðun oftlega í ljós við ýmsa áhrifamenn á æðstu stöðum á íslandi, og svo fór að sömu áhrifamenn þrýstu á sendiherrann í Lundúnum að koma myndum eftir Karólínu inn á sýninguna. Sem var gert, en í óþökk bresku sýningar- stjóranna, sem fannst freklega tekið fram fyrir hendur sér. Því var ekki nema von að þeir væm með hunds- haus þegar hstakonan snæddi með þeim hátíðarmáls- verð, eins og hún skýrir frá en túlkar á sinn hátt. Karólina, Líl og list Karóllnu Lárusdóttur listmálara, 207 bls. Jónína Michaelsdóttir skráól Forlagiö 1993 Rögnvaldur Siguijónsson: Fróðlegog ánægjuleg hlustun Meðal hinna fjölmörgu hljómdiska með klassískri tónhst, sem út hafa komið nú fyrir jólin, mun mörgum þykja diskurinn með pínóleik Rögn- valds Siguijónssonar meðal þeirra forvitnhegri. Á disknum leikur Rögn- valdur verk eftir Robert Schumann, Claude Debussy, Franz Liszt, Jón Þórarinsson, Jón Leifs og Hahgrím Helgason. í einu verkanna, Píanó- kvintett Schumanns, leikur með Rögnvaldi strengjakvartett skipaður þeim Hans Stephanek, fiðla, Katrínu Dahlhoff Bjamadóttur Dannheim, fiðla, Sveini Ólafssyni, lágfiðla, og Dr. Heinz Edelstein, sehó. Upptökur þessar em frá árunum 1948 th 1963. Miðað við hágæða- tækni nútímans munu sumir ef th vhl hafa eitthvað út á hljómgæðin að setja. Við hinir, sem tökum und- ir með Þorsteini Hannessyni um að tónhstin sé aðalatriðið og hljóm- gæði skipti minna máh, gerum okkur enga rehu út af því þótt örht- ið suð kunni að heyrast hér og þar. Það er mjög fróðlegt og ánægjulegt að hlýða á sphamennsku þessara frumheija í íslensku tónhstarlífi. Um margt er hún frábrugðin þeim sthbrögðum sem menn nota mest v nú th dags. Hinn frábæri píanó- kvintett Schumanns er þama gott dæmi. Hægt er að taka undir með Runólfi Þórðarsyni, sem á ritgerð í diskbækl- ingi, irni að þetta verk er eitt besta verk Schumanns. Það grípur áheyrand- ann ómótstæðhega með hugmyndaauðgi sinni og tilfinningahita. Upptak- an á leik þeirra félaga var gerð um leið og verkinu var útvarpað og gafst því ekki tækifæri th að stoppa og lagfæra hluti enda thefni engin th þess. Rögnvaldur Sigurjónsson. Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Flutningurinn er skemmthega alvarlegur, ákafur og kraftmikhl. Hraða- breytingum er beitt af mikilh hst og sannfæringu th að auka dramatísk áhrif verksins og er það nokkuð sem margir yngri tónhstarmenn gætu lært af. Þótt heyra megi snurður á stöku stað kastar það engum skugga á þá einlægu og hehsteyptu mynd sem þama er dregin af fógru verki. Meðall annarra verka á diskinum má nefiia þijú ágæt íslensk verk Sónatínu Jóns Þórarinssonar, Strákalag eftir Jón Leifs og Rondo Islanda eftir Hahgrím Helgason. Sónatínan er þar viðamest, fahegt og mjög vel unnið verk. Rögnvaldur leikur þessi verk af mikilli alúð og á einkar tón- elskan hátt. Færni hans sem píanóleikara fær best að njóta sín í verkum Listzs. Þama fer Röngvaldur mjög á kostum og sýnir frábæra tækni og fimleika þótt aldrei komi það niður á hstrænni túlkun hans. Þessi diskur er góður fengur fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskri tónhst og tóihistar- mönnum. Ný sending á ótrúlegu verði Amsterdam Verð kr. 65.950,- Dæmi: Visa raðgreiðslur til 18 mánaða, engin útborgun. Kr. 4.500,- á mán. ca. XS HÓSGÖGN Smiðjuvegi 6 Kópavogi Sími 44544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.