Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
23
Gildi Þorláks helga
fyrir samtíð okkar
Þaö er ekki ofsagt aö sérstakur ljómi leiki um nafn Þorláks helga Þór-
hallssonar (1133-1193) í vitund íslensku þjóðarinnar. Hann var einarður
í baráttu sinni fyrir sjálfstæði kirkjunnar og átti af þeim sökum í deilum
við ýmsa helstu höfðingja landsins. En hann var samtímis mikiil stuðn-
ingsmaður íslenskrar alþýðu. Þorláksmessa er kennd við hann, eins og
flestir vita, og í dag eru liðin nákvæmlega 800 ár frá andláti hans.
Það er óhætt að segja að vel hafi verið gert við minningu Þorláks helga
upp á síðkastið. Ekki eru nema fjögur ár síðan út kom á vegum Þorláks-
sjóðs „Þorláks saga helga. Elsta gerð Þorláks sögu helga ásamt Jarteina-
bók og efni úr yngri gerðum sögunnar.“ Það var Ásdís Egilsdóttir, einn
helsti sérfræðingur þjóðarinnar á sviði biskupasagna, sem sá um þá út-
gáfu og ritaði að henni vandaðan og fræðilegan inngang. Var sú útgáfa
tileinkuð heimsókn Jóhannesar Páls n. páfa hingað til lands 3.^4. júní 1989.
í bók sinni um Þorlák leggur séra Sigurður Sigurðarson mikla áherslu
á nauðsyn þess að samtíð Þorláks sé nægilegur gaumur gefinn og á hann
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
þá ekki bara við samtíð hans hér á landi heldur ekki síður erlendis. Með
því móti getum við vitað margt um hvað Þorlákur kunni fyrir sér. Bend-
ir Sigurður á að Þorlákur nam á þeim stöðum erlendis, í París og Lánc-
oln, sem ákjósanlegastir voru til að kynnast vel því sem var að gerast í
kirkjulífi álfunnar. Finnst mér styrkur bókarinnar ekki síst vera fólginn
í þessari áherslu höfundar svo og því að framsetningin er öll mjög við
alþýðu hæfi. Má segja að vel fari á því þegar umfjöllunarefnið er slíkur
velunnari alþýðunnar sem Þorlákur helgi var. Veikleiki bókarinnar er á
hinn bóginn helst í því fólginn að spurningin um sannfræði hinna mis-
munandi heimilda um Þorlák er hvergi tekin til sérstakrar umfjöllunar.
Lokakaflinn í bók Sigurðar finnst mér einna forvitnilegastur en þar
veltir hann því fyrir sér hvaða gildi það hefur fyrir okkur að minnast
Þorláks nú. Þar er niðurstaða höfundar á þann veg að þrátt fyrir að við
lifum nú aðra tima en Þorlákur og viðfangsefni kirkjunnar séu nokkuð
ólík við að fást þá séu þau í eðh sínu skyld. Til Þorláks höfum við að
sækja uppbyggilegt fordæmi um heildarviðhorfið til kirkjunnar. Að skiin-
ingi Þorláks var hlutverk kirkjunnar í því fólgið að vera samfélag hinna
trúuðu þeim til sáluhjálpar, boðberi réttlætis og kærleika, skjól lítilmagn-
ans og valdsstéttum til áminningar. Til þess að geta sinnt þessu hlut-
verki sínu þurfti kirkjan að hafa sjálfstæða burði. Sigurður bendir einnig
á að starf Þorláks minni okkur á þá hættu sem felst í því fyrir kirkju
þjóðlands að missa sjónar á alþjóðlegu samhengi kirkjunnar. „Loks væri
okkur hollt að huga að því, í ljósi þess sem Þorlákur barðist fyrir, hvert
stefnir með sjálfstæði okkar eigin kirkju og svigrúm hennar til áhrifa í
veröldinni nú.“
Sigurður Sigurðarson
Þorlákur helgi og samtíö hans
Skálholtsútgáfan 1993 (132 bls.)
Til hjálpar við uppeldi
Bók þessa hugsar Skálholtsútgáfan sem framlag sitt til árs fjölskyldunn-
ar 1994. Henni er ætlað að vera hjálp fyrir foreldra sem áhuga hafa á að
fræðast um ýmsar hliðar uppeldisins. Sérstaklega er miðað við þroska-
skeið barna frá fæðingu til sex ára aldurs. Bókin skiptist í 21 kafla og
hefur hver kafli að geyma eitt meginefni tengt þroska barnsins og upp-
eldi. Hér er til dæmis fjallað um öryggi og traust, samviskuna og fyrirgefn-
inguna, þróun sjálfsvitundar bamsins, aga, leik og vini bamsins, sjón-
varp, kvöldbænir, dauðann o.s.frv. Bókin er skrifuð af kristnum sjónar-
hóh. í lok hvers kafla eru 4-5 spumingar sem ætlaðar em til íhugunar
og umræðu. Auka þær tvímælalaust á notagildi bókarinnar.
Höfundarnir leggja áherslu á að heilbrigð skynsemi sé mikilvægasti
leiðarvísirinn við uppeldi barna. En þeir vonast til að lestur bókarinnar
verði til að hjálpa fólki í þeirri viðleitni að verða betri foreldrar. Varla
Bókmermtir
Gunnlaugur A. Jónsson
verða þeir sakaðir um að boða einhverja róttækni í uppeldismálum. Raun-
ar er hér afskaplega fátt sem kemur á óvart. Það er frekar eins og verið
sé að rifia upp með lesandanum viðtekin sannindi. Svo dæmi sé tekið af
11. kafla bókarinnar sem ber yfirskriftina „Við emm fyrirmyndir" þá er
þar minnt á þau gamalkunnu sannindi að „það læra börn sem fyrir þeim
er haft“ og bent á að foreldrarnir séu fyrstu fyrirmyndir barnsins. Hér
er sömuleiðis vitnað í orð þekkts rithöfundar sem sagði: „Börn hafa aldr-
ei verið sérstaklega gefin fyrir að hlusta á fullorðna fólkið, en þau hafa
alltaf hermt eftir því.“ Þetta gildir að sjálfsögðu um hið trúarlega upp-
eldi. „Ef Guð á að hafa einhverja merkingu verður bamið að upplifaGuð
innan fiölskyldunnar," segir hér.
Mikil áhersla er lögð á þýðingu öryggistilfinningarinnar, og því haldið
fram að öryggið sé sjálfur grunnurinn að þroska bamsins. Til þess að
börnin þroskist eðlilega og læri verði þau að finna til öryggis. Bent er á
að grunnurinn að trausti barnsins til annarra og sjálfsöryggi sé lagður
þegar á fyrsta árinu.
Meðal þess sem mér fehur sérlega vel við í þessari bók er þegar lögö
er áhersla á mikilvægi hefðanna. Það er gert þar sem fiallað er um jólin,
sem em tími hefðanna framar öðrum. Þar er því haldið fram að hefðir
í fiölskyldulífinu treysti fiölskylduböndin og að nútímafólk leggi hugsan-
lega ekki nógu mikið upp ýr þýðingu og gildi hefðarinnar.
Innihald þessarar bókar er ekki á þann veg að þess sé að vænta að
útgáfa hennar muni sæta miklum tíðindum, en á hinn bóginn er óhætt
að segja að hér sé á ferðinni holl og góð lesning þar sem uppeldismálin
era reifuð á öfgalausan hátt og af kristnum sjónarhóli. Þýðingin virðist
mér yfirleitt lipur og skila læsilegum texta og þrátt fyrir að þýðendumir
séu þrír verður ósamræmis ekki vart.
D. Hallen og O. Evenshaug
Þýð.: Jón Ragnarsson, Magnús Erlingsson og Gunnar Finnbogason
Barn á þroskabraut
Skálholtsútgáfan 1993 (159 bls.)
Meiming
Hallveig Thorlacius með eina brúðuna.
Friðsamur jólasveinn
og skondin Grýla
Sögusvuntan er ekki fyrirferðarmikið leikhús, en
engu að síður leynir það á sér. Þetta htla leikhús er
færanlegt, því það er aðeins rúmlega mannhæðarhátt
og í lögun eins og kassi sem reistur hefur verið upp á
endann. Efri hlutinn er opinn og þar er leiksviðið.
í þessum kassa býr heiÚ ævintýraheimur, rétt eins
og í svimtunni hennar ömmu gömlu. Hún dró ýmis-
legt skrýtið upp úr svuntuvasanum og sagði börnunum
sögur í kringum það.
Hahveig Thorlacius hefur samið nokkur leikrit th
flutnings í Sögusvuntunni og það nýjasta, Þrettándi
jólasveinninn, var frumsýnt nú um helgina. Þetta er
saga um stelpu sem vih helst ekki fara að sofa og
bamapían þarf að beita ýmsum brögðum áður en sú
litla hverfur inn í draumalandið.
Þá víkur sögu th fiaha þar sem Grýla býr.
Hún er um margt ólík þeirri voðalegu ófreskju sem
börn vom hrædd með hér áður fyrr. Þessi Grýla er
að vísu stórskorin og groddaleg, en hún bæði syngur.
og hlær. Helstu áhyggjur hennar beinast að yngsta
jólasveininum, þeim þrettánda, sem er svo voðalega
góður og friðsamur að það hálfa væri nóg. - Og svo
er náttúrlega árans jólakötturinn alltaf að gera eitt-
hvað af sér.
Sagan er ljúf og brúðumar fahega unnar. Yfirbragð
sýningarinnar er bjart því að leiktjöldin eru snjóhvít,
rúmfót Jarþrúðar htlu hvít og fiöllin snævi þakin.
Hallveig leikur sjálf öh hlutverkin og kemur skemmti-
lega á óvart með glaðbeittri túlkun sinni á Grýlu
gömlu.
Það er óneitanlega óhkt skemmthegra þegar textinn
er fluttur svona beint, en um leið er það mikið álag á
flytjandann og varla hægt að ætlast th þess að leikræn
túlkun sé eins og þegar margir leikarar fara méð hlut-
verkin. En þetta er persónuleg og um leið innileg að-
Leiklist
Auður Eydal
ferð til að ná th yngstu áhorfendanna.
í sögunni verða ýmsar skrýtar og skemmthegar
uppákomur, en helsti veikleiki sýningarinnar er að
stundum nægðu þær tæpast til að halda litlu leikhús-
gestunum við efnið og þá var farið að spekúlera í þvi
hvemig þetta væri nú aht saman gert. Það var eins
og einhverja hryggsúlu vantaði í framvinduna, ein-
hverja bitastæða sögu, sem heldur áhorfendum negld-
um í sætunum.
En engu að síður er þetta hin besta skemmtun, unn-
in af kunnáttu og smekkvísi. Blær sýningarinnar og
persónulegt andrúmsloft er ánægjulegt andóf gegn
vélrænni mötun myndbandstækjanna.
Sögusvuntan sýnir:
Þrettánda jólasveininn
Höfundur: Hallveig Thorlacius
Lelkstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir
Brúöur og leikmynd: Hallveig Thorlacius
Lýsing: Sigurður Guðmundsson
Fóstbræður
stikla á stóru
Út er kominn á vegum Skífunnar hljómdiskur með
nafninu Stiklað á stóm þar sem Fóstbræður flytja
verk eftir Árna Thorsteinson, Jón Leifs, Karl. 0. Run-
ólfsson og Sveinbjörn Sveinbjömsson. Útsetningar
ahra laganna, annarra en laga Jóns Leifs, eru eftir Jón
Þórarinsson. Stjómendur eru Ragnar Bjömsson og
Jón Stefánsson.
Hljómsveit leikur með kómum í öhum lögunum en
ekki er þess getið á diskinum hver hún er. Trúlegast
er það Sinfóníuhljómsveit íslands. Fóstbræðrasyrpa 2
nefnist samantekt sem Jón Þórarinsson hefur gert á
ýmsum kunnustu lögum Áma Thorsteinsonar og út-
sett fyrir hljómsveit og kór. Hljómar syrpuskipanin
vel og útsetningamar sömuleiðis. Ástarvísur eftir Jón
Leifs hafa undirtith vísur og viðlög úr íslenskum þjóð-
sögum. Þetta verk er samið með hinu sterka persónu-
lega tungutaki Jóns sem alkunnugt er orðið. Því verð-
ur hins vegar ekki neitað að verkið er heldur langdreg-
ið með köflum og tíðindalítið. Hefur það og áhrif á
flutninginn og má heyra að kórfélagar virðast ekki
yfir sig hrifnir af því sem þeir em að syngja. Tvö lög
sem þama em eftir Karl 0. Runólfsson geta ekki tal-
ist annað er fyrsta flokks tónsmíðar. Förumannaflokk-
ar þeysa og Nú sigla svörtu skipin eru meðal kunn-
ustu söngperla íslenskra og er það verðskuldað. Síð-
Hljómplötur
Finnur Torfi Stefánsson
asta verkið á diskinum er Lofsöngur Sveinbjöms
Sveinbjömssonar og er sú útsetning þjóðsöngsins, sem
þama gefur að heyra, svohtið frábragðin þeirri sem
algengust er.
Yfirleitt er flutningurinn góður en misjafn samt.
Miklar framfarir hafa orðiö í kórsöng á undanfómum
árum og kórar mega hafa sig aha við að standast sam-
anburð við það sem best er gert í þessari göfugu hst.
Fóstbræður hafa góða raddmenn en sums staðar á
þessum diski hefði hreinleiki og ögun mátt vera meiri.